Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLABIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR 1989 m Reuter Ungverfar opna sendiráð íS-Kóreu Ungverjar tóku upp sljórnmálasamband við Suður-Kóreumenn á miðvikudag, fyrstir kommúnistaríkja, og sagði Gyula Horn, ut- anríkisráðherra Ungverjalands; við það tækifæri að hann vonaði að þessi áfangi myndi stuðla að betri sambúð Kóreuríkjanna. Roh Tae-woo, forseti Suður-Kóreu, sagði að með því að koma á stjórn- málasambandi myndu þjóðirnar efla frið og samkomulag milli austurs og vesturs. Frá því að Roh tók við völdum í febrúar á síðasta ári hefur hann unnið markvisst að því að koma á betri samskiptum við kommúnistaríki i þvi skyni að fá norður-kóresk stjórnvöld til að fallast á friðsamlega sambúð rikjanna. Norður- Kóreumenn brugðust við ákvörðun Ungverja með því að kalla sendiherra sinn í Búdapest heim og skipa ræðismann í hans stað. Á myndinni er Gyula Horn, utanrikisráðherra Ungverjalands t.v. og aðstoðarutanríkisráðherra Suður-Kóreu, Shin Dong-won við sendiráð Ungverjalands. Suður-Afríka hefur kverkatak á Namibíu Helsta höfiiin og samgönguæðin í Walvis Bay undir stjórn Suður-Afríkumanna Walvis Bay. Reuter. SUÐUR-AFRÍKUSTJÓRN, sem fárið hcfur með völd í Namibíu í 75 ár, mun áfram hafa tögl og hagldir í hamarborginni Walvis Bay, þrátt fyrir að sam- komulag hafi náðst um sjálf- stæði Namibíu. Svo virðist sem duttlungar í sögu evrópskrar nýlendustemu hafil mælt svo fyrir að þessi óvistlega hafnar- borg, sem státar af einu skip- gengu höfninni á 1.100 km langri strönd Namibíu, verði áfram undir stjórn Höfðahéraðs í Suður-Afríku. Deilur hafa risið upp á milli Færeyinga og Græn- lendinga vegna þess að Græn- lendingar tejja að þeir fyrr- nefndu brjóti gegn ákvörðun dönsku ríkisstjórnarinnar um bann við viðskiptum við Suður- Afríku með því að gera út fiski- skip firá Walvis Bay. Sennilegt er talið að yfirráðin um Walvis Bay muni skapa úlftið á milli stjórnarinnar í Pretoríu og skæruliðahreyfingarinnar SWAPO, sem haldið hefur uppi skæruhernaði frá árinu 1966 gegn stjórn Suður-Afiríumanna i Namibíu. „Suður-Afríkumenn hafa tölu- verðan herstyrk hér en bærinn gegnir þó öðru og mikilvægara hlutverki en að hýsa setuliðið," sagði Christo de Jager, fyrrum borgarstjóri þessarar litlu umluktu borgar og þingmaður Þjóðar- flokksins, sem fer með völdin í Suður-Afríku. „Bærinn er Suður-Afríkumönn- um hernaðarlega mikilvægur og einnig skiptir hann efnahag lands- ins miklu," bætti hann við. Hernaðarlegt mikilvægi bæjar- ins liggur í augum uppi því um höfnina fer úraníum, demantar, kopar, blý og aðrir málmar sem samtals nema um 85% af útflutn- ingstekjum Namibíumanna. Eina járnbrautarlestin í Namibíu fer frá Walvis Bay til Suður-Afríku og bæjarbúar hafajmiklar tekjur af vinnslu salts sem að mestu leyti er flutt út til Suður-Afríku. Kaup- f ANGÓLA Wþ Namibe I l.^.„.