Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 43
 <m íÞRórnR PÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 43 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Áminning VANMAT? Of lítil upphitun? Menn voru með ýmsar hug- myndir í Höllinni ígœrkvöldi um ástæður hroðalegrar frammistöðu „strákana okkar" fyrri hálfleik fyrri vináttuleiks- insgegn Norðmönnum íþess- ari heimsókn. ísland sigraði með einu marki, 25:24. Tröppu- gangurinn var ótrúlegur í leik íslenska liðsins að þessu sinni; byrjunin hroðaleg, síðan mjög góður kafli í lok fyrri hálfleiks og langt f ram í þann seinni, og síðan slakur kafli aftur í lokin. AUar líkur eru á að ísland og Noregur mætist í milliriðli B-keppninnar í Frakklandi síðar í þessum mánuði, og ef allt er með ¦HmBBB felldu ú ísland að Skapti Hallgrímsson skrifar vinna oruggan sigur á þessu norska liði. Morgunblaðifl/Júlíus Krlstján Arason var markahæstur íslendinga i gær með átta mörk. Hér skýtur hann að marki í gær - til varnar er Kjetil Larsen. í gær voru íslensku leikmennirn- ir algjörlega úti að aka framan af — eftir 19 mín. leik var staðan 4:10 fyrir Norðmenn. Alla hugmynda- auðgi vantaði í sóknarleikinn, vörn- in var slök og markvarslan nánast engin. Þegar þarna var komið var Sigurður Sveinsson settur inn á í sóknina, Kristján Arason fór inn á miðjuna í stöðu leikstjórnanda og leikurinn breyttist eins og hendi væri veifað. Sigurður var gífurlega ógnandi, átti þátt í þremur mörkum -------------------------------------------L Laugardalshöll, vináttulansleikur ! handknattleik, fimmtudaginn 2. febrúar 1988. Gangur leiksins: 0:3, 2:4, 3:6, 4:10, 6:11, 7:12, 10:12, 10:13, 11:13, 12:13, 12:14, 15:14, 17:14, 17:15, 20:15, 20:17, 22:17, 23:18, 25:20, 25:24. ísland: Kristján Arason 8/3, Jakob Sigurðsson 6, Bjarki Sigurðsson 3, Júlíus Jónasson 3, Sigurður Sveinsson 3/1, Þorgils Óttar Mathiesen 1, Héðinn Gilsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 6, Hrafh Margeirsson. - Utan vullar: 10 minútur. Noregur: Rune Erland 8/1, Roger Kjendalen 4, Dag Vidar Hanstad 3, Kjetil Larsen 3, Oysten Havang 2, Kare Ranneklein 1, Bent Svele 1, Ole Gustav Gjekstad 1 og Knut Arne Iversen 1. Varin skot: Espen Karsten 14 skot. Utan vallar: 2 mfníitur. Dómarar: Ole Christiansen og Per Jörgensen frá Danmörku. á skömmum tfma og íslenska liðið minnkaði muninn. Það var eins og íslensku strákarnir áttuðu sighrein- lega ekki á því að leikurinn væri hafinn fyrr en Sigurður kom inn á. Hugarfar Það var ljóst strax í upphafi síðari hálfleiks að íslensku leik- mennirnir voru með hugann við það sem þeir voru að gera; staðráðnir- . í að þeir áhorfendur sem mættir voru í Höllina fengju eitthvað fyrir aurana sína. Jafnt var orðið eftir rúmar fimm mínútur og Kristján Arason kom íslandi síðan yfir með marki úr vítakasti, 15:14. Kristján var skömmu síðar rekinn út af en ísland skoraði enn, og strax eftir að Kristján kom inn á aftur voru Geir og Júlíus reknir út af sámtím- is. En það hafði engin áhrif — nema þá til hins betra! — og ísland komst fjórum mörkum yfir, 19:15. Munur- inn varð síðan fimm mörk, en með afleiturn leik síðustu mínúturnar misstu íslendingar forskotið niður í eitt mark. Voru þá allt of bráðir. Jakob Jónsson og Kristján Ara- son voru bestir í íslenska liðinu í gær. Þá átti Sigurður Sveinsson mjög góða spretti en var óheppinn með skot. Áminning Fyrstu tuttugu mínútur leiksins voru slakar, mjög svo. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvers vegna,- en ljóst er að Bogdan og leikmenn- irnir þurfa að reyna að komast að þvi. Norðmenn virkuðu aftur á móti léttir og leikandi í byrjun, vönk þeirra var góð og sýndu Norðmenn að þeir geta gert góða hluti. Þegar íslendingar áttuðu sig — fóru að leika flata vörn, og náðu að stappa stálinu hver í annan var ekki að sökum að spyrja. íslenska liðið ER betra en það norska. Um það hljóta allir að geta verið sammála, en slæmu kaflarnir í leiknum voru þó góð áminning fyrir B-keppnina. FOLK ¦ STEINAR Ingimiwdarson kannast ekki við að hann ætli að leika áfram með Leiftri í sumar, eins og Morgunblaðinu vár tjáð af norðamönnum og sagðj frá. Steinar skipti yfir í KR og varð löglegur með Iiðinu 19. janúar. Það er því á hreinu að hann hyggst klæðast búningi vesturbæjarliðsins í sumar. ¦ SOVÉSKUR körfuknattleiks- maður tekur þátt í hluta „hátíða- haldanna" er Stjörnuleikur NBA- deildarinnar bandarísku verður haldinn síðar í þessum mánuði. Það er Rimas Kurtinaitis, sem var í gullverðlaunaliði Sovétmanna á Olympíuleikunum í Seoul í haust. Forráðamenn NBA hafa boðið hon- um að taka þátt í þriggja stiga skotkeppninni og hann þáði boðið. Leikmaðurinn átti stóran þátt í því að Sovétríkin sigruðu Bandaríkin í undanúrslitum Ólympíuleikanna, 82:76, og skoraði einmitt fjórar þriggja stiga körfur í þeim leik! ¦ BARCELONA og Real Madrid hafa tryggt sér sæti í 2. umferð í spænsku bikarkeppninni. Barcelona sigraði Cartagena, sem leikur í 2. deild, 4:0, samanlagt 7:0. Real Madrid átti hinsvegar í mestu vandræðum með andstæð- inga sína, Elche. Síðari leik liðanna lauk með jafntefli, 1:1, en Real Madrid sigraði samtals, 3:2. Bogdan Kowalczyk - var hann ekki nógu virkur í fyrri hálfleik? Þjálfari má ekki hengja haus þegar illa gengur - sagði Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ JÓN Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, var ekki hress með fyrri hálf leikinn í leiknum í gær, frekar en aðrir, og sagði hann góða áminningu fyrir B- keppnina. Þetta var alls ekki nógu gott í fyrri hálfleik, en vörnin og markvarslan voru í lagi i seinni hálfleik," sagði Jón. „Upphitunin var ekki nógu góð og keppnisandinn ekki í lagi í fyrri hálfleik. En þetta var allt annað í seinni hálfleiknum," bætti formað- urinn við. Jón Hjaltalín lýsti yfír óánægju sinni með þátt Bogdans í fyrri hálfleik: „Mér fannst þjálfar- inn ekki nógu- virkur í fyrri hálf- leik. Það er hlutverk þjálfarans að standa með sínu liði þegar á móti blæs. Það versta sem þjálfari getur gert er að hengja haus er gengur illa. En hann stóð með liði sínu í síðari hálfleik, hvatti það áfram, og þá var allt annað að sjá liðið," sagði Jón Hjaltalín Magnússon. Bogdan Kowalczyk „Ég skil ekki hvernig þetta er hægt. Að leika mjög illa fyrstu 15 mínúturnar, mjög vel næstu þrjátíu, og vera næstum búnir að kiúðra leiknum á síðustu 5 mínútunum," sagði Bogdan landsliðsþjálfari eftir leikinn. „Ég veit ekki hvað var að liðinu í byrjun — það er skrýtið hve liðið getur veri misjafnt. Þetta er ekki eðlilegt." Bogdan var því langt frá því að vera ánægður með liðið - og um síðustu mínúturnar sagði hann: „Eg sagði við strákana er sex mínútur voru eftir að nú yrðum við að spila yfirvegað. Þá fóru þeir að skjóta allt of snemma! Við vorum með fimm marka forskot en vorum næstum búnir að missa það niður." Jakob með 100% skotanýtingu ¦ Jakob Sigurðsson átti sér- Iega góðan leik í gær. Hann var með 100% skotanýtingu - 6 mörk úr jafnmörgum tilraunum. Þá fiskaði Jakob 5 vftaköst. ¦ Kristján Arason skaut 11 sinnum í leiknum, þar af þrisvar úr víti, og skoraði 8 mörk - þar af úr öllum vítunum þremur. Þrisvar var varið frá honum. ¦ Bjarki Sigurðsson var með 60% nýtingu - skoraði 3 mörk úr 5 skotum, einu sinni var varið frá honum og Bjarki skaut einu sinni í stöng. ¦ Sigurður Sveinsson skaut 10 sinnurn að marki, þar af tvisv- ar úr víti. Hann skoraði þrjú mörk, fjórum sinnum var varið frá hon- um, eitt skotið fór yfir og tvö í stöng. Jakob náði knettinum eftir bæði stangarskot Sigurðar og skoraði t bæði skiptin. ¦ Júlíus Jónasson skoraði 3 mörk úr 4 tilraunum. Hann skaut einu sinni yfir og missti knöttinti einu sinni. ¦ Héðinn Gilsson skaut fjór- um sinnum, skoraði einu sinni, tvisvar var varið frá honum og eitt skotið fór yfir. Hann missti knöttinn einu sinni. ¦ Þorgils Óttar Malhiesen skoraði eitt mark úr tveimur til- raunum, hitt skot hans var varið. Hann misstí knöttinn tvisvar og fiskaði eitt víti. ¦ Geír Sveínsson skaut tvfvegis en bæði skotin voru varin. I Sígurður Guunarsson skaut einu sinní, og var skot hans varið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.