Morgunblaðið - 03.02.1989, Síða 13

Morgunblaðið - 03.02.1989, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 13 Svar við grein Peters Rasmussen: Norræna félagið og nemendaskiptm efbirSighvat Björgvinsson I Morgunblaðinu fimmtudaginn 26. þ.m. birtist grein eftir Peter Rasmussen, kennara við Mennta- skólann við Sund, sem hann nefndi „Norræna félagið lifi“. Yfirskriftin kom efni greinarinnar ekkert við, en greinin var nánast „pereat" á undirritaðan. Þeim, sem ekkert þekkja til, getur virst sem höfundur hafí ýmislegt til síns máls. Hinum öllum, sem til þekkja, er ljóst, að málið er talsvert öðruvísi vaxið en Rasmussen vill vera láta. Ástæðu- laust er annað en að leiðrétta rang- færslumar opinberlega — þótt flest- um hafi mátt vera ljóst, að greinin var ekki skrifuð í neinu jafnvægi hugans. Áður en málavextir eru raktir frekar er rétt að fram komi hvað það var, sem Peter Rasmussen vildi fá fram hjá Norræna félaginu og menntamálaráðuneytinu, sem sam- an hafa unnið að afgreiðslum máls- ins. — Peter Rasmussen vildi fii að sækja um styrk til nemenda- skipta áður en ráðrúm gæfist til þess að kynna málið fyrir öðrum skólum, — Peter Rasmussen vildi fá út- hlutun og afgreiðslu á undan öðrum og áður en öðrum gæfist kostur á svo mikið sem að skila umsóknum, — Peter Rasmussen vildi að Norræna félagið greiddi honum umbeðið styrktarfé áður en fé- lagið fengi fjármunina í hendur. Þetta vissi Peter Rasmussen að hann fengi ekki. Starfsfólk Nor- ræna félagsins hafði tjáð honum það, að með umsókn hans yrði far- ið með sama hætti og umsóknir annarra. Sigurður Helgason hjá menntamálaráðuneytinu hafði sagt honum það sama. Það eru því hrein ósannindi hjá honum — og síður en svo þau einu — að hann hafi ekkert um afdrif umsóknar sinnar fengið að vita. Hann sætti sig ein- faldlega ekki við vitneskjuna. Þess vegna m.a. barst mér til eyma frá honum, að ef hann fengi ekki þá afgreiðslu sem hann vildi myndi hann skrifa jgegn mér á opinberum vettvangi. Eg veit vel hvað slíkt „erindi" kallast. Pétur Rasmussen veit það líka. „Tilboð, sem ekki er hægt að hafna“. Því var hins vegar hafnað. Þá fór sem fór. Stórmerkur áfangi Á sl. ári var ákveðið, að Norræna ráðherranefndi styrkti nemenda- skipti milli Vestur-Norðurlanda (ís- lands, Færeyja og Grænlands) ann- ars vegar og hinna Norðurlandanna hins vegar með 500 þús. dkr. árlegu framlagi næstu ár. í hlut íslands kæmu 150 þús. dkr., en 50 þús. dkr. í hlut hvers hinna landanna. Skilyrði fyrir nemendaskiptunum eru, að um gagnkvæmar heimsókn- ir milli skóla sé að ræða og að nem- endaskiptin eigi sér stað á starfs- tímabili skólanna. Nemendaskipti hafa lengi verið fast viðfangseftii í skólastarfi hinna Norðurlandanna. Norrænu félögin hafa séð um framkvæmd þeirra og fengið til þess fé á fjárlögum hverju sinni. Vestur-Norðurlönd hafa hins vegar aðeins tekið mjög óverulegan þátt í þessu og stopult. Vegna langrar reynslu hinna norrænu félaganna af framkvæmd nemendaskipta fór Norræna ráð- herranefndin þess á leit að þau tækju verkefni að sér hvert í sínu landi. Þessi beiðni kom í sumar. Sambandsstjórn Norræna félagsins á íslandi ákvað að svara þessari beiðni jákvætt og að hafa um