Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MZÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1989 43 HANDKNATTLEIKUR HSI hefur engar fréttir fengið frá A-Þýskalandi HANDKNATTLEIKSSAM- BAND íslands hefur enn eng- ar fréttir fengið f rá A-Þýska- landi um ákvörðun Paul Tiedemanns um að taka við stjórn íslenska landsliðsins eftir B-keppnina í Frakklandi. Eins og Morgunblaðið sagði frá í gær, þá skýrði v-þýska fréttastofan Deutsche Presse Ag- entur frá því á mánudaginn að Tiedemann myndi taka við íslenska landsliðinu í lok febrúar. Heimildarmaður fréttastofunnar er sérfræðingur um austur-þýsk- an handknattleik hjá handknatt- leiksblaðinu Deutsche Handball Woche. Og er fréttin talin mjög áreiðanleg. Fróðir menn í Vestur-Þýska- landi telja það eðlilegt að Hand- knattleikssamband íslands sé ekki búið að fá fréttir um ákvörðun Tiedemanns - að taka boði HSÍ, þar sem málið þarf að fara í gegn- um a-þýska sendiráðið í Reykjavík og tæki það sinn tíma að málið fari í gegnum a-þýska kerfið. Sendifulltrúi austur-þýska sendiráðsins í Reykjavík sagði í samtali við Morgunblaðið seint í gærkvöldi að ekkert hafi frést af þessu máli. „Það eina sem ég hef heyrt og séð er það sem var í Morgunbalðinu á þriðjudag,“ sagði hann. Jón Hjaltalín Magnússon, form- aður HSÍ, kom frá Vestur-Þýska- landi í gærkvöldi. Hann sagðist ekki hafa heyrt frá Austur-Þjóð- verjunum. „Tilboð okkar var í fullu samráði við fulltrúa austur- þýska handknattleikssambands- ins. Við er tilbúnir að standa alfar- ið við samninginn og markmið okkar er sem áður að vera í hópi þerra bestu. Við settum það skil- yrði að Tiedemann svarið okkur fyrir B-keppnina í Frakklandi," sagði Jón Hjaltalín. KORFUKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Keflvíkingar höfðu lítið að gera í Njarðvfldnga NJARÐVÍKINGAR áttu ekki í vandræðum með Keflvíkinga í „Ljónagryfjunni" í gærkvöldi og hafa nú sigrað nágranna sína þrívegis með stuttu millibili. Keflvíkingar, sem léku án þriggja lykilmanna, byrjuðu ágætlega og komust í 9:6, en þá fór allt í handaskol og þeim tókst ■■■■■■■ ekki að skora úr 13 Björn sóknum í röð, en Blöndal Njarðvíkingar skrífar breytti stöðunni í 21:9 og eftirleikur- inn því auðveldur. Leikurinn var fremur illa leikinn, leikmenn gerðu óvenju mörg mis- tök. Jón Kr. Gíslason var bestur í liði ÍBK, en Guðjón Skúlason sást varla að þessu sinni og skoraði að- eins 5 stig, öll í fyrri hálfleik. Hjá Njarðvík bar mest á Teiti Örlygs- Karl Guðlaugsson, ÍR. Valur Ingi- mundarson, Eyjólfur Sverrisson, UMFT. Eiríkur Sigurdsson, Þór. Bjöm Steffensen, Sturla Örlygsson og Jón Öm Guðmundsson, ÍR. Guð- mundur Bragason og Steinþór Helgason, UMFG. Konráð Óskars- son, Guðmundur Bjömsson og Bjöm Sveinsson, Þór. Teitur Örlygsson og Friðrik Ragnarsson, UMFN. Jón Kr. Gíslason, IBK. pniBB H [ENGLAND 1 Boumemouth mætir United syni. Friðrik og Helgi áttu einnig góðan leik. Karl garði 32 stlg fyrir ÍR Grindvíkingar hafa átt erfitt uppdráttar í íþróttahúsi Selja- skóla undanfarin ár og það var engin breyting þar á í gærkvöldi ^■■■g^ er liðið tapaði stórt Skúli Urinar fyrir ÍR, 96:64. ÍR- Sveinsson ingar áttu stórleik í skrífar síðari hálfleik, sér- staklega Karl Guð- laugsson sem skoraði þá 21 stig. Jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik og fram í þann seinni, en þá tóku ÍR-ingar öll völd og keyrðu bókstaflega yfir Grindvíkinga. Hittni ÍR-inga í síðari hálfleik var með ólíkindum, eða yfir 90 pró^ sent. Suðumesjamenn hittu ilia í lokin, ekki einu sinni úr opnum færum undir körfunni. Karl Guðlaugsson var besti leik- maður ÍR bæði í vöm og sókn. Sturla stóð sig vel í vöminni og Jón Öm og Björn Steffensen hittu vel