Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 33
em SA'Jíiasre e í.uoAarjT?.a,i aiSAjavíiiofioit ...........'_____________________ríí ■'TilöRGUNBLXÐrÐ'PÖ'STÚDAGÍJR 3. FÉBRÚAR 1989 %... 33 Minning: Ingólfiir Guðmundsson húsasmíðameistari Þessi lífsskoðun varð lifandi í sálu hennar eins og hverri lífsskoðun er ætlað að vera. Hún giftist Sigurði Þorsteinssyni bifreiðarstjóra árið 1930. Hann var öðlingsmaður sem óhætt var að segja um að enga átti hann óvini. Þau hjón áttu sér sameiginlegt áhugamál þar sem spíritisminn var. Heimili þeirra var löngum opið því málefni til styrktar. Þó einkum eft- ir að þau kynntust Hafsteini Björns- syni miðli. Meðan hann var enn lítt þekktur átti han víst athvarf með fundi sína á heimili þeirra Sofflu og Sigurðar. Rækilega er sagt frá þessum fundum í bókum Elínborgar Lárusdóttur sem hún skrifaði um Hafstein Bjömsson og miðilsstörf hans. Þá hafði Soffla opið hús sitt fyr- ir þá sem þurftu að finna lækninga- miðilinn Einar Jonsson frá Einars- stöðum. Hafsteinn Bjömsson og vinir hans stofnuðu Sálarrannsókn- arfélag Hafnarfjarðar. Soffla sat í stjóm þess félags frá upphafi með- an henni entist heilsa til þess að mæta á fundum. Eldmóður hennar og sannfæringarkraftur verður öll- um minnisstæður sem í því félagi hafa unnið. í hennar huga var sam- bandið við hið yfímáttúrulega „mik- ilvægasta málið í heimi" eins og Einar H. Kvaran komst að orði. Soffla varð vegna lífsskoðunar sinnar mikill styrkur margra sem urðu fyrir ástvinamissi. Bjargföst trú hennar um að líf er að loknu þessu varð mörgum hugarstyrking. Hún gerði líka meira en að tala við fólk í slíkum kringumstæðum. Hér fyrr á ámm þegar blómabúðir vom ekki til og öll aðstoð við jarðarfarir á fmmstigi þá tók Soffía að sér að skreyta líkkistur fyrir hvem sem til hennar leitaði og gerði það af smekkvísi sem henni var lagin, allt án endurgjalds. Hinn sívakandi áhugi Soffíu á mannlegum kjömm varð til þess að hún eignaðist vini af ólíku tagi. Til dæmis gerðist hún velunnari og hjálparhella Karmelsystra í svo ríkum mæli að nafn hennar er skráð í annála Karmelreglunnar í Hafnar- firði. Soffía fann fljótt að þessar útlendu konur höfðu til fárra að leita um ýmis viðvik í daglegu lífi. Soffla tók að sér ýmsar útréttingar fyrir Karmelsystur og þau em ófá sporin sem hún átti upp í Karm- elklaustrið til aðstoðar og þau hjón bæði ámm saman. Soffía lifði mest alla æfi sína í Hafnarfírði. Hún var minnug með afbrigðum og þeir sem viidu fræðast um sögu bæjarins á hennar tíð komu ekki að tómum kofunum. Þar var rétt eins og hún gleymdi aldrei neinu fólki sem hún heyrði minnst á. Þau Sigurður og Soffla byggðu sér fallegt heimili á Skúlaskeiði 2 með vel hirtum garði sem Soffía ræktaði af mikilli alúð. Og eins og annað sem hún fékk áhuga á þá kynnti hún sér garðrækt svo ræki- lega að hún virtist þekkja allar skrautplöntur með nöfnum hvar sem að þeim var komið. Hún lifði langa ævi og samferðamönnum fór að fækka. Sigurður andaðist árið 1975. Það var mikill missir ekki síst fyrir það að hennar eigin heilsu var farið að hraka. Kveið hún mest því að geta ekki búið í húsi sínu eftir að hún var orðin ein. En þá vildi henni til það lán að fá ná- granna