Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 22
4= 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 JKtqgmiÞIafeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulitrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðaistrasti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Ekkifleiri framsóknarflokka Enn einu sinni bíða menn eftir að ríkisstjórn landsins grípi til efnahagsaðgerða. Sú stjórn sem nú situr var mynduð fyrir rúmum fjórum mánuðum vegna þess að tveir flokkanna í fyrri stjórn, Alþýðuflekkur og Framsóknarflokkur, töldu hana ekki ganga nógu skipulega til verks við efnahagsaðgerðir. Á þessum fjórum mánuðum hafa ráðherrarnir síðan reynt að ná saman um einhverjar ráðstafanir og tala eins og þær séu alltaf á næsta leiti. Fjárlögum var komið saman á veikum grunni og með því að stórauka skattheimtu. Til þess að auka þær álögur fékk ríkisstjórnin aðstoð frá Borgara- flokknum, sem nú er rætt við og hefur verið talað við í margar vikur um það, hvort flokkurinn eða einhver hluti hans vilji ganga formlega til liðs Við ríkisstjórn- ina. Stæðu þá fimm flokkar eða flokksbrot að stjórninni. Framsóknarflokkurinn hefur nú staðið við stjórnvöl þjóðar- skútunnar í 17 ár. Á þessum árum hefur óðaverðbólga gengið yfir landið og stjórnmálamenn og aðrir jafnan staðið á öndinni yfir ráðstöfunum af einu eða öðru tagi. Þjóðfélagið hefur tek- ið breytingum á þessum árum, jafnvel meiri breytingum en framsóknarmenn sýnast átta sig á, þótt þeir hafí verið innan búð- ar í stjórnarráðinu í allan þennan tíma. Raunar hafa þeir oftar en ekki látið eins og þeir hafi aldrei komið nálægt neinu sem miður hefur farið á þessum árum og reynt að klína öllu misjöfnu á aðra. Hlálegast er þetta í sam- bandi við tal þeirra um láns- kjaravísitöluna. Hún kom til sög- unnar fyrir 10 árum, þegar Al- þýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur sátu við völd eins og núna. Var það sérstakt baráttumál Ólafs Jóhannesson- ar, þáverandi forsætisráðherra og forvera Steingríms Her- mannssonar á formannsstóli í Framsóknarflokknum, að inn- leiða þessa vísitölu til að verð- tryggja sparifé. Hafði Ólafur barist fyrir þessu máli um langt árabil. Þegar framsóknarmönn- um undir forystu Steingríms hentaði ekki lengur að bera ábyrgð á lánskjaravísitölunni var helst að skilja á þeim, að hún væri eitt versta afsprengi frjáls- hyggjunnar! I tæp tíu ár eða síðan í febrú- ar 1980, þegar Steingrímur Her- mannsson varð sjávarútvegsráð- herra en Halldór Ásgrímssson tók við af honum 1983, hafa framsóknarmenn farið með yfir- stjórn sjávarútvegsmála í landinu. Þó er eins og þeir telji sig geta komist upp með að kenna öllum öðrum um það, sem miður hefur farið á þessum vett- vangi. Stjórn framsóknarmanna á landbúnaðarmálum er ekki síður langvinn. í báðum þessum atvinnugreinum standa menn frammi fyrir vanda, sem á ekki síst rætur að rekja til þess, hvernig stefnumótun á vegum stjórnvalda hefur verið háttað. Þegar grannt er skoðað er auð- velt að komast að raun um að í stjórn þessara mála í tíð Fram- sóknarflokksins hefur ekki skort á forsjárhyggjuna, sem nú á að vera helsta bjargtæki núverandi framsóknarstjórnar, sem hefur það yfirlýsta markmið að fara aðrar leiðir en vestrænar í stjórn efnahagsmála. Þegar þeir skiptust á að heim- sækja flokksþing hvor annars Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, lét hinn síðamefndi orð falla á þann veg, að nú væri að renna upp svipað skeið í stjórn landsmála og á fjórða áratugnum. Samstjórn Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks á þeim tíma hefur fengið þá einkunn að hún sé einhver mesta afturhaldsstjórn sem hér hefur setið. í hennar tíð var SÍS hyglað á alla lund og almennt staðið þannig að málum, að ætla mætti að þau vinnubrögð ættu sér fáa formælendur nú á tímum. Það er því ekki að ástæðulausu, að Alþýðublaðið kemst þannig að orði í forystugrein á miðviku- dag, þegar rætt er um störf Jóns Baldvins, að hann virðist tilbúinn að halda þannig á málum til að nálgast Alþýðubandalagið, að hann fórni frjálsræðinu. Og þeg- ar blaðið lítur yfir völlinn eftir fundaherferðina á rauðu ljósi segir það óttaslegið: „Eitt er víst. Við þurfum ekki á einum fram- sóknarflokknum enn að halda." " Framsóknarúrræðin eiga þannig eftir að setja svip sinn á aðgerðir þessarar ríkisstjórnar. Engir hafa betur sýnt það en framsóknarmenn svo sem í stjórn sjávarútvegsmála og land- búnaðarmála til hvers úrræði þeirra leiða — og nú er það helsta kappsmál forsætisráð- herra framsóknar að afnema lánskjaravísitöluna sem forveri hans taldi rósina í hnappagati sínu. Við þurfum vissulega ekki fleiri framsóknarflokka. Davið Oddsson borgarstjóri flytur framsöguerindi sitt. Umferðarmannvirki Elliðaárósa á næstu; Á fjölmennum fiindi með íbúum Grafarvogs kom fram að stefnt er að því að Ijúka framkvæmdum við umferðarmannvirki yfír EU- iðaárósa á árunum 1990 - 1991. Fundurinn var haldinn að tilhlutan Félags sjáUBtæðismanna i Grafarvogi og fundarstjóri var Reynir Karlsson. Davíð Oddsson borgarstjóri var frummælandi og í máli hans kom fram að Grafarvogurinn hefði byggst hraðar upp en önnur hverfi borgarinnar. Davíð sagði að mest áhersla hefði verið lögð á gerð vgatna, gangstétta og stíga. Fylgt væri þeirri stefnu að leggja gang- stéttar stuttu eftir að menn gengju frá lóðum sínum. Davíð sagði að á næstunni hæfust framkvæmdir við dagvistarstofnun í Hamrahverfi sem kæmist í gagnið vorið 1990. Verið væri að ljúka öðrum áfanga Foldaskóla og'í lok febrúar yrði þar tekin í notkun sér- stök félagsaðstaða fyrir hverfisbúa sem gert hefði verið ráð fyrir frá upphafi í teikningum að skólanum. Davíð taldi að tveir kostir væru fyrir hendi varðandi íþróttahús Foldaskóla. Annaðhvort yrði reist lítið íþróttahús við skólann eða fullgilt keppnishús við fyrirhugað íþróttasvæði Grafarvogs, í nokkurrf fjarlægð frá Foldaskóla. Stefnt væri að því að íþróttahúsið yrði tekið í notkun vorið 1990 og hverf- isbúar yrðu að velja hvorn kostinn þeir vildu. I máli Davíðs kom fram að skipu- lagsvinna við Borgarholt 1 væri vel á veg komin og þar væri gert ráð fyrir 2100 íbúa byggð. í'Borgar- holti 2 er skipulagsvinna á frum- stigi en þar munu um 4500 manns búa. Að loknu framsöguerindi Davíðs var Grafarvogsbúum boðið að bera fram fyrirspurnir til hans ög ann- arra yfirmanna borgarinnar;er voru viðstaddir. í svári Inga U. Magnsús- sonar gatnamálastjóra við fyrir- spurn um erfíðar samgöngur vegna snjóþyngsla og' hálku í Funafold kom fram að ekki væri von á úrbót- um í þeim efnum fyrr en nleð til- komu NesjavaUavirkjunar eftir tvö ár. Þá væri fyrirhugað að leggja leiðslur með heitu vatni í bröttustu göturnar í Foldahverfi. Fram kom fyrirspurn um gerð knattspyrnuvallar í Grafarvogi og í s- bor kró Gri fra Að sen fra fþn K að ála Ma huj Gu þet Ga leg tilk Ell Ný neftid um starfsemi Námsgagnastofiiunar: Virðist sem ekki eigi samstarf við útgefendu - segir Kristján Jóhannsson hjá AB KRISTJÁN J'óhaniisson, framkvæmdastjóri Almenna Bókafélagsins, segir það afar slæmt að nýrri nemd á vegum menntamálaráðherra um Námsgagnastomun skuli ekki ætlað það hlutverk að skoða möguleika á auknu samstarfí stofnunarinnar við útgefendur. Kristj- án var snemma í haust skipaður í nefnd á vegum menntamálaráðu- neytisins í ráðherratfð Birgis ísleifs Gunnarssonar. Sú nefiid átti að gera úttekt á starfsemi Námsgagnastofiiunar, meðal annars með tilliti tii samstarfs við önnur útgáfufyrirtæki. Nefnd Birgis ísleifs tók aldrei til starfa. Reynir Kristinsson, sem skipaður var formaður hennar, seg- ir að hann hafi fengið þær upplýs- ingar úr ráðuneytinu eftir ríkis- stjórnarskiptin að fyrirhugað væri að skipa nýja nefnd, sem endur- skoða ætti starfsemi Námsgagna- stofnunar. I fyrri nefndinni áttu að sitja, auk þeirra Reynis og Kristjáns Jóhannssonar, þau Sólrún Jensdóttir, tilnefnd af ráðuneytinu, og Ásgeir Guðmundsson náms- gagnastjóri, tilnefndur af Náms- gagnastofnun. Einnig var óskað eftir tilnefningu frá Bandalagi kennarafélaga, sem aldrei barst. Samkvæmt skipunarbréfi fyrri nefndarinnar átti hún að „gera at- hugun á rekstrarskipun Náms- gagnastofnunar, þar með talið hvernig rétt sé að haga samstarfi við bókaforlög og önnur fyrirtæki um útgáfu og miðlun námsefnis," svo vitnað sé orðrétt í bréfið. Að öðru leyti var hlutverk nefndarinn- ar svipað því, sem sú nýja hefur með höndum; hún átti að leggja á ráðin um húsnæðisþörf stofnunar- innar og að yfirfara lög um hana og leggja til æskilegar brejrtingar. í nýju nefndinni er enginn full- trúi útgefenda, og henni er aðeins ætlað að endurskoða lög um starf- semi Námsgagnastofnunar, endur- meta fjárþörf stofnunarinnar og gera tillögur um húsnæðisþörf hennar. „Sem útgefandi harma ég þetta, því að það var orðið löngu tímabært að kanna grundvöll þess að bókaforlögin kæmu í auknum mælr inn í námsgagnagerð og út- gáfu á kennslubókum," sagði Kristján Jóhannsson. Hann sagði að ýmis bókaforlög hefðu áhuga á að gefa meira út af námsefni fyrir grunnskóla. Þrjú eða fjögur stærstu forlögin hefðu gefið út- námsefni fyrir menntaskóla, enda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.