fram- kvæmdina samstarf við hin nor- rænu félögin og læra af þekkingu þeirra. Frá því samstarfí var geng- ið á fundi framkvæmdastjóra nor- rænu félaganna í haust. Samstarfs- reglumar voru sendar Norrænu ráðherranefndinni, sem gerði engar athugasemdir við þær. Styrktarféð, 150 þús. dkr., var svo greitt til Norræna félagsins síðar um haustið og var það fjárveiting fyrir árið 1988. Fyrstu nemendurnir valdir Á fundi framkvæmdastjóra nor- rænu félaganna, sem haldin var á sl. hausti, var þung áhersla á það lögð, að hægt væri að hefja nem- endaskiptin þá þegar svo hægt væri að nota fjárveitingu ársins 1988 á því ári. Þetta var engum vandkvæðum bundið fyrir hin nor- rænu félögin, sem höfðu í sínum fómm umsóknir um nemendaskipti frá fjölmörgum skólum. Vandinn var hins vegar meiri fyrir Norræna félagið á Islandi þar sem verkefnið var nýtt og skólaárið 1988-1989 þegar hafíð fyrir nokkm. Að höfðu samráði við hin norrænu félögin og menntamálaráðuneytið samþykkti sambandsstjóm Norræna félagsins á íslandi að velja skóla úr þremur skólaumdæmum til þess að hefja nemendaskiptin með litlum fyrir- vara en miðað við að styrkurinn yrði notaður til þess að greiða helm- ing af ferðakostnaði nemendanna átti hann að nægja til þess að geta styrkt þijár bekkjardeildir eða sem því nam. Skólahverfin, sem sam- bandsstjóm NF valdi, vom Akur- eyri á Norðurlandi, Egilsstaðir á Austurlandi og Reykjavík. Jafn- framt var ákveðið að óska eftir formlegu samstarfi við mennta- málaráðuneytið um nemendaskiptin og jafnframt, að ráðuneytið tæki að sér að kynna nemendaskiptin og jafnframt, að ráðuneytið tæki að sér að kynna nemendaskiptin í öllum gmnn- og framhaldsskólum sem gefinn yrði kostur á að sækja um styrktarfé til nemendaskipta af fjárveitingu ársins 1989. Mennta- málaráðuneytið féllst á þessi til- mæli og skipaði Sigurð Helgason sem fulltrúa sinn. Höfum við Sig- urður síðan unnið saman að málinu. Fyrstu nemendaskiptin Eins og fyrr segir vom þijú skólaumdæmi sérstaklega valin úr til þess að helja nemendaskipti þeg- ar haustið 1988. Nemendur vom svo valdir þannig: í Reykjavík sá fulltrúi fræðslu- yfirvalda Reykjavíkurborgar í skólanefnd Norræna félagsins, Sig- uijón Fjeldsted, um valið og varð Hagaskóli fyrir valinu og af skólans hálfu hafa skólastjórinn og Ingigerd Narby, kennari, séð um málið. Menntaskólinn við Sund hefði sjálf- sagt alveg éins hafa getað orðið fyrir valinu, en það varð ekki og ekki um það við mig að sakast. Á Akureyri sá skólafulltrúi Akur- eyrarbæjar um málið í samvinnu við Norrænu upplýsingaskrifstof- una á Akureyri. Á Egilsstöðum sá sambands- stjómarmaður Norræna félagsins á Austurlandi um málið ásamt skóla- yfirvöldum. Norræna félagið hafði engin önn- ur afskipti en þau að greiða fyrir nemendum um ferðir þeirra og greiða ferðastyrkina. Nemendumir á Akureyri og á Egilsstöðum fóm ásamt kennumm sínum í nóvember og desember og láta mjög vel af ferðum sínum. Reykjavíkurbömin fóm ekki fyrir áramót því gestgjafar þeirra í Svíþjóð vildu heldur fá þau í heim- sókn síðar um veturinn en ferðin var undirbúin fyrir áramót. Þannig var ijárveitingu til nem- endaskipta íslenskra nemenda á árinu 1988 ráðstafað. Kynning í skólum