Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 Sölustofhun lagmetis: Tímaspursmál hve- nær ALDI Nord rifltir FORSVARSMENN Sölustofounar lagmetis segja að viðskiptavinir stofa- unarinnar í Þýskalandi vilji ekki gera neina nýja sölusamninga meðan hvalveiðistefaa íslenskra stjórnvalda er óbreytt. Þá telja þeir það sé aðeins spurning um tíma hvenær ALDI Nord rifti samningum við SL, en það er systurfyrirtæki ALDI Siid verslunarkeðjunnar sem fyrir helgi rifti samningi um kaup á niðursoðinni rækju. ALDI fyrirtækin hafa samanlagt keypt um 70% þess lagmetis sem Sölustofaunin hefar selt til Þýskalands. Þá hefar þýskt fyrirtæki hætt við kaup á 300 þús- und dósum af rækju, að verðmæti 30 milljónir. Sölustofnun lagmetis seldi á síðasta ári lagmeti fýrir 550 milljón- ir króna til Þýskalands. Þar af keypti ALDI verslunarkeðjan fyrir um 400 milljónir króna, sem skiptist nokkuð jafnt milli ALDI Siid og ALDI Nord. ALDI Siid hefur nú rift samningi sínum við SL, vegna þess að fyrir- tækið telur sig hafa orðið fyrir tjóni og óþægindum vegna mótmælaað- gerða Grænfriðunga gegn hvalveið- um íslendinga. Að sögn Theódórs S. Halldórsson- ar framkvæmdastjóra Sölustofnunar lagmetis hafa viðskiptavinir stofnun- arinnar í Þýskalandi fengið mikið af mótmælabréfum frá neytendum. Þannig hafi t.d. ALDI fengið um 1400 mótmælabréf sl. föstudag. Fyrir utan ALDI Nord hefur SL enn fastan samning við tvö þýsk fyrirtæki um kaup á lagmeti auk þess sem selt er beint til kaupmanna gegnumskrifstofu SL í Þýskalandi. Eyþór Ólafsson sölu og markaðs- Hólmaborgin er aflahæst á loðnunni í frétt Morgunblaðsins um afla- skipið HeljTu 2 RE-373 var sagt að það væri aflahæsta loðnu- skipið á vertiðinni nú. Þar átti að standa eitt af aflahæstu skip- unum því Hólmaborgin SU er aflahæsta skipið með rúmlega 21.000 tonna afla frá upphafi vertíðar. Helga 2 hefur hinsveg- ar fengið tæp 20.000 tonn og munar því 1400 tonnum á skip- unum. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. stjóri SL sagði á fréttamannafundi í gær, að þessi fyrirtæki vildu ekki endurnýja samninga eins og á stæði, og fyrirtæki, sem annars hefðu áhuga á að kaupa íslenskt lagtneti, héldu að sér höndum, og telji að þýskir neytendur vilji ekki kaupa íslenskar vörur vegna hvalveiðistefn- unnar. Einnig sé farið að bera á þessu sama í Austurríki. Theódór S. Halldórsson sagði að þessi þróun hafi ófyrirsjáanleg ahrif á lagmetisiðnaðinn á Islandi. Sölu- stofnunin telji því að íslensk stjórn- völd eigi að lýsa því tafarlaust yfir að hvalveiðum í sumar verði hætt, en unnið verði skipulega innan Al- þjóðahvalveiðiráðsins fram til ársins 1990 að gera íslendingum kleyft að stunda hvalveiðar f samvinnu við aðrar þjóðir eftir að hvalveiðibanninu Iýkur. Theódór sagði að eftir því sem lengra liði þar til þessi ákvörðun verður tekin, muni verða erfiðaðar og erfiðara að halda, eða vinna aftur þá markaði sem nú séu að tapast vegna hvalveiðanna. Sagði hann að riftun samningsins við ALDI væri mikið áfall fyrir lag- metisiðnað landsmanna og muni leiða til þess að fjöldi fólks tapi at- vinnu sinni víða um land. Auk þess leiði hún til mikils samdráttar í hlið- arfyrirtækjum lagmetisins, eins og í dósaverksmiðjum, plastframleiðslu, prent- og umbúðamiðstöðvum. Sölusamtök lagmetis voru stofnuð árið 1972 og eru 10 lagmetisfyrir- tæki innan vébanda þess. Alls starfa um 300 manns á vegum samtak- anna. Á síðasta ári seldu samtökin lagmeti til útlandi fyrir liðlega einn milljarö króna, eða um 3200 tonn nettó. Áætlað var að