Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 Dómstóll takmarkar reykingar lamaðsSvía Stokkhólmi. Reuter. LAMAÐUR Svíi um fertugt, Sören Burstrom, verður að láta sér nægja að reykja fímm síga- rettur á dag, samkvæmt úr- skurði undirréttardóms í Stokk- hólmi. Hann íhugar að skjóta máli sínu til Mannréttindadóm- stóls Evrópu, að því er sænska dagblaðið Dagens Nyheter sagði í gær. Burstrom, sem er MS-sjúkiingur, þarf á aðstoð að halda við reykingamar. í fyrra takmarkaði stjóm Fé- lagsmálastofnunar Stokkhólms- borgar reykingar Burstroms við fimm sígarettur á dag og sagði í úrskurði sínum, að ekki væri stætt á að gera hjúkrunarfólki að þola óbeinar reykingar. Þetta sjónar- mið hefur nú hlotið staðfestingu fyrir héraðsdómi. „Mér fmnst eins og ég hafí ver- ið dæmdur í sakamáli," sagði Burstrom í viðtali við blaðið. Hann sagðist ætla að skjóta máli sínu til Mannréttinda dómstólsins í Strasborg, ef hann hlyti ekki leið- réttingu mála sinna í Svíþjóð. „Ég hef verið sviptur frumstæð- ustu mannréttindum," sagði Burstrom. „Ef óbeinar reykingar eru svona hættulegar, gætu þeir vel leyft mér að reykja við eld- húsviftuna eða leyst málið með nýrri og sterkari viftu.“ Brottför Víetnama frá Kambódíu: Reuter Kínverjar heimta alþjóðlegt eflirlit Shevardnadze ræðir væntanlegan leiðtogafund í Kínaför sinni Peking. Reuter. VIÐRÆÐUR sovéska utanríkisráðherrans Edúards Shevardnadze og kínversks starfsbróður hans, Qians Qichens, sem hófúst í gær, voru „vinsamlegar, hreinskiptnar, heiðarlegar og gagnlegar", að sögn talsmanns kinverskra stjórnvalda. Rætt var um bætt samskipti ríkjanna og brottför víetnamskra hermanna frá Kambódiu. Km- veijar kreQast þess að haft verði alþjóðlegt eftirlit með brottför herliðsins. Miklar líkur eru taldar á þvi að Mikhaíl Gorbatsjov Sovét- leiðtogi sæki Kínveija heim á árinu og vænta menn þess að við- skipti ríkjanna muni stóraukast í kjölfar slíks fúndar. Edúard Shevardnadze (t.v.), utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og sendiherra Sovétríkjanna í Kina, Oleg Trojanovskíj, sjást hér skoða hluta Kinamúrsins mikla. Heimsókn Shevardnadze stendur í þrjá daga og er þetta fyrsta heim- sókn sovésks utanríkisráðherra til Peking síðan 1959. Talsmaður Kínastjómar sagði að ekki hefði verið fastákveðið á fundinum í gær hvenær Gorbatsjov kæmi til KÍna en sovéskur stjómarerindreki, Vjat- eslav Dúhin, sagði fréttamönnum að það mjmdi verða á fyrrihluta ársins. Dúhín var ósammála yfírlýs- ingu Kínveija um viðræðufimdinn í gær þar sém sagði að Kambódíu- Baker tíl allra NATO-ríkja JAMES Baker, hinn nýi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ráðgerir ferð til höfúðborga allra aðiidarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) nú um miðjan febrúrar. Er ætlun hans að kynnast og ræða við starfsbræður sina í ríkjunum fímmtán, að sögn Charles Red- mans, talsmanns bandaríska utanríkisráðuneytisins. Á fundi með blaðamönnum í Washington á þriðjudag sagði Red- man, að Baker legði „mikla áherslu" á að hitta starfsbræður sína innan NATO og hann ætlaði að ræða við þá hvem fyrir sig í höfuðborgum þeirra, væri þess nokkur kostur. Á hinn bóginn gæti ráðherrann ekki verið lengur en viku í Evrópu. Kæmi til álita að hann legði i ferðina eftir för George Bush, Bandaríkjaforseta, til Kanada 10. febrúar og áður en for- setinn færi til útfarar Hirohito, Jap- anskeisara, í