Morgunblaðið - 03.02.1989, Side 32

Morgunblaðið - 03.02.1989, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 Soffía Sigurðar- dóttir - Minning Fædd 17. desember 1902 Dáin 20. janúar 1989 Vinkona okkar, Soffía Sigurðar- dóttir, verður kvödd hinstu kveðju í dag, föstudaginn 3. febrúar, og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum og þakka henni samfylgdina. Soffíu kynntist ég fyrst átta ára gömul þegar ég fluttist til Hafnar- flarðar ásamt fjölskyldu minni. Tókum við systumar upp á því að príla á veggnum hennar og fengum skömm fyrir frá henni. Ekki erfði hún þetta við okkur og tókst með okkur góður vinskapur. Á unglingsárum var það alltaf spennandi að fara yfir til Soffíu og skoða blómin hennar og átti hún það til að gefa okkur vinkonunum afleggjara og sýna okkur ýmsa merkilega hluti. Soffía var alltaf hress og hafði hún frá miklu að segja, og man ég vel þann dag í nóvember síðastliðn- um er ég heimsótti hana á St. Jós- efsspítala og töluðum við lengi sam- an og undraðist ég hve gott minni hún hafði. Hún mundi ártöl og tíma- setningar eins og það hefði allt gerst deginum áður. Vissi ég ekki þá að hún ætti ekki afturkvæmt í húsið sitt á Skúlaskeiðinu. Það var í síðasta sinn sem ég sá hana, rúmlega viku seinna veiktist hún og sem betur fer þurfti hún ekki að þjást lengi. Það var að morgni 21. janúar að móðir mín hringdi í mig og sagði mér að Soffía væri dáin. Það er alltaf erfitt að sjá á eftir þeim sem manni þykir vænt um, en einhvem tíma verða allir að deyja. Eg kveð þessa merkilegu konu með söknuði og þakka henni þær góðu stundir sem ég fékk að eiga með henni. Ég á í huga mér góðar minningar og ég veit að hún mun lifa áfram í hugum okkar. Blessuð sé minning hennar um alla eilífð. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir í æðri leiðir og himinninn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Ásdís Hreinsdóttir Jesús er mér í minni, mig á hans vald ég gef, hvort ég er úti eða inni eins þá ég vaki og sef. Hann er mín hjálp og hreysti, hann er mitt rétta líf, honum af hjarta ég treysti, hann mýkir dauðans kíð. Hallgrímur Pétursson í dag kveðjum við Hafnfírðingar eina af skærustu sólum bæjarins, Soffíu Sigurðardóttur húsfreyju á Skúlaskeiði 2. Soffía markaði spor sín í hafnfírskt samfélag með slíkum dugnaði að eftir því var tek- ið. Hún var virk í hinum ýmsu sam- tökum, m.a. Sálarrannsóknarfélagi Hafnarfjarðar og allt til hinstu stundar fylgdist hún grannt með öllu sem gerðist í bænum og lét til sín taka þegar henni þótti með þurfa. Soffía var glæsileg kona á sínum yngri árum og bar með sér góðan þokka enn á gamals aldri, enda mikilfenglegur persónuleiki. Hún var vinur vina sinna og þeir eru án efa margir sem nutu aðstoðar henn- ar, bæði í orði og verki. Hún var fulltrúi sinnar kynslóðar, ein fárra kvenna sem komið hafa fram sem sannar fjallkonur í bæjarsamfélag- inu og það er sárt að kveðja hana og þar með ákveðinn kafla í sögu Hafnarfjarðar. En þótt hún varpi ekki lengur geislum sínum meðal okkar, heldur lýsi merkari vegi á betri stað, þá munu minningamar ylja okkur um