Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 félk í fréttum PASSÍUSÁLMARNIR Sálmarnir gefa mér sálarró - segir Guðrún Ægisdóttir lesari í Ríkisútvarpinu Selfossi. „MÉR fannst mjög gott að lesa sálmana. Þetta var nokkurs konar hugleiðslutimi hjá mér. Ég var þaraa ein með sálmana fyrir fram- an mig og las þá af einlægni og reyndi að túlka þá út frá minum skilningi á þeim,“ segir Guðrún Ægisdóttir kennari í Laugalands- skóla í Holtum sem nú les Passíu- sálmana í Rikisútvarpinu. „Mér fínnst mjög gott að vera minnt á það I sálmunum hversu hverfult ltfið er og að maður er ekki það sem maður á af veraldlegum gæðum. Við lestur sálmanna er lfkt og maður fletti utan af sér hveiju laginu af öðru uns maður situr eftir einn, ósköp lítill og smár. í þessari upplifun á sálmunum finnst mér vera viss léttir. Þetta er sannleikurinn og raunveruleikinn. Hallgrímur minnist á svo margt og burtséð frá trúnni er honum mik- ið niðri fyrir. Mér finnst alltaf gaman að hlusta á fólk sem er mikið niðri fyrir um stór mál eins og réttlæti og ranglæti, iífið og dauðann svo eitthvað sé nefnt. Hallgrímur er af- dráttarlaus og ekki maður málamiðl- ana nema síður sé og mjög raunsær og umbúðalaus. Það er mikil trúarfullvissa í sálm- unum og bamsleg einlægni. Mér fínnst einhvem veginn að hann hafi setið lengi við að yrkja þessa sálma, þó auðvitað hafi hann verið búinn að þaulhugsa þá.“ — Ertu trúuð? Guðrún Ægisdóttir kennari á heimili sínu á Laugalandi i Holtum. „Já, ég hlýt að vera það þó ég sé ekki kirkjurækin. Mér fínnst heilindi Hallgríms í trúnni mjög athyglisverð. Það hversu hann er umbúðalaus minnir mann á hversu allt er orðið að mikilli málamiðlun núna í nútím- anum. Sálmamir hrista upp í manni og koma hlutunum á réttan stað og fá mann tíl að horfast í augu við raunvemleikann. Sálmamir gefa mér sálarró og það gefa þeir örugglega fleiram. En það var fyrst og fremst gott að lesa sálmana á meðan á því stóð. Jú, jú, ég hlusta öðra hveiju á lesturinn og mér finnst það ágætt," sagði Guðrún Ægisdóttir kennari á Laugalandi í Holtum. - Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Madonna og Sean Penn. ÓLÍK Madonna og Sean skilin? Eftir þriggja ára stormasamt hjónaband og líklega eitt það umtalaðasta f kandísheiminum era þau Madonna og Sean Penn skilin að skiptum. „Við ákváðum að skilja vegna þess hve ólík við eram," segir Madonna. Sumir era ekki hissa á þessum fréttum þar eð yfirlýsingar af sama tagi hafa birtst áður í §ölmiðlum. En nú segir Madonna að hugur fylgi máli. Hún segist vera orðin þreytt á sjúklegri afbrýðissemi og slags- málum eiginmannsins, fyrir utan það að hafa hann innan veggja fangelsis, en Sean afplánaði tveggja mánaða fangavist á sfðasta ári. Margir telja yfirlýsing- ar hennar fagnaðarefni enda hef- ur Sean verið álitinn dragbítur á gyðjunni. Shady Owens er meðal söngvara, sem fram koma í sýningunni. Fjölmargir dansarar koma fram i sýningunni. Hér er Guðrún Helga Arnardóttir að dansa. »» Drifbúnaður fyrir spil o.f I. 5 HÉÐINN 5 VÉLAVERSLUN SlMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Gestir fylgjast með Gæjum og glanspium. Morgunblaðið/Árni Sæberg. sj HOLLYWOOD Gæjar og glanspíur á miðnætursýningum Sýningin Gæjar og glanspíur, sem áður var sýnd í Broadway, hefur nú verið flutt í Hollywood og er sýnd þar á föstudags- og laugar- dagskvöldum. Er um miðnætursýn- ingar er að ræða og hefur sýningin því verið stytt nokkuð. Hefst sýn- ingin klukkan 24. Í tengslum við sýninguna er tekin upp sú nýjung í Hollywood að bjóða gestum upp á mat, en það hefur ekki verið gert þar um árabil. Þeir sem borða fá frítt inn á sýningu og dansleik á eftir. Að sögn forráðamanna hafa þeir ekki síst vinnustaðahópa í huga. í sýningunni Gæjar og glanspíur eru rifjuð upp vinsælustu lög og vinsælustu dansar diskóáranna frá 1980. Fjölmargir söngvarar og dansarar koma fram í sýningunni. Dansana samdi Ástrós Gunnars- dóttir en Sóley Jóhannsdóttir stjóm- ar sýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.