Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 31
;;„ IKíMPnzm. <WflAJfflttJO«©iÍ ^STUÐAGUR-3.- FEBRÚAR 1989 3, Minning: Helga Kristjáns- dóttirfrá Álfsnesi Fædd 19. nóvember 1913 Dáin27.janúarl989 Helga Kristjánsdóttir lést í sjúkrahúsi í Reykjavík að morgni föstudagsins 27. janúar og verður lögð til hinstu hvíldar í dag. Helga hafði átt'VÍð vaxandi vanheilsu að stríða undanfarin ár, og má segja að hún hafi verið farin að heilsu þegar kallið kom. En eins og oft vill verða kom andlát hennar þó óvænt. Hún fæddist í Álfsnesi á Kjalar- nesi 19. nóvember 1913, og var hún þriðja yngst af fimmtán börnum Kristjáns Þorkelssonar (1861- 1934) bónda og hreppstjóra þar og konu hans Sigríðar Guðnýjar Þor- láksdóttur (1871-1945) frá Varmadal. Sigríður var dóttir Þor- láks Jónssonar bónda í Varmadal og konu hans Geirlaugar Gunnars- dóttur frá Minni-Borg í Grímsnesí, en Kristján sonur Þorkels, síðast bónda í Helgadal í Mosfellssveit, Kristjánssonar í Skógarkoti í Þing- vallasveit, og konu hans Birgittu Þorsteinsdóttur Einarssonar bónda í Stíflisdal. Misstu þau hjón eina dóttur í frumbernsku, en þau sem upp komust voru: Þorlákur (1894- 1966) bóndi í Álfsnesi, kvæntur Önnu Jónasdóttur, Þorkell (1897- 1954) búfræðingur, kvæntur Maríu Finnbjörnsdóttur, Svanlaug (1898- 1966), gift Jóni Þorbjörnssyni (1909-1981) netagerðarmanni, Gréta f. 1901, gift Jónasi Jósteins- syni fv. yfirkennara, Kristján Karl (1902-1977) prentari, Benedikt, f. 1904, lengst vinnumaður í Álfs- nesi, Birgir (1905-1981) járnsmið- ur, kvæntur Lilju Jóhannesdóttur (1911-1984), ísafold f. 1907, gift Jóhanni Péturssyni fv. kennara, Guðrún f. 1908, ekkja Kristjáns ísakssonar bónda í Smárahvammi, Panney f. 1909, gift Friðriki Jóns- syni fv. lögregiuþjóni, Vernharður (1912-1984) fv. lögregluþjónn og þingvörður, ekkja hans er Vil- helmína Þorvaldsdóttir, Helga sem hér er kvödd, Jóna f. 1915, gift Jóhannesi ólafssyni garðyrkju- bónda á Ásum í Stafholtstungum ogÞórðurf. 1917, fv. næturvörður. • Helga ólst upp í Álfsnesi við gott atlæti í glöðum systkinahóþi. Heimilið var ævinlega fjölmennt, og hafði Kristján faðir hennar tals- verð umsvif í búskap jafnframt fjöl- mörgum störfum sem hann innti af hendi í þágu sveitar og sýslu. Hún var einn vetur í Héraðsskólan- um á Laugarvatni sem ung stúlka ásamt Jónu systur sinni og var við ýmis störf á vetrum í Reykjavík en heima á búi foreldra sinna á sumr- in. Árið 1941 giftist hún Karli Ottó Runólfssyni tónskáldi. Hann fædd- ist 24. október 1900 og var ekkju- maður þegar þau kynntust. Karl deildi þeim kjörum við marga tón- listarmenn á þeim árum að hafa ekki fast starf. Vann hann fyrir heimilinu með stundakennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík auk einkakennslu og hljómsveitarstjórn. Þau bjuggu því framan af hjúskap sínum í leiguhúsnæði við fremur kröpp kjör og ótrygga afkomu. En smám saman batnaði hagur þeirra og munaði þar miklu að Karl tók að hafa tekjur af tónsmíðum sínum þegar STEF hafði verið stofnað. Tókst þeim að eignast íbúð laust fyrir 1960 og áttu þar heimili þar til Karl dó 29. nóvember 1970 þá nýorðinn sjötugur. Þau eignuðust tvö börn, Runólf Ómar, og Guð- laugu