Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1989 33 Minning: Hallireð Sigtryggsson Fæddur 24. júní 1900 Dáinn 22. desember 1988 „Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng." (M. Joch.) Elfur tímans niðar, ár líða hratt, þau koma færandi, þau nema á brott, sum eru blíð, önnur kunna að vera hörð. Aldraður sómamaður og dreng- ur góður hefur kvatt og fullur þakklætis staldra ég við í djúpri lotningu og með trega, þegar ég nú minnist vinar, Hallfreðs Sig- tryggssonar, sem andaðist 22. des- ember, hátt á níræðisaldri, í heimabæ sínum, Akureyri. Hallfreð var fæddur þann 24. júní árið 1900 á Grund í Höfða- hverfí við Eyjafjörð, sonur hjón- anna Sigrúnar Sigurðardóttur og Sigtryggs Helgasonar, en flutti bam að aldri til Akureyrar, þar sem hann bjó alla tíð síðan, lengst af á Gránufélagsgötu 28, sem hann byggði ásamt föður sínum. Hallferð átti þrjú eldri systkini, Alfreð, Þorgjörgu og Þóri, sem öll dóu ung, en sá missir markaði djúp sár í viðkvæma lund ungs manns. Við, strákamir á Eyrinni, sem ólumst þar upp á styijaldarárunum síðari, fengum snemma pata af Hallfreð eða Halla Tryggva, eins og hann var nefndur. Það þótti nú heldur karl í krapinu á þeim tíma, sem brotið gat jámvilja föður síns eins og hann gerði, þegar hann gat með þrábeiðni fengið lánaðan Hrútinn, en það var árabátur föður hans, geymdur suður í fjöra. Þá var hann ekki síður hetja í okkar augum vegna starfa síns, en hann var á þeim áram, og lengur, kaf- ari og þá oft nefndur Halli kafari, sem var tignarheiti, þar sem það starf var ekki heiglum hent. AUir þyrptumst við inn á bryggjur, þeg- ar það fréttist að hann væri við þennan hættulega starfa og við fylgdumst með þegar hann var færður í kafarabúninginn, stáls- kóna, sem við fengum ekki loftað, blýbeltið, sem tvo fullorðna menn þurfti til að spenna og svo hvarf hann undir hjálminn stóra, klöngr- aðist síðan af stað niður stiga, nið- ur í sjóinn, en áður en hann sleppti, þá var gluggalok skrúfað framan á hjálminn og svo hvarf hann í djúpið þegar slakað var á böndum og slöngum. Loftbólur bratust upp á yfírborðið, þar undir starfaði kafarinn og við biðum þess í ótta- blandinni aðdáun, að kafarinn kæmi upp á ný. Það dró ekki úr viðhorfum okkar, að Hallfreð var fatlaður á fæti, en einhver kvittur kom upp um það, að hann hefði barizt við hákarl í undirdjúpunum, borið af honum sigurorð, en fengið samt þetta sár. Þetta var þó ein- ungis skáldlegur hugarburður ungra drengja, aðrar orsakir lágu til fötlunarinnar. Þá hrifumst við einnig af Halla, þegar við fréttum af mannlegum viðbrögðum hans, þegar hann var fenginn til þess að kafa við strand- ferðaskipið Súðina, sem kom illa löskuð til Húsavíkur eftir fólsku- lega stríðsárás, þar sem sjómenn féllu. Samhugur hans með sjó- mönnum var einstakur, ekki bara þá heldur alla tíð, en sjálfur hafði Hallfreð veHð á síld. Árið liðu, og náin kynni hefjast. Á sumram var skólastrákum kom- ið í vinnu. Sá sem þetta ritar fékk vinnu í Slippnum. Þar var Hall- freð, kempan frá bemskuáranum, starfandi sem verkstjóri og sá, sem setti mest svipmót á þennan ágæta