Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 2K**0i Útgefandi mKlnKIK Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, , Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Ekki fleiri framsóknarflokka Enn einu sinni bíða menn eftir að ríkisstjóm landsins grípi til efnahagsaðgerða. Sú stjóm sem nú situr var mynduð fyrir rúmum Jjórum mánuðum vegna þess að tveir flokkanna í fyrri stjóra, Alþýðuflekkur og Framsóknarflokkur, töldu hana ekki ganga nógu skipulega til verks við efnahagsaðgerðir. Á þessum fjórum mánuðum hafa ráðherramir síðan reynt að ná saman um einhveijar ráðstafanir og tala eins og þær séu alltaf á næsta leiti. Fjárlögum var komið saman á veikum gmnni og með því að stórauka skattheimtu. Til þess að auka þær álögur fékk ríkisstjómin aðstoð frá Borgara- flokknum, sem nú er rætt við og hefur verið talað við í margar vikur um það, hvort flokkurinn eða einhver hluti hans vilji ganga formlega til liðs við ríkisstjóm- ina. Stæðu þá fímm flokkar eða flokksbrot að stjóminni. Framsóknarflokkurinn hefur nú staðið við stjómvöl þjóðar- skútunnar í 17 ár. Á þessum ámm hefur óðaverðbólga gengið yfír landið og stjómmálamenn og aðrir jafnan staðið á öndinni yfír ráðstöfunum af einu eða öðm tagi. Þjóðfélagið hefur tek- ið breytingum á þessum ámm, jafnvel meiri breytingum en framsóknarmenn sýnast átta sig á, þótt þeir hafi verið innan búð- ar í stjómarráðinu í allan þennan tíma. Raunar hafa þeir oftar en ekki látið eins og þeir hafí aldrei komið nálægt neinu sem miður hefur farið á þessum ámm og reynt að klína öllu misjöfnu á aðra. Hlálegast er þetta í sam- bandi við tal þeirra um láns- kjaravísitöluna. Hún kom til sög- unnar fyrir 10 ámm, þegar Al- þýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur sátu við völd eins og núna. Var það sérstakt baráttumál Ólafs Jóhannesson- ar, þáverandi forsætisráðherra og forvera Steingríms Her- mannssonar á formannsstóli í Framsóknarflokknum, að inn- leiða þessa vísitölu til að verð- tryggja sparifé. Hafði Ólafur barist fyrir þessu máli um langt árabil. Þegar framsóknarmönn- um undir forystu Steingríms hentaði ekki lengur að bera ábyrgð á lánskjaravísitölunni var heíst að skilja á þeim, að hún væri eitt versta afsprengi frjáls- hyggjunnar! I tæp tíu ár eða síðan í febrú- ar 1980, þegar Steingrímur Her- mannsson varð sjávarútvegsráð- herra en Halldór Ásgrímssson tók við af honum 1983, hafa framsóknarmenn farið með yfír- stjóm sjávarútvegsmála í landinu. Þó er eins og þeir telji sig geta komist upp með að kenna öllum öðmm um það, sem miður hefur farið á þessum vett- vangi. Stjóm framsóknarmanna á landbúnaðarmálum er ekki síður langvinn. f báðum þessum atvinnugreinum standa menn frammi fyrir vanda, sem á ekki síst rætur að rekja til þess, hvemig stefnumótun á vegum stjómvalda hefur verið háttað. Þegar grannt er skoðað er auð- velt að komast að raun um að í stjóm þessara mála í tíð Fram- sóknarflokksins hefur ekki skort á forsjárhyggjuna, sem nú á að vera helsta bjargtæki núverandi framsóknarstjómar, sem hefur það yfírlýsta markmið að fara aðrar leiðir en vestrænar í stjórn efnahagsmála. Þegar þeir skiptust á að heim- sækja flokksþing hvor annars Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, lét hinn síðamefndi orð falla á þann veg, að nú væri að renna upp svipað