Sigríði. Hún giftist Guðmundi Kristjánssyni vélsmið í Stykkis- hólmi, en þau skildu. Eiga þau tvær dætur, Helgu og Áslaugu Elísu. Sambýlismaður Guðlaugar er Einar J. Þorsteinsson. Öll mín bernsku- og æskuár var ég heimagangur hjá Helgu móður- systur minni og kynntist henni og hennar fólki best af móðurfólki mínu, enda var mikill og náinn sam- gangur á milli heimilanna. Karl var ákaflega barngóður og hændist ég mjög að honum. Hann vann mikið heima við og tók nemendur þangað í tíma. Varð Helga þá að gæta þess að hann hefði frið á heimilinu fyrir þeim hávaða og látum er eðli- legum barnaleikjum fylgja, þótt ekki væri það alltaf auðvelt sökum þröngra húsakynna. Þau voru afar samrýnd og voru oftast nefnd í sömu andránni, enda ekki ofmælt að hann hafi átt henni starfsgæfu sína mikið að þakka. Þau voru fé- lagslynd og höfðu gaman af sam- vistum við fólk og þeim fylgdi góð- vild og glaðværð hvar sem þau fóru. Helgu var það mikill missir er Karl dó, þar sem hún hafði haft meiri félagsskap af manni sínum en flest- ar konur sem ég þekkti í uppvextin- um, og að auki bar andlát hans brátt að. Allmörg síðustu árin hélt Helga heimili með Guðmundi Halldórssyni húsgagnasmið. Þau höfðu kynnst nokkrum árum eftir að hún varð ekkja, en hann hafði tvívegis orðið ekkjumaður og átti uppkomin börn. Undu þau hag sínum vel saman og voru hvort öðru stoð og stytta á efri árum þegar veikindi steðjuðu að. Á yngri árum var Helga fríð kona og alltaf hugði hún vel að útliti sínu svo sem öðru í nánasta umhverfi sínu. Sem barn dáðist ég alltaf að þeirri röð og reglu sem hún hafði á hlutunum í kringum sig. Öll heimilisstörf fórust henni vel úr hendi enda kunni hún vel til þeirra og hafði ánægju af þeim. Helga var kona sem gott var að heimsækja og ræða við um vanda- mál lífsins og Ifðandi stundar. Hún kunni fjarska vel þá list að hlusta á viðmælanda sinn og var hjálpsöm og úrræðagóð þegar vahdi steðjaði að, enda hafði hún af mikilli lífsreynslu að miðla. Ysinn úti fyrir dofnaði og ekkert virtist liggja á og fór ég ævinlega betri maður af hennar fundi. Hún þekkti ekki kyn- slóðabil og reyndist okkur systkina- börnum sínum vinur í raun ef eitt- hvað bjátaði á. Hún var umtalsgóð, varfærin í dómum um menn og vissi að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Við eigum mörg eftir að sakna hennar mjög úr þessari vist, en getum unað við það að hún hefur fengið góða heimkomu. Ég þakka henni allt það góða sem hún gerði mér og mínum. Guðmundi og börn- um hennar votta ég innilega samúð mína. María Jóhannsdóttir Pöstudaginn 27. janúar andaðist frú Helga Kristjánsdóttir, Lönguhlíð 25 hér í borg. Útfór hennar fer fram í dag, 3. febrúar, kl. 13.30 frá Bústaðakirkju. Helga fæddist 19. nóvember 1913 að Álfsnesi á Rjalarnesi, dótt- ir sæmdarhjónanna Kristjáns Þor- kelssonar bónda þar og hreppstjóra og Sigríðar Þorláksdóttur. Olst hún þar upp í stórum systkinahópi, en Helga var þrettánda í röðinni af fimmtán systkinum. Á unglingsárum stundaði hún nám við Héraðsskólann að Laugar- vatni og minntist hún oft þeirra tíma með gleði. Árið 1941 þ. 6. des. giftist hún Karli Ottó Runólfssyni tónskáldi og eignuðust þau tvö börn, þau Runólf