sem sýndu henni einstaka hjálpsemi til dauðadags. Það voru þau hjónin Margrét Burr og Hreinn Bjamason. Soffía sagði undirritaðri margt um þessi heiðurshjón sem ásamt Guðlaugu Kristinsdóttur ekkju Hafsteins Bjömssonar komu Soffíu í stað þeirra systkina sem hún átti aldrei, einmitt þegar henni lá mest á. Soffía andaðist á St. Jósepsspít- ala í Hafnarfírði eftir þunga legu. Þar naut hún þeirrar einstöku alúð- ar hjúkrunarfólks og lækna sem fylgja þessum ágæta spítala. Og nú er hún horfin, þessi mikil- fenglega og glæsilega kona sem átti margt í fari sínu sem minnti á fomkonur, sterk og heil, ógleyman- legur vinur í gleði og sorg. Hún trúði á lífíð eilífa sem hún fagnar nú. Megi hún hvfla í friði og hið eilífa ljós lýsa henni. Sigurveig Guðmundsdóttir, Hafnarfirði. Fæddur 23. júní 1910 Dáinn 25. janúar 1989 Að kvöldi hins 25. janúar sl, hringdi Hörtur, sonur Ingólfs, til mín og tilkynnti mér andlát föður síns. Hann hafði ætlað að sækja föður sinn í kvöldmat þá fyrir stuttu, en komið að honum látnum í íbúð hans. Hjörtur sagðist hafa haft samband við föður sinn kvöld- ið áður, og þá hafí hann ekki kennt sér neins meins. Mér kom andlát Ingólfs á óvart. Hann hafði að vísu skroppið á sjúkrahús í nokkra daga fyrir jólin. Hann hafði þá aðeins verið lasinn, en ekki veikur að því er virtist. Ég hefí haft meiri og minni kynni af Ingólfí Guðmundssyni í 38 ár. Árin 1950 til 1960 var Ingólfur viðskiptamaður hjá Lámsi Jóhann- essyni hrl., síðar hæstaréttardóm- ara, en ég fulltrúi hjá Lárusi á sama tíma. Frá 1960 var Ingólfur við- skiptamaður minn að meira eða minna leyti. Það liggur í augum uppi, að margs er að minnast frá svo löngum tíma. í þessu greinar- komi verður aðeins drepið á örfá atriði. Um athafnamanninn Ingólf Guðmundsson væri hægt að skrifa heila ritgerð, og þyrfti hún þó ekki að vera jafn innantóm og sumar æviminningar, sem jafnvel koma út á bók. Foreldrar Ingólfs voru hjónin Guðmundur Kristjánsson og Ingi- björg Ásmundsdóttir. Þau eignuð- ust 12 böm. Auk þess ólu þau upp að einhveiju leyti 2 fósturböm. Af þessu er ljóst, að æskuheimili Ing- ólfs var mannmargt, og mikinn dugnað og útsjónarsemi hefur þurft til að sjá fyrir svo stóm heimili á atvinnuleysis- og krepputímum. Foreldrar hans voru þekkt dugnað- arfólk. Guðmundur var lengi báts- maður á togumm, sem þá yar talin þrælavinna. Þar sem heimilisfaðir- inn var langtímunum saman á sjó, hvfldi stjóm hins stóra heimilis á húsmóðurinni. Eins og gefur að skilja þurftu bömin snemma að leggja hönd að verki. Þau bmgðust vel við því. Hlutur Ingólfs lá ömgg- lega ekki eftir. Hann var alla tíð hörkuduglegur og útsjónarsamur maður. Hann gerði talsverðar kröf- ur á hendur öðram, en langmestar kröfur gerði hann þó á hendur sjálf- um sér alla tíð. Þannig sagði hann að þetta ætti að vera. Þá færi margt betur, heldur en reynslan sýnir dag- lega. Þótt Ingólfur þyrfti snemma að fara daglega og bjarga sér, átti hann góðar bemsku- og æskuminn- ingar. Á þeim tíma eignaðist hann nokkra góða kunningja eða vini, sem hann sagði mér frá. Þessi kunningsskapur hélst oft alla ævi, enda var Ingólfur vinfastur maður, en hann valdi sína vini. Hann vildi geta treyst mönnum. Einn af þess- um