skeið í stjóm landsmála og á fjórða áratugnum. Samstjóm Álþýðuflokks og Framsóknar- flokks á þeim tíma hefur fengið þá einkunn að hún sé einhver mesta afturhaldsstjóm sem hér hefur setið. í hennar tíð var SÍS hyglað á alla lund og almennt staðið þannig að málum, að ætla mætti að þau vinnubrögð ættu sér fáa formælendur nú á tímum. Það er því ekki að ástæðulausu, að Alþýðublaðið kemst þannig að orði í forystugrein á miðviku- dag, þegar rætt er um störf Jóns Baldvins, að hann virðist tilbúinn að halda þannig á málum til að nálgast Álþýðubandalagið, að hann fómi frjálsræðinu. Og þeg- ar blaðið lítur yfir völlinn eftir fundaherferðina á rauðu ljósi segir það óttaslegið: „Eitt er víst. Við þurfum ekki á einum fram- sóknarflokknum enn að halda.“ Framsóknarúrræðin eiga þannig eftir að setja svip sinn á aðgerðir þessarar ríkisstjómar. Engir hafa betur sýnt það en framsóknarmenn svo sem í stjóm sjávarútvegsmála og land- búnaðarmála til hvers úrræði þeirra leiða — og nú er það helsta kappsmál forsætisráð- herra framsóknar að afnema lánskjaravísitöluna sem forveri hans taldi rósina í hnappagati sínu. Við þurfum vissulega ekki fleiri framsóknarflokka. Davíð Oddsson borgarstjóri flytur framsöguerindi sitt. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Umferðarmannvirki yfir Elliðaárósa á næstu árum Á fjölmennum fundi með íbúum Grafarvogs kom fram að stefiit er að því að ljúka framkvæmdum við umferðarmannvirki yfír Ell- iðaárósa á árunum 1990 - 1991. Fundurinn var haldinn að tilhlutan Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi og fundarstjóri var Reynir Karlsson. Davíð Oddsson borgarstjóri var frummælandi og í máli hans kom fram að Grafarvogurinn hefði byggst hraðar upp en önnur hverfi borgarinnar. Davíð sagði að mest áhersla hefði verið lögð á gerð gatna, gangstétta og stíga. Fylgt væri þeirri stefnu að leggja gang- stéttar stuttu eftir að menn gengju frá lóðum sínum. Davíð sagði að á næstunni hæfust framkvæmdir við dagvistarstofnun í Hamrahverfi sem kæmist í gagnið vorið 1990. Verið væri að ljúka öðrum áfanga Foldaskóla og 'í lok febrúar yrði þar tekin í notkun sér- stök félagsaðstaða fyrir hverfísbúa sem gert hefði verið ráð fyrir frá upphafi í teikningum að skólanum. Davíð taldi að tveir kostir væru fyrir hendi varðandi íþróttahús Foldaskóla. Annaðhvort yrði reist iítið fþróttahús við skólann eða fullgilt keppnishús við fyrirhugað íþróttasvæði Grafarvogs, í nokkurri fíarlægð frá Foldaskóla. Stefnt væri að því að íþróttahúsið yrði tekið í notkun vorið 1990 og hverf- isbúar yrðu að velja hvom kostinn þeir vildu. I máli Davíðs kom fram að skipu- lagsvinna við Borgarholt 1 væri vel á veg komin og þar væri gert ráð fyrir 2100 íbúa byggð. í Borgar- holti 2 er skipulagsvinna á frum- stigi en þar munu um 4500 manns búa. Að loknu framsöguerindi Davíðs var Grafarvogsbúum boðið að bera fram fyrirspumir til hans og ann- arra yfírmanna borgarinnar er vom viðstaddir. í svari Inga Ú. Magnsús- sonar gatnamálastjóra við fyrir- spum um erfiðar samgöngur vegna snjóþyngsla og hálku í Funafold kom fram að ekki væri von á úrbót- um í þeim efnurn fyrr en rrteð til- komu Nesjavallavirkjunar eftir tvö ár. Þá væri fyrirhugað að leggja leiðslur með heitu vatni í bröttustu götumar í Foldahverfí. Fram kom fyrirspum um gerð knattspymuvallar