Tókíó 24. febrúar. Talsmaðurinn sagði, að Baker myndi ekki dveljast lengi á hverjum stað og leggja áherslu á vinnufundi en ekki veisluhöld. Þá yrði Baker líklega aftur á ferð um Evrópu í byijun mars, þegar hinar nýju við- ræður um fækkun hefðbundins her- afla í Evrópu heijast í Vínarborg. málið hefði verið efst á baugi. Sagði Dúhín að leiðtogafundurinn væri mikilvægasta umræðuefnið frá sjónarhóli Sovétmanna. Kínveijar segja að verði ekki haft nákvæmt eftirlit með brott- flutningi víetnömsku hermannanna frá Kambódíu muni ekki verða hægt að sannreyna hvort þeir hafí sig i rauninni á brott. Sjálfír segja Víetnamar, er hafa hersetið landið síðan 1978, að þeir hafí þegar flutt tugþúsundir hermanna sinna á brott. Skæmliðahreyfíngar, sem beijast gegn Víetnömum og lepp- stjóm þeirra í höfuðborginni, Pnom Penh, halda því hins vegar fram að fyöldi Víetnama beijist í einkenn- isbúningum leppstjómarinnar. Shevardnadze hefur sagt að þörf sé á eftirliti með brottflutningnum og fijálsum kosningum sem ætlunin er að halda í landinu, takist friðar- samningar milli deiluaðila Vfet- namska stjómin er mótfallin friðar- gæsluliði á vegum Sameinuðu þjóð- anna, sem Kínveijar hafa lagt til, en segist munu sætta sig við „al- þjóðlegt eftirlit" ef leppstjómin hafi umsjón með því. Fjármálahneyksli í Frakklandi: Vinir forsetans viðriðn- ir grunsamleg viðskipti Trier. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SPILLINGARMÁL og Qármálahneyksli hafa verið ofarlega á baugi í Frakklandi undanfamar vikur og mánuði. „Les aflaires" sem má skilja annars vegar sem „viðskiptin“ og hins vegar sem „hneykslismálin" eru á allra vörum. Sósíalistar, sem nú eru við völd, gagnrýndu síðustu rikisstjóm undir forsæti Jacques Chiracs harðlega fyrir að umbuna „vinum“ sínum með því að veita þeim leynilegar upplýsingar sem kæmu þeim til góða i hlutabréfavið- skiptum. Var talað um „harða kjama“ i kringum þá Chirac og Ralladur, efiiahagsmálaráðherra. Nú í vetur hafa komið fram upplýsingar sem benda til þess að þessi gagnrýni sósíalista hafí átt við veruleg rök að styðjast. Sósíalistar lofúðu þvi að bijóta upp þennan harða kjarna. Það kom því flatt upp á marga þegar í ljós kom að ákveðnir vinir Francois Mitterrands, forseta, hefðu hagnast vel á hlutabréfaviðskiptum þar sem þeir voru grunsam- lega vel upplýstir um væntanleg viðskipti ríkisfyrirtækisins Pech- iney og bankans Societe generale. Bæði þessi mál em nú komin inn á borð franska ríkissaksóknarans eftir að eftirlit franska verðbréfamarkaðarins, COB (Commision des Operations de Bo- urse), hafði lokið rannsókn sinni í þessari viku. Reuter Pierre Bereg’ovoy, flármálaráðherra Frakklands, umknngdur blaðamönnum eftir ríkissljómarfúnd, þar sem hneykslismál tengt hlutabréfaviðskÍDtum var til umræðu. Pechiney-málið er nú þegar orðið eitt alvarlegasta §ármála- hneyksli síðustu ára í Frakklandi. í stuttu máli snýst það um þetta: Skömmu áður en franska ríkis- fyrirtækið Pechiney festi kaup á bandaríska fyrirtækinu Triangle keyptu nokkrir franskir aðilar hlutabréf í Triangle sem lækkuðu verulega í verði eftir að kaup Pechiney urðu opinber. Tveir þessara aðila, Roger-Patrice Pelat og Max Theret, eru nánir vinir Mitterrands og grunsemdir vökn- uðu því um að einhver hefði lekið í þá upplýsingum. Sú varð líka niðurstaða rannsónar COB. Vik- una áður en kaup Pechiney voru gerð opinber