útflutningur í ár yrði 4600 tonn, eða 1,7 miljarður króna, ef ALDI hefði ekki sagt upp samningi sínum. Samtökin selja til 25 landa. Til þessa hefur mesta salan verið til Þýskalands, þá Sovétríkj- anna, Frakklands og Bandaríkjanna. Morgunblaðið/Emilía Henning Wegener (fyrir miðju) ásamt starfsmönnum utanríkisráðuneytisins þeim Gunnari Pálssyni (t.v) og Þórði Ægi Óskarssyni. Bjartsýni ríkjandi innan Atlantshafsbandalagsins - segir Henning Wegener, aðstoðai-framkvæmdastjóri NATO HLUTVERK Atlantshafcbandalagsins, NATO, verður sífellt mikilvæg- ara og fjölmörg mikilvæg verkefhi blasa við á vettvangi alþjóðamála í Ijósi þeirrar þíðu sem gætir í samskiptum austurs og vesturs, að sögn Hennings Wegeners, aðstoðarframkvæmdastjóra NATO. Wegener er staddur hér á landi ( stuttri heimsókn og hefur átt viðræður við Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra og Steingrím Hermannsson forsætisráðherra. Boðað var til blaðamannafundar í gær af þessu til- efhi þar sem samskipti austurs og vesturs og hlutverk Atlantshafs- bandalagsins voru einkum til umræðu. Henning Wegener er yfirmaður sjálfir að leysa eigin efnahagsvanda. stjórnmáladeildar NATO en undir hana heyra m.a. afvopnunarmál, efnahagsmál og upplýsingadeild bandalagsins. Wegener sagði almenna bjartsýni ríkja innan NATO nú þegar 40 ár væru liðin frá stofnun bandalagsins. Þróun alþjóðamála hefði verið til hagsbóta fyrir bandalagið enda væri unnt að segja að vestrænt gildismat hefði farið með sigur af hólmi í bar- áttu ólíkra hugmyndakerfa. Breyt- ingar þær sem Míkhaíl S. Gorbatsjov hefði reynt að koma á í Sovétríkjun- um væru vissulega fagnaðarefni enda væri sýnilegt að hann hygðist fylgja fordæmi Vesturlanda a.m.k. á vettvangi efnahagsmála. Bilið á milli austurs og vesturs færi á hinn bóg- inn sífellt breikkandi og sýnt væri að afrakstur umbótastefnunnar yrði tæpast merkjanlegur fyrr en á næstu öld. Ríki Vesturlanda gætu hvatt Gorbatsjov til að hvika hvergi frá áætlunum sínum en Sovétmenn yrðu Wegener bætti því við að Vestur- landabúar þyrftu að vera raunsæir því staðreyndin væri sú að yfirburðir Sovétmanna og bandamanna þeirra á sviði vígbúnaðarmála hefðu ekki minnkað þrátt fyrir þessa stefnu Sovétleiðtogans. Atlantshafsbanda- lagið hefði því tekið upp tvíþætta stefnu í samskiptum sínum við Sovét- menn. Nýta bæri alla þá möguleika sem gæfust á bættum samskiptum og niðurskurði vígtóla en á hinn bóg- inn væri nauðsynlegt að vera ávallt á varðbergi og viðhalda traustum vöriium. Aðspurður kvaðst Wegener vera þeirrar skoðunar að staða Gorb- atsjovs væri traust. Flokksforystan væri reiðubúin til að styðja hann enda væri ráðamönnum eystra ljóst að gera þyrfti breytingar. Aðstoðar- framkvæmdastjórinn sagðist líta svo á að jafnvel þótt Gorbatsjov yrði komið frá völdum yrði ekki horfið frá stefnu hans í grundvallaratriðum. Staðreyndin væri sú að Sovétmenn gætu ekki leyft sér að verja 15 til 17 prósentum af þjóðarframleiðsl- unni til vígbúnaðarmála eins og gert hefði verið á undanfðrnum árum. Þótt stefna Gorbatsjovs væri um margt óljós yrði það greinilega ekki liðið að eitthvert aðildarríkja Varsjár- bandalagsins segði sig úr því auk þess sem Sovétmenn myndu eftir sem áður krefjast þess að ekki yrðu gerðar grundvallarbreytingar á valdakerfinu í viðkomandi ríkjum. Wegener sagði NATO gegna sífellt mikilvægara hlutverki og kvaðst ekki sjá nein merki þess að bandalagið yrði óþarft eða úrelt í framtíðinni. Jafnvel þótt afvopnunarviðræður ski- luðu tilætluðum árangri í framtíðinni yrðu