Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 29 Minning: Gísli Kárason Kveðja úr Hólminum Gísli Kárason hefir kvatt þessa jarðvist og stefnt á önnur lönd at- hafna, því hann var þannig gerður að athafnalaus gat hann ekki verið og sparaði aldrei kraftana þegar hann gat komið einhveijum til að- stoðar, sem sagt góð sál sem öllum vildi gott gera. Hann var í Hólmin- um á mínum fyrstu dögum hér, átti þá hálfkassabíl sem tók bæði vörur og farþega og þótt vondir væru vegir og oft snjóþungt þegar ferðalög voru framundan til Reykjavíkur og til baka var ekki snúið aftur nema möguleikar væru þrotnir, ekki að gefast upp við þau mið sem hann stefndi á fannst mér alltaf vera einkunnarorð hans. Við fórum margar ferðir saman þegar ég var í skemmtanabransanum á fullu og var hann þá betri en eng- inn og væri gaman að rifja upp þær ferðasögur, margar ótrúlegar þeim sem ekki þekktu til Gísla Kárason- ar. Þá var hann til í að útbúa ferð- ir um landið og tók ég þátt í slíku og það var sama og áður, allt vel hnitmiðað og reynt að gera ferða- manninum til þægðar. Þær voru ekki fáar ferðirnar sem hann Gísli fékk út á sitt góða skap, ljúf- mennskuna og það að honum var hægt að treysta og maður þurfti ekki að hafa áhyggjur þótt farnir væru skorningar og þröngir vegir um fjalladrög og hjalla. Hann var fæddur leiðbeinandi og ferðaþjón- ustumaður. Hinu má heldur ekki sleppa hversu skemmtilegur maður Guðmund- uráArkar- læklátinn Guðmundur Björnsson fyrrv. bóndi á Arkarlæk í Skilmanna- hreppi andaðist í sjúkrahúsinu á Akranesi 27. janúar sl. 92ja ára gamall. Útför hans verður gerð í dag, föstudag, frá Akraneskirkju og hefst kl. 14. Minningargrein um Guðmund mun birtast hér í blaðinu. Gísli var, hafði svo ágætt skyn á öllu sem skoplegt var og greindi vel á milli skops og rætni. Hann var mér oft dijúgur þegar ég var að semja skemmtiefni og við vorum nálægir hvor öðrum. Gísli var traustur vinur þeim sem hann tók og jafnvel meira en það og eins og í upphafi var sagt, fyrir- greiðslumaður og þess nutu margir í ríkum mæli, að ég minnist ekki á hversu hann var sveitinni sinni, Staðarsveit. Það er kapítuli sem ekki kemst í þessar línur sem hér eru festar á blað, til minningar um góðan vin og samfylgdarmann, sem ég mun lengi minnast margra hluta vegna. Nú við samferðaslit í bili er minn- ingin hugljúfa hátt í mínu hug- skoti. Þökk mín til Gísla er stór. Fæddur 22. ágúst 1909 Dáinn 1. desember 1987 Fædd 30. október 1906 Dáin 25. janúar 1989 Hún amma er dáin aðeins rúmu ári á eftir afa. Mikill er söknuðúr okkar systkinanna. Þegar við vorum börn var ekki komið sumar fyrr en við vorum komin til Akureyrar í „sveitina" til ömmu og afa. I augum okkar borg- arbarnanna var Glerárþorpið sveit með græn tún og hesta á beit upp við Glerárbakka en svo hét húsið þeirra. Við vorum varla komin þegar við vildum ólm komast á hestbak. Afi var óþijótandi í að teyma undir okkur og taka okkur með í útreiða- túra. Enda voru hestar ásamt fót- bolta helstu áhugamál hans. A kvöldin var svo spilað á spil í eldhúskróknum og alltaf hafði amma bakað uppáhaldskökuna Guð blessi ferð hans um nýjar leið- ir. Konu hans, Sigríði Jónatans- dóttur, og öllu hans skylduliði sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðs vinar. Árni Helgason okkar. Það tók okkur heldur ekki marga daga að tileinka okkur norð- lenskan framburð ömmu og afa og orðfar s.s. hross og leistar. Afi var í raun aðeins stjúpafi okkar en alltaf kölluðum við hann afa. Var hann eini afinn sem við systkinin höfum átt. Við barnabörnin erum átta og barnabarnabörnin fjögur. Alltaf