Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1989 35 t Útför mannsins míns og föður, ÓSKARS GUÐSTEINSSONAR, Sölvhólsgötu 14, fer fram frá nýju Fossvogskapellunni fimmtudaginn 2. febrúar kl. 10.30 f.h. Sólrún Guðsteinson, Björgvin Óskarsson. Faðir okkar, GUÐMUNDUR BJÖRNSSON, Arkarlæk, sem andaðist á sjúkrahúsi Akraness 27. janúar, verður jarðsettur frá Akraneskirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á sjúkrahús Akraness. Fyrir hönd vandamanna, börn hins látna. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELSU D. JÓHANNESDÓTTUR, Bergstaðastræti 22, Reykjavfk, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Edda Márusdóttir, Kristfn Márusdóttir, Danfel Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA VILHJÁLMSDÓTTIR, Fannborg 7 (áður Neðridal), Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. febrúar kl. 15.00. Guðrún J. Þorkelsdóttir Keen, Marshall F. Keen Katla Þorkelsdóttlr, Ólafur H. Friðjónsson, Hekla Þorkelsdóttir, Ágúst Kristjánsson, Vilhjálmur Þorkelsson Ann-Mari Hansen. barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn og stjúpi okkar, SIGURJÓN ÞORSTEINSSON, Kleppsvegi 68, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 2. febrúar kl. 11.00. Ásta Haraldsdóttir, Guðmundur Páll Jónsson, Haraldur Jónsson, Guðrún H. Jónsdóttir, Elfsabet G. Jónsdóttir, Helga Jónsdóttir. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SINDRI SIGURJÓNSSON, Básenda14, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Sigrfður Helgadóttir, Einar Sindrason, Kristfn Árnadóttir, Heimir Sindrason, Anna L. Tryggvadóttir, Sigurjón H. Sindrason, Helga Garðarsdóttir, Sindri Sindrason, Kristbjörg Sigurðardóttir, Ingvi Sindrason, Vllborg Ámundadóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúö og vináttu við fráfall eiginkonu minnar, móður okkar og systur, SUNNU GUÐNADÓTTUR. , Jón Björnsson, Friðrik Árnason, Birha Jenna Jónsdóttir, Björk Jónsdóttlr, Jenna Lilja Jónsdóttlr, Anna Guðnadóttlr, Jóhanna Guðnadóttir. t Alúðarþakkir færum við þeim sem minntust SOFFÍU GUNNARSDÓTTUR SIGURÐSSON, við fráfall hennar. Hildigunnur Hjálmarsdóttir, Agnar Þórðarson, Uggi Agnarsson, Margrét Guðnadóttir, Úlfur Agnarsson, Ásta G. Briem, Sveinn Agnarsson og barnabörn. Minning: Guðný Guðnadóttír írá Torfastöðum Fædd23. nóvember 1897 Dáin24. janúar 1989 Þegar vetrarþokan grá þig vill fjötra inni, svífðu burt og sestu hjá sumargleði þinni. Þar var laungum lokið skjótt lífsins öllum mæðum. Manstu hvað þær flýðu fljótt fyrir hennar kvæðum? (Þorsteinn Erlingsson Þessi ljúfu erindi úr kvæði snill- ingsins frá Hlíðarendakoti koma mér í hug, þegar heiðurskonan Guðný Guðnadóttir er til moldar hnigin 91 árs gömul. Myndin af henni er skýr, minningin kær. Hún bjó yfir ríkri og hlýrri gleði, var fróð um marga hluti og las mikið, einkum þjóðlegan fróðleik, sagði vel frá, en kunni líka að hlusta á aðra, var næm á hið skoplega í tilver- unni, trygglynd og vinaföst og höfð- ingi heim að sækja. En hún barst ekki mikið á. í rauninni var Guðný ein af þessum hljóðlátu hetjum hversdagslífsins, fómaði sér fyrir aðra og var fremur veitandi en þiggjandi í samskiptum sínum við samferðafólkið. Foreldrar Guðnýjar voru þau Jó- hanna Johannsdóttir frá Krosshjá- leigu í Austur-Landeyjum og Guðni Kristinn Guðnason bóndi á Torfa- stöðum. Auk Guðnýjar eignuðust þau aðra dóttur, Þórönnu, fædd árið 1905. Uppeldissystur þeirra vora hins vegar tvær. Guðbjörg Eyvindsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir. En í janúar 1906, þegar Guðný er 8 ára gömul og Þóranna aðeins misseris- gömul fellur móðir þeirra frá á besta aldri. Nokkram áram sfðar kvænist Guðni svo fyrram mágkonu sinni, Önnu Jóhannsdóttur. Eignuðust þau tvo syni, Kristin, sem búsettur er í Reykjavík, og Jóhann, en hann lést fyrir um það bil 20 áram. Upp- eldisbróðir þeirra er Guðni Þorgeirs- son, búsettur á Selfossi. Er Guðný óx úr grasi dvaldist hún um hríð í Reykjavík og lærði sauma hjá Andrési Andréssyni. Nokkrar vertíðir var hún í Vest- mannaeyjum og vann þar við eld- hús- og önnur innanhússtörf. Þóranna giftist Helga Guð- mundssyni og hófu þau búskap á Efri-Þverá í Fljótshlíð, en fluttu stuttu síðar að Torfastöðum. Þau