Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 10
n MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 Félagsmálaráðherra: Heildarúttekt gerð á stöðu brunamála Félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd til að gera heildar- úttekt á stöðu brunamála á landinu. Er nefiidinni ætlað að leggja mat á hverra úrbóta er þörf og gera tillögur þar um. Skal nefhdin hafa samráð við Brunamálastofnun ríkisins, Sam- band íslenskra sveitarfélaga og Landssamband slökkviliðsmanna og á nefndin að hafa lokið störf- um eigi síðar en. 1. júlí næstkom- andi. I frétt frá félagsmálaráðuneytinu kemur fram að nefndinni er meðal annars ætlað að leggja mat á hvern- ig eldvörnum er háttað og hvort úttektir hafa verið gerð í eldri bygg- ingum. Hvernig famfylgt verði eft- irliti með brunatæknilegri hönnun nýbygginga og hvernig beitt hefur verið undanþágum frá ákvæðum reglugerðar um brunavamir og brunamál. Nefhdinni er ætlað að kanna hvort breytinga er þörf á skipulagi brunamála, sem tryggi markvissara eldvarnaeftirlit. Hvaða úrbóta er þörf í menntun og þjálfun slökkvi- liðsmanna, hvaða reglur gilda um úttektir á brunavörnum og hvort samræmdar reglur gilda um þær úttektir, sem Brunamálastofnun framkvæmdir - annars vegar og slökkviliðsstjórar sveitarfélaga hins vegar. Einnig að kanna hvernig sam- skiptum Brunamálastofnunar og sveitarstjórnar/slökkviliðsstjóra er háttað og hvort reglur um meðferð eldfimra efna og reglur um eftirlit með brunavörnum séu fullnægj- andi. Hvernig tækjakosti og mann- afla í slökkviliðum á landinu sé háttað og áætla hversu miklu fjár- magni hefur verið varið til bruna- varna á vegum ríkis og sveitarfé- laga síðastliðin fimm ár og bera saman við bótagreiðslur vegna tjóna á sama tímabili. Þá á nefndin að athuga orsakir stærstu bruna á íslandi síðastliðin tíu ár með tilliti til hvernig ákvæð- um reglugerðar um brunavarnir hafi verið fylgti. Kanna á hvort tryggingafélög geri úttekt á hvern- ig brunavörnum er háttað í tryggð- um fasteignum og hvort ástæða sé til að herða brunaeftirlit og þar með að beita með markvissari hætti ákvæðum laga ef ekki er framfylgt brunavörnum, þar sem yfirvöld brunamála hafa krafist úrbóta. í nefndinni eiga sæti, Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélags íslands, Hákon Ólafsson forstjóri Rannsóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins og Magnús H. Magnús- son fyrrverandi félagsmálaráðherra og er hann formaður nefndarinnar. Kynningar- fluidur kristí- legra skóla- samtaka Kynningarfundur kristilegra skólasamtaka verður haldinn laugardaginn 4. februar kl. 20:30. í húsi KFUM og KFUK á Amtmannsstíg 2b. Ber fundurinn yfirskriftina „Er lífið eitt alsherjar djók". KSS er kristilegt félag fyrir krakka 15—20 ára sem vilja kynnast Guði og taka trúna á hann alvarlega. Fundir félagsins eru haldnir á hverju laugardagskvöldi á Amt- mannsstíg 2b kl. 20:30. og bæna- stundir eru á þriðjudögum kl. 20:15. á Freyjugötu 27, 3. hæð. Allir eru velkomnir. Kristileg skólasamtök halda fundi á hverju laugardagskvöldi kl. 20:30. Könnun Félagsmálastomunar Kópavogs: Unglingar í Kópavogí taka mikinn þátt í fjölbreyttri félagsstarfsemi Margir foreldrar telja að fjölskyldan eigí sér engin sameiginleg áhugamál ÍÞRÓTTIR eru tómstundamál flestra unglinga í Kópavogi og í íþróttir eyða þeir mestum tima sínum. Þeir eru einnig þáttak- endur í alls konar annarri félags- star&emi. Þáttur fjölmiðla er rikur i iífi unglinganna og er áberandi samband á milli ástund- unar heimanáms og fjöimiðla- notkunar. Sjónvarpsnotkun virð- ist þó fara minnkandi eftir því sem unglíngarnir eldast. Stór hluti unglinganna neytir áfengis og án vitundar foreldra. Önnur vímuefhi virðast nær óþekkt. Aróður gegn reykingum virðist hafa gengið í unglingana og hafa reykingar á meðal þeirra minnk- að mikið. Að meðaltalí reykir einn af hverjum tíu og eru þá „fíktarar" taldir með. Þetta kemur meðal annars fram í könnun, sem unglingadeild Fé- lagsmálastofnunar Kópavogsbæjar, Þorrablót í íþróttahúsinu Höfii; Iþróttahúsið varð vettvangur þorrablóts Hafharbúa að þessu sinni. Til þessa hefur verið blótað í Sindrabæ, en hann tekur aðeins 250 manns með sæmilegu móti, en nú blótuðu 320 þorrann. Því var brugðið á það ráð að nota íþróttahúsið. Ungmennafélagið Sindri hélt ár- legt innanhúsmót í knattspyrnu um áramótin. Tólf lið kepptu í karla- flokki og 3 í kvennaflokki. Sigur- vegarar í karlaflokki voru liðsmenn Hafnarhrepps og í kvennaflokki sigruðu stúlkurnar í Hafnarskóla. - JGG. SKff/FSFOFMM/ I TAKT VIÐ TIMANN Viltu skara fram úr á hörðum