Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1989 fclk í fréttum SKEMMTANIR Söngur, grín og gleði Tveir landskunnir skemmti- kraftar, þeir Magnús Ólafsson og Jörundur Guðmundsson, bjóða nú upp á n£ja skemmtidagskrá sem samin er af þeim og Guðmundi Ólafssyni leikara. „Við verðum til dæmis á árs hátíðum og þorrablótum, tökum að okkur veislustjóm ef þess er óskað, og förum einnig út á land. Við breytum sífellt dagskránni eftir því hveijum á að skemmta og endumýj- um hana því hveiju sinni. Svo er ég að dusta tykið af Bjössa bollu fyrir fjölskylduskemmtanir. Nú og bjórinn fer að koma og við emm tilbúnir með dagskrá fyrir bjór- krámar," segir Magnús Ólafsson skemmtikraftur. Þeir félagar bregða sér í ýmis gervi til þess að lífga upp á skapið í mannskapnum. Meðal þeirra sem fram koma em Dóna Ingibjörg kyn- fræðingur með vinsamlegar ráð- Magnús Ólafsson í hlutverki Dúdda dalamanns. leggingar til fólks, leysir vandamál eigin sögn ekki vitund dónaleg. sem upp kunna að koma, og er að Dúddi dalamaður, fréttaritari úr Dóna Ingibjörg kynfræðingur kann við öllu ráð. sveitinni, hefur frá ýmsu að segja, svona á milli þess sem þeir troða Jömndur stælir stjómmálamenn, upp sjálfír, og svo mætti lengi telja. Á BEINNI LÍNU TIL SOVÉT „Eg hef trú á kapítalismanum" Bítlaplatan „Back in the USSR" var fyrir skömmu gefín út í Sovétríkjunum. Hún seldist upp á tveim dögum og rauk þegar upp í efsta sætið á vinsældalistum þar eystra. Það var Paul McCartney sem átti frumkvæði að útgáfunni. Fyrir skömmu svaraði hann spum- ingum sovéskra aðdáenda á beinni línu í rússnesku deil breska útvarps- ins BBC. Þá lýsti hann viðhorfí áinu til kapitalisma og kommúnisma. „Þegar ég var ungur var ég sann- færður um að kommúnisminn væri framtíðarlausnin. Þessu trúi ég ekki lengur. Kapítalisminn hefur sótt mjög á, jafnvel í löndum eins og Sovétríkj- unum og Kína. Mér fínnst óþarfí að segja meira um þetta núna en ég hef trú á kapítalismanum." Hann segist halda að þegar öllu sé á botninn hvolft sé ekki svo mikill munur á fólki í austri og vestri. „Mér var einu sinni sagt að það væri hægt að fá bæði gallabuxur og bítlaplötur á svarta markaðnum í Sovétríkjunum. Mér fannst þetta óskapleg hughreyst- ing, fannst þetta sanna að fólk um allan heim hefði áhuga á sömu hlut- unum.“ A síðasta ári var það Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, sem var á beinni línu BBC til Sovétríkjanna og bítillinn fyrrverandi er því annar Bretinn sem nýtur þessa heiðurs. Panl McCartney. Segir Sovét- mönnum, að hann hafí trú á kapit- alismanum. „ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS“ Florence Griffith- Joyner fékk titilinn Bandaríska hlaupastjaman og fegurðardrottningin Flor- ence Griffith-Joyner, methafí í 100 og 200 metra hlaupi á olympíuleikunum í Seoul hefur verið valin „íþróttamaður ársins". Útnefningin átti sér stað í Parísarborg og deilir hún titlinum með rússneska hástökkvaranum Sergei Bubka. Flor- ence er einnig ljósmyndafyrirsæta og sjást myndir af henni víða á forsíðum tískublaða í Bandaríkjunum. Florence er byijuð að æfa fyrir ólympíuleikana í Barcelona árið 1992. Á myndinni sést hún með eiginmanni sínum. SLUÐURFRETTIR Elton John fær 87 milljómr í skaðabætur Söngvarinn Elton John er einn af þeim sem þolað hefur að lesa ósæmandi fréttir um einkalíf sitt í blaðinu Sun, einu illræmdasta slúður- blaði Englendinga. Hann stefndi blaðinu fyrir fréttir þess efnis, i fyrsta lagi að hann væri samkyn- hneigður og í öðru lagi að hann pynd- aði dýr sér til skemmtunar. Aðeins fáum tímum áður en mæta átti í réttinn fékk hann tilboð um að blað- ið greiddi skaðabætur að jafnvirði 87 milljónir íslenskra króna svo og að það birtist greinargóð afsökun í blaðinu. Hann dró kæruna til baka. Ónefndur unglingur hafði komið á ritstjóm blaðsins og verið með hömlulaust kjaftæði um háttemi söngvarans í einkalífínu og átti sá sami unglingur að gegna því veiga- mikla hlutverki að fínna Elton unga elskhuga. Sjálfur fengi hann dágóðar upphæðir fyrir og piltamir nægju sína af kókaíni. Orðrétt stóð i frétt- inni sem birtist: „Hann var óseðjandi í kynlífssvalli sínu sem gat staðið yfír í allt að flóra sólarhringa. Hann var langt leiddur af vimuefnaneyslu og piltana hitti hann á börum í Lond- on. Sérstaklega heilluðu hann húð- flúraðir unglingar." Talsmaður blaðsins hefur játað að blaðið hafí látið bleklg'ast af þessu hugmynda- ríka og villta ungmenni. Blaðið Sun er þekkt fyrir óvenju grófa slúðurfysn og gróðafíkn, en ekkert selst betur en þær fréttir um einkalif fólks sem nánast ógjömingur er að henda reiður á. Sun lendir oft í skaðabótamálum vegna meiðyrða og þarf að reiða fram vænar fúlgur í bætur. Ekki er langt síðan það greiddi fyrirsætunni Koo Stark tæp- ar 30 milljónir íslenskra króna vegna ósannra greinaskrifa um samband hennar við Andrés prins og Elísabet Englandsdrottning fékk fyrir skömmu tæpar 9 milljónir vegna myndar af konungsfjölskyldunni, sem var birt án hennar leyfis. Elton John varð fyrir hneykslisskrifum í breska blaðinu Sun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.