Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 41
•Sú&i .* MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS mumáa •""¦»" Mun ranglætið sigra ? Til Velvakanda. Það fer ekki á milli mála að ekki hefur nokkur þjóð á síðari tímum mátt þola þvílíkar hörm- ungar og Palestínuþjóðin. Þetta hefur þegar varað í nokkra ára- tugi og ekki er séð fyrir endann á þessu nema síður sé. Ekki líður dagur án þess að ísraelsmenn skjóti Palestínumenn eða berji þá til óbóta og stöðugt er fleirum hrúgað í fangelsi eða fangabúðir. Nú munu vera eitthvað í kringum 22 þúsund í haldi og aðbúnaður er skelfilegur, ofan á allt annað sæta menn iðulega misþyrming- um. Til skamms tíma hefur hinn vestræni heimur látið sig þetta litlu varða. Mótmæli hafa jú verið höfð uppi gegn óþarfa hörku f sra- elsmanna eins og það hefur verið orðað. Að öðru leyti virðist það vera í lagi að þeir hersetji Vestur- bakkann og Gaza-ræmuna, því síður að nokkuð sé athugavert við það sem á undan er gengið. Allur málflutningur vestrænna fjölmiðla svo og ráðamanna er alveg for- kastanlegur þar er talað um Pa- lestínuvandamálið og það þurfi að leysa én ekki virðist það á nokkurn hátt vera sök ísraels- manna. Það er eins og þetta sé eitthvað yfimáttúrulegt og vand- inn þá í samræmi við það. Reynt er eftir mætti að halda því sem lengst frá umræðunni að Pal- estínumenn hafa búið í Palestínu mann fram af manni öld eftir öld, gyðingarnir eru aðkomumenn sem tóku landið af heimamönnum með ofbeldi. Þetta er staðreynd, það er alveg saman hve miklu mold- viðri lyga og blekkinga er þyrlað upp, fram hjá þessari staðreynd frekar en öðrum komast menn aldrei. Palestínumenn voru lengi undir oki annarra, seinast Breta, en voru þeir ekki sérstök þjóð í eigin landi þess vegna? Hvað með okkur íslendinga, vorum við ekki sérstök þjóð í eigin landi þó að Danir hafi ráðið hér lögum og lofum nokkrar aldir? Hvað hefði fslendingum fundist hefðu Danir einn góðan veðurdag ákveðið að heimila einhverjum þjóðflokki að hefja hér landnám, nóg var rýmið, Hverá sökina? Til Velvakanda. Mig langar að ná tali af öku- manninum sem ók utan í kyrr- stæðan bíl minn síðastliðmn mánudagsmorgun og flúði af vettvangi. Bfllinn er R-16880, hvítur Fiat 127, og atvikið átti sér stað við Skipholt 50c hér í borg, við sunnanvert húsið, bak við Sportmarkaðinn. Ekki veit ég hvernig þetta hefur gerst en líklega muntu hafa bakkað inn í hlið bflsins eða runnið í hálku. Er hann tölu- vert skemmdur, stór dæld er á hliðinni, með tilheyrandi rispum. Aðkoman var því heldur óskemmtileg. Því segi ég þetta: Ef þú ert ærleg manneskja sem vilt flokk- ast undir góða ökumenn þá bið ég þig vinsamlegast að hafa samband við mig í síma 688600 eða 13674. Þér væri ólíkt meiri sómi að því heldur en humma þetta fram af þér. Pétur Astvaldsson landið lítt byggt. Ég er ansi hræddur um að brugðist hefði verið hart við enda hefði slík ákvörðun þegar farið að bitna á heimamönnum. Þetta er það sem gerðist í Palestínu. Bretar ákváðu að heimila gyðingum að hefja landnám þar og vitanlega alger- lega að heimamönnum forspurð- um. Af hverju viðurkenna menn almennt ekki þessa staðreynd og haga sér í samræmi við það? Af hverju eru landræningjarnir alls staðar velkomnir í samfélagi þjóð- anna en þeir er fyrir ofbeldinu urðu vart virtir viðlits. Það er núna fyrst þegar Palestínumenn hafa verið keyrðir niður f duftið og verða að viðurkenna landræn- ingjana, verða að horfa upp á að mestur hluti lands þeirra er end- anlega horfinn af landakortunum og byggðum þeirra verið eytt, verða að sætta sig við að risnar eru upp byggðir með öðru fólki. Menn ættu að staldra við og reyna eitt augnablik að ímynda sér þá ógnartilfinningu, þann skerandi sársauka er þessu hlýtur að fylgja. Þeir Palestínumenn, er ekki vilja sæta þessum afarkostum, eru kallaðir ofstækis- eða öfgamenn, í því sambandi ættu menn að minnast orða Ben Gurions er hann viðhafðí eitt sinn þegar verið var að ræða fjandskap Palestínu- manna við fsrael. Hann sagði m.a.: Væri ég arabaleiðtogi myndi ég aldrei undirrita samkomulag við ísrael. Það er skiljanlegt, við komum og tókum land þeirra, hvf skyldu þeir sætta sig við það? Sem sagt, þegar allur þorri Palestínu-. manna ætlar að sætta sig við þetta himinhrópandi ranglæti, enda