ókomin ár. Með þökk fyrir allt og allt kveðj- um við Soffíu í Drottins nafni, þess fullviss að hún hefur öðlast innri frið og eilíft líf í þeim Guði sem hún var ávalt trú. Davíð Art Sigurðsson Ó blessuð stund, er sál mín fær að segja: ég sé ei framar gegnum þoku-gler! Ó blessuð stund, er fæ ég hné að hneigja og herrann sjálfan loks mitt auga sér. (MJ.) í dag er til moldar borin frú Soffía Sigurðardóttir, Skúlaskeiði 2, er lést á St. Jósefsspítala hinn 20. þ.m. eftir nokkurra mánaða erfíða sjúkdómslegu. Soffía fæddist 17. desember 1902 að Teigarhomi í Suður-Múlasýslu og var því 86 ára við andlát sitt. Foreldrar hennar voru Elín Bjamadóttir frá Hlíð í Garðahverfi og Sigurður Sæmunds- son frá Þvottá í Álftafírði. Ekki naut Soffía lengi foreldra sinna því þau létust bæði úr berklum áður en dóttirin litla náði fjögurra ára aldri. Soffíu var komið í fóstur til góðra manna og naut hún mikillar ástúðar og kærleika þeirra hjóna Jóhönnu Halldórsdóttur og Þorkels Snorrasonar, alla tíð minntist Soffía fósturforeldra sinna með miklu þakklæti og virðingu. Soffía var góðum gáfum gædd og fór vel með þær, hún var félagslynd og lagði mörgu góðu máli lið. Hún gerðist snemma félagi í slysavamadeildinni Hraunprýði og starfaði þar óslitið við hin ýmsu störf, meðal annars átti hún sæti í stjóm deildarinnar um margra ára skeið, svo og í ýmsum nefndum, lengi sat hún í merkjanefnd og lagði þar sitt af mörkum, allt fram á síðasta ár, þá 85 ára að aldri, hún var og heiðurs- félagi deildarinnar. í mörg ár var hún fulltrúi á landsþingum Slysa- vamafélags íslands og vakti hún þar óskipta athygli sökum glæsi- mennsku og atgervis. Soffía var alla sína tíð eindreginn sjálstæðis- maður og vann á þeim vettvangi mikil og margvísleg störf, en um þau verður ijallað af öðrum, sama má segja um þátt hennar að sálar- rannsóknarfélaginu en þar var hún einnig ötull starfsmaður. Soffía giftist 21. júní 1930 Sigurði Þor- steinssyni bifvélavirkja, miklum gæðadreng, sem studdi konu sína alla tíð. Þeim hjónum varð eigi bama auðið. Mikill harmur var að Soffíu kveðinn er Sigurður lést um aldur fram hinn 27. janúar 1975. Með þakklæti til forsjónarinnar fyrir að hafa átt vináttu og tryggð Soffíu um áraraðir kveð ég hana að leiðarlokum og bið henni bless- unar guðs. Góðir vinir eru gulli betri. Elín Jósefsdóttir I dag fer fram frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði útför frú Soffíu Sigurðardóttur, Skúlaskeiði 2. Hun andaðist á St. Jósepsspítala í Hafn- arfirði að kvöldi 20. janúar síðastlið- inn. Með Soffíu er genginn stórbrot- inn og heilsteyptur persónuleiki. Soffía var 86 ára er hún lést. Líkamskraftar hennar voru þá þrotnir, en sálarþreki hélt hún til hinstu stundar. Soffía var stolt af uppmna sínum. Hún fæddist að Teigarhomi við Djúpavog 17. des. 1902, einka- bam hjónanna Sigurðar Sæmunds- sonar frá Þvottá í Álftafírði og Elín- ar Bjamadóttur frá Hlíð í Garða- hverfí. Foreldra sína hafði hún báða misst, þá er hún var aðeins þriggja ára, og var þá komið í fóstur til góðra hjóna í Hafnarfirði, þeirra Jóhönnu Halldórsdóttur og Þorkels