í síðari hálfleik. Hjá Grindvíkingum var Guðmundur Bragson bestur - gefst aldrei upp þó á móti blási. Valur og EyjóKur fóru á kostum Bjöm Bjömsson skrífarfrá Sauöarkróki Leikmenn Tindastóls náðu að ijúfa hundrað stiga múrinn þegar þeir unnu, 105:91, Þórsara á í miklum baráttuleik á Sauðár- króki. Eftir jafnan og fjörugan fyrri hálfleik, komu heimamenn tvíefldir til leiks - og settu þeir Valur Ingimundarson og Ey- jólfur Sverrisson, sem fóru á kost- um, strax tvær þriggja stiga körf- ur. Þeir skomðu sín hvorar þrjár þriggja stiga körfumar í leiknum og Kári Marísson eina. Þessi lang- skot heimamanna höfðu mikið að segja. Þeir náðu mest 24 stiga for- skoti, 90:66, og sigur Tindastóls var ekki í hættu. UMFT-Þór ÍR — UMFG 105 : 91 96 : 64 íþróttarhúsið á Sauðárkróki. íslands- íþróttahúsið Seljaskóla, íslandsmótið í mótið í körfuknattleik, þriðjudagur 31. körfuknattleik, þriðjudaginn 31. janúar janúar 1988. 1989. Gangur leiksins: 6:2, 12:12, 22:26, Gangur leiksins: 0:2, 6:4, 8:14, 30:31, 30:30, 42:38, 49:44. 60:48, 70:56, 40:33, 42:36, 44:45, 59:48, 65:50, 80:59, 90:66, 105:91. 85:58 96:64. Stig UMFT: Valur Ingimundarson 36, Stig IR: Kral Guðlaugsson 32, Bjöm Eyjólfur Sverrisson 35, Sverrir Sverris- Steffensen 18, Jón Öm Guðmundsson son 14, Bjöm Sigtryggsson 10, Kári 16, Sturla Örlygsson 11, Bragi Reynis- Marísson 4, Haraldur Leifsson 4, Ágúst son 8, Ragnar Torfason 6, Jóhannes Kárason. Sveinsson 5. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 23, Stig UMFG: Guðmundur Bragson 21, Eiríkur Sigurðsson 20, Guðmundur Steinþór Helgason 17, Jón P. Haralds- Bjömsson 15, Bjöm Sveinsson 14, son 7, Rúnar Ámason 7, Guðlaugur Stefán Friðleifsson 10, Kristján Rafn- Jónsson 6, Eyjólfur Guðlaugsson 4 og asson. Sveinbjöm Sigurðsson 2. Áhorfendur: 270. Áhorfendur: 149, flestir Grindvíking- Dómarar: Indriði Jósafatsson og Pálmi ar. Sighvatsson. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Helgi Bragson og dæmdu ágætlega í heidina. Valur Ingimundarsson skoraði 36 stig fyrir Tindastól. UMFN — ÍBK 66 : 55 fþróttahúsið í Njarðvfk, íslandsmótið ( körfuknattleik, þriðjudaginn 31. janúar 1989. Gangur leiksins: 2:0, 4:7, 6:9, 21:9, 25:12, 25:20, 29:22,33:27, 35:33, 39:38, 45:38, 57:45, 66:49, 66:55. Stig UMFN: Teitur Orlygsson 19, Frið- rik Ragnarsson 14, Helgi Rafnsson 13, ísak Tómasson 9, Kristinn Einarsson 7, Hreiðar Hreiðarsson 4. Stig ÍBK: Jón Kr. Gtslason 18, Nökkvi M. Jónsson 11, Falur Harðarson 10, Albert Óskarsson 9, Guðjón Skúlason 5, Egill Viðarsson 2. Ahorfendur: 250. Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Ámi Freyr Sigurlaugsson. Bournemouth vann Hartlepool, 5:2, í gærkvöldi í fjórðu umfeð ensku bikarkeppninnar og mætir félagið Manchester United í næstu umferð. Everton vann stórsigur, 4:0, yfir Plymouth. Graeme Sharp skoraði tvö mörk, en þeir Kevin Sheedy og Pat Nevin bættu síðan mörkum við. Plymouth varð fyrir áfalli, þar sem Kevin Summerfield ökklabrotnaði á 23. mín., eftir samstuð við Sharp. Steve Cooper tryggði Barnsley sigur, 2:1, yfir Stoke, með marki á 70. mín., eða fimm mínútum eftir að Dave Bamber hafði jafnaði fyrir Stoke. Loks sigraði Sheffield United lið Colchester með tveimur mörkum gegn engu og gerði Brian Deane bæði mörkin á 3. og 75. mínútu. