Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 Málflutningur í máli Skúla Alexanderssonar gegn sjávarútvegsráðherra: Rakalausar reikningsaðferðir - segir lögmaður Skúla, en lögmaður ráðherra telur brot ftillsannað MALFLUTNINGI lauk í gær fyrir Borgardómi Reykjavikur í máli sem Skúli Alexandersson, alþingismaður og framkvæmdastjóri fisk- verkunarfyrirtækisins Jökuls á Hellissandi, höfðaði gegn sjávarút- vegsráðherra. Skúli vill fá hnekkt úrskurði ráðuneytisins um upp- töku til ríkissjóðs á um 1.536 þúsund krónum frá fyrirtækinu, en það telur ráðuncytið vera andvirði 120 tonna af ólöglegum sjávar- afla sem unninn hafi verið hjá Jökli, árið 1986. Úrskurður sjávarútvegsráðu- veittar með lögum nr 32/1976, um neytisins byggðist á því að víð sam- anburð á gögnum um keypt hráefni og framleiddar afurðir Jökuls árið 1986 kæmi í ljós að til að framleiða það magn afurða sem fyrirtækið seldi hefði þurft hið minnsta 120 . tonn af slægðum þorski meira en gerð væri grein fyrir í bókhaldi fyrirtækisins. Með stoð í lögum um upptöku ólöglegs sjávarafla ákvað ráðuneytið að fyrrgreind upphæð skyldi gerð upptækt, óháð því hvort um refisverðan verknað hefði verið að ræða. Lögmaður Jökuls, Þorsteinn Jú- líusson hrl., styður kröfu sína þrenns konar rökum: Heimildir þær sem sjávarútvégsráðuneytinu væru VEÐUR upptöku ólögmæts sjávarafla, stangist á við 2. grein stjórnar- skrárinnar, sem geri ráð fyrir þrígreiningu ríkisvaldsins. Tilurð þessara laga sé sérstæð um margt og í þeim hafi rannsóknar-, sak- sóknar-, og dómsvaldi verið safnað á hendi sjávarútvegsráðherra, sem einnig hafi haft frumkvæði að samningu frumvarps til laganna, mælt fyrir því á alþingi og hafi með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd laganna. í öðru lagi sé úrskurði ráðuneytisins form- lega áfátt þar sem ráðuneytismenn hafi ekki gætt þess að gefa forráða- mönnum Jökuls og eigendum skipa þeirra, sem lögðu þar upp afla, kost á að gera grein fyrir sínu máli og úrskurðurinn sé ekki rök- studdur. Loks sé úrskurður ráðu- neytisins efnislega rangur og byggður á tilbúnum reikningsað- ferðum starfsmanna ráðuneytisins um hlutfall milli keypts hráefnis og framleiddra afurða. Þessar aðferðir eigi sér enga stoð í raunveruleikan- um og með þeim hafi engar sönnur verið færðar á fullyrðingar ráðu- neytisins. Fyrir hönd sjávarútvegsráðherra flutti Guðrún Margrét Árnadóttir hrl. málið og krafðist sýknu af kröf- um Jökuls. Enda þótt lögin um upptöku ólögmæts afla gengju gegn stjórnarskrárákvæði gæti stefnandi ekki byggt neinn rétt á því þar sem Skúli Alexandersson hafi tekið þátt í afgreiðslu laganna frá Alþingi. Hann hefði greitt atkvæði gegn frumvarpinu en aldrei hreyft þeirri skoðun, að þau gengju gegn 2. grein stjórnarskrárinnar þrátt fyrir að hann hefði gert grein fyrir atkvæði VEÐURHORFUR I DAG, 3. FEBRUAR YHRLIT í GÆR: Um 200 km austur af landinu er 968 mb lægð á leið noröaustur. Við Hvarf er 970 mb lœgð sem hreyfist austnorð- austur. SPÁ: Suðvest- og vestlægátt, 3-5 vindstig víðast hvar á landinu. Él á Norðvestur-, Vestur- og Suðurlandi en annars