Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 23
 m\ mmm -i • m mM&mMm a st MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 23 Morgunblaðið/Árni Sæberg kiyfir lárum í svari borgarstjóra kom fram að borgin mun leggja fram 500 þúsund krónur til Iþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi, sérstaklega ætlað til framkvæmda við knattspyrnuvöll. Að auki verður fyígt 80% reglunni sem felst í því að borgin leggur fram 80% fjarmagns við völlinn en fþróttafélagið 20%. Kvartað var yfir erfiðleikum við að komast út úr hverfínu á álagstímum og í svari Inga Ú. Magnússonar kom fram að fyrir- hugað er að fjölga akreinum yfir Gullinbrú í fjórar. Taldi Ingi að þetta myndi auðvelda samgöngur. Gatnamálastjóri sagði þó að endan- leg lausn fengist ekki fyrr en með tilkomu umferðarmannvirkja yfir Elliðaárósa að tveim árum liðnum. að skoða lur efur ja á nar- lana ar. full- leins tarf- idur- • og iþörf a ég ingu þess num r út- iagði sagði gaá fyrir ögur 3 út- enda væru það kennarar, sem þar stjórn- uðu þvf hvaða bækur væru notaðar til kennslu. „Það er í undantekningartilvik- um sem bókaforlögin hafa komið inn í námsgagnagerð fyrir grunn- skóla, en í nágrannalöndum okkar eru forlögin alls staðar virk á þess- um markaði. Ég er sannfæærður um að það myndi auka fjölbreytni kennsluefhis og jafnvel stuðla að örari endurnýjun á því ef slíkt væri einnig uppi á teningnum hér," sagði Kristján. „Námsgagnastofn- un yrði þá frekar sá aðili, sem stjórnaði útboðum í þessi verk, en núna eru engin útboð á kennsluefni á vegum stofnunarinnar. Það sem þessi nefnd átti að gera var að skoða þessi mál og athuga hvort ekki væri hægt að koma þar við aukinni hagræðingu og hag- kvæmni. Nú virðist sem ekki eigi að skoða neitt í þeim dúr." 2.100 manns atvinnulausir í desember: 45.000 skráðir atvinnuleys- isdagar í desember 1988 31.200 fleiri atvinnuleysisdagar í desember 1988 en á sama tíma 1987 Samkvæmt upplýsingum fé- lagsmálaráðuneytís vóru skráð- ir 45.000 atvinnuleysisdagar hér á landi í síðast liðnum des- embermánuði. Það er 31.200 daga meira atvinnuleysi en i sama mánuði árið áður. Skráðir atvinnuleysisdagar í desember- mánuði sl. jafngildir þvi að 2.100 manns á vinnualdri hafi ekki haft atvinnu, eða 1.7% mannaflans. í júnímánuði sl. vóni skráðir atvinnuleysisdagar hér á landi 12.300, sem jafngildir því að 570 einstaklingar hafi ekki haft verk að vinna og þýðir 0,4% atvinnu- leysi. Skráðir atvinnuleysisdagar í desember jafngilda hinsvegar því að 2.100 manns hafi verið án at- vinnu, sem þýðir 1.7% atvinnu- Útflutnings- og samkeppnisgreinar: Hækkun raungengis veikti rekstrarstöðuna Samkeppnisstaða sjávarút- vegsins var 12% lakari á árinu 1988 en árið 1987 og 19% lak- ari en árið 1986. Samkeppnis- staða útflutningsiðnaðarins var 12% lakari 1988 en 1986. Staða samkeppnisiðnaðar var 9.7% lakari 1988 en 1986. Ástæðan er þríþætt: hækkun raungengis krónunnar, verðlækkun á sjáv- arvörum erlendis og tilkostnað- arhækkanir innanlands. Samkvæmt upplýsingum Seðla- bankans, sem fram komu á stjórn- arfundi Verzlunarráðsins fyrir skemmstu, hefur samkeppnis- staða sjávarútvegs og útflutnings- og samkeppnisiðnaðar versnað verulega milli áranna 1986 og 1988. Ástæðan er m.a. rakin til hækkunar á raungengi krónunn- ar, en það var talið 5% hærra á árinu 1988 í heild en á árinu 1987 og 14.8% hærra en á árinu 1986. Sú mikla raungengishækkun, sem varð á árinu 1987, og ekki gekk nema að hluta til baka 1988, er talin hafa skekkt samkeppnis- stöðu atvinnuveganna, með og ásamt verðlækkun á sjávarvörum, sem var 9.5% frá upphafi til loka árs 1988. Miðað við meðaltal sjávarút- vegs, útflutningsiðnaðar 'og sam- keppnisiðnaðar versnaði sam- keppnisstaðan á árinu 1988 um 7.4% miðað við árið 1987 og um 8.7% miðað við árið 1986. leysi. Skráðir atvinnuleysisdagar í desember 1988 eru 31.200 fleiri en í desember 1987, en þá var mikil þensla í þjóðfélaginu. Af 45.700 skráðum atvinnu- leysisdögum í desember