Ómar og Guðlaugu Sigríði. Barna- börnin eru tyær dótturdætur, þær Helga og Áslaug, og voru þær ömmu sinni einkar kærar. Kynni mín af Helgu hófust er hún og faðir minn, Guðmundur Kr. Halldórsson húsgagnasmiðameist- ari, stofnuðu til sambúðar árið 1974. Bæði höfðu þá misst maka sína. Það var mikil gæfa er forlög- in réðu því að leiðir þeirra lágu saman. Nutu þau þessa tíma vel og ferðuðust töluvert bæði innan- lands o(r ntan oc höfðn mikla ánægju af. Helga bjó föður mínum hlýlegt og vistlegt heimili sem við systkinin mátum mikils. Hún var mikil og góð húsmóðir og gott að vera í návist hennar enda greind kona og hafði yfir miklum persónustyrk og jafnaðargeði að ráða. Við sem stóðum Helgu næst viss- um að hún gekk ekki heil til skógar því fyrir rúmu ári fékk hún alvar- legt hjartaáfall og náði sér ekki eftir það nema að takmörkuðu leyti, en þrátt fyrir það kom andlát henn- ar okkur að óvörum eins og ætíð vill verða. Er hennar sárt saknað af fjölskyldunni og þá sérstaklega föður mínum en Helga er þriðja konan sem hann missir. Við sem kynntumst Helgu minni eigum margar og Ijúfar minningar frá samvistarstundum með henni. Þær minningar verða ekki skráðar á blað heldur geymast í hjarta okk- ar um ókomin ár. Nú er jarðvist elsku Helgu minnar lokið, bið ég Hann sem öllu ræður að varðveita sálu hennar og leiða hana á nýju tilverustigi. Par þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Blessuð sé minning Helgu Krist- jánsdóttur. Sigrún Guðmundsdóttír „Trúfasta, hreina sæla sál svifin til lífsins stranda orð Guðs var hér þitt hjartans mál í hverri neyð og vanda. Svali nú ljúfust lífsins orð á lifandi manna sælustorð um eilífð þínum anda. (jj jj^) Það var einmitt á æsku- og bernskuslóðum hennar Helgu fréL- Álfsnesi sem þessi kveðjuorð skáldsins frá Skógum verður til. Hann minnist þar konu, sem unni mest Ijóðlist og tónlist og allri þeirri dýrð og rósemi sem þær veita á vegum ævinnar. Mér fannst þessi móðursystir konunnar minnar ein- mitt ein af þeim. Hún var alltaf ung og bar með sér blæ hins eilífa vors, sem er hið æðsta hjartans mál sem birtist því orði Guðs, sem ekki verð- ur betur tjáð en í tónum. Sumum fannst hún ímynd síungrar leik- ko'nu, sem bæri öllum birtu og varma frá brosi upprennandi sólar við árblik yfir Esjunni, þar sem hún hafði átt sín bernskubros og tár í stórum systkinahópi. Og vart máist sú mynd við signingu engilsins sem signir okkur öll hinstu kveðju ájörð og opnar æðri heima. Ég veit við geymum öll þessa mynd hennar ekki síður í minjagulli minninganna vígða saknaðatárum. Og varðveit- um hana í tryggð við tónskáldið góða, eiginmann Helgu, Karl O. Runólfsson, sem eignast nú hjá henni fagnaðarfund á eilífðarveg- um. En lítum nú í leiftursýn til baka um ævibraut hennar í þessum örfáu minningarorðum, sem við helgum henni öll, sem næst stóðum. Helga Kristjánsdóttir var fædd á Alfsnesi á Kjalarnesi, ein hinna yngstu af 15 börnum þeirra hjónanna Sigríðar G. Þorláksdóttur frá Varmadal og Kristjáns Þorkelssonar hreppstjóra og bónda þar. Óhætt mun að full- yrða að bernskuheimili Helgu var mikið myndarheimili sem varðveitti í framkvæmd og störfum daganna allar helstu dyggðir