vinnumarkaði? Við bjóðum þér upp á hagnýta kennslu í viðskipta- og tölvu- greinum, ásamt því helsta sem gerir þig að hæfum og dugandi starfskrafti. Þú getur valið um morgun- eftir- miðdags- eða kvöld tíma, eftir því sem þér hentar! Að námskeiðinu loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Innritun og allar nánari upp- lýsingar færðu í símum 68 75 90 og 68 67 90. Vió erum við símann til kl. 22 í kvöld. Heiða Heiðarsdóttir skrifstofutæknir, útskrifuð í desember •88. „Námið hjáTölvufræðslunni kommér skemmtilega á óvart. Kennararnir eru mjög góðir og námið í heild vel skip- ulagt og skemmtilegt. Ég lít á þetta sem góða fjárfestingu sem á eftir að skila sér margfalt til baka". j^TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartún 28 stóð fyrir. Markmiðið með henni var að afla upplýsinga um hvernig ungl- ingar nota sinn frítíma, hvernig þeim likaði félagsstarfið í skólunum og félagsmiðstöðvunum og fleira er varðar unglinga og samskipti þeirra við fjölskyldur sínar. Spurn- ingalisti var lagður fyrir nemendur í 7., 8. og 9. bekk í Kópavogi sl. vor. Þeir fengu síðan lokað bréf í hendurnar sem þeir áttu að koma til foreldra^ sinna um kvöldið þann sama dag. í því voru foreidrar beðn- ir að svara nokkrum spurningum. Ómar Hlynur Kristmundsson, Ben- óný Ægisson og Ragna Guðbrands- dóttir sáu um framkvæmd könnun- arinnar og eru þau höfundar víðtækrar skýrslu, sem út verður gefin á næstu dögum á vegum Fé- lagsmálastofnunar. Að sögn Ómars var svörun mjög góð, þó heldur lak- ari hjá foreldrum. Fram kemur í könnuninni að á heimilunum fer mestur tfmi í sjón- varpsnotkun fyrir utan heimanám- ið. Margir foreldrar telja að fjöl- skyldan eigi sér engin sameiginleg áhugamál. Þær fjölskyldur, sem stunda almenningsíþróttir eða fjöl- skylduíþróttir, svo sem sund, skíði og hestamennsku, eru í minnihluta. Tímaleysi foreldra er þar um kennt, auknum áhuga unglinga á að eyða tómstundum sínum með jafnöldrum og aukin fjölmiðlanotkun. Greinilegt er að ánægja ríkir með íþróttaaðstöðuna í Kópavogi. Að- staða í Kópavogi til félagsstarfa fyrir unglinga er þokkaleg. Þátt- taka í félagsstarfi skólanna er mik- il. Það er vilji unglinga og foreldra að boðið sé upp á öflugt félagslíf í skólum og að starfrækt séu sjálf- stæð tómstundaheimili eða félags- miðstöðvar. Rætt hefur verið um að setja á laggirnar sérstakar hverfamiðstöðvar, sem starfræktar væru í hverjum grunnskóla, og tóm- stundaheimili, sem staðsett væri miðsvæðis í Kópavogi. Ómar sagði að áfengisneysla í Kópavogi væri mörgum áhyggju- efni þó hún næði ekki landsmeðal- tali. Viðhorf til áfengisneyslu hefði breyst síðustu ár, neysluvenjur hefðu breyst og í vændum væri fjölgun áfengistegunda. Allt kæmi þetta til með að hafa áhrif á vímu- efnaneyslu unglinga í framtíðinni. Fram kom í könnuninni að marg- ir unglingar væru í launuðum störf- um sem augljóslega kæmi niður á náminu hjá þeim, sem vinna hvað mest. Hjá flestum er vinnan þó ekki það mikil að hún hafi áhrif á heimanámið eða tómstundastörfin, en hún verður til að auka efnahags- legt sjálfstæði unglinganna. „Þau afbrotamál og skjólstæð- ingamál, sem upp hafa komið hjá unglingadeild félagsmálastofnunar, undirstrika hve illa er hlúð að fjöl- skyldunni á íslandi. Vanræksla, ofbeldi og vanhæfni til að sinna nauðsynlegum þörfum barnsins eru orsakir langflestra skjólstæðinga- mála, sem upp hafa komið. Á með- an foreldrum, sérstaklega einstæð- um, er ekki gert kleift að lifa af launum sínum með eðlilegu vinnu- framlagi og á meðan jafnmikið áhugaleysi ríkir á málefnum fjöl- skyldunnar eins og raun ber vitni er ekki von á að afbrotamálum og öðrum félagslegum vandamálum unglinga fækki," segir í skýrslu þremenninganna. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori LARUS BJARNASON HDL LÖGG. FASTEIGNASALI Til sölu eru að koma m.a. elgna: Ný úrvals íbúð - bílhýsi 3ja herb. fbúð í lyftuhúsi viA Austurstrðnd á 4. hæð rúmir 80 fm nettó. Allar innréttingar og búnaður að bestu gerð. Stórar svalir. Mik- iA útsýni. Langtímalán. Frágangur á sameign fylgir í kaupunum. Stórt og glœsilegt einbýlishús á útsýnisstað í GarAabœ á tveimur hæðum rúmlr 300 fm. Stór hornlóö í góðri rækt. Óvenju hagkvæmir greiðsluskilmálar. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. í borginni eða Kópavogi QóA 3ja 4ra herb. íbúð óskast til kaups meö sérinng. Rétt eign verð- ur borguð út. Opið á laugardaginn. Kynnið ykkur laugardags- auglýsinguna. ALMENNA FASTEIGNASAUN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 H'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.