æskuvinum Ingólfs var þekktur læknir hér í borg, sem nú er látinn. Fljótlega eftir fermingu fór Ing- ólfur á togara. Það starf átti ekki við hann. Hann hóf því ungur að ámm nám í húsasmíðum hjá þekkt- um húsasmíðameistara hér í borg, Guðjóni Sæmundssyni. Hann fór mörgum viðurkenningarorðum um meistara sinn, þegar hann minntist á hann. Ingólfur lauk sveinsprófí í húsasmíðum 1932 og meistaraprófi 1935. Þegar ég kynntist Ingólfí fyrst var hann orðinn þekktur og át- hafnasamur húsasmíðameistari hér í borg. Hann byggði stór og smá hús, aðallega íbúðarhús. Þótt hann fengi oft góðar lóðir hjá Reykjavík- urborg, þá háði lóðaskortur at- hafnasemi hans mjög. Hann bætti oft úr með því að kaupa lóðir og byggja á þeim. Þannig tókst honum að byggja nokkur hundmð íbúða. Minnisvarðamir um athafnasemi Ingólfs em víðsvegar hér í Reykjavík, svo og á nokkmm stöð- um úti á landi. Oft var það, að Ingólfur var að byggja í nýbyggingahverfum, stutt frá öðmm byggingameisturam, og byijuðu þá margir að byggja sam- timis, þ.e. strax þegar lóðimar vom byggingahæfar. Þá var stundum nokkurt kapp í Ingólfi, að ekki færi húsið hægar upp hjá honum, heidur en hinum. Lagði hann þá áherslu á, að þetta byggðist á verk- hyggindum og góðum undirbúningi verks. Hann lét hraðann ekki bitna á gæðum verksins. Hann sagði með réttu, að það borgaði sig ekki. Undirritaður seldi marga tugi íbúða fyrir Ingólf Guðmundsson. Ingólfur komst vel frá viðskiptunum við kaupendur sína. Ég minnist þess ekki, að nokkm sinni hafi kom- ið til málaferla út af gæðum íbúða sem Ingólfur lét byggja og ég seldi. Ingólfur stóð fast á sínum rétti í sambándi við öll viðskipti, og lét þar engan yfír sig ganga. Hinsveg- ar vildi hann samkomulag og náði því, þegar það var orðið sanngjamt á báða bóga. Auk íbúðasölu vann ég ýmis löfræðistörf fyrir Ingólf. Hann lagði alla tíð mikla áherslu á að hafa allt skýrt og ákveðið. Hann vildi engin vafamál, sem skapa vandamál. Ingólfur velktist ekki í vafa um, hvað hann vildi og vildi ekki. Svör hans vom skýr og af- dráttarlaus. Gæfí hann loforð, var hægt að treysta þeim. Ekki var nauðsynlegt að fá þau skrifleg. Þar sem Ingólfur var alinn upp í Reykjavík gekk hann í góðan bamaskóla, sem vom forréttindi á þeim tíma. Að sjálfsögðu lauk hann svo námi í iðnskóla. Auk þess afl- aði hann sér menntunar eftir öðmm leiðum. Ingólfur dvaldi í Vancouver á vesturströnd Kanada á ámnum 1955 til 1957, ásamt eiginkonu sinni og fjóram sonum. Þar stund- aði hann iðn sína. Meistararéttindi hans í trésmíðum vom viðurkennd þar. Þegar hann lagði upp í þá ferð hafði hann t.d. aflað sér staðgóðrar þekkingar í ensku. Ingólfur minnt- ist alla tíð dvalar sinnar í Kanada með ánægju, og hafði frá mörgu að segja þaðan. Þar eignaðist hann góða kunningja, bæði meðal {slend- inga og annarra þjóða manna. Ing- ólfur hafði m.a. áhuga á ferðalögum og veiðum. Fyrir all-mörgum ámm reisti Ingólfur sér parhús við Bjarkarholt í Mosfellsbæ. Þar í grenndinni hitti hann fyrir einn kennara sinna í bamaskóla, sem hann hafði ekki hitt í áratugi. Ingólfur bar mikla virðingu fyrir þessum kennara sínum og fór mörgum fögmm orð- um um hann. Það hitti svo á, að á æskudögum mínum hafði ég haft