Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 11 — ■ . Svar við „galopnu bréfi“ Sigurðar Þórs Guðjónssonar eftir Guðmund Bjarnason í blaðagrein sem birtist í Morg- unblaðinu 12. janúar sl. undir yfír- skriftinni „Galopið bréf...“ varpar greinarhöfundur nokkrum spurn- ingum til mín þar sem spurst er fyrir um athugun á lyfjagjöfum lækna á vinnuhælinu á Litla- Hrauni, hvemig staðið hafi verið að athugun svo og hvetjar niður- stöður hafí verið. í stuttu máli eru svör mín þau að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki látið gera könnun á lyfjagjöfum til fanga á Litla-Hrauni enda er það hlutverk landlæknisembættisins að fylgjast með slíkum málum og ann- ast athugun ef ástæða þykir eða athugasemdir eða kæmr berast um vinnubrögð sem þykja athugaverð. Mér er kunnugt um að landlækn- ir hefur látið kanna hve margir fangar á Litla-Hrauni em á lyfjum, hvaða lyfjum og hve mikið magn hver fangi fær. Ég tel slíka athug- un fyrst og fremst eiga erindi til heilbrigðisyfírvalda, þ.e. ráðuneytis og landlæknisembættis svo og til viðkomandi aðila, lækna einstakl- inganna sem í hlut eiga og e.t.v. til aðstandenda þeirra, en ekki til almennings í gegnum fjölmiðla nema að því leyti sem upplýsingam- ar em almenns eðlis. Niðurstöður verða því ekki birtar í heild sinni enda eins líklegt að þar komi fram viðkvæm persónuleg málefni. Ég bað landlækni að taka saman þær upplýsingar sem hann teldi rétt að láta koma fram opinberlega um mál þetta og þær ályktanir sem af þeim draga. Upplýsingar þessar bámst mér 30. janúar sl. og fara þær hér á eftir. „Landlæknisembættið hefur, eins og lög gera ráð fyrir, athugað kæm sem Sigurður Þ. Guðjónsson gerir að umtalsefni í blaðagrein í Morg- unblaðinu 12.01.1989 undirheitinu „Galopið bréf til heilbrigðismálaráð- herra og smáskeyti til dómsmála- ráðherra". Niðurstöður þeirrar athugunar era þessar: 1. Varðandi fyrirspum SÞG um lyfjameðferð eins fanga, sem jaftiframt telst sjúklingur, skal fram tekið að vissulega fékk sjúklingur nokkuð háa lyfja- skammta en miðað við sjúk- dórnseinkenni, aðstæður og að- búnað tel ég ekki að lyfja- skammtur hafí verið of hár. 2. Vegna fyrirspumar um lyfja- neyslu fanga á Litla-Hrauni. Samkvæmt upplýsinum, sem ég hefí aflað mér frá læknum Litla-Hrauns, er nú um þriðjung- ur fanga á einhveijum lyfjum. Tæpur helmingur er á sterkum geðlyfjum vegna erfiðra geð- sjúkdóma. Þriðjungur er á ró- andi og svefnlyfjum eða rúm 10% af öllum föngum. Þess skal getið sérstaklega að í þessum tilvikum er um langvarandi notkun róandi lyfla að ræða fyr- ir vistun og er sú notkun talin nauðsynleg vegna geðkvilla. Eins og undirritaður hefur oft bent á em fangelsi ekki æskilegur staður til þess að endurhæfa menn, sem eiga að baki oft margra ára áfengis- og fíkniefnaneyslu. Þó að gæslulið sinni föngum eftir bestu getu skortir það þjálfun til þess að veita slíkum sjúklingum nauðsyn- lega aðstoð og meðferð. Læknis- þjónusta er stopul og geðlæknar koma aðeins endmm og eins. Með- ferð við geðsjúkdómum verður Guðmundur Bjarnason „Ég er að vinna að því í samráði við dóms- málaráðherra að fund- in verði betri lausn á málum þeirra ógæfu- sömu einstaklinga sem gerst hafa brotlegir við lög og eiga við alvarleg geðræn vandamál að stríða.“ aldrei nema nafnið eitt. Neysla kvíðastillandi og róandi lyQa er ætíð nokkuð háð aðstæðum og að- búnaði sjúklinga en er oft eina ráð- ið sem hægt er að grípa til í fangels- um. Ef haft er í huga að mikill meirihluti fanga er vistast á Litla- Hraun hafa átt við langvinnt áfeng- is- og fíkniefnavandamál að stríða er ekki furða þótt síbrotatíðni sé há. Lyfjaneysla í fangelsum er að öllu jöfnu meiri en utan veggja þeirra. Sjálfsagt er að draga sem mest úr lyfjanotkun þar, sem og annars staðar, og má vera að þessi umræða stuðli að þeirri þróun. En ef til em lyf, sem lina þjáningar og sjúkdóma, ber lækni að ávísa þeim, m.a. vegna skorts á öðmm meðferðarleiðum, annars bregst hann skyldu sinni. Tekið skal fram að á ámnum 1976 og 1982 vom gerðar saman- burðarathuganir á lyíjaneyslu íslenskra fanga og fanga í fangels- um Norður-Evrópu. í ljós kom að lyfjanotkun í íslenskum fangelsum var mun minni en í erlendum fang- elsum. Athuganir erlendis frá gefa greinilega til kynna að unnt er að ná góðum árangri við endurhæfingu fanga og jafnframt að losa sjúkl- inga við fíkniefni og lyfjaneyslu ef þeir fá meðferð frá sjúkrastofnun. virðingarfyllst, Ólafiir Ólafsson, landlæknir.“ Ég tel ekki ástæðu til að orð- lengja frekar um mál þetta en vil geta þess hér að ég er að vinna að því í samráði við dómsmálaráðherra að fundin verði betri lausn á málum þeirra ógæfusömu einstaklinga sem gerst hafa brotlegir við lög og eiga við alvarleg geðræn vandamál að stríða. Hö/undur er heilbrigðis- og trygg- ingamáiaráðherra. Góðan daqinn! / \/ STORKOSmúS — VERÐÍÆKKUN! \írifrí:k m,000- ]/rOhxhkun:hr, 85,000, tá/sm/imÆk Ttlbi)ð5Vtrd kr,480,000,-stfr. jj GrtptujoH tœkifcrí jjrir \ttnianÍHfur hakkanir. * Sf 6ói^riiijluhjör eiö^eAr tw/oJir bitar Ukrnr -------• HM .*« 'fvtri. ÉHlHÍ 0"; _ l: S9 K* HÖFÐABAKKA 9 SIMI 687300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.