þurrt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG OQ SUNNUDAG: Norðanátt, él um norðanvert landið, en lóttskýjað syðra. Frost 3-10 stig. Sunnu- dag: Suaaustanátt um allt íand og snjókoma um sunnan- og norðanvert landið. Hití rótt undir frostmarki. TAKN: s, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / r r r r Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * # * * * * Snjókoma * # * -jg Hitastig: 10 gráður á Celsíus Y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóöa ' , ' Súld OO Mistur _j- Skafrenningur [7 Þrumuveður "Mr *m % m X T> 4 VEBUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00i 'gær að fsl. tfma hltl veður Akureyri +4 alskýjað Reykjavik 1 snjókoma Bergen 6 aiskýjaö Heisinki 4 lóttskýjað Kaupmannah. 6 aiskýjað Narssarssuaq +5 skafrennlngur Nuuk +3 snjókoma Osló 6 skýjað Stokkhálmur 6 léttskýjað Mrshöfn 7 skúr Algarve 16 skýjað Amsterdam 2 þokumóða Barcelona 13 mistur Berlín 1 súld Chícago +3 frostúði Feneyjar 10 heiðskirt Frankfurt 0 þokumóöa Glasgow ð rigning Hamborg 2 þokumóða Las Palmas vantar London 3 súld Los Angales 10 skúr Lúxamborg +1 hrímþoka Mtdrld 8 skýjað Malaga 18 léttskýjaö Matlorca 16 skýjað Montraal +16 skýjaft New Yorfc 7 skýjað Orlando 16 léttskýjað París +2 hrímþoka Róm 14 þokumóða San Diego 12 alskýjað Vín 3 þokumóða Washington 6 þokumóða Winnlpeg +32 snjókoma sínu. Sú röksemd sé þó óþörf þar sem lög þessi gangi ekki gegn stjórnarskránni. Urskurðarvald um ágreining sé ekki einkaréttur dóm- stóla. Mörg dæmi séu um að öðrum sé falið úrskurðarvald. Ákvæðum 2. greinar stjórnarskrárinnar fylgi engin takmörkun fyrir almenna lög- gjafann á því hverjum sé falin fram- kvæmd þeirra laga og dómsvald hafi ekki verið framselt í málinu þar sem úrskurði stjórnvalds sé hægt að skjóta til dómstóls. Þá hafí öllum formreglum marg- nefndra laga verið fullnægt áður en ráðuneyti úrskurðaði í málinu en forráðamenn Jökuls hafi lítt eða ekki hirt um að upplýsa málið með því að svara fyrirspurnum eða leggja. fram gögn sem afsönnuðu útreikninga ráðuneytismanna. Þá taldi lögmaðurinn að með rannsókn- um ráðuneytisins væri fullsannað að fyrirtækið hefði keypt hið minnsta 120 tonn af óslægðum þorski án þess að geta þess í bók- haldi eða skýrslum til Fiskifélags. Þar að baki gæti aðeins legið ein ástæða: sú að um ólögmætan afla hefði verið að ræða, sem hefði ver- ið umfram eða utan við úthlutaðan kvóta þess skips sem lagt hefði fyrirtækinu til þetta hráefni. Mál þetta dæma þrír borgardóm- arar: Allan Vagn Magnússon, sem er dómsforseti, Eggert Óskarsson og Garðar Gíslason. Niðurstöðu þeirra er að vænta innan þriggja vikna. James A. Baker III. Reuter Baker heimsæk- irlsland JAMES Baker III, nýskipað- ur utanrikísráðherra Banda- rikjanna, er væntanlegur í heimsókn hingað til lands síðar í mánuðinum. Kom- utími Bakers er ekki enn ákveðinn, en verður ein- hvern tímann milli 10. og 24. febrúar. Að sögn Helga Ágústssonar, skrifstofustjórá utanríkisráðu- neytisins, verður heimsókn Ba- kers liður i ferð hans um öll aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins, þar sem hann mun ræða við