Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C tvttniiMiifcifr STOFNAÐ 1913 28.tbl.77.árg. FOSTUDAGUR 3. FEBRUAR 1989 Prentsmíðja Morgxinblaðsins Umsátursástand við Kabúl: Najibullah ætlar að sitja áfram Kabúl. Peshewar. Reuter. AFGANSKIR skæruliðar gerðu eldflaugaárás á bflalest Sovétmanna á Salang-þjóðveginum, sem er eina opna leiðin frá Kabúl til Sovétrfkj- anna, skömmu eftir að lestin lagði upp frá borginni á leið til sovésku landamæranna á miðvikudag. Önnur bflalest með sovéskum hermönnum á heimleið grófst undir snjóskriðu á svipuðum slóðum. Sovétmenn sendu 15 flutningabíla til Afganistans með 360 eldflaugum á miðvikudag og þykir fátt benda til þess að sovésk stjórnvöld láti af stuðningi við leppstjórn marxista í Kabúl. Najibullah, forseti Afganistans, lýsti þvi yfír á blaðamannafundi í gær að stjórn hans myndi sitja áfram Varsjárbandalagið; Kulíkov læt- urafstarfi Moskvu. Reuter. VIKTOR Kulíkov yfirhershöfð- ingi hefur látið af störfum sem æðsti yfirmaður herafla Varsjár- bandalagsins. Pjotr Lushev, 1. aðstoðarvarnarmálaráðherra Sov- étríkjanna, hefur veríð skipaður eftírmaður Kulíkovs, að sögn Tass-fréttastofunnar sovésku. Kulíkov hafði gegnt embætti yfir- manns Varsjárbandalagsherjanna frá árinu 1977. Eftirmaður hans, Lushev, er talinn náinn skoðanabróð- ir Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga og hefur hann risið til metorða innan sovéska hersins með skjótum hætti í valdatíð Gorbatsjovs. Lushev var áður yfirmaður sovéska hersins í Austur-Þýskalandi og hefur verið 1. aðstoðarvarnarmálaráðherra frá ár- inu 1986. Sovéskir og vestrænir stjórnmála- skýrendur hafa búist við slíkum mannaskiptum innan sovéska hersins og tengja þeir þær boðuðum niður- skurði heraflans. eftir að brottflutningi sovésks herliðs lýkur 15. febrúar. i Najibullah sagði að nægur herafli væri í landinu til að verjast árásum skæruliða og að sagan yrði að skera úr um hvort íhlutun Sovétmanna í Afganistan hefði verið mistök eður ei. Afganskir skæruliðar með bæki- stöðvar í Pakistan og íran eiga í innbyrðis deilum um framkvæmd ráðstefnu (Shura) sem ætlað er það verkefni að skipa bráðabirgðastjórn í Afganistan sem þeir ætla að taki við völdum þegar sovéski herinn verður á brott. Reuter Sovéskir hermenn á skriðdreka sem fór fyrir sovéskri bilalest um Salang-þjóðveg norðan við Kabúl. Brottflutningur sovésks herliðs frá Afganistan stendur nú sem hæst. Suður-Afríka: P.W. Botha lætur af for- mennsku í Þjóðarflokknum HSfoaborg. Reuter. P.W. BOTHA, forsetí Suður-Afríku, sagði af sér formennsku i gær í Þjóðarflokknum (NP) sem fer með völd í Suður-Afríku. Botha, sem varð fyrir vægu hjartaáfaili 18. janúar síðastliðinn, mun áfram gegna embættí forseta landsins. Frederík Willem de Klerk, menntamálaráð- herra, var kjörinn eftirmaður Botha á fundi flokksforystunnar í gær. Talið var Iíklegt i gær að hann tæki við starfi forseta af Botha í september nk. Ólíklegt er talið að Botha sækist eftir endurkjöri sem forseti þegar kjörtímabil hans rennur út 3. sept- ember næstkomandi. Að sögn Cons Botha, talsmanns Þjóðarflokksins, er afar sennilegt að de Klerk taki við forsetaembættinu af Botha. Það kom á óvart þegar Botha greindi flokksforystunni frá ákvörð- un sinni bréflega í gær. Starfsmenn á skrifstofu hans kváðust ekki hafa haft hugmynd um að afsögn hans stæði fyrir dyrum og Con Botha sagði að bréfið hefði komið öllum í opna skjöldu. De Klerk, sem er leiðtogi íhalds- samra afla innan Þjóðarflokksins, bar sigurorð af Barend du Plessis, fjármálaráðherra, í kosningu um eftirmann Botha, með 69 atkvæð- Reuter Frederik W. de Klerk Svíþjóð: JAS-þota ferst í lendingu Stokkhólmi. Frá Claes von Hofsten, fréttaritara Morgunblaðsins. EINA orrustuþota Svía af JAS- gerð fórst í lendingu í gær eftír æfingaflug við tilraunaflugvöll Saab-Scania skammt frá Linköp- ing. Þotur þessar voru hannaðar og smíðaðar með það fyrír aug- um, að þær yrðu burðarás sænska flughersins á nœstn ára- tugum. Hefur verið litið á JAS sem tákn um sænska tæknikunn- áttu, hagleik og hugvit. Flugvélin sem fórst fór fyrst á loft fyrir tveimur mánuðum og henni hefur síðan verið flogið sam- tals í tæpar sex klukkustundir. Tilraunaflugmaðurinn í þessari ör- lagaríku ferð var þarna í fyrsta