Snorrasonar, sem bjuggu í Þorkels- bæ, þar sem nú er Hverfisgata 30. Soffía giftist 1930 Sigurði Þor- steinssyni, bifvélavirkjameistara, öndvegismanni. Hann lést í janúar 1975. Þeim varð ekki bama auðið. Soffía var sérstaklega vakandi fyrir umhverfi sínu og glöggskyggn á fólk. Hún lét mikið að sér kveða í hinum ýmsu félögum, enda hug- sjónamanneskja, ósérhlífín, hug- myndarík og jákvæð. Þannig fólki er gott að starfa með. Hún var skoðanaföst og hafði ríka réttlætis- kennd. Hun hafði mikla þörf fyrir að tjá sig, góða frásagnarhæfileika og trútt minni. Soffía hafði kosti sem prýða sterka persónu, hún var sannleiksunnandi, kjarkmikil, vilja- sterk og greind. Á yngri ámm þótti hún glæsileg kona og íslenska bún- inginn bar hún með reisn. Hér skal sérstaklega minnst starfa hennar að því málefni er henni vom hvað hjartfólgnust, starfsemi sálarrannsóknarfélag- anna. Soffía átti fósturforeldra, sem sýndu henni ástríki, en eins og eðli- legt má teljast saknaði hún foreldra sinna í bemsku. Hún mun hafa verið um 11 ára gömul, er hún heyrði frá jafnöldmm sínum að hægt væri að hafa samband við framliðna. Þetta kveikti ljós í huga hennar, sem ekki slokknaði. Hún gekk í Sálarrannsóknarfélag ís- lands í Reykjavik árið 1935 og síðan starfaði hún í kvennadeild innan félagsins eftir að sú deild var stofn- uð. Síðar kynntist hún Hafsteini Bjömssyni, miðli, og hreifst af hæfileikum hans og starfí. Um nokkurra ára skeið var Hafsteinn með einkafundi sína hjá þeim hjón- um og störfuðu þau sem sitjarar hjá honum. Þetta leiddi til ævilangr- ar vináttu. Sálarrannsóknarfélagið í Hafn- arfírði var stofnað í maí 1967 og var Soffía einn af stofnendum þess. Hún var þá einn helstur hvatamað- ur að því að Hafsteinn Bjömsson gerðist fyrsti formaður félagsins og lagði því jafnframt til miðilskrafta sína. Á þessum ámm var vöxtur félagsins mestur. Hinn kunni lækn- ingamiðill Einar Jónsson á Einars- stöðum starfaði fyrir félagið um 11 ára skeið, er hann kom suður til líknarstarfa. Soffía léði ávallt félag- inu hús sitt til þeirra afnota. Hún var í stjóm félagsins frá upphafi, þar til á sl. ári að hún óskaði eftir að láta af störfum vegna heilsu- brests. Stjómin heiðraði Soffíu á 20 ára afmæli félagsins 1987 með því að gera hana að heiðursfélaga þess, og er hún fyrsti og eini heið- ursfélagi Sálarrannsóknarfélagsins í Hafnarfirði. Tilurð þessarar greinar er að láta í ljósi þakklæti f.h. félagsins og stjómarinnar fyrir frábær störf Soffíu í þágu þess. Hugsjón hennar var einlæg, að vinna félaginu allt það besta er hún mátti. Hún tileink- aði sér mannúðar- og kærleiks- hugsjón spíritismans. Hún var alla sína tíð minnug orða frelsarans: „Ég lifí og þér munuð lifa.