Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 17 Hagdeild Alþýðusambands íslands: Verðlag hefur hækkað um 11% í launafrystingu Rekstrarstaða fjölda heimila hefur versnað mikið VERÐLAG hefur hækkað um tæp 11% á tímabilinu júní 1987 tíl febrúar 1988 eða á því (ímabili sem laun hafa verið fryst og rekstr- arstaða heimUanna hefur versnað að sama skapi, samkvæmt dæmum sem hagdeild Alþýðusambands íslands hefur tekið saman. Miðað er við áætlaða framfærsluvísitölu í febrúar og tekin hefur veríð inn helmingur 1,25% kauphækkunar, sem kemur 15. februar. Samkvæmt dæmunum er nú svo komið að fjöldi heimila er farínn að ganga á eiginfjárstöðu sina eða safna skuldum. Til viðbótar kaupmáttarskerð- ingunni kemur að mörg heimili hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna styttrí vinnutíma. Hagdeildin tekur tvö dæmi Ann- ars vegar er um að ræða yfírborgað- an járnsmið með óbreytta yfirvinnu 10 stundir og konu hans sem vinn- ur hálfan daginn í verksmiðju. Sam- tals tekjur þessarar fjölskyldu námu tæpum 112 þúsund krónum undan- farna mánuði. í júní ,síðastliðnum nam afgangur þessarar fjölskyldu af tekjum 7,8%, en var engin í jan- úar og verður neikvæður um 1,3% í febrúar. Tókýó: Linda kynnir Japön- um íslenskan fisk T6kýó, frá Hirtí Gíslasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÍSLENSKAR sjávarafurðir eru í sviðsljósinu í Japan þessa dag- ana. í dag, fðstudag, kynnir Linda Pétursdóttir, heimsfegurðar- drotting, á annað þúsund japönskum heildsölum og veitingamönn- um þrjá sérunna sjávarrétti frá Icelandic Freesing Plants, dóttur- fyrírtækí FH í Grimsby. 1 fyrramálið verða ýmsar ferskar fiskaf- urðir frá íslandi seldar á fískmarkaðnum í Tókýó og fulltrúar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna eru að reka smiðshöggið á samning um sölu frystrar loðnu og loðnuhrogna tíl japanskra kaupenda. fyrirtækja, heildsalar og veitinga- menn og sagði Ingólfur, að hann vænti mikils af þessari kynningu. Gylfi Þór Magnússon, einn af framkvæmdastjórum SH, er hér staddur til að semja um sölu á loðnu og loðnuhrognum á yfír- standandi vertíð og sagði í sam- tali við Morgunblaðið að samn- ingagerð væri að Ijúka. Þetta væru að vanda umsvifamiklir og flóknir samningar og hann gæti á þessu stigi ekki sagt til um mögu- legt verð og magn. í dag verða seldar hér á mark- aðnum ýmsar sérstakar sjávaraf- urðir, sem komu til landsins með bandaríska fragtflugféiaginu Fly- ing Tigers. Þar má nefna lax, rækju og þorsksvil, en afurðir sem þessar eru mjög eftirsóttar hér og er greitt hátt verð fyrir þær. Ingólfur Skúlason fram- kvæmdastjóri Icelandic Freesing Plants í Grimsby, sagði í samtali við Morgunblaðið að hér væri um að ræða mjög áhugavert verkefni af hálfu fyrirtækisins, Japan væri stór markaður og möguleikarnir á sölu þangað því miklir, takist vel til. Ingólfur sagði að þær afurðir sem kynntar væru að þessu sinni væru fiskihringur og mótuð flök úr þorskblokk með sérstakri jap- anskri brauðmylsnu. Hann sagði ennfremur, að mjög mikilvægt væri að hafa fegurstu konu heims á sínum snærum, það hefði þegar sýnt sig því áhugi jap- anskra fjölmiðla væri mikill. Á kynningunni í dag, sem haldin verður f veislusölum eins af stærstu hótelum Tókýó-borgar, verða fulltrúar á annað þúsund Icecom: Tæki seld til Hjaltlands- eyja fyrir 60 milljónir GENGIÐ hefur verið frá samn- ingum milli íslenska fyrirtækis- ins Icecom og