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ HSÍ endurnýjar samn- ing sinn við Adidas JÓN Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, kom frá Vest- ur-Þýskalandi f gærkvöldi þar sem hann átti viðræður við forráðmenn Adidas um áframhaldandi auglýsinga- samning viðHSÍ. ón Hjaltalín sagði í samtali við Morgunblaðið að forráðamenn Adidas-fyrirtækisins vildu end- urnýja samning sinn við HSÍ frá 1985 til 1990 með framlengingu í huga fram yfir Heimsmeistara- keppnina 1995. „Adidas skuldbindir sig'til að sjá öllum landsliðum íslands fyrir búningum, æflngagöllum, skóm og boltum. Auk þess væri ákvæði í samningnum um að fyrirtækið greiði bónus ef góður árangur næst í heimsmeistarakeppni eða á ólympíuleikum,“ sagði Jón Hjal- talín. Jón sagði að það ætti aðeins eftir að ganga endalega frá samn- ingnum við Adidas-umboðið á Is- landi. ítiémR FOLK I ASTON Villa festi j gær kaup á austurríska leikmanninum, Alex- ander Sperr, fyrir 275.000 pund. Sperr hefur leikið með SK Vöest ■^^■■■1 í Vín og á að baki FráBob 15 landsleiki með Hennessy U-21 árs liðinu. 'Eng'and, Austría Vín hafði einnig sýnt áhuga á að kaupa kappann.. Hann fór til Austurríkis í gær eftir að hafav^ verið hjá Villa í vikutíma. Hann á eftir að fá varanlegt atvinnuleyfí í Englandi og er talið að það geti tekið fimm vikur. I GRAHAM Taylor, fram- kvæmdastjóri Aston Villa, lét sér ekki nægja að kaupa Sperr í gær því hann gerði einnig vamarmann- inum Ian Ormondrovd hjá Brad- ford formlegt tilboð upp á 650.000 pund. Félögin hafa samþykkt samn- inginn, en Ormondrovd á eftir að gefa endanlegt svar. H Talandi um Bardford má geta þess að Terry Yorath, fram- kvæmdastjóri velska landsliðisns og Swansea, er efstur á óskalistanum hjá forráðamönnum Bradford.—" Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu í gær var Terry Dolan, framkvæmdastjóri, rekinn frá félg- inu. Yorath stjórnaði Bradford áður en hann fór til Swansea fyrir tveimur árum. ■ MANCHESTER United hef- ur fengið varamarkvörð Oxford, Peter Hucker, að láni út keppn- istímabilið. Hucker er 29 ára og hefur verið hjá Oxford í tvö ár, en áður lék hann með QPR. Hann á að vera til staðar ef Jim Lighton,'*f markvörður United og skoska . landsliðsins, meiðist. ■ OSASUNA hefur verið bann- að að leika næstu þrjá heimaleiki sína á heimavelli. Þá var félagið dæmt til að greiða 87.500 ísl. kr. í sekt, vegna óláta áhorfenda á leik liðsins og Real Madrid. Leikmenn Real gengu af leikvelli rétt fyrir leikshlé. Þá var staðan, 1:0, fyrir Osasuna. Akveðið var að liðin myndu ljúka leiknum, eða leika 47 min. í Zaragoza 8. mars. Forráða- menn Osasuna verða nú að fínna völl til að leika næs.tu þijá heima- leiki sína á. ■ MIKE Tyson, hnefaleikakappi^^ sem mætir Bretanum Frank^^ Bruno í einvígi í um heimsmeistar- titilinn í þungavikt 25. febrúar í Las Vegas, segir að Brunó sé góð- ur hnefaleikamaður. „Hann er góð- ur, en ég er enn bestur,“ sagði Tyson á fréttamannafundi í Las Vegas í gær. ■ SPÆNSKA stórliðið Barcel- ona hefur gert samning við jap- anska aðila um að leika tíu vináttu- leiki í Japan á næstu fimm árum. Fyrir samninginn fær Barcelona upphæð sem svarar til 230 milljóna íslenskra króna. Eina skilyrðið í samningnum er að Ronald Koe- man, sem fer frá PSV Eindhoven í Hollandi til Barcelona í sumar leiki með í öllum leikjunum. Barcel- ona borgaði 10 milljónir gyllina fyrir leikmanninn, en það svarar til 506 milljóna króna. Spænska félag- ið hefur því tryggt sér tæplega helming þess fjár sem það þarf að borga fyrir Koeman með þessum samningi við Japanina. í kvöld Handbolti FJÓRIR leikir verða í 1. deild kvenna í handknattleik ( kvöld. ÍBV og Þór leika í Eyjum kl. 19.00. FH og Fram á sama tíma í Hafnarfirði. Víkingur og Stjaman í Laugardalshöll kl. 20.00 og Haukar og Valur í Hafnar- firði kl. 20:15. Tveir leikir verða í bikarkeppni karla, 16-liða úrslitum, í kvöld. ÍBV-b og ÍH leika ( Eyjum kl. 21:30 og Haukar-b og Grótta leika ( Hafn- arfírði kl. 21:30. KR og Grótta leika í bikarkeppni kvenna kl. 21.30 1 Laugardalshöll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.