í Grafarvogi og í svari borgarstjóra kom fram að borgin mun leggja fram 500 þúsund krónur til íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi, sérstaklega ætlað til framkvæmda við knattspymuvöll. Að auki verður fylgt 80% reglunni sem felst í því að borgin leggur fram 80% fíarmagns við völlinn en íþróttafélagið 20%. Kvartað var yfír erfiðleikum við að komast út úr hverfinu á álagstímum og í svari Inga Ú. Magnússonar kom fram að fyrir- hugað er að fíölga akreinum yfir Gullinbrú í fíórar. Taldi Ingi að þetta myndi auðvelda samgöngur. Gatnamálastjóri sagði þó að endan- leg lausn fengist ekki fyrr en með tilkomu umferðarmannvirkja yfír Elliðaárósa að tveim árum liðnum. Ný nefiid um starfsemi Námsgagnastofiiunar: Virðist sem ekki eigi að skoða samstarf við útgefendur - segir Kristján Jóhannsson hjá AB KRISTJÁN Jóhannsson, framkvæmdastjóri Almenna Bókafélagsins, segir það afar slæmt að nýrri nefiid á vegum menntamálaráðherra um Námsgagnastofnun skuli ekki ætlað það hlutverk að skoða möguleika á auknu samstarfí stofiiunarinnar við útgefendur. Kristj- án var snemma í haust skipaður í nefiid á vegum menntamálaráðu- neytisins í ráðherratíð Birgis ísleifs Gunnarssonar. Sú nefiid átti að gera úttekt á starfsemi Námsgagnastofiiunar, meðal annars með tilliti til samstarfs við önnur útgáfiifyrirtæki. Nefnd Birgis ísleifs tók aldrei til starfa. Reynir Kristinsson, sem skipaður var formaður hennar, seg- ir að hann hafi fengið þær upplýs- ingar úr ráðuneytinu eftir ríkis- stjómarskiptin að fyrirhugað væri að skipa nýja nefnd, sem endur- skoða ætti starfsemi Námsgagna- stofnunar. í fyrri nefndinni áttu að sitja, auk þeirra Reynis og Kristjáns Jóhannssonar, þau Sólrún Jensdóttir, tilnefnd af ráðuneytinu, og Ásgeir Guðmundsson náms- gagnastjóri, tilnefndur af Náms- gagnastofnun. Einnig var óskað eftir tilnefningu frá Bandalagi kennarafélaga, sem aldrei barst. Samkvæmt skipunarbréfí fyrri nefndarinnar átti hún að „gera at- hugun á rekstrarskipun Náms- gagnastofnunar, þar með talið hvemig rétt sé að haga samstarfi við bókaforlög og önnur fyrirtæki um útgáfu og miðlun námsefnis," svo vitnað sé orðrétt í bréfið. Að öðru leyti var hlutverk nefndarinn- ar svipað því, sem sú nýja hefur með höndum; hún átti að leggja á ráðin um húsnæðisþörf stofnunar- innar og að yfírfara lög um hana og leggja til æskilegar breytingar. í nýju nefndinni er enginn full- trúi útgefenda, og henni er aðeins ætlað að endurskoða lög um starf- semi Námsgagnastofnunar, endur- meta Qárþörf stofnunarinnar og gera tillögur um húsnæðisþörf hennar. „Sem útgefandi harma ég þetta, því að það var orðið löngu tímabært að kanna gmndvöll þess að bókaforlögin kæmu í auknum rnælf inn í námsgagnagerð og út- gáfu á kennslubókum,“ sagði Kristján Jóhannsson. Hann sagði að ýmis bókaforlög hefðu áhuga á að gefa meira út af námsefni fyrir grunnskóla. Þrjú eða fjögur stærstu forlögin hefðu gefið út námsefni fyrir menntaskóla, enda væru það kennarar, sem þar stjóm- uðu því hvaða bækur væru notaðar til kennslu. „Það er í undantekningartilvik- um sem bókaforlögin hafa komið inn í námsgagnagerð fyrir grunn- skóla, en í nágrannalöndum okkar eru forlögin alls staðar virk á þess- um markaði. Eg er sannfæærður um að það myndi auka ijölbreytni kennsluefnis og jafnvel stuðla að örari endumýjun á því ef slíkt væri einnig uppi á teningnum hér,“ sagði Kristján. „Námsgagnastofn- un yrði þá frekar sá aðili, sem stjómaði útboðum í þessi verk, en núna em engin útboð á kennsluefni á vegum stofnunarinnar. Það sem þessi nefnd átti að gera var að skoða þessi mál og athuga hvort ekki væri hægt að koma þar við aukinni hagræðingu og hag- kvæmni. Nú virðist sem ekki eigi að skoða neitt í þeim dúr.“ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 23 2.100 manns atvinnulausir í desember: 45.000 skráðir atvinmileys- isdagar í desember 1988 31.200 fleiri atvinnuleysisdagar í desember 1988 en á sama tíma 1987 Samkvæmt upplýsingum fé- lagsmálaráðuneytis vóru skráð- ir 45.000 atvinnuleysisdagar hér á landi i síðast liðnum des- embermánuði. Það er 31.200 daga meira atvinnuleysi en í sama mánuði árið áður. Skráðir atvinnuleysisdagar í desember- mánuði sl. jafngildir því að 2.100 manns á vinnualdri hafí ekki haft atvinnu, eða 1.7% mannaflans. í júnímánuði sl. vóru skráðir atvinnuleysisdagar hér á landi 12.300, sem jafngildir því að 570 einstaklingar hafi ekki haft verk að vinna og þýðir 0,4% atvinnu- leysi. Skráðir atvinnuleysisdagar í desember jafngilda hinsvegar því að 2.100 manns hafi verið án at- vinnu, sem þýðir 1.7% atvinnu- Útflutnings- og samkeppnisgreinar: Hækkun raungengis veikti rekstrarstöðuna Samkeppnisstaða sjávarút- vegsins var 12% lakari á árinu 1988 en árið 1987 og 19% lak- ari en árið 1986. Samkeppnis- staða útflutningsiðnaðarins var 12% lakari 1988 en 1986. Staða samkeppnisiðnaðar var 9.7% lakari 1988 en 1986. Ástæðan er þríþætt: hækkun raungengis krónunnar, verðlækkun á sjáv- arvörum erlendis og tilkostnað- arhækkanir innanlands. Samkvæmt upplýsingum Seðla- bankans, sem fram komu á stjóm- arfundi Verzlunarráðsins fyrir skemmstu, hefur samkeppnis- staða sjávarútvegs og útflutnings- og samkeppnisiðnaðar versnað verulega milli áranna 1986 og 1988. Ástæðan er m.a. rakin til hækkunar á raungengi krónunn- ar, en það var talið 5% hærra á árinu 1988 í heild en á árinu 1987 og 14.8% hærra en á árinu 1986. Sú mikla raungengishækkun, sem varð á árinu 1987, og ekki gekk nema að hluta til baka 1988, er talin hafa skekkt samkeppnis- stöðu atvinnuveganna, með og ásamt verðlækkun á sjávarvörum, sem var 9.5% frá upphafi til loka árs 1988. Miðað við meðaltal sjávarút- vegs, útflutningsiðnaðar óg sam- keppnisiðnaðar versnaði sam- keppnisstaðan á árinu 1988 um 7.4% miðað við árið 1987 og um 8.7% miðað við árið 1986. leysi. Skráðir atvinnuleysisdagar í desember 1988 eru 31.200 fleiri en í desember 1987, en þá var mikil þensla í þjóðfélaginu. Af 45.700 skráðum atvinnu- leysisdögum í desember sl. eru 10.700 skráðir á höfuðborgar- svæðinu, þar sem rúmur helming- ur þjóðarinnar býr. Skráð atvinnu- leysi er fyrst og fremst í strjál- býli, ekki sízt í byggðarlögum sem byggja á sjávarútvegi og útflutn- ingsiðnaði. Að meðaltali var skráð atvinnu- leysi hér á landi 0.5% árið 1987. Svipað ástand helzt fram á þriðja ársfjórðung 1988. Þá eykst at- vinnuleysi snögglega. í nóvember eru 1200 einstaklingar skráðir atvinnulausir, eða 0.9% mannaf- lans, og í desember 2.100 manns, eða 1,7% mannaflans. í samræmi við stefiiu EB að draga úr inn- flutningi á saltfiski Brussel. Frá Kristófer M.Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKVÆMT heimildum innan EB byggjast tillögur framkvæmda- sijómarinnar um tollaívilnanir meðal annars á saltfiski á þeirri stefiiu bandalagsins að draga úr innflutningi á unnum sjávarafúrðum. Sömu- leiðis er reiknað með þvi að framboð á sjávarafúrðum verði meira á þessu ári en árið 1988. Það er því talið að innflytjendur geti greitt hærri tolla en áður. Að sögn Gunnars ^Snorra Gunn- arssonar í sendiráði íslands við EB hafa sjónarmið íslendinga, sem eiga hér mikilla hagsmuna að gæta, verið kynnt fyrir embættismönnum bandalagsins. Gunnar Snorri sagði að það væri ljóst að íslendingar ættu ekki lagalega kröfu á hendur bandalagsins. Þetta væru tollaíviln- anír sem bandalagið ákveddi ein- hliða á hveiju ári og stæðu ekki í tengslum við neina samninga. Já, við höfum kynnt viðhorf okkar og við munum halda því áfram, sagði Gunnar Snorri. Samkvæmt heimildum innan Tannvernd- ardagur- inn er í dag Tannverndardagurinn verð- ur haldinn í sjötta skipti i dag, föstudag. í téngslum við hann mun Tannverndarráð leggja áherslu á umfjöllun um matar- venjur íslendinga og notkun fluortannkrems. Aðstoðarfólk tannlækna mun veita fræðslu í stórmörkuðum um vamir gegn tannskemmdum, tannfræðingar munu heimsækja sjúkrastofnanir og áletranir verða settar á strætisvagna í Reykjavík og Kópavogi á kostnað viðkom- andi sveitarfélaga. Þá verða birtar greinar eftir tannlækna, næringarfræðinga og lækna og eru kennarar hvattir til að nota þær til fræðslu. Einnig verða fíölmiðlar hvattir til að fíalla um málefni tannvemdardagsins. framkvæmdastjómarinnar er lítill áhugi á því að halda áfram að út- hluta tollaívilnunum sem allir geta notfært sér m.a. Kanadamenn, en bandalagið stendur í deilum við þá vegna veiða bandalagsflotans á NAFO-svæðinu svokallaða og sömuleiðis vegna fiskveiðihags- muna við frönsk vemdarsvæði und- an ströndum Kanada. Tillögurnar^ áttu að koma til umfjöliunar í ráð- gjafanefnd miðvikudaginn 1. febrú- ar og munu síðar verða sendar nefnd fastafulltrúa aðildarríkjanna til umsagnar. Gert er ráð fyrir því að sjávarútvegsráðherrar afgreiði tillögumar á fundi 23. febrúar. Ýmislegt þykir benda til þess að tillögur framkvæmdastjómarinnar verði ekki samþykktar óbreyttar á ráðherrafundinum. Portúgalir telja innflutningsþörf sína á saltfiski á þessu ári 60 þúsund tonn, en sam- kvæmt tillögum verða tollaívilnanir fyrir 55 tonn til bandalagsins í heild. Á undanfömum árum hefur verið tilhneiging á ráðherrafundum til að auka magnið og lækka tolla. Árið 1986 lagði framkvæmda- stjómin til 25 þúsund tonn ,með 6,5% tolli, en ráðherramir ákváðu 40 þúsund tonn með 3% tolli. Fyrir árið 1987 vom tillögur fram- kvæmdastjórnarinnar 35 þúsund tonn með 5% tolli, en ráðherramir samþykktu 40 þúsund tonn með óbreyttum tolli og 1 þúsund tonn af skreið og 250 tonn af söltuðum flökum að auki á lækkuðum tollum. Fyrir síðasta ár vom tillögur fram- kvæmdastjórnarinnar 45 tonn með 5% tolli, en ráðherrar samþykktu 52,5 tonn með óbreyttum tolli. Óhætt er að fullyrða að sjónarmið íslendinga mæta betri skilningi hjá stjórnmálamönnum en embættis- mönnum innan EB. Miklar vonir hljóta þó að vera bundnar við fyrir- hugaða heimsókn Halldórs Ás- grímssonar sjávarútvegsráðherra til viðræðna við framkvæmdastjórn EB í mars nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.