forystumenn. Baker mun ræða við Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, meðan á heimsókn hans hér stendur. Arnarflugsþotan hafði nóg eldsneyti - segir flugmálastjóri PETUR Einarsson flugmálasfjóri segir að í Ijós sé komið að nægi- legt eldsneyti hafi verið um borð í Arnarfiugsþotunní sem lenti á Keflavikurfiugvelli síðastliðinn föstudag. Hann segir að hið eina sem enn hafi komið fram og gæti reynst ámælisvert sé að hemlunarskil- yrði haS ekki verið fullnægjandi á því augnabliki sem vélin lenti. Stuttu áður en Arnarflugsþotan lenti kom önnur þota inn tíl lending- ar á KeflavikurfiugveUi. í yfirlýsingu sem Arnarflug sendi frá sér um málið í gær segir að vélin hafi haft nægilegt eldsneyti til að fljúga til varaflugvallar í Skotlandi. Pétur Einarsson stað- festi í samtali við Morgunblaðið i gær, að komið hafi í ljós við rann- sókn loftferðaeftirlitsins að þetta sé rétt. Pétur segir að það sem athugun- in hafi leitt í ljós sé eftirfarandi í Kaupir Ferða- skrifstofan ÚrvalÚlfar Jacobsen hf? VIÐRÆÐUR standa nú á milli Ferðaskrifstofunnar Úrvals og eigenda ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsens hf um að Úrval kaupi hina siðarnefndu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ætlunin mun vera að reka ferða- skrifstofu Úlfars Jacobsens áfram undir sama nafni og sem sjálfstætt fyrirtæki. Ferðaskrifstofa Úlfars Jacobsens sérhæfir sig í ævintýra- ferðum um hálendi íslands og eru þær ferðir þekktar undir nafninu „Iceland Safari." Ekki mun vera ætlunin að breyta þeim rekstri. Búist er við að endanleg niður- staða fáist í dag eða næstu daga um hvort af kaupum verður. aðalatriðum: Vélin hafði nóg elds- neyti til að fljúga til varaflugvallar. Flugstjóra vélarinnar var boðið radareftirlit við aðflug og lendingu, hann þáði það. Flugstjórinn sagðist sjá flugbrautina úr 700 feta hæð og kvaðst Pétur ekki sjá ástæðu til að véfengja það. „Það eina sem við sjáum athugavert á þessu stigi er að hemlunarskilyrði voru á þessu augnabliki heldur léleg miðað við vindstyrk," sagði Pétur. Hann kvaðst ekki enn hafa séð ástæðu til að ætla að óeðlilega hafi verið staðið að lendingu þotunnar. Hins vegar væri allt of algengt að flogið væri við aðstæður sem eru á mörk- um eða undir lágmarkskröfum og því væri nauðsynlegt að hafa gott eftirlit með öllu flugi hér á landi og ekki síður að flugrekstraraðilar viti að fylgst er með ferðum þeirra. Rannsókn málsins heldur áfram hjá loftferðaeftirlitinu og verða nið- urstöður hennar kynntar í flugráði annan þriðjudag, á næsta fundi ráðsins. Pétur segir að ekkert sé óeðlilegt við það að mál sem þetta sé rannsakað. Á síðasta ári voru 218 mál athuguð hjá loftferðaeftir- litinu. „Þau spanna allt Iitrófið," sagði Pétur, „allt frá smæstu mál- um upp í alvarlegustu. Við könnum allt sem okkur er sagt frá, eða er kært og við tökum upp sjálfir að rannsaka mál ef okkur þykir vera ástæða til." Skömmu áður en Arnarflugs- þotan lenti á Keflavíkurflugvelli kom þangað til lendingar lítil einka- þota. Sú flugvél fór aftur fáeinum klukkustundum síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.