mikil kynni af þessum sama manni sem fyrsta skólastjóra Reykjanes- skólans við Djúp um 10 ára skeið. Ég tel þennan sama mann hiklaust til velgjörðamanna minna. Árið 1932 kvongaðist Ingólfur Valgerði Guðrúnu Hjartardóttur ættaðri úr Breiðaijarðareyjum og grennd. Þau hjónin eignuðust 4 syni, sem upp komust og 2 böm sem dóu ung. Synimir 4 em fyrir löngu orðnir fulltfða fjölskyldu- menn. Þeir heita: ívar, Pétur, Aðal- steinn og Hjörtur. Valgerður andað- ist í maí 1976. Ég þekkti Valgerði lítið, en tel mig þó vita, að hún stóð vel fyrir sínu. Hjónaband þeirra var gott. Ingólfur bar alla tíð mikla umhyggju fyrir velferð fjölskyldu sinnar, og náði það einnig til bama- bama hans. Hann ræddi þessi mál oft við mig. Ég þakka þessum ágæta við- skiptamanni mínum samfylgdina í tæp 40 ár. Honum var hægt að treysta og hann gaumgæfði vand- lega hveijum hann gæti treyst. Ég veit, að Ingólf hefði langað til að dveljast lengur með okkur hér í jarðríkinu. Hann fylgdist af lifandi áhuga með öllu, sem var að gerast, bæði innanlands og erlendis. En það tjáir ekki að deila- við dómarann. Ég votta afkomendum og öðmm ættingjum hans innilega samúð mína. Ég óska honum velfamaðar í nýjum heimi og þakka honum góð kynni okkar hér í heimi. Arni Stefánsson t Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR JAKOBSDÓTTUR frá Galtafelli, Lönguhlíð 3, Reykjavfk, fer fram frá Fossvogskapellu í dag, föstudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Jakob Albertsson, Elín Guðmundsdóttir, Guðmundur Jakobsson, Anna Lilja Guðmundsdóttir, Sigríður Jakobsdóttir, Albert Jakobsson, Stefán Jökull Jakobsson. t Útför eiginmanns míns, föður okkar og afa, PÁLS JÓHANNESSONAR, Víðihvammi 24, Kópavogi, fer fram frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugardaginn 4. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Gestheiður Jónsdóttir, Sigríður Pálsdóttlr Eikás, Leif Magne Eikás, Grímkell Pálsson, Ástríður Bjarnadóttir, Anna Kristjánsdóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við fráfall vinar okkar, SIGURÐAR FRIÐMANS ÞORVALDSSONAR. Páll Ólafsson og fjölskylda, Guðni Ólafsson og fjölskylda. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS SIGURÐSSONAR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Kristjana Þorsteinsdóttir, Gerður Ólafsdóttir, Magni Ingólfsson, Rebekka Ólafsdóttir, Valdimar Sveinsson, Sigriður Ólafsdóttir, Bjarni Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, bróður okkar og mágs, JAKOBS BJARNASONAR, Hlaðbrekku 21, Kópavogi. Hulda Jakobsdóttir, Agnar Bjarnason, Kristrún Guðmundsdóttir, Hallfríður Bjarnadóttir, Ellen Bjarnadóttir, Guðmundur Sigurjónsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, ÞURÍÐAR ÁRNADÓTTUR, Heiðagerði 7, Akránesi. Hallgrímur Matthíasson, Þóra Elfsabet Hallgrimsdóttir, Matthías Hallgrímsson, Valdimar Hallgrímsson, Auður Hallgrfmsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR ÓSKARSDÓTTUR, Háteigsvegi 40, Reykjavlk. Axel Ó. Lárusson, Inger Bjarkan, Anna Bjarkan, Kristín Bjarkan, Jóna Bjarkan, Sigurbjörg Axelsdóttir, Jóhann E. Björnsson, Bjarni Konráösson, Gunnar Ingimundarson, Páll Eiriksson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.