íslenskrar sveit- ar í þá daga. Um það uppeldi mun allur þessi stóri hópur bera vitni sínu starfí, góðvild og gestrisni. Eru sum af þeim horfin á eilífðarbraut- ir. En öllum, sem hér kveðja kæra systur skal vottuð innileg samúð og allra heilla beðið og ættinni allri um ókomin ár. Eiginmaður Helgu var Karl O. Runólfsson, einn af kunnustu, vinsælustu og um leið virtustu tónskáldum íslensku þjóð- arinnar á þessari öld. Þau giftust 6. desember árið 1941 og áttu heima öll sín hjúskaparár hér í Reykjavík og lengst af á Grettis- götu 98. Þau eignuðust tvö börn, Runólf Ómar og Guðlaugu Sigríði, og eiga þau bæði heima hér í Reykjavík. En mann sinn missti Helga 29. nóvember 1970 og hafði því verið ekkja í nærfelld 20 ár. Samt fundu allir Ijós gleðinnar og vorblæ hjartahlýjunnar í nærveru hennar. Og hér skal flutt kveðja frá sambýlismanni hennar hin síðustú ár, Guðmundi Kr. Halldórssyni, sem reyndist henni góður og um leið sem sannur lífsförunautur. Helga reyndist okkur öllum, tengdafólki sínu og vinum, sem umhyggjusöm móðir, fórnfús og elskuleg systir. Vinátta hennar var hrein og einlæg, orð hennar ástúð- leg og sönn, hver sem átti í hlut. Við minnumst öll ótal yndisstunda á heimili hennar fyrr og síðar. Þótt sumir segðu með bros á vör, að hún ætti svipaðan persónuleika og ynd- isþokka og hin fræga Ingrid Berg- man leikkona, þá vissu allir að hennar framkoma var enginn leikur heldur ljómi lífs af Guðs hönd gjörð- ur. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar og okkar allra helga anda hennar sigursöng skáldsins, sem söng til hinstu kveðju: „Fagna þú, sál mín. Lít þú viðlend veldi vona og drauma; er þrýtur rökkurstíginn. Sjá hina helgu glðð af arineldi eilifa kærleikans á bak við skýin. Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi, kemur upp fegri sól, er þessi er hnigin." (J. J. Smári) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þráinn Þorsteinsson, Mosfellsbæ. Sigríður Jakobsdóttir frá Galtafelli - Minning Fædd 7. júní 1893 Dáin 25. janúar 1989 Mig langar í örfáum orðum að minnast móðursystur minnar, Sigríðar Jakobsdóttur frá Galta- felli, sem lést í Landspítalanum 25. janúar sl. eftir stutta legu, 95 ára að aldri. Æviferill Sigríðar var langur en ekki viðburðamikill eins og títt er um alþýðufólk sem ekki berst mikið á. Kynni okkar Sigríðar verða fyrst mjög náin er hún flyst til Reykjavík- ur, þá 35 ára, með ungan son sinn, en foreldrar Sigríðar voru fósturfor- eldrar mínir. Allt frá fyrstu kynnum og þar til Sigrfður lést varð vinátta okkar traustari eftir því sem árin liðu. Sigríður var í eðli sínu létt í skapi og hrókur alls fagnaðar í góðra vina_ hópi og hnyttin í til- svörum. HÚn var þó dul í skapi og stundum ómyrk í máli um menn og málefni, þegar henni fannst halla á þá sem minna máttu sín. Ég hef grun um að lífsbarátta hennar sem var stundum mjög erfið, sérstak- lega á hennar yngri árum, hafi mótað mjög skapgerð hennar til lífsins. Eftir að Sigríður fluttist til Reykjavíkur bjó hún alla tíð hjá foreldrum sínum meðan bæði lifðu og hélt þeim heimili, en þau voru bæði nokkuð við aldur. Það var Sigríði mikið áfall að missa báða foreldra sína í bílslysi með 