Sovétríkin eftir sem áður stór- veldi, sem réði yfir öflugum herafla. Þá væri þess að gæta sð starfsemi NATO væri ekki einskorðuð við vígtól og viðræður um fækkun þeirra. Bandalagið hefði einnig pólitísku hlutverki að gegna í sam- skiptum austurs og vesturs og ekki væru fyrirsjáanlegar neinar breyt- ingar á því fyrirkomulagi. ¦ Morgunblaðið/Árni Sœberg Frá blaðamannafundi í Heilbrigðisráðuneytinu, f. v. Lúðvík Ólafsson læknir, Halldór Hansen læknir, Kristín Jónsdóttir læknir, Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri, Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra og Ólafur Ólafsson landlæknir. Nýtt bóluefhi fyrir börn gegn HI heilahimnubólgu MEÐ vordögum verður börnum á aldrinum 3, 4, 6 og 14 mánaða boð- in bólusetning gegn Hemophilus Influenza heilahimnubólgu, en alls hafá 129 börn á aldrinum eins til 14 ára greinst með þann sjúkdóm hér á landi síðan árið 1974. í 100 barna úrtaki dó eitt barn af völdum sjúk- dómsins, 81 barn útskrifaðist fullfrískt, en önnur börn hlutu meiri eða minni skaða, alvarlegar heilaskemmdir, flogaveiki og algert heyrnar- leysi. Fjárveitinganefhd Alþingis hefur reitt fram 7 miUjón króna auk- afjárveitingu til að ýta bólusetningunum úr vör. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði til hefði ávalt nokkuðjafn fjöldi feng- ekki ástæðu til að tala um faraldur, þetta væri baktería sem væri mjög algeng í börnum og flest mynduðu þau mótefni með tímanum, en hingað ið sýkingu. Ætlunin væri með tíman- um að fella bólusetninguna að hinu hefðbundna ungbarnaeftirliti, en þau börn sem væru eldri, en samt á hættualdrinum gætu einnig fengið bólusetningar, það yrði þó að leita eftir því sérstaklega í þeim tilvikum. Ólafur sagði ástæðu til bjartsýni, því um væri að ræða 'nýtt bóluefni sem reynst hefði ágætlega, til dæmis í Finnlandi þar sem sérfræðingar segja það gefa 93 prósent árangur. Það væru einkum yngri börn en 3 mánaða sem væri hætt, því fyrsta bólusetning fer ekki fram fyrr en þeim aldri er náð. Fær málflutnings- leyfi fyrir Hæsta- rétti Bandaríkjanna NÝLEGA fékk íslenskur lögfræð- ingur, Magnús Gylfi Þorsteinsson, málflutningsréttindi fyrir Hæsta- rétti Bandaríkjanna. Að því er best er vitað er Magnús Gylfi fyrsti íslendingurinn sem slik rétt- indi hlýtur. Magnús Gylfi hafði áður, fyrstur íslendinga árið 1985, hlotið málflutn- ingsréttindi fyrir Fylkisdómstólum New York-fylkis og þeim alríkis- dómstólum sem í New York-fylki sitja. Magnús Gylfí starfar sem lögfræð- ingur í New York-borg þar sem hann rekur lögmannsstofu með eiginkonu sinni, Susan E. Thorstenn, sem einn- ig er lögfæðingur. Magnús Gylfí er fæddur og uppal- inn í Reykjavík, sonur Þorsteins Baldurssonar og Katrínar- Magnús- dóttur, hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1977 og útskrifaðist úr lagadeild Háskóla íslands árið 1983. Málflutningsréttindin voru veitt Magnúsi Gylfa, eiginkonu hans og sex öðrum bandarískum lögfræðing- um við athöfh í Dómshúsi Hæstarétt- ar Bandaríkjanna í Washington D.C. þann 11. janúar sl. þar sem allir níu dómarar Hæstaréttar voru viðstadd- ir. Hæstiréttur Bandaríkjanna er sem kunnugt er æðsta dómstig þar í landi og er einn af geirum ríkisvaldsins Magnús Gylfi Þorsteinsson og ásamt forseta Bandaríkjanna Bandaríkjaþingi. Til gamans má geta þess að eigin- kona Magnúsar Gylfa, Susan, er aðili að máli sem nú er fyrir Hæsta- rétti Bandaríkjanna. Málið var munnlega flutt sama dag og hjónin fengu málflutningsréttindi. • -t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.