fyrirtækisíns SPP á Hjaltlandseyjum um að Icecom taki að sér að búa nýja fiskvinnsluverksmiðju SPP tækjum og búnaði. Samningur- inn hljóðar upp á rúmar 60 milljónir króna. SPP, eða Shetland Pelagic Proc- essing, var stofnað fyrir um þrem- ur árum í þeim tilgangi að reka verksmiðju sem getur fryst og unnið úr síld, makríl og öðrum svipuðum tegundum. Samningur Icecom og SPP kveður á um að Icecom taki að sér að búa fiskvinnsluhús SPP þeim tækjum og búnaði sem þarf til að vinna þessar tegundir. Einn- ig mun ætlunin að vinna hrogn úr síldinni, sem síðan verða seld á Japansmarkað. Að sögn Páls Gislasonar, fram- kvæmdastjóra Icecom, er samn- ingurinn við SPP að upphæð 700 þúsund pund, eða um 61 milljón króna. Reiknað er með að fisk- vinnsluhúsið verði fullbúið um mitt árið. „Þessi samningur er árangur um tveggja ára stopulla samningaviðræðna, sem skriður komst á að nýju í október, þegar þróunarsjóður Skota samþykkti að leggja fram hlutafé," sagði Páll. Páll kvað ánægjulegt að hafa náð þessum samningi, en þar væri að miklu leyti að þakka þvi að fyrirtækinu Mega hf. í Kópavogi hefði tekist að selja vinnslulínu í frystihús á Hjaltlandseyjum fyrir um þremur árum. Menn á eyjunum hefðu verið mjög ánægðir með vinnslulínuna og því óskað eftir tilboði frá íslendingum í búnað nýju verksmiðjunnar. Búnaður og tæki héðan eru frá Sæplasti á Dalvík, Mega í Kópavogi og Marel í Reykjavík. Hin fjölskyldan samanstendur af • eiginmanni á hæsta taxta í mat- vælaiðnaði og konu á hæsta taxta afgreiðslufólks. Konan hefur einn yfirvinnutíma í viku ogkariinn hafði átta yfirvinnutíma fram í septem- ber, en enga eftir það. Heildartekj- ur þessarar fjölskyldu voru tæp 101 þúsund í ágústmánuði en lækkuðu niður í tæp 91 þúsund í september- mánuði vegna þess að yfirvinnan var tekin af. Staða þessarar fjöl- skyldu er sýnu verri en hinnar fyrri. Afgangur hennar í júní var 8,8% af tekjum, verður neikvæður um 7,7% í september og 11,2% í febrúar. Þá vantaði þessa fjölskyldu rúmar tíu þúsund krónur upp á til þess að endar næðu saman. Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, sagði á blaðamannafundi þar sem þessar niðurstöður voru kynntar, að hagdeildin hefði tekið þessi dæmi saman í framhaldi af því að fólk hefði kvartað mikið yfir því að meðaltölin sem sífellt væri notast við gætu falið veruleikann. Fólk Morgunblaðið/Bjami Arí Skúlason, hagfræðingur ASÍ. kannaðist við sinn eigin hag og sæi hans ekki merki í meðaltölunum. a fundinum kom fram að til við- bótar kaupmáttarýrnuninni kæmi samdráttur yfirvinnu, en margar tekjulágar fjölskyldur byggðu tekj- ur sínar að talsverðu leyti á henni. Því þyrfti minkun yfirvinnu að hald- ast í hendur við hækkun kauptaxta. Ljóst væri að fólk, sem svona væri komið fyrir, gæti ekki sætt sig við óbreytt kaupmáttarstig, þó yfirlýs- ingar ráðherra undanfarið hefðu verið í aðra veru. Vilja styrkja minjasöfh landsins STJÓRN félagsins Minja og sögu hefur sent formönnum þingflokka bréf þar sem hún hvetur alþingismenn og rikis- stjórn tíl þess að láta hluta af tekjum ríkisins af hverri seldri bjórflösku renna í sjóð tíl styrkja minjasöfn landsins. Með bréfinu vill stjórn félagsins leggja áherslu á hve mikilvægu hlutverki slík söfn gegna í menn- ingarþjóðfélagi. Jafnframt er bent á, hve framiög ríkis til slíkrar starfsemi hafa verið af skomum skammti. Stjórn félagsins telur að nú gefist einstakt tækifæri til að ráða bót þar á. (Fréttatilkynning) Leiðrétting í viðtali við ÞórhaU Ásgeirsson í Morgunblaðinu í gær, var faríð rangt með nafn dr. Odds Guð- jónssonar, sem gegndi stöðu ráðuneytisstjóra viðskiptaráðu- neytisins um tíma í fjarveru Þór- halls. Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á þessum mistökum. Kammertónleikar íslensku Mjómsveitarinnar í Gerðubergi ÍSLENSKA hljómsveitin heldur kammertónleika sunnudaginn 5. febrúar í Menningarmiðstöðinni (Jerðubergi og hefjast þeir klukkan 16.00. Þetta eru fyrstu tónleíkar af eUefu sem fyrir- hugaðir eru á þessu starfsári hljómsveitarinnar, hinu áttunda í röðínni. Samtök tónlistarmanna um ís- lensku hljómsveitina, skipuð fjör- utíu hljóðfæraleikurum, einsöngv- urum og tónskáldum, hafa skipu- lagt tónleikana, sem ýmist eru söngtónleikar, kammertónleikar eða hljómsveitartónleikar. Þeir verða allir haldnir í Gerðubergi, nánar tiltekið kllukkan 16.00 fyrsta sunnudag hvers mánaðar frá og með febrúar til desember. Samhliða tónleikahaldinu hyggst íslenska hljómsveitin standa að annarri menningarstarfsemi í Gerðubergi er kynnt verður jafnharðan. Á tónleikunum á sunnudag koma fram sjö hljófæraleikarar úr hljóm- sveitinni, klarinettuleikararnir Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Sigurður I. Snorrason og Óskar'Ingólfsson, auk þeirra Þóru Fríðu Sæmunds- Iljiirn Th. Árnason I'óru Frfða Sæmunds- dóttír dóttur píanóleikara og Gunnars Gunnarssonar flautuleikara. Fimmm tónverk eru á efnis- skránni: Dúó fyrir klarinett og fag- ott eftir Francic Poulenc, Sónata fyrir klarinett og píanó einnig eftir . Francis Poulenc, Joueurs de flute fyrir flautu og píanó eftir Albert Gunnar Gunnarsson Roussel, Tríó fyrir tvö klarinett og fagott eftir Francois Devienne og loks Divertimento fyrir tvö klarinett og fagott eftir Wolfgang Amadeus Mózart. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn á meðan húsrúm leyfir. Lúxemborg: Lux-Viking festir kaup á bílaleigunni Budget Brussel, frá Kristófer M. Kristoferssyni, fréttaritara Morgunblaðains. Bílaleigan Lux-Viking, sem er í eigu íslendinga í Lúxemborg, hefur tekið við rekstri Budget-bílaleigunnar í Lúxemborg. Með þessu fá viðskiptavinir Lux-Viking aðgang að tvö þúsund og þrjú hundruð þjóuust ust öðum í áttatiu og fimm löndum. Lux-Viking-Budget fer með Lúxemborg og skilja hann eftir umboð Budget-keðjunanr í Lúx- emborg og fær aðgang að þjón- ustustöðum fyrirtækisins um allan heim. Að sögn Sigurðar Halldórs- sonar, eins af eigendum bílaleig- unnar, mun þetta breyta mjög aðstöðu fyrirtækisins til að veita viðskiptavinum góða þjónustu. Mögulegt verður að leigja bíl í hvar sem er á meginlandi Evrópu í umsjá annarrar Budget-leigu. í nafni Budget eru reknar tvö þús- und og þrjú hundruð bílaleigur í áttatíu og fimm löndum. Afgreiðsla fyrirtækisins hefur jafnframt verið flutt á Findel flug- völl og er í byggingu við hliðina á flugstöðvarbyggingunni. Lux- Viking var stofnað af nokkrum íslendingum árið 1986 og leigði út fimm bíla i fyrstu en á síðasta sumri var fyrirtækið með rúmlega þrjú hundruð bíla á sínum snær- um. Sigurður Halldórsson sagði að engin breyting yrði á þeirri ein- stæðu þjónustu fyrirtækisins að öll samskipti við íslenska við- skiptavini fara fram á íslensku og sömuleiðis yrði áfram lögð áhersla á að hafa öfluga bíla sem hentuðu íslendingum vel í akstri á hrað- brautum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.