Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989 HVAfl SE6JA ÞESt UH HLIITVERK STTT? SVIVM SIGHUNDSSON einstcebur faöir einnar dóttur Attu enga kvenkyns ættingja? SVAVAR SIGMUNDSSON, háskólakennari, hefiir verið einstæður faðir með eina dóttur síðastliðin tíu ár. Þegar hann fékk forræði dóttur sinnar var hann við nám í Danmörku og segir að þar hafi þetta ekki þótt neitt tiltökumál, þótt vissulega hafi það ekki verið algengt. Eftir að heim kom varð ég var við að fólki þótti þetta óvenju- legt og var hissa á og hrifið af því að ég skyldi ráða við þetta. Ég átti raunar góða að, naut stuðnings móður minnar og systra við hluti sem ég kunni ekki skil á. Strax sama haustið og við komum heim fékk dóttir mín vist á skóladag- heimili, að vísu í öðru skólahverfi en hún átti að vera, og það hjálp- aði til þess að ég gat stundað mína vinnu eðlilega. Þó varð ég var við það að á vinnustað var ekki vel séð að ég væri heima vegna veikinda dóttur minnar eða slíks og var ég þá spurður hvort ég ætti ekki ein- hverja kvenkyns ættingja sem séð gætu um bamið meðan ég ynni. Eftir að ég fór að kenna hef ég ráðið mínum tíma meira sjálfur og nú er dóttir mín orðin 14 ára og því sjálfbjarga að flestu leyti, þann- ig að ég er ekki bundinn af því að vera kominn heim á vissum tímum. Fyrstu árin var ég virkur í Félagi einstæðra foreldra, vildi leggja mitt af mörkum til að efla þann félags- skap, en ég er alveg hættur því, enda alls ekki viss um að það sé heppilegt að umgarigast mest fólk sem er í sömu aðstöðu og maður sjálfur, þörfin fyrir öðruvísi félags- skap er brýnni.“ „Það hafa ekki komið upp nein alvarleg vandamál í samskiptum okkar Maríu, ef eitthvað kemur uppá ræðum við það og leitum lausna í sameiningu. Með aldrinum koma auðvitað til sögunnar ýmis vandamál til dæmis í sambandi við kynþroska, sem ég hef ekki for- sendur til að leysa, en hún hefur farið til móður sinnar í Danmörku á sumrin og þar hlotið stuðning á því sviði. Eg hef aldrei vísvitandi reynt að beina henni inn á vissar brautir, borið virðingu fyrir hennar áhugamálum og reynt að ræða við hana um alla hluti, en óhjákvæmi- lega verða aðrar áherslur í daglegu lífi, en ef hún hefði alist upp hjá móður sinni, það verður annar heimilisbragur. Ég hef þó aldrei orðið var við það að félögum henn- ar þætti undarlegt að hún byggi með föður sínum eða að hún hafi orðið fyrir aðkasti vegna þess.“ „Auðvitað fylgir þessu mikil binding, en það hefur aJdrei hvarfl- að að mér að þetta hafi verið röng ákvörðun. Maður leggur sig meira fram en ef tveir eru um uppeldið, hugsar ef ég geri þetta ekki þá gerir það enginn. Eg hef frekar notið sérstöðunnar en goldið og all- ir hafa litið mjög jákvætt á þetta. Hvemig til hefur tekist er ég ekki dómbær á en mér finnst þó að þetta hafi tekist bærilega, ennþá hefur ekkert komið uppá. Ég veit líka dæmi þess að á mig hafi verið bent sem fordæmi þegar feður fara fram á forræði bama sinna og mér þykir vænt um það. Annars finnst mér lítil hreyfing á þessum málum. Þetta var mikið rætt fyrir nokkrum ámm, en sú umræða virðist hafa lognast út af án mikilla ummerkja.“ Svavar adstoðar Mariu við heimanámið Morgunblaðið/Bjami Kjartan og dóttirin Ragnheiður að ljúka við gerð myndarlegasta snjókarls. KJARTAK BJAR6MUNDSS0N forrcebislaus fabir eins bams Spila þetta af fingrum fram „ÞAÐ er engin regla á samskiptum mínum við dóttur mína en við erum saman eins mikið og mögulegt er og höfum verið frá fyrstu tíð,“ segir Kjartan Bjargmundsson, leikari, 32 ára forræðislaus faðir þriggja ára dóttur. Hún var slysabam, eins og hálf þjóðin, en ég gerði það strax upp við mig að ég ætlaði að taka virkan þátt í uppeldinu. Móðirin var í skóla þegar stelpan fæddist og byijaði að vinna vakta- vinnu strax að námi loknu svo ég hef verið með hana meira og minna frá því hún var ungbam. Samband mitt við móður hennar er mjög gott, aldrei komið upp nein vandamál. Nei, dóttir mín lítur ekki svo á að hún eigi tvö heimili. Hún á heima hjá mömmu, en er oft hjá pabba og á þar sín leikföng og föt, þannig að það þarf ekki að pakka ofan í tösku í hvert sinn sem hún kemur. Henni hefur alltaf þótt þetta eðlilegt, en núna er farið að örla á því að henni finnist þetta kyndugt, hún sér að ýmsir félagar hennar eiga pabba sem búa á heimilinu. Mér hefur aldrei þótt neitt mál að sjá um hana og er alls ekki sammála því að móðurástin sé einstök. Ég var með móðureyrað blaktandi þegar hún var lítil og að skipta um bleyjur og baða fannst mér ekkert erfiðara en annað í umönnuninni. Margar miðaldra konur dáðust hins vegar óskaplega að mér fyrir það hvað ég væri natinn við bamið. Nei, það hefur sjaldan komið til að ég hafi þurft að breyta mínum áætl- unum í sambandi við vinnu, enda er fjölskylda móðurinnar stór og alltaf einhver fús til þess að hlaupa undir bagga ef á þarf að halda. Samræmd uppeldisstefna mín og móður hennar? Nei, það get ég ekki sagt. Auðvitað höfum við rætt þau mál og erum sammála að mestu leyti. Við spilum þetta af fingrum fram, reynum að ala barnið upp í „góðri trú og góðum siðum“ eins og þar stendur. Ég hef lengst verið með stelpuna í þrjár vikur samfleytt, en það líður yfirleitt ekki svo vika að hún sé ekki eitthvað hjá mér og ef það líður meira en vika finnst mér það óhemju langur tími. Ég vildi gjarnan hafa hana alveg, en til þess kemur ekki þar sem hún á svo góða mömmu. Ég er þó ekki viss um að samskipti okkar gengju eins vel ef hún væri alfar- ið hjá mér, ég þyrfti að sjá um að koma henni á dagheimilið á hveijum morgni sækja hana aft- ur, sjá um fatakaup og svo fram- vegis. Auðvitað saknar maður þess oft að hafa hana ekki hjá sér, á jólunum til dæmis. Þegar maður býr ekki með bömunum missir maður af sumum skemmti- legustu augnablikunum. Það er alltof algengt að forræð- islausir feður sinni ekki börnum sínum, fínni upp alls kyns afsak- anir til að hliðra sér hjá því að hafa þau. En viðhorf umhverfisins er mjög jákvætt og allir sem ég umgengst líta á það sem sjálf- sagðan hlut að ég sé bundinn af því að sinna dóttur minni. Raunar hélