Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTlR PÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 KNATTSPYRNA Moss vill fá 8,4 milljónir fyrir Gunnar Gíslason Hefur þegar skipt yfir í KR og bíður átekta með félagaskipti í Hácken „ MOSS fór f ram á 1,2 milljón- ir norskra króna fyrir mig, en Hacken er ekki tiibú ið að borga nærri svo rnikið. Því skipti ég yf ir í KR og þegar knattspyrnusambönd ísiands og Noregs hafa komisttii botns í málinu skipti ég úr KR í Hacken," sagði Gunnar Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, ísamtall við Morgunbfaðið í gærkvöldi. Tveggja ára samningur Gunn- ars við norska íiðið Moss rann út 1. nóvember 1988. Skömmu síðar gerði Gunnar samning víð sænska fyrstu deildar liðið Háeken í Gautaborg og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins var umsamið kaupverð um 150.000 sænskar krónur. Sfðan gerðist það að Moss fór fram á margfalt meíri peninga eða um 8,4 milljónir íslenskra króna og- þar stendur hnífurinn í kunni. AfturíKR Til að skera á hnútinn skipti Gunnar yfir f KR, en í samningn- um við Moss var tekið fram að Gunnar mætti aðeíns fara endur- gjaldsfritt til KR. „Ég var því ekki löglegur í innanhússmótinu, sem nú stendur yfir í Svfþjóð, en Hácken komst ekkí áfram og því æfum við nú fyrir keppnistíma- bilið úti og ég held mig utan við erjurnar utn félagaskiptin," sagði Gunnar. „£n það geta þess vegna liðið nokkrar vikur þar til ég verð löglegur með Haeken," bætti hann við. ÁgústMármeðHðinu Ágúst Már Jónsson, félagi Gunnars f landsliðinu, er hins veg- ar löglegur með HScken og lék með liðinu í innanhússmðtinu. „Við unnum tvo ieiki og töpuðum einum og féllum þar með úr keppni," sagði Ágúst Már. „Mér líst vel á allar aðstæður hér, við æfum fimm sinnurn úti á góðum malarveili og framundan eru æf- ingaleikir, en keppni hefst í apríl." Per Hansss, formaður Moss, hélt fast í Gunnar Gislason fyrir rúmum tveimur árum, er Gunnar gerði tveggja ára samning við félagið. KORFUBOLTI Haukar-Valur 92:102 íþróttahúsið viA Strandgötu, ís- landsmótið í körfuknattlelk, fimrntudaginn 2. febrúar 1989. Gangur leiksins: 0:6, 2:10, 12:11, 22:23, 28:34, 43:52, 47:65, 61:79, 83:90, 83:99, 92:102. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 37, Henning Henningsson 20, Jón Arnar Ingvarsson 15, Ivar Ásgrimsson 8, Tryggvi Jónsson 8, Ingimar Jónasson 2, Reynir Kristinsson 2. Stíg Vals: Hreinn Þorkelsson 32, Matt- hías Matthíasson 22, Tómas Holton 17, Bárður Eyþórsson 9, Arnar Guð- mundsson 7, Ragnar Þór Jónsson 7, Ari Gunnarsson 4, Björn Zoega 4. Áhorfendun 72. Dómarar: Sigurður Valgeirsson og Jón Otti Ólafsson og dæmdu þeir sæmilega en það komu slæmir kaflar hjá þeim eins og liðunum. Hreinn Þorkelsson, Val. Pálmar Sigurðsson, Henning Henn- ingsson, ívar Ásgrimsson, Haukum. MattMasson Matthfasson, Tómas Hol- ton, Val. Hreinn í miklum ham SkúliUnnar Sveinsson skrifar. GETRAUNIR Milliríkja- dómarinn hafði betur Guðmundur Haraldsson, milliríkjadómari í knatt- spyrnu, kom, sá og sigraði Ragnar Órn Pétursson, dómara og formann ÍBK, f getraunaleik Morgunblaðsins í síðustu viku. Guðmundur var með sex leiki rétta, en Ragnar, sem stóð í eldlínunni í. sjö vikur, var aðeins með tvo rétta leiki og féll úr keppni. Við tekur Eggert Magnússon, for- maður knattspyrnudeildar Vals og