vinnustað sunnan Torfunefs. Sú saga var sögð af viðbrögðum Hallfreðs, eða Halla í Slippnum, eins og hann var þá títt nefndur, að einhverju sinni hefðu lærdóms- menn komið þar að, sem Hallfreð þræddi vír í blökk. Spurðu þeir hann spjöranum úr um hvaðeina og reyndu að fella hann, verka- manninn, í orði. Þessi hugljúfí maður svaraði öllum spumingum sem bezt hann gat en leiddist orð- ið aðgangurinn og þegar þeir spurðu hver eiginlega ætti þennan vinnustað, þá stóð ekki fremur á svari. Hann horfði á spyijendur og svaraði glettinn á svip, svo sem honum einum var lagið: „Við eig- um Slippinn þrír, sinn fjórðapart- inn hvor.“ Þeir spurðu einskis meir, en Hallfreð lauk kíminn við verk sitt. Þannig gátu tilsvör hans verið, hæversk en óræðin, þegar hann vildi hafa fríð við vinnu sína. Við voram þama fleiri strákar með Halla. Við tókum upp skip, fæðram til hliðar úr sleða, botn- hreinsuðum, rústbörðum, máluð- um og menjuðum, ýmist undir kili eða efst í möstum. Hann fór fyrir sínu liði, ein og hershöfðingi, strangur en sanngjam, duglegur en varfærinn, ósérhlífinn en mynd- ugur, þangað sem Halli fór urðum við að fara líka og mikið var okkur loks traustið sýnt, þegar við voram settir á loftdæluna, þegar hann var að kafa. Við mátum þennan mann, hjá honum var skóli, lífsins skóli og hann var traustur fræðari, einn sá allra bezti. Þegar Slippurinn í Bótinni varð að víkja urðu þáttaskil. Starfsmenn snera sér að öðram viðfangefnum eða eins og Halli komst svo skemmtilega að orði um sjálfan sig þegar hann sagði: „Nú er ég hætt- ur til sjós og farinn að vinna í landi.“ Hann hóf störf í íshúsinu á Tanganum, þar vann hann eða hjá Sláturhúsinu á meðan starfsdagur entist, en hann var langur. Á fshúsinu var mönnum ekki físjað saman, þar var jafnan harðsnúið lið, enda máttu þar lið- leskjur síns einskis. Enn liggja leið- ir saman á sumram, við síldarsölt- un, þó aðallega síldarfiystingu og kjötfrystingu í sláturtíð. Vatn var fiyst í pönnum, sem síðan var malað sem ís. Pönnur þessar vora settar í rekka inni í frystiklefum í grimmdar frost. Halli á íshúsinu var kominn í leikinn. í frystiklefun- um, í þessu nístandi frosti, fór hann fyrir liðinu og þegar smá- sveinar náðu ekki frostbólgnum pönnum úr rekka, þá komu sterku hendumar hans til skjalanna, þannig að aldrei varð lát á verki fyrr en lokið var, það hugnaðist ekki Halla að láta eftir sér bíða þegar verk skyldu unnin. Hallfreð þótti í hvívetna traustur og hollur húsbændum sínum í bezta skilningi. Hann vann með öðra að útgerð, þegar hann annað- ist vor- og haustviðhald skipanna Njarðar og Alden, hann hengdi fisk í hjalla og komust margir undir verkstjóm hans og líkaði vel, því að vinnuþjarkurinn var oft óvenju- lega skemmtilegur og einkar glöggur að koma auga á það spaugilega við hlutina. Margir leituðu til Hallfreðs um vik, þá sérstaklega ef vandasamt þótti, t.d. var hann oft fenginn til þess að mála þök og þá þau hin brattari og hóaði hann þá oft í skólastrákana, sem klifu með hon- um siglumar í gamla Slippnum. Við, strákamir af Eyrinni, þökk- um Halla, nú þegar leiðir skilja, alla