eiga þeir ekki annarra raun- hæfra kosta völ, er einhver hreyf- ing í þá átt að fara að gera eitt- hvað fyrir þetta fólk. Og hver skyldu nú verða viðbrögð fsraels- manna við því t.d. að Palestínu- menn fái að stofna sitt eigið ríki á þessum skikum er þeir enn byggja að nafninu til. Þeir hrópa hver í kapp við annan: „Við mun- um aldrei skila herteknu svæðun- um, Palestínumenn fá aldrei að stofna sitt eigið ríki." Ekki kemur þessi afstaða á óvart, síður en svo, þeir hafa allt frá upphafi ætlað sér allt landið, við höfum þeirra eigin orð í ræðu og riti gegnum tíðina fyrir því. Á þingum zíonista var þegar fyrir síðari heimsstyrjöldina rætt hispurslaust um nauðsyn þess að fjarlægja flesta íbúa landsins, þ.e. Pa- lestínumenn, til að rýma fyrir gyðingum og nauðsyn þess að beita valdi í því sambandi. Þannig að það fer ekkert á milli mála og hefur aldrei gert hvað ísraels- menn ætla sér. Það er nöturleg staðreynd, að það skuli vera vest- rænar þjóðir er hér eiga sökina með Bandaríkin í forystu, þær þjóðir er sí og æ státa af frelsis- ást sinni og telja sig hina einu sönnu baráttumenn fyrir mann- réttindum. Að sjálfsögðu eru ís- lendingar, eða langflestir okkar, þarna á meðal, þeir hafa ekki síður en aðrar vestrænar þjóðir stutt ísraelsmenn dyggilega og sam- skipti eru allmikil við þjóðina og enn bætist þeim dyggur stuðn- ingsmaður sem er utanrfkisráð- herra okkar. Hann lét t.d. íslenska fulltrúann hjá SÞ ekki greiða at- kvæði með fordæmingu á ofbeld- isverkum ísraelsmanna, það vant- aði f tillöguna að hans mati að fordæma Palestínumenn einnig. Þeir eiga nefnilega að sitja að- gerðarlausir og láta traðka á sér í það óendanlega að mati ráð- herrans. Hvenær hefur það gerst í veraldarsögunni, að þeir er við kúgun og linnulaust ofbeldi hernáms búa, reyni ekki að rísa upp í einni eða annarri mynd. Nei, Jón Baldvin sér ekkert at- hugavert við framferði níðing- anna, aðeins níðingar skjóta átta ára börn á færi, aðeins níðingar berja menn í götuna og halda áfram að berja þó menn liggi óvíg- ir í blóði sínu á götunni. Fulltrúi á ísraelsþingi, Yossi Sarid, hefur kannað hvað hæft sé í staðhæfing- um um barsmíðaæði ísraelsdáta. Honum fórust svo orð um niður- stöður sfnan „Sumir mótmælend- ur eru barðir löngu eftir handtöku og aðrir rifhir út af heimilum sínum og barðir án þess að hafa nokkuð til saka unnið." Aðeins níðingar hrúga tugþúsundum f fangabúðir og það allt niður í 12 ára unglinga fyrir minnstu sakir eins og t.d. að veifa þjóðfána sínum. ísraelsku þingmennirnir Tawik Toubi og Tawik Zayyad lýstu því yfir eftir heimsókn í fangabúðirnar „Ansar 3", sem eru í Negev-eyðimörkinni, og eftir að hafa rætt við fangabúðaryfirvöld og þá er þar eru í haldi, að „Ans- ar 3" sé helvíti á jörðu. Aðeins níðingar leggja heimili manna í rúst aðeins vegna gruns um að viðkomandi hafi kastað til dæmis bensínsprengju. Aðeins níðingar kasta táragassprengjum inn i hý- býli manna og verslanir og læsa dyrum, aðeins níðingar brjóta allt og bramla þegar þeir ryðjast inn á heimili í leit að meintum for- sprökkum uppreisnar. Aðeins níðingar loka fólk inni í flótta- mannabúðum langtímum saman án vatns og rafmagns. Svona gæti ég vitanlega haldið áfram langa hríð. Þetta eru sko herra- menn að skapi utanríkisráðher- rans, svo þeysist sá maður um • Iandið og boðar frelsi, jafnrétti og bræðralag. Hann dregur göfugar hugsjónir jafnaðarstefnunnar nið- ur í svaðið. Ég mun skammast mín svo lengi sem ég dreg andann fyrir að hafa trúað og treyst þess- um manni. Ég óska landsmönnum farsæld- ar á nýbyrjuðu ári og hlýt að spyrja: Ætla menn að halda áfram að styðja ranglætið? Guðjón V. Guðmundsson boftpœssur FYRIR LIGGJANDI ALLTAF SAMA LÁGA VERÐIÐ Skeljungsbúðin Siðumula 33 símar 681722 og 38125 fiStAáfW lo/io „M'hverju leatu <M& sjdlfur á. þefcto. fyandans vegti&ort í" Ást er ... ... að láta hann stjórna. TM Reg. U.S. Pat Off.— a!l rigrits reserved • 1989 Los Angeles Times Syndicate | WBWr — Og verjandalaunin til þin, sér konan mín um. Þú biður hana að sýna þér hlerana undir mottunni við bakdyrnar! Nei, þessar þverrandi gera mig svo feita ... HÖGJXI HREKKVÍSI .ii q , HÖGMI.' (VIATUE .' " n ii l 'l' %^& S *?<* " ; cS GO Z? Q cf>. C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.