Félags 1. deildar félaga. TvðfaMur pottur I síðustu viku var engin röð með 12 réttum ogflytjast 869.147 krón- ur í 1. vinning í 5. leikviku. Fimm raðir voru með 11 réttum leikjum og gaf hver 74.497 krónur f vinning. HREINN Þorkelsson fórá kost- um þegar Valur vann Hauka í körfuboltanum ígærkvöldi. Hreinn hitti vel, nema úr víta- skotum, og var eins og klettur ívörninni. Valsmenn voru með forystu lengst af en Haukum tókst þó að komast yfir öðru hverju í fyrri hálfleik. Það sem vantaði uppá hjá Haukunum var vilj- inn til að vinna. Lið- ið virkaði frekar dauft og það var ekki fyrr en undir lokin sem leikmenn börðust af krafti, en þá var það orðið of seint. Hreinn var bestur Valsmanna en þeir Matthías og Tómas léku einnig vel og Ari var sterkur í vörninni eins og reyndar flestir Valsmanna. Hjá Haukum skoraði Pálmar mikið. Henning barðist vel og ívar lék vel í vörninni og var eini maður- inn sem réði eitthvað við Hrein, en 1 1 X 1 1 1 2 2 1 X 2 X hann var ekki látinn gæta hans nógu lengi í leiknum. Jón Arnar hitti vel. LótthjáKR Fyrirfram var ekki búist við því að Stúdentar stæðu í KR-ingum enda fór svo að Vesturbæjariiðið sigraði með rúmlega 30 stiga mun, 48:79, i íþróttahúsi Kenn- araháskólans í gær- kvöldi. í hálfleik var helmings munur, Kristinn Jens Sigurþórsson skrifar 24:48, og útlitið allt annað en bjart hjá heimamönnum, en þeim tókst þó að hanga í gestunum eftir hlé. Skotnýting leikmanna beggja liða var léleg. Enginn stóð upp úr en Böðvar, ungur leikmaður í liði KR, kom skemmtilega á óvart og skoraði 13 stig, þar af tvær þriggja stiga körfur. Mikið efni þar á ferð. IS : KR 48 : 79 íþrðttahúsi KHÍ, Islandsmótið í körfuknattleik, fimmtudaginn 2. febrúar 1989. Gangurleiksins: 0:7,6:10,13:16,17:22,24:36,24:48,30:56,33:64,33:70,39:76,48:79. Stig ÍS: Guðmundur Jðhannsson 14, Kristján Oddsson, 10, Helgi Gústafsson 8, Valdi- mar Guðlaugsson 6, Gfsli Pálsson 5, Jón Júlfusson 3, Þorsteinn Guðmundsson 2. Stig KR: Birgir Mikaelsson 16, Ólafur Guðmundsson 16, Böðvar 13, Guðni Guðnason 13, Lárus Valgarðason 9, Hörður Gauti Gunnarsson 6, Matthfas Einarsson 4, Jóhannes Kristbjörnsson 2. Áhorfendur: 15. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Jón Guðmundsson dæmdu sæmilega. GUÐMUNDUR Leikir4.fébrúar Arsenal - West Ham Aston Villa - Sheffield Wed. Charlton - Norwich Derby - Southampton Everton - Wimbledon Luton - Nott. For. Middlesbro - Coventry Newcastle - Liverppol QPR - Millwall Bournemouth - WBA Oldham - Watford Portsmouth - Man. City 1 1 X 1 1 2 1 2 1 2 X X EGGERT Guðmundur Haraldsson átti von á að halda áfram. „Ragnar Örn gerði ekki ráð fyrir nema einu jafn- tefli og slíkt er óvenjulegt í bikarkeppni. En nú er það deildin. Coventry stefnir á þriðja sætið — á eftir Liverpool og Arsenal í sömu röð — og því spái ég mínum mönnum sigri. Norwich er hátt uppi eftir sigur- inn gegn Sutton og verður að sætta sig við jafntefli. Forest er á góðri siglingu, en „teppið" í Luton ræður úrslitum." Eggert Magnússon hefur ávallt verið mikill aðdá- andi Tottenham og ekki minnkaði áhuginn, þegar Guðni Bergsson gekk til líðs við félagið. „Það er viss stemmning á White Hart Lane og ég á örugglega eftir að auka komur mínar á völlinn meðan Guðni er hjá félaginu. En Spurs er ekki á seðlinum, sem er erfíðari fyrir bragðið. Samt vefjast þrír fyrstu leikirn- ir ekki fyrir mér, en þrátt fyrir teppið" í Luton hef ég trú á Forest." FOI_K ¦ SVIAR mæta Itölum í 1. umferð Davis-bikarsins í tennis um helgina. Tveir bestu menn Svía, Stefan Edberg og Mats Wilander munu þó ekki leika með liðinu vegna meiðsla. Bandaríkjamenn mæta Parúgvæ en John McEnroe hefur ákveðið að taka sér hvíld frá keppn- inni.