gengu 228.770 hlutabréf i Triangle kaupum og sölum en mánuðina þar á undan höfðu að meðaltali 5.000—10.000 hlutabréf gengið kaupum og söl- um á viku. Vinir forsetans Fjórðungur skýrslu COB fjallar um kaup fyrirtækisins Compagnie Parisienne de Placements (CPP) á hlutabréfum í Triangle. CPP keypti 32.300 hlutabréf og hagn- aðist um 8,84 milljónir franka. Eigandi CPP er Max Theret, ná- inn vinur Mitterrands og stofn- andi verslunarkeðjunnar FNACL. í skýrslu COB segir að hlutabréfa- kaup CPP séu mjög grunsamleg og svo virðist sem einn af stjóm- endum fyrirtækisins hafí haft leynilegar upplýsingar undir höndum. Hinn vinur Mitterrands sem hagnaðist á hlutabréfaviðskiptun- um var Roger-Patrice Pelat. Fjöl- skylda hans keypti 10.000 hluta- bréf og hagnaðist um 2,24 millj- ónir franka. Pelat er einn þeirra fáu sem fá að leggja bifreið sinni (af Rolls Royce-gerð) fyrir utan Elysee-höllina þar sem Frakk- landsforseti hefur aðsetur sitt. Eftir stríð stofnaði Pelat fyrirtæk- ið Vibrachoc ásamt Robert Mitter- rand, bróður forsetans.' Rekstur fyrirtækisins gekk ljómandi vel allt ffam á byijun þessa áratug- ar. Þá fór að halla undan fæti og Pelat svipaðist um eftir kaupanda. Árið 1982 keypti ríkisfyrirtækið CGE Vibrachoc með samþykki Elysee. Næstæðsti maður CGE á þessum tíma var Georges Pebere- au, enn einn vinur Mitterrands, en hann er einn þeirra er helst liggja undir grun í svipuðu hneykslismáli er tengist bankan- um Société générale. Þó ekkert bendi til þess að þeir Pelat og Theret hafi fengið upplýsingar um Triangle-kaupin frá Mitterrand sjálfum hafa þessi nánu tengsl vakið mikla athygli. Aðrir aðilar sem nefndir eru í skýrslu COB eru m.a. Isabelle Pierco, sem keypti hlutabréf að ráði Pelats, og Alain Marsan, verðbréfamiðlari hjá verðbréfa- fyrirtækinu Ferri-Ferri-Germe (Marsan er í tennisklúbbnum Rac- ing Club de France en þar eru einnig félagar þeir Jean-Louis Vinciguerra, fjármálastjóri Pec- hiney, og Alan Boublil, einn helsti ráðgjafí Bérégovoy, efnahags- máláráðherra. Boublil neitar með öllu að hafa gefið upplýsingar um málið en hefur samt sagt upp starfi sínu.) Einnig má nefna að- ila í Bandaríkjunum, Sviss og banka í Karíbahafí, Intemational Discount Bank and Trust. Ekki er enn vitað hver hefur staðið á bak við kaup síðastnefnda aðil- ans, kaup hans eiga að vera í ótrúlega miklu samræmi við gang viðræðna Pechiney og Triangle. Álitshnekkir Þetta mál allt er orðið mikill álitshnekkir fyrir Sósíalistaflokk- inn og hefur vakið mikla reiði meðal fólks. Vegfarendur í París neita að taka við dreifibréfum sósíalista sem þeim eru rétt en spyija í staðinn hæðnislega: „Hvað, var þér ekki sagt frá því?“ I vinsælum þáttum á útvarps- stöðvunum RTL og Europe 1, þar sem hlustendur geta látið skoðan- ir sínar í Ijós, láta æstir kjósendur Sósíalistaflokksins móðan mása. Blöð á borð við Wall Street Jour- nal og Financial Times hafa uppi efasemdir um skipulag hluta- bréfaviðskipta í Frakklandi (það voru t.d. bandarískir kollegar COB hjá SEC (Securities and Exchange Commission) sem bentu á að eitthvað væri bogið við þessi viðskipti). Á meðan beð- ið er eftir að öll kurl komi til graf- ar í málinu velta franskir fjölmiðl- ar sér upp úr þessu hneyksli og nýtt hugtak, „socialisme d’affair- es“ eða sósíalismi hneykslismál- anna, er farið að ryðja sér til rúms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.