13 ára millibili, föðursinn 1943 og móður sína 1956. Hun bar harm sinn í hljóði og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Eftir að faðir Sigríðar dó, bjó hún áfram með móður sinrii þar til hún lést árið 1956 eins og áður er sagt. Eftir það fékk hún leigða íbúð hjá syni sínum og tengdadótt- ur, en fluttist svo þaðan í leiguíbúð á Skólavörðustíg 42, þar sem hún bió ein. bar til hún að lokum fluttist í íbúð fyrir aldraða á vegum Reykjavíkurborgar í Lönguhlíð 3, þar sem hún bjó til dauðadags. Sigríður var mjög ern og fylgdist mjög vel með öllu, nema síðustu þrjú árin. Þá var heilsan farin að bila og sj'ón og heyrn verulega skert. Sonur hennar, Jakob, og tengdadóttir hennar, Elín Guð- mundsdóttir, önnuðust hana eftir að hún fluttist f Lönguhlíð 3. Það er á engan hallað, þó ég sérstaklega minnist á Elfnu f þvf sambandi. Elín sýndi tengdamóður sinni sér- staka alúð og ummönnun alla tíð og þó sérstaklega eftir að heilsa hennar var farin að bila. Þar sýnir að fórnfýsi og mannkærleikur eru enn í hávegum höfð í þessum oft svo dimma heimi. Sigríður hafði mikið yndi og ánægju af barnabörnum sínum fjór- um, þrem drengjum og einni stúlku, sem var alnafna hennar. Öll sýndu þau henni mikla hrýju og góðvild og nutu þess í miklum mæli þegar hún kom í heimsókn til þeirra. Það var Sigríði því sérstök ánægja að geta verið við brúðkaup elsta barna- barnsins á síðasta ári. Sigríður ólst upp hjá foreldrum sínum að Galtafelli og dvaldi þar til ársins 1927, er hún fór í vist að Asum í Gnúpverjahreppi og dvaldi þar til 1930. Eftir það dvaldi Sigríð- ur hjá systur sinni, Jennýju, í Vest- mannaeyjum til ársins 1931, er hún , fluttist til foreldra sinna í Reykjavík. Eftir að til Reykjavíkur kemur, stundar Sigríður ýmsa vinnu á vetrum hér f bænum, en á sumrin kaupavinnu á ýmsum stöð- um sunnan- og norðanlands og hafði hún þá son sinn með sér. En aðalstarf Sigríðar um ævina var saumaskapur, sem hún stundaði óslitið meðan kraftar og heilsa leyfðu. í fyrstu saumaði hún á einkaheimilum og tók þá stundum verkefni mpð s^r hfim Spinnn fMrlr hún fast starf yið klæðskerasaum á ýmsum stöðum, iengst af hjá G. Bjarnason og Fjeldsted og síðast hjá Axel Ólafssyni klæðskera, sem reyndist henni frábær húsbóndi um árabil og sem hún mat mjög mikils. Sigríður var fædd að Álfhólsstöð- um í Þjórsárdal 7. júní 1893. For- eldrar hennar voru þau Jakob Jóns- son, þá bóndi að Kampholti í Flóa, og síðar að Galtafelli í Hruna- mannahreppi, og Guðrún Stefáns- dóttir, húsfreyja frá Ásólfsstöðum í Þj'órsárdal. Auk Sigríðar var þeim hjónum fjögurra barna auðið: Jenný, fædd 1891; Stefán, fæddur 1895; Helga, fædd 1896; Jón, fædd- ur 1904, og eru þau nú öll látin. Um leið og ég nú kveð kæra frænku mína vil ég þakka henni samfylgdina um árabil. Hún var mér góð og vildi mér ávallt það besta. Eg minnist heimsókna henn- ar á heimili mitt gegnum árin, hrýju hennar og glaðværðar og hnyttinna tilsvara, sem mikið var hlegið að. Hún þráði að síðustu að fá að hvílast eftir langan ævidag og ég veit að blessun Guðs fylgir frænku minni yfir móðuna miklu. Fari hún í friði, friður Guðs blessi hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.