í hans stað kemur Michael Chang. ¦ MARTINA Navratilova, ein besta tenniskona heims, er ákveðin í að taka þátt í Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Það er helst markilegt fyrir þær sakir að þá verður hún 36 ára. ¦ V-ÞJÓÐVERJAR sigruðu sem kunnugt er í úrslitaleik Davis- bikarsins fyrir skömmu. Þeir lögðu Svía mjög óvænt í Gautaborg. Nú um helgina hefst Davis-bikarinn að nýju og V-Þjóðverjar mæta Indónesiu. Þrátt fyrir að Þjóðverj- ar séu með óbreytt lið, leiki á heimavelli og andstæðingarnir séu af lakara taginu varar fyrirliðinnn, Niki Pilic við bjartsýni. „Við verð- um að einbeita okkur að hverjum leik fyrir sig því við erum að byrja upp á nýtt," sagði Pilic. Indónesía er ekki þekkt fyrir tennis og enginn í liðinu er í hópi 400 efstu á heims- listanum. Engu að síður er gífurleg- ur áhugi fyrir leiknum og er nú nær uppselt. ¦ LAN í óláni (eða öfugt) má kannski segja um hrakfarir ástr- alska kylfingsins Stephen McCraw. Hanp fór holu í höggi á 15. braut í golfmóti í Melbourne Mótshaldarar höfðu lofað 1,5 millj- ón ísl. kr. fyrir slíkt högg. Þegar McCraw ætlaði, glaður og reifur, að innheimta aurana sína kom hann að' lokuðum dyrum. McCraw er nefnilega áhugamaður og má því ekki taka við greiðslum fyrir íþrótt sína. Því er líklegt að peningarnar renni til líknarmála en McCrath situr eftir, slippur og snauður. I PAT Cash hefur verið valinn að leika með ástralska liðinu í Davis-bikarnum i tennis. Cash hefur gengið illa vegna veikinda og er ekki lengur í hópi 20 bestu tenn- isleikara heims. Þjálfari ástralska liðsins, Horst Skoff, hefur hinsveg- ar mikla trú á Cash ogmun láta hann leika einliða- og tvíliðaleik er Ástralir mæta Austurríkismönn- um um helgina. ¦ /7Vr£Kilf//aii<íþarfaðgreiða Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, 143.000 dollara vegna at- vika sem komu upp í sambandi við seinni leik liðsins gegn Bayern MUnchen í 3. umferð Evrópubikar- keppninnar. Þetta var ákveðið á fundi UEFA í gær. Inter fékk 95.000 dollara sekt vegna þess að áhorfendur skutu upp flugeldum meðan leikurinn stóð yfir, leikmenn félagsins fengu 16.000 dollara sekt fyrir óíþróttamannslega framkomu og félagið þarf að greiða 32.000 dollara fyrir að sýna leikinn beint á öðrum völlum, en það er bannað. Þetta er hæsta sekt sem um getur hjá UEFA, en Inter átti einnig gamla metið, 100.000 dollara 1985, er áhorfendur skutu upp flugeldum og reykbombum á leik félagsins gegn Köln. Bayern fékk 19.000 sekt. ¦ JÖKXJLL Jb'rgensen er form- aður nýstofnaðs Squashfélags Reykjavíkur. Aðrir í stjórn eru Davið Davíðsson, Inga Róberts- dóttir, Arnar Arinbjarnar og Ingrid Svensson. Varamenn eru Hilmar Gunnarsson og Ha&teinn Daníelsson. Þeir sem vilja gerast stofnfélagar geta skráð sig hjá Jðkli í síma 622540. IKVOLD Landsleikur Island og Noregur mætast aftur í landsleik í handknattleik í kvöld í Laugardalshöll. Leikurinn hefst kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.