eignuðust tvær dætur, Hönnu og Guðnýju. En þegar þær era aðeins þriggja og eins árs gamlar fellur móðir þeirra frá í blóma lífsins. Við þessi hörmulegu tíðindi verða kafla- skipti í lífí Guðnýjar Guðnadóttur. Hún ákveður að ganga hinum ungu systurdætram sínum í móður- stað. Frá þeirri stundu hafa leiðir þeirra ekki skilið þar til nú, að frænka þeirra kveður um sinn. Helgi Guðmundsson reisti nýbýlið Höfða í landi Torfastaða. Þar bjó fjölskyldan til ársins 1946, en flyst þá til Reykjavíkur og bjuggu fyrstu árin á Bragagötu 22a. Helgi kvænt- ist nokkram áram síðar Sigurbjörgu Lúðvíksdóttur, sem býr í Reykjavík. Helgi lést fyrir um það bil tveimur áram. Orð lýsa sjaldan til fulls því sem í brjósti manns býr. Við fráfall þess- arar góðu vinkonu minnar' hverfur hugurinn rúmlega 42 ár aftur í tímann. Haustið 1946 settist ég í Kennaraskóla íslands, en var þá eins og stundum áður vegalítill, vantaði sárlega húsnæði. Það var ekki auðvelt fremur en oft endra- nær að fá inni í höfuðborginni á þessum tíma. Góðvinur minn og skólabróðir frá Laugarvatni, Albert Jóhannsson kennari í Skógaskóla, var einnig að hefja kennaranám. Hann var búinn að útvega sér fæði og hús- næði „hjá góðu fólki, sem nýlega er flutt austan frá Torfastöðum í Fljótshlíð", en Albert er ættaður frá Teigi í sömu sveit. Ifyrmefndum vanda mínum brá nú Albert á það ráð að leita eftir því við þetta fólk, að ég fengi að deila með honum herberginu og helst að fá fæði líka eins og hann. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU JÓNSDÓTTUR, Þingholtsstræti 30. Róbert Jónsson, Sigríður Bjarnadóttir, Halldóra Sjöfn Róbertsdóttir, Ragnar Helgi Róbertsson, Edda Bára Róbertsdóttir og barnabarnabarn. t Hjartans þakkir til þeirra er sýndu okkur hlýhug og vináttu við fráfall og útför elskulegs sambýlismanns míns, sonar, föður og bróður okkar, LEIFS R. HARALDSSONAR. Sórstakar þakkir til Ljóðakórsins, biðjum ykkur Guðs blessunar. Sigriður Magnúsdóttir, Guðfinna Svelnsdóttir, Ólöf Guðflnna Leifsdóttir, Ari Guðmundur Leifsson, systklni og fjölskyldur hins látna. t Hjartans þakkir faerum við öllum fyrir auðsýnda samúð og vin- semd við fráfall og útför móður okkar, ELINAR ELÍASDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans er annaöist hana af hlýleik síðustu vikurnar. Helgl Skaftason, Sigrún Skaftadóttir, Elfas Skaftason, , Sigþór Skaftason, Krlstfn Skaftadóttir, Albert Skaftason. Að sjálfsögðu gat ég vart búist við því, að þetta fólk færi að taka blá- ókunnugan strák austan af landi nánast inn á gafl hjá sér. En ótti minn reyndist ástæðulaus. Guðný sagði mér löngu síðar á sinn hæg- láta hátt, að Albert hefði sótt máiið nokkuð fast og sagt að lokum: „Ef þið þorið að hafa mig, þá er ykkur alveg óhætt að taka piltinn." Er nú ekki að orðlengja það, að hjá þessu fólki dvaldi ég í tvo yndislega vetur. Guðný reyndist mér nánast eins og góð móðir og húsbóndinn hæglátur öðlingsmaður. Heimilislíf- ið var glaðvært og óþvingað, gest- risni í öndvegi og kynslóðabil óþekkt fyrirbrigði. Eins og áður segir hafði Guðný yndi af góðum bókum. Var oft gam- an að ræða við hana um liðna tíð, um menn og málefni. Ferðalaga naut hún í ríkum mæli og hafði oft orð á því, hversu gaman væri að koma á þá staði og kynnast því landi, sem gjaman hafði verið lesið um á bók eða í tímariti. Guðný átti við nokkra vanheilsu að stríða hin síðari ár, enda aldurinn orðinn hár. En andlegri reisn hélt hún til hins síðasta. Að leiðarlokum færi ég þessari vinkonu minni hugheilar þakkir fyr- ir trygglyndi hennar og vinsemd alla í gegnum tíðina. Við Anna, böm okkar og bamaböm þökkum ljúfa kynningu liðinna ára, ræktar- semi og vinsemd alla. Systranum heima í Byggðarenda sendum við okkar hlýjustu samúðarkveðjur sem og öðram vinum og vandamönnum Guðnýjar Guðnadóttur. Blessuð sé minning hennar alla tíð. Guðmundur Magnússon 7 OKTÓBER MDVIKUDAGUR 9 OKTÓBER FÖSTUDAGUR Skiladagur Birtingardagur . Birting afmælis- ogminning- argreina 10 OKTÓBER LAUCARDAGUR 13 OKTÓBER ÞRID/UDAGUR Skiladagur Birtíngardagur Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofú blaðsins í Hafoarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á þvi vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.