sinn að reyna JAS; hann slasaðist illa en þó ekki lífshættulega. Lengi hefur verið deilt um JAS í Svíþjóð. Margir eru þeirrar skoð- unar, að ekki sé forsvaranlegt frá fjárhagslegum sjónarhóli að hefja smíði á hátæknilegri orrustuþotu, JAS39 Gripen-þotan í lendingu eftir fyrstu flugferð sína í desem- ber sl. sem á að vera einni kynslóð á und- an öðrum og standast ýtrustu kröf- ur. Talið er að það kosti um 50 milljarða sænskra króna (400 millj- arða íslenskra króna) að fram- kvæma áætlunina um þoturnar. Tilraunaflugið í gær þar sem áhersla var lögð á að kanna elds- neytiskerfi vélarinnar var með eðli- legum hætti, þar til í lendingunni. Rétt í þann mund sem vélin snerti völlinn slóst annar vængurinn í brautina og þotan snarsnerist og fór nokkrar veltur. Myndatökusveit frá sænska sjónvarpinu var á vellinum og tók myndir af því, sem fyrir augu bar. Strax eftir slysið fór öryggisdeild Saab fram á, að fá filmuna af- henta; hún var hins vegar sýnd síðdegis í sænska sjónvarpinu og dreift eins og öðru efni. Bandaríkjaþing; Atkvæða- greiðslum um Tower frestað Washington. Reuter. SAM NUNN, öldungadeildarþing- maður demókrata og formaður hermálanefhdar öldungadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að nefhdin þyrftí frekari upplýsing- ar, áður en hún gætí tekið afstöðu tíl þess hvort John Tower er hæf- ur tíl að verða næstí varnarmála- ráðherra Bandarikjanna. John Warner, forystumaður repúblik- ana í nefndinni, sagði, að athuga þyrfti einstaka þættí nánar. Hittu nefhdarmenn fulltrúa FBI, alrík- islögreglunnar, í gær. John Tower, sem er fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, hefur set- ið fyrir svörum hjá nefndinni. Hann- hefur meðal annars verið spurður í þaula um þátttöku sína í viðskiptalíf- inu og hvort um hagsmunaárekstur gæti verið að ræða fyrir hann í hinu nýja embætti. Sagðist hann mundu leggja sig allan fram um að komast hjá slikum árekstrum, en Tower hef- ur meðal annars þegið laun sem ráð- gjafi fyrirtækja, sem eiga viðskipti við Bandaríkjaher. um gegn 61. Pik Botha, utanríkis- ráðherra, og Chris Heunis, áætlun- arráðherra sem gegnir forsetaemb- ættinu í fjarveru Botha, lutu einnig í lægra haldi fyrir de Klerk i kosn- ingu flokksins í gær. Stjórnmála- skýrendur telja að kjör hans kunni að eiga eftir að leiða til klofnings í flokknum. De Klerk er 63 ára lögfræðing- ur. Hann hefur verið leiðtogi Þjóð- arflokksins í héraðinu Transvaal, en stjórnmálamenn þaðan hafa jafnan haft mikil áhrif í suður- afrískum stjórnmálum. De Klerk hóf afskipti af stjórnmálum á há- skólaárum sínum, var þá m.a. vara- forseti stúdentaráðs og ritstjóri skólablaðsins. Árið 1972 afþakkaði hann prófessorstöðu við háskólann sinn til þess að helga sig þingstörf- um, en það ár var hann kjörinn á þing. Sex árum seinha varð de Klerk ráðherra og gegndi hann ýmsum ráðherrastörfum þar til hann tók við menntamálaráðuneyt- inu árið 1985. Hann er sagður bók- hneigður en hefur um skeið verið yfirmaður ritskoðunar stjórnarinn- ar. Hann er tveggja barna faðir og leikur golf og tennis í tómstundum sínum. Palme-málið: Nýgögn lögðfram Stokkhólmi. Keuter. MÁLSSÓKN gegn manni þeim sem er í haldi sænsku lögreglunnar, grunaður nm morðið á Olaf Palme, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur miðað nokkuð áfram, að þvi er sænski ríkissak- sóknarínn, Anders Helins, sagði fýrir rétti í gær. Hér- aðsréttiir í Stokkhólmi varð við beiðni ríkissaksóknarans um framlengingu gæslu- varðhalds hins grunaða í 10 daga. Réttarhöldin fóru fram fyrir luktum dyrum en starfsmenn réttarins sögðu að rikissak- sóknarinn hefði lagt fram ný sönnunargögn sem renna frek- ari stoðum undir málssóknina. Hjnn grunaði, sem á að baki langan afbrotaferil og var dæmdur fyrir að myrða ungl- ing með byssusting árið 1971, hefur í tvær vikur neitað allri samvinnu við lögregluna. Maðurinn, sem samkvæmt sænskum lögum má ekki nafn- greina, hefur neitað sakargift- um og verjandi hans hefur tvisvar krafist lausnar hans. Hann hefur viðurkennt að hafa verið á morðstað nóttina sem Palme var myrtur en kveðst whafa verið farinn heim áður en ódæðisverkið var unnið. Að sögn lögreglunnar hefur mað- urinn ekki fjarvistarsönnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.