^a Port Nolloth SUÐUR- AFRI'KA I Höföaborg Kanada: Indjánar á Queen Charlotte- eyjuwji lýsa yfir sjálfstæði Vancouver, Bresku Kólumbíu. Reuter. Vancouver, Bresku Kólumbíu. IReuter. HAIDA-indjánar á' Queen Charlotte-eyjum norður af Vancouver lýstu yfir á þriðjudag, að þéir hefðu tekið upp eigin fána og gæfii hér eftir sjálfir út vegabréf handa eyjaskeggjum, auk þess sem þeir hygðust taka stjórn eyjanna i sinar hendur og lýsa yfir sjál&tæði. Haida-indjánar segjast aldrei hafa afsalað sér yfirráðum yfir landi sínu og kveðast þess vegna ekki sjá neinn tilgang í því að bera fram kröfur í því sambandi við stjórnvöld í Kanada. Miles Richardson, forseti þjóðar- ráðs Haida, segir, að um 5000 Haid- ar búi á Queen Charlotte-eyjum og um 1000 í Alaska. Richard Van Lo- on, talsmaður Kanadastjórnar í mál- efhum indjána, áætlar, að um 1000 Haidar búi á eyjunum. Richardson segir, að ákveðið hafi verið á ársfundi Ilaida um helgina, að hér eftir gefí þeir sjálfír út vega- bréf handa þeim, sem férðast til út- landa, auk þess sem helgaður hafí verið þjóðfáni Haida, rauður og hvítur, skreyttur erni og hrafni, merkjum Haida-ættbálkanna á Que- en Charlotte-eyjum. Talsmaður Kanadastjórnar sagði, að stjórnvöld stæðu ekki í neinum samningaviðræðum við indjánana um þetta efhi, en bætti við, að þeir hefðu ekki gert sig seka um nein lögbrot: „Það er ekkert ólöglegt við það í Kanada að gefa yfírlýsingar eins og þeir hafa gert," sagði hann. ORLANE PA.RIS 4 ANAGENESE Barátta við tímann Forskot húðarinnar á gangi tímans Kynnt í dag frákl. 13-18. VÖRUSALAN, Akureyri. sýslumenn segja að Suður-Afríku- stjórnin geti hæglega unnið óbæt- anlegan skaða á efnahag Namibíu, ef hinir nýju ráðamenn reynast suður-afrískum stjórnvöldum óþægir ljáir í þúfu. Talið er víst að frambjóðendur SWAPO-hreyfíngarinnar hljóti flest atkvæði í þingkosningunum í Namibíu, sem fara fram undir eft- irliti Sameinuðu þjóðanna 1. nóv- ember næstkomandi. Þá eiga að- eins 1.500 suður-afrískir hermenn að vera í landinu og þegar sjálf- stæði landsins verður formlega lýst yfir, sem enn héfur ekki verið ákveðið hvenær verði, eiga suður- afrískir hermenn að vera á braut. Fulltrúar SWAPO hafa þegar gert tilkall til Walvis Bay á þeim forsendum að bærinn sé óaðskilj- anlegur hluti Namibíu, en Sam Nujoma, leiðtogi hreyfingarinnar, sagði á síðasta ári að slíkar kröfur yrðu ekki settar á oddinn fyrr en að lýst hefði verið yfír sjálfstæði landsins. Namibískir sjómenn gera sér vonir um að Namibía geti sem sjálfstætt ríki fært landhelgina út í 200 sjómílur og að sjávarútveg landsins verði forðað frá hruni sök- um ágengni erlendra fiskiskipa á miðin. SAMTÖK FISKVINNSLUSTÖÐVA BOÐATIL KYNNINGARFUIMDAR: FISKVINNSLA í FRAMÞRÓUN A HOTEL SOGU, SAL A, LAUGARDAGINN 4. FEB. KL. 9.30-13.00 DAGSKRÁ: ElíasGunnarsson: Karavæðing, slæging og flokkun. Sjálfvirkni ímóttöku. Trausti Eiríksson: Nýjungarísaltfiskvinnslu. FinnbogiAlfreðsson: Þróun flæðilínunnar. Gísli Erlendsson: Sjálfvirkni í pökkun og frystingu. Geir A. Gunnlaugsson: Upplýsingakerfi - stjórntæki. Umræðustjóri: Sturlaugur Sturlaugsson. FISKVINNSLU ER BOÐIÐ Á FUNDINN. Þátttökugjald kr. 400.- Veitingar eru innifaldar íverði. STJÓRN SF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.