Jafnhliða þessu unnum við -Sig- urður Helgason að því að útbúa umsóknareyðublað vegna nemenda- skipta 1989 og síðar, ganga frá reglum um framkvæmdina og gerð kynningarbréfs. Menntamálaráðu- neytið sá um prentun og þegar henni var lokið vom umsóknareyðu- blöðin og kynningarbréfin send til skólastjóra gmnn- og framhalds- skóla og þeim gefinn kostur á að sækja. Umsóknareyðublöðin og kynningarbréfin vom send út í lok nóvember og byrjun desember. Hálfum öðmm mánuði áður hafði Peter Rasmussen hins vegar sent inn umsókn sína! Hálfum öðmm mánuði áður en málið hafði verið kynnt fyrir þeim, sem rétt höfðu á að sækja um. Og Rasmussen vildi fá afgreiðslu strax. Sömu meðferð og aðrir Peter Rasmussen var strax sagt, að búið væri að ráðstafa fjárveiting- unni fyrir árið 1988. Hann virtist vita það. Honum var þá sagt, að þótt umsókn hans bæri að með þessum hætti yrði hún engu að síður tekin fullgild og um hana yrði fijall- að með umsóknum annarra skóla fyrir árið 1989. Hann spurði hve- nær. Honum var sagt, að gefa yrði skólunum kost á að sækja því sjálf- sagt kæmust færri að en vildu. Það var hann ekki sáttur við: hann vildi bara fá sitt erindi afgreitt — aðrir kæmu þá seinna. Allt gert fyrir Peter Fimmtudaginn 12. janúar — rúmlega einum mánuði eftir að styrkmöguleikamir höfðu verið kynntir fyrir skólunum, sem rétt höfðu á að sækja — áttum við Sig- urður Helgason, fulltrúi mennta- málaráðuneytisins, fund í Norræna húsinu. Þá þegar höfðu borist fleiri umsóknir en hægt myndi verða að sinna og vitað var um fleiri, sem voru á leiðinni. Fórum við yfir um- sóknimar, sem okkur þótti rétt að reyna að sinna. í þeim hópi var umsókn Peters Rasmussen. Sigurð- ur tók svo að sér að skoða önnur mál betur. Þriðjudaginn 17. janúar átti ég svo fund með formanni skólanefnd- ar Norræna félagsins, Auði Hauks- dóttur. Fundur skólanefndarinnar hafði verið ákveðinn þann 30. jan- úar og átti þar m.a. að fjalla um nemendaskiptin en samráð hugðist ég að sjálfsögðu hafa við skóla- nefndina um málið enda hafði það ávallt staðið til. Fórum við Auður m.a. yfir umsóknir, sem borist höfðu. Urðum við sammála um að vegna þess hve skammt væri til þess að nemendur Peters Rasmus- sen hygðust fara í nemendaheim- sókn sína væri rétt að taka umsókn hans út úr og afgreiða styrk til nemenda hans. Var þó alls ekki einsýrit, að umrædd umsókn ætti að hljóta jákvæða afgreiðslu þar sem nemendur Peters Rasmussen höfðu verið styrktir af norrænu fé til nemendaheimsóknar til Dan- merkur bæði árin 1987 og 1988 þannig að hér var um að ræða að styrkja sama skóla þriðja árið í röð á sama tíma og ljóst var, að öðrum skólum yrði að hafna, sem aldrei hefðu fengið tækifæri til þess að fara. Til viðbótar þessu má gjaman koma fram, að fjárveiting Norrænu ráðherranefndarinnar vegna nem- endaskipta 1989 hefur ekki borist enn þannig að Norræna félagið Sighvatur Björgvinsson „Peter Rasmussen hef- ur sagt nei takk. Skyldi hann hafa borið sig saman um það við nem- endur sína áður en hann hafhaði styrknum sem átti að veita þeim? Skyldu þeir hafa vitað raunverulega mála- vöxtu eða hefur þeim e.t.v. verið sagt eitt- hvað allt annað?