“ Þessi viðhorf mótuðu líf hennar allt. Persónulega vil ég þakka Soffíu fyrir ómetanlega vináttu. Hún mun hafa verið um sjötugt, þegar per- sónuleg kynni okkar hófust. Aldur er afstæður, ég fann ekki kynslóða- bilið í okkar samskiptum, þó um 40 ára aldursmunur væri á okkur. Ég tel að við höfum virt hvor aðra. Vart gæti ég hugsað mér betri vin, hún var hvetjandi, sönn og trygg. F.h. Sálarrannsóknarfélagsins í Hafnarfirði, Guðlaug Elísa Kristinsdóttir í dag, föstudaginn 3. febrúar, kl. 15.00 verður útför Soffíu Sig- urðardóttur húsfreyju á Skúlaskeiði 2, gerð frá Víðistaðakirkju í Hafn- arfírði. Soffía fluttist með móður sinni frá Austurlandi, þá bam að aldri, til Hafnarfjarðar og bjó hér til æviloka. í Hafnarfírði kynntist hún eiginmanni sínum, öðlingsmannin- um Sigurði Þorsteinssyni, bifvéla- virkja. Þau byggðu hús sitt á Skúla- skeiði 2, árið 1926, fallegt hús á fallegum stað, rétt ofan við Hellis- gerði, og hefur hús þetta alla tíð borið eigendum sínum fagurt vitni um góðan smekk og snyrti- mennsku. Á Skúlaskeiði 2 bjuggu þau Soffía og Sigurður allan sinn búskap, en Sigurður lést fyrir all nokkuð mörgum árum. Við kynntumst þeim hjónunum fyrir meir en 40 árum og með okk- ur tókst innileg vinátta, sem aldrei féll skuggi á. Við áttum mörg sam- eiginleg áhugamál, t.d. á sviði sálar- rannsókna, þar sem þau Soffía og Sigurður unnu mikið og óeigin- gjamt starf. Einnig starfaði Soffía að orlofsmálum hafnfirskra hús- mæðra í mörg ár og gegndi þar forystuhlutverki. Soffía var gáfuð kona og glæsileg, þegar hún var upp á sitt besta, um hana blésu ferskir vindar einurðar og hrein- skilni. Hún var persónuleiki, sem okkur vinum hennar gleymist seint. Við biðrjum henni Guðs blessunar á þeim leiðum, sem hún hefur nú lagt út á. Hulda og Sigurður Jónsson Með örfáum orðum langar mig að kveðja vinkonu mína, Soffíu Sig- urðardóttur, Skúlaskeiði 2, Hafnar- firði, þegar hún í dag verður lögð til hinstu hvíldar, en hún andaðist 20. janúar sl. Soffía Sigurðardóttir var fædd í Teigahomi í Suður-Múlasýslu 17. desember 1902. Foreldrar hennar voru Sigurðar Sæmundsson frá Þverá í Alftafirði, einn af afkom- endum síra Brynjólfs Gíslasonar prests í Heydölum. Móðir hennar var Elín Bjamadóttir frá Hlíð í Garðahverfí, en hún var afkomandi síra Snorra Bjömssonar prests á Húsafelli og Þorsteins bónda Jóns- sonar á Hvaleyri, en frá honum er kominn mikill ættbogi í Hafnarfírði. t Ástkær eiginmaður minn og faðir, GRIFFITH DAVID SCOBIE, Torfufelli 42, andaðist í Landakotsspítala 2. febrúar. Ásta Hansen Scobie og börn. Faðir minn, PÁLL GUÐJÓNSSON frá Eyjum, Strandasýslu, Brekkustfg 29, Njarðvík, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur miðvikudaginn 1. febrúar. Fyrir hönd systkina minna, Gufirún Pál8dóttir. Útför eiginkonu minnar, GUÐRÚNAR BJARNFINNSDÓTTUR (STELLU), Búðarstfg, Eyrarbakka, fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélögin. Fyrir hönd vandamanna, Jón Valgeir Ólafsson. Föður sinn missti Soffía á fyrsta aldursári, og flutti þá móðir hennar með hana á heimaslóðir til Hafnar- flarðar en þar lést Elín rúmu ári síðar. Þá komu vinir Elínar Soffíu til fósturs hjá góðu fólki, þeim hjón- um Jóhönnu Halldórsdóttur og Þor- keli Snorrasyni, sem bjuggu á Hverfísgötu 30 og hjá þeim ólst hún upp við „mikla ástúð og kærleika", eins og Soffía orðaði það sjálf. Að bamaskólanámi loknu stund- aði Soffía nám í Flensborgarskóla og síðan tóku störfín við hvert af öðru. Áhugi Soffíu beindist að félags- málum og þar var