báru amma og afí hag okkar fyrir bijósti. Mér þykir miður hvað bamabamabömin fengu að njóta þeirra stutt. Amma og afí vom mjög gestrisin og oft var glatt á hjalla á Glerár- bakka. í desember 1988 hefðu amma og afí átt gullbrúðkaup ef bæði hefðu Iifað. En nú hafa þau mæst að nýju. Fyrir mína hönd og systkina minna, Sirrýar Höllu og Tryggva, sem búsett em í Svíþjóð, þökkum við ömmu og afa samfylgdina. Rannveig Stefánsdóttir Hjónaminning: Karl Aðalsteinsson Guðlaug Stefánsdóttir Lýður S. Hjálmars- son — Kveðjuorð Fæddur 20. júlí 1957 Dáinn 16. janúar 1989 Það er erfitt að trúa því að Lýð- ur sé dáinn. Erfítt að trúa að næst þegar ég kem til íslands og fer í heimsókn í Sjálfsbjörg vantar einn í hópinn. En svona er lífið okkar allra og sem betur fer emm við búin þeim hæfíleikum að við getum átt minn- ingu. Minninguna um Lýð mun ég allt- af geyma. Hann var traustur og góður vinur sem sárt er að missa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Foreldrum Lýðs og systkinum votta ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Jóna Björk Ragnarsdóttir Litli og stóri Tveir til að knúsa Þessir tveir eru bæði sætir og mjúkir, og það er tiltölulega auðvelt að búa þá tU. í þá má nota ýmsa afganga, svo sem pluss, flauel, velúr og allskonar bómullarefni. Sá stærri er um 53 sm og sá minni nm 32 sm. Augu og trýni (nef) má kaupa tilbúin úr plasti, eða búa þau til úr efíii. Þeir sem þess óska geta skrifað til Dyngjunnar eftir sniðum, og fylgja þar með snið af augum og trýni. Þar eru sniðin númeruð frá 1 til 8 fyrir stærri bangsann og nr. 9 til 16 fyrir þann minni. Slaufan er 65 sm löng og 5 sm breið fyrir þann stærri, en 35 sm löng og 3 sm breið fyrir þann minni. plastaugu eða búin til úr efni, einnig má nota hnappa. Troðið í höfuðið og búkinn. Saumið saman gatið á maganum. Svo handsaumið þið magastykkið á og látið hnappa i það. Síðast útbúið þið trýnið (nefið) ef þið ætlið að handsauma það. En ef þið notið tilbúið plastnef er það að sjálfsögðu látið í áður en búkn- um er lokað. Svo er slaufan látin um hálsinn og félagamir eru til- búnir fyrir einhvem til að knúsa og lúlla með. Ef eitthvað vefst fyrir ykkur er velkomið að hringja til mfn. Það er geysimikið úrval til núna af plussi og plastnefjum og augum hjá Saumasporinu í Kópavogi. Við gerð bangsanna er bezt að fara svona að: Byrjið á að yfírfæra öll merki yfir á sniðin. í báða bangsana notaði ég pluss í búk, sóla og framan á ermar. í stærri bang- sann notaði ég einnig pluss í hand- leggi og fótleggi, en sá smærri var með hand- og fótleggi úr efni. Búkstykkin lögð saman, rétt mót réttu. Hand- og fótleggir saumaðir saman á hliðunum, opið ofan og neðan. Sóli saumaður á í höndunum, og sömuleiðis framan á handleggi. Eyrun saumuð sam- an á röngunni (gjaman má hafa annað efni innan í eyrunum). Snú- ið við og fylling- arefni troðið í, einnig troðið í hand- og fót- leggi, snúið við og svo saumað þvert fyrir opið. Þræðið eyru, hand- og fótleggi á búkstykkin og saumið ailt í kring á röngunni í einu lagi. Klipp- ið um 10 sm gat á miðjan magann á bangsanum og snúið þar bangs- anum við. Látið í augun, annað hvort tilbúin Snið númer: 1 og 9 fram og bak búkur, 2 stykki af hvoru, 2 og 10 fótleggir, 4 stk. af hvoru, 3 og 11 sóli, 2 stk. af hvoru, 4 og 12 handleggir, 4 stk. af hvoru, 5 og 13 framan á handlegg, 2 stk. af hvoru, 6 og 14 eyra, 4 stk. af hvoru, 7 og 15 trýni, 3 stk. af hvom, saumað saman á 3 hliðum, fyllt aðeins upp með troði, 8 og 16 magastykki, eitt af hvom. Gangi ykkur vel, Jórunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.