vinsemdina í okkar garð, öll tökin sem hann kenndi okkur, stolt má sú þjóð vera sem elur slíka menn sem hann. Líf Hallfreðs var ekki einungis strit og púl. Hann var mikill félags- málamaður. Hann heillaðist af íþróttum, var einn af stofnendum íþróttafélagsins Þórs á Akureyri, mikill unnandi knattspymu, fór á skautum og var mikill og góður sundmaður allt til efri ára. Alla góða viðleitni studdi hann, þar sem íþróttir vora annars vegar og fylgdist grannt með þeirri miklu uppbyggingu íþróttaaðstöðu, sem félag hans á í. Huggun hans var og sæt, þegar ekki gekk allt í hag- inn og þess fékk ég, knattspymu- dómarinn, að njóta, þegar við gengum stundum saman suður Noðurgötuna að leik loknum eftir að ég hafði ekki séð rangstöðu- markið sem KA skoraði hjá Þór, þá var hann oft sá eini á allri Eyrinni, sem sá atvikin eins og dómarinn og það studdi svo sann- arlega óharðnaðan til átakanna við næsta leik. Mér hlýnaði svo sann- arlega um hjartarætur, áratugum síðar, þegar hið glæsilega íþrótta- svæði Þórs var vígt og hann, heið- ursfélaginn, stóð í miðjuhringnum á knattspymuvellinum og tók fyrstu spymuna eftir að ég hafði flautað til leiks. Hallfreð var ötull félagsmaður Sjálfsbjargar, félags fatlaðra og margt handtakið átti hann við byggingu félagsheimilis á Bjargi við Hvannavelli. Þaðan er minnst atorku hans, þegar hann að lokn- um vinnudegi fór mikinn eins og vanalega, hans lá aldrei eftir. Hann var og virkur þátttakandi í Félagi aldraðra, þegar árin færðust yfír, fróður og skemmtilegur félagi, sem víst er saknað. Hallfreð var mikill fjölskyldu- maður og alltaf sat umhyggjan fyrir konu og bömum í fyrirrúmi. Fyrir hugskoti stendur sú mjmd, þegar hann að loknum vinnudegi hraðaði sér heim á hjólinu sínu, sem hann aðeins gat stigið örðum fæti vegna fötlunarinnar. Hallfreð var kvæntur Önnu Stefánsdóttur, sem lifír mann sinn eftir farsælt hjónaband í 55 ár og varð þeim þriggja bama auðið. Þau era: Þorsteinn, lögregluvarðstjóri á Akureyri, sem nýlega er látinn um aldur fram, eftirlifandi kona hans er Ásta Baldvinsdóttir, Sigr- ún, gift Óskari Illugasyni, húsfrú í Reykjahlíð 1, Mývatnssveit og Guðný, gift Sævari Magnússyni, húsfrú í Syðri-Grand, Grýtubakka- hreppi. Ánna bjó manni sínum og böm- um vistlegt heimili á Gránufélags- götu 28, en þar var oft gestkvæmt og vel á móti gestum tekið af þeim heiðurshjónum. Þar fann Hallfreð jafnan það skjól og þá alúð sem byggði hann upp til átakanna næsta dag. Við Sigrún sendum frú Önnu og fjölskyldu okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Vin minn, Hallfreð, kveð ég með einlægri þökk. Mér koma í hug orð helgrar bókar, sem eiga við svo marga hans kynslóðar af Eyrinni og ekki sízt hann. „Yfír litlu varstu trúr, yfír mikið mun ég setja þig.“ (Matt. 25.24.) Heimvon Hallfreðs skal þannig í huga mér mörkuð. Hafí Halli Tryggva þökk fyrir allt og allt. Rafíi Hjaltalín CATERPILLAR LYFTARAR þegar mest á reynir LYFTIGETA 2,5 OG 3 TONN TIL AFGREIÐSLU STRAX Af/ÖG HAGSTÆTT VERÐ HF Laugavegi 170-174 Sími 695500 CATERPILLAR YFIR 40 ARA FORYSTA Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.