“ hefði orðið að leggja út styrkinn til nemenda Peters Rasmussen og hans sjálfs af eigin fé. Til þess kemur nú ekki. Peter Rasmussen hefur sagt nei takk. Skyldi hann hafa borið sig saman um það við nemendur sína áður en hann hafn- aði styrknum sem átti að veita þeim? Skyldu þeir hafa vitað raun- verulega málavöxtu eða hefur þeim e.t.v. verið sagt eitthvað allt annað? Ekki er ein báran stök Peter Rasmussen ber í grein sinni fyrir sig þá ástæðu fyrir því að hafa hafnað styrknum sem búið var að veita honum og nemendum hans að afgreiðslan hefði komið svo seint að ekki hefði unnist ráðrúm til að útvega nemendum hagkvæmt far. Það er ósatt. Fyrir réttu ári liðsinnti Norræna félagið Peter Rasmussen og nem- endum hans um nákvæmlega slíka hluti. Nemendumir fengu góð ferðalqör og Peter sjálfur frítt far. Svo undarlegt sem það nú er þá er ekki nema skammt liðið síðan ég fékk sérstakar þakkir frá Peter Rasmussen fyrir þá hjálp sem við létum honum þama í té sem hann sagði að hefði ráðið úrslitum um að sú ferð var farin. Honum var sú hjálp jafn guðvel- komin nú og í fyrra. Það vissi hann vel. Hann einfaldlega hafði ekki fyrir því að spyija. Það er hins vegar ekki ein báran stök í þessu máli. Svo vill nefnilega til að á sama tíma og Peter sendi ferðastyrkumsókn sína til Norræna félagsins sendi hann aðra til Dansk-Islandsk Fond, sem veitt hafði honum fjárstyrk til ferðarinn- ar tvö árin áður. Það gleymdist hins vegar að geta þess í umsókn- inni til Norræna félagsins að einnig hefði verið sótt til Dansk-Islandsk Fond og í umsókninni til DIF að einnig hefði verið sótt til Norræna félagsins. Starfsbróðir minn, Peter Jon Larsen, framkvæmdastjóri norræna félagsins í Danmörku, á sæti í stjóm DIF. Þar var hann hikandi yfir því að sinna umsókn Peters Rasmussen þriðja árið í röð og spurði hvort ekki væri réttara að styðja ein- hveija nýja íslenska aðila, sem ekki hefðu fengið styrk fyrr. Að sögn Peters Jons Larsen fékk hann skömmu síðar símhringingu frá ís- landi þar sem Peter Rasmussen hellti yfir hann úr skálum reiði sinnar fyrir að vilja drepa áhuga íslenskra nemenda fyrir danskri tungu. Og nú er undirritaður kom- inn í þennan sama vondra manna hóp og ekki má á milli sjá hvor er hinum verri; ég eða framkvæmda- stjóri norræna félagsins í Dan- mörku. Veri hann velkominn Peter Rasmussen lætur í fyrir- sögn greinar sinnar í ljós vilja sinn til þess að Norræna félagið lifí. Mæl þú manna heilastur, segi ég. Viljir þú leggja félaginu þitt lið, þá vertu þangað velkominn. Eflaust getur þú unnið því gott gagn ef þú vilt. Einnig vildi ég að þú. hugleiddir í fullri alvöm hvort þú ættir ekki að skoða betur hug þinn varðandi þá fyrirgreiðslu, sem til stóð að veita þér og nemendum þínum. Við hjá Norræna félaginu emm reiðu- búin til þess að veita þér og nem- endum þínu alla þá fyrirgreiðslu sem við getum enda sé þó ekki gengið á jafnan rétt annarra. Höfundur er framk væm dnstjóri Norræna félagsins. TOSHIBA OG TATUIMG sjónvarpstæki 14-15-20-21-22 25 og 28“ skermar. Tæknilega fullkomin tæki í öllum verðflokkum. Góð greiðslukjör. _________MT__ Einar Farestveit & Co.hf. BORQARTÚIUI28, SÍM116995. Lelð 4 stoppar vift dymar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.