sl. eru 10.700 skráðir á höfuðborgar- svæðinu, þar sem rúmur helming- ur þjóðarinnar býr. Skráð atvinnu- leysi er fyrst og fremst í strjál- býli, ekki sízt í byggðarlögum sem byggja á sjávarútvegi og útflutn- ingsiðnaði. Að meðaltali var skráð atvinnu- leysi hér á landi 0.5% árið 1987. Svipað ástand helzt fram á þriðja ársfjórðung 1988. Þá eykst at- vinnuleysi snögglega. f nóvember eru 1200 einstaklingar skráðir atvinnulausir, eða 0.9% mannaf- lans, og í desember 2.100 manns, eða 1,7% mannaflans. í samræmi við steftiu EB að draga úr inn- flutningi á saltfiski Brussel. Frá KrÍBtófer M.Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKVÆMT heimildum innan EB byggjast tillögur framkvæmda- stjórnarinnar um tollaivilnanir meðal annars á saltfiski á þeirri stefnu bandalagsins að draga úr innflutningi á unnum sjávarafurðum. Sömu- leiðis er reiknað með því að framboð á sjávarafurðum verði meira á þessu ári en árið 1988. Það er því talið að innflytjendur geti greitt hærri tolla en áður. Að sögn Gunnars Snorra Gunn- arssonar í sendiráði íslands við EB hafa sjónarmið íslendinga, sem eiga hér mikilla hagsmuna að gæta, verið kynnt fyrir embættismönnum bandalagsins. Gunnar Snorri sagði að það væri ljóst að íslendingar ættu ekki lagalega kröfu á hendur bandalagsins. Þetta væru tollaíviln- anír sem bandalagið ákveddi ein- hliða á hverju ári og stæðu ekki í tengslum við neina samninga. Já, við höfum kynnt viðhorf okkar og við munum halda því áfram, sagði Gunnar Snorri. Samkvæmt heimildum innan Tannvernd- ardagur- inn er í dag Tannverndardagurinn verð- ur haldinn i sjStta skipti i dag, föstudag. í tengslum við hann mun Tannverndarráð leggja áherslu á umfjöllun um matar- venjur íslendinga og notkun fluortannkrems. Aðstoðarfólk tannlækna mun veita fræðslu í stórmörkuðum um varnir gegn tannskemmdum, tannfræðingar munu heimsækja sjúkrastofnanir og áletranir verða settar á strætisvagna í Reykjavík og Kópavogi á kostnað viðkom- andi sveitarfélaga. Þá verða birtar greinar eftir tannlækna, næringarfræðinga og lækna og eru kennarar hvattir til að nota þær til fræðslu. Einnig verða fjölmiðlar hvattir til að fjalla um málefni tannverndardagsins. framkvæmdastjórnarinnar er lítill áhugi á því að halda áfram að út- hluta tollaívilnunum sem allir geta notfært sér m.a. Kanadamenn, en bandalagið stendur í deilum við þá vegna veiða bandalagsflotans á NAFO-svæðinu svokallaða og sömuleiðis vegna fiskveiðihags- muna við frönsk verndarsvæði und- an ströndum Kanada. Tillögurnar áttu að koma til umfjöllunar í ráð- gjafanefnd miðvikudaginn 1. febrú- ar og munu síðar verða sendar nefnd fastafulltrúa aðildarríkjanna til umsagnar. Gert er ráð fyrir því að sjávarútvegsráðherrar afgreiði tillögurnar á fundi 23. febrúar. Ýmislegt þykir benda til þess að tillögur framkvæmdastjórnarinnar verði ekki samþykktar óbreyttar á ráðherrafundinum. Portúgalir telja innflutningsþörf sína á saltfiski á þessu ári 60 þúsund tonn, en sam- kvæmt tillögum verða tollaívilnanir fyrir 55 tonn til bandalagsins í heild. Á undanförnum árum hefur verið tilhneiging á ráðherrafundum til að auka magnið og lækka tolla. Árið 1986 lagði framkvæmda- stjórnin til 25 þúsund tonn' ,með 6,5% tolli, en ráðherrarnir ákváðu 40 þúsund tonn með 3% tolli. Fyrir árið 1987 voru tillögur fram- kvæmdastjórnarinnar 35 þúsund tonn með 5% tolli, en ráðherrarnir samþykktu 40 þúsund tonn með óbreyttum tolli og 1 þúsund tonn af skreið og 250 tonn af söltuðum flökum að auki á lækkuðum tollum. Fyrir síðasta ár voru tillögur fram- kvæmdastjórnarinnar 45 tonn með 5% tolli, en ráðherrar samþykktu 52,5 tonn með óbreyttum tolli. Óhætt er að fullyrða að sjónarmið Islendinga mæta betri skilningi hjá stjórnmálamönnum en embættis- mönnum innan EB. Miklar vonir hljóta þó að vera bundnar við fyrir- hugaða heimsókn Halldórs Ás- grímssonar sjávarútvegsráðherra til viðræðna við framkvæmdastjórn EB í mars nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.