hún meira en liðtæk til starfa, forkur duglegur og samviskusöm. Slysavamamál- efnin og málefni á vegum bæjar- stjómar Hafnarfjarðar, bama- vemdarmálefnin og orlofsmál hafnfírskra kvenna vom brennandi áhugamál Soffíu. Stjómmálin vom henni hugleikin. í stjóm Sjálfstæðiskvennafélagsins Vorboðanum sat hún í tæpan aldar- Qórðung og ómetanleg vom störf hennar fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Haftiarfírði. Afar sterkur stuðn- ingsmaður þeirra er til forystu völd- ust. Það þekkti ég af eigin raun. Soffía Sigurðardóttir starfaði mikið í Sálarrannsóknafélagi ís- lands og í Hafnarfírði, og lögðu þau hjónin Soffía og eiginmaður henn- ar, Sigurður Þorsteinsson bifvéla- virki, því málefni mikið lið. Sigurð- ur hafði ætíð stutt Soffíu vel í umfangsmiklum félagsmálastörf- um hennar. Sigurður lést 27. janúar 1975. Þegar vinkona mín Soffía Sigurð- ardóttir nú er kvödd hugsa fjöl- margir Hafnfírðingar hlýtt til henn- ar með þakklæti og taka undir með mér og konu minni þegar við biðjum henni Guðs blessunar á landi lif- enda. Matthías Á. Mathiesen Ertu dáin, aldna vina mín, - öskuhrúga sálarborgin þín. - liðin, búin þessi þunga raun? Þú varst eldborg, nú ertu orðin hraun. (Matt. Joch) Soffía Sigurðardóttir fæddist austur á Djúpavogi, einkabam ungra hjóna þar, þeirra Sigurðar Sæmundssonar frá Þvottá í Álfta- firði og Elínar Bjamadóttur frá Hlíð í Garðahverfi. Soffía átti að langfeðmm merkisfólk í báðar ætt- ir. Föðurkyn hennar náði til hinna kunnu Hafnarbræðra og Heydals- klerka en móðurætt hennar var Húsafellsætt. Báðir foreldrar Soffíu dóu úr berklum áður en hún náði fjögurra ára aldri. Hún átti enga að sem treystu sér til þess að taka að sér munaðarleysingjann. En gömul hjón henni vandalaus tóku bamið að sér og ólu það upp. Þau vom Jóhanna Halldórsdóttir og Þorkell Snorrason sem bjuggu í Þorkelsbæ efst í Gunnarssundi í Hafnarfírði. Þau reyndust Soffíu bestu fóstur- foreldrar og settu hana til mennta í Flensborgarskóla sem var ágætis- menntun á þeirri tíð. Soffía óx upp og var afar glæsileg kona, vakti athygli hvar sem hún fór. Hún var félagslynd í besta lagi og alltaf í trúnaðarstöðum þeirra félaga sem hún tók þátt í. Fram á síðustu ár vann hún í Slysavamadeildinni Hraunprýði og átti sæti í fyrstu stjóm Landssambands Sjálfstæðis- kvenna. Ritari Vorboðans var hún í yfir 20 ár. Þá var hún brautryðjandi í orlofi húsmæðra og vann þar mikið starf um mörg ár. En það félag sem áreiðanlega stóð hjarta hennar næst var Sálarrannsóknarfélag ís- lands. Þó að hún ælist upp við gott atlæti þá var henni hugstæður for- eldramissirinn. Þess vegna fór hún shemma að velta fyrir sér ráðgátum lífs og dauða því að Soffía var að eðlisfari mjög trúhneigð. Reyndar var hún ein þeirra fáu sem aldrei þurftu að berjast við efagimi í lífsskoðun sinni. Þegar Soffía hafði myndað sér skoðun þá stóð hún heil og óskipt bæði gagnvart mönn- um og málefnum. Sá mannúðlegi og bjartsýni krist- indómur sem þeir síra Haraldur Níelsson og skáldið Einar H. Kvar- an boðuðu varð Soffíu hjartfólginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.