Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 44
'"ÆHfiHiliET? , TRYGGINGAR Slðum0la39 • Slml 82800 **$mifrl*feife e EINKAREIKNINGURÞINN IIANDSBANKANUM & FOSTUDAGUR 3. FEBRUAR 1989 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Fyrirframgreiðsla vegna eignaskatts ÞEIR skattgreiðendur sem greiddu 8.400 krónur eða meira í eigna- skatt á síðasta ári eru krafðir um fyrirframgreiðslu upp i væntanlega álagningu eignaskatts á þessu ári. Skúli Eggert Þórðarson forstöðu- maður staðgreiðsludeildar ríkisskatt- stjóra segir að eignaskatturinn sé utan staðgreiðslunnar og sé krafan um fyrirframgreiðslu hans með sama hætti og áður en staðgreiðslan var tekin upp, 60% af álagningu síðasta árs. Gjalddagar eru fimm. Ef upp- hæðin hvern mánuð er innan 1.000 króna er fyrirframgreiðslan ekki inn- heimt, það samsvarar um 8.400 krónum eða minna í eignaskatt á síðasta ári. Skúli Eggert sagði að ef aðstæður gjaldanda hefðu breyst á milli ára svo útlit væri fyrir að hann þyrfti ekki að greiða eignaskatt gæti hann sótt um niðurfellingu fyrirfram- greiðslunnar. Fyrirframgreiðsla er ekki innheimt af öðrum gjöldum einstaklinga, at- vinnurekendur þurfa að greiða inn á ýmis gjöld sem tengjast atvinnu- rekstri þeirra. Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri: Rignir yfir okkur fyrirvarabeiðnum „SÍFELLT fleiri draga í efa að nýja lánskjaravisitalan sé lögmæt og það rignir yfir okkur beiðnum um að setja fyrirvara, þegar tekið er á móti greiðslum, um lögmæti nýju vísitölunnar, að hún sé gild," segir Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri í SPRON og formaður Sambands íslenskra sparisjóða. Hann segir að fyrst um sinn að minnsta kosti sé það erfiðleikum bundið að setja slíka fyrirvara, þar > em form innheimtuseðla geri ekki ráð fyrir því. Það eru eigendur skuldabréfa með verðtryggingu bundinni láns- kjaravísitölu sem óska eftir fyrir- vara um Iögmæti nýju lánskjara- vísitölunnar, þegar tekið er við greiðslum af skuldabréfunum. „Vandinn er hins vegar sá við svona innheimtubréf að með nútíma innheimtuaðferðum er send tilkynn- ing frá Reiknistofnun bankanna og á tilkynningunni er ákveðin upp- hæð. Síðan er hægt að greiða þetta í hvaða banka eða sparisjóði sem er. Skuldari borgar samkvæmt seðl- inum og tekið er við greiðslunni sem lögmætri. Þegar greiðslan berst okkur getum við ekki stöðvað hana. Það er útilokað að setja svona fyrir- vara nema hann sé á seðlinum sjálf- um og til þess að það geti orðið þarf að prenta nýja innheimtuseðla. Það tekur tíma," sagði Baldvin. Hann sagði að fólk óttaðist greinilega að tapa fé við breytingar á lánskjaravísitölunni. Munurinn á þeirri nýju og hinni gömlu sé 0,6% í óhag sparifjáreigenda og annarra lánadrottna. Síðan megi sjá fram á það að dæmið snúist við þegar launahækkanir verði, þá verði jafn- vel enn meiri munur, skuldurum í óhag, þar sem laun vega þungt í hinni n£ju lánskjaravísitölu. Bolla, bolla Morgunblaðið/Kax Bakarar verða við ðllu búnir á bolludaginn, sem er næsta mánudag, þegar boðið er upp á rjóma- bollur að lokinni flengingu með vendi. Um eitt hundrað ár eru síðan bakarar tóku þennan sið upp hér á landi. Fjögur flugfélög verða áininnt af flugmálastjórn Flugferð á rauðu ljósi með ráðherra FLUGMÁLASTJÓRN telur að veðurskilyrði hafi verið við eða yfir hættumörkum föstudaginn 13. janúar síðastliðinn og að ekki hafi verið verjandi að fljúga á milli landshluta. Þennan dag fóru þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hannibalsson ráð- herrar til Isafjarðar og hófu fundaherferð sína „Á rauðu Ijósi" og var flogið með þá af flugfélag- inu Örnum á ísafirði. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins flugu fjórir aðilar innan- lands, þar af þrír á milli Reykjavíkur og Isafjarðar og einn frá Akureyri. Plugmálastjórn hefur rannsakað ferðir þessar. Flugleiðir fóru ekki þennan dag, heldur felldu niður ferð- ir vegna slæmra veðurskilyrða. Sam- Humall hf. í samningum við McDonald's: McDonald's vill fá 30 tonn af tílbúnum fiskréttum vikulega Fiskurinn ætlaður til sölu í veitingahúsum keðjunnar í Asíu FYRIRTÆKIÐ Humall hf., sem framleiðir tilbúna fiskrétti, stend- ur nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn McDonald's veitinga- húsakeðjunnar um sölu á fiskréttum í veitingahús keðjunnar í Asfu. McDonald's, sem er ein stærsta veitingahúsakeðja Banda- ríkjanna, hefur hug á að kaupa 30 tonn af tilbúnum réttum í viku hverri. Humall framleiðir nú 2 tonn af fískréttum á mánuði fyrir innanlandsmarkað, svo aukning í framleiðslu verður mikfl, gangi þetta eftir. Framkvæmdastjóri Humals er bjartsýnn á að samningur þessi geti leitt til þess að vörur Humals komist á Bandarikjamarkað. Bjarni Bærings, eigandi og framkvæmdastjóri Humals, sagði við Morgunblaðið að áhugi McDonald's hefði kviknað eftir að Humall sendi prufur af fram- leiðslu sinni með fyrstu ferð Fly- ing Tigers héðan. „Eftir að sýnis- hornin höfðu verið prófuð höfðu forráðamenn McDonald's sam- band við mig og lýstu yfir áhuga á að kaupa fískborgara og fisk- steikur í veitingahús sín í Asíu, aðallega á Taiwan, í Hong Kong og Singapore," sagði Bjarni. „Ég er nýkominn frá New York þar sem ég ræddi þessi mál við þá og í lok febrúar koma þeir hingað til lands til að ræða þetta frekar. Þeir 6ska eftir smávægilegum breytingum á framleiðslunni, vilja til dæmis nota sína eigin krydd- blöndu. Nú er hugmyndin sú að ég framleiði fyrir þá 30 tonn á viku. Enn hefur verðið ekki verið ákveðið og því vil ég ekkert full- yrða um það. Það sem skiptir mestu. er að þessi samningur gæti verið upphafið að stórkost- legu dæmi fyrir alla íslenska framleiðerídur. Fullvinnsla á fisk- réttum er það sem koma skal." Fyrirtækið Humall var stofnað árið 1978 og hefur aðallega fram- leitt fyrir innanlandsmarkað. Bjarni sagði að á síðasta ári hefði hann þó farið að kanna möguleika á markaðssetningu erlendis og nú væru vörur hans, fiskbollur, fisk- borgarar og raspaður þorskur, til sölu í verslunum í Svíþjóð. Þar seldust nú 2-3 tonn af framleiðsl- unni á mánuði. „Ef þessi samning- ur við McDonald's gengur eftir þarf að bæta við vélakosti og flytja fyrirtækið í stærra hús- næði. Ég er bjartsýnn á að ná 30 tonna framleiðslu á viku innan mánaðar. Nú eru starfsmenn fimm, en að öllum líkindum þarf 15 til að annast framleiðsluna. Jafnvel þó þessi samningur náist ekki þá er ég sannfærður um að sala tilbúinna fískrétta á erlendan Morgunblaðið/Bjarni Bjarni Bærings, eigandi og framkvæmdastjóri Humals hf., með sýnishorn af framleiðslu fyrirtækisins', markað er það sem koma skal," sagði Bjarni Bærings, fram- kvæmdastjóri Humals hf. kvæmt upplýsingum frá Flugleiðum var þennan dag spáð hvössum vindi, mjög mikilli ókyrrð í lofti og ísingu. Þessi spá hélst allan daginn frá kl. 07.24 að morgni til hálfátta um kvöldið. Morgunblaðinu er kunnugt um að umrætt flug með ráðherrana var ákveðið með skömmum fyrirvara og hafði fyrr um daginn verið tekin ákyörðun um að aflýsa fundi þeirra á ísafirði um kvöldið. Þennan dag hafði Morgunblaðið samband við bæði Flugleiðir og Flugmálastjórn og var á báðum stöðum tjáð að ófært væri að fljúga yfir landinu og með öllu ófært til ísafjarðar. Ekki mun vera í bígerð að senda þessi mál til saksóknara, en hins vegar varða þau áminningu sem flug- málastjóri mun koma á framfæri. Sjá bls. 4: Arnarflugsþotan hafði nóg eldsneyti. Póstur og sími: Skráning bíl- anna geng- ur til baka Dómsmálaráðuneytið hefur tilkynnt bæjarfógetaembættinu í Keflavík að skráning tveggja bif- reíða í eigu varnarliðsins, sem skráðar voru á Póst og síma, skuli ganga til baka. Lögreglan í Keflavík hefur klippt númerin af annarri bifreiðinni, en hin hefur verið á svæði varnarliðs- ins, sem er utan umdæmis lögregl- unnar. Að sögn Ólafs Walters Stef- ánssonar, skrifstofustjóra dóms- málaráðuneytisins, var skráning bifreiðanna mistðk og hefur ráðu- neytið haft samband við varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins og tilkynnt þessa ákvörðun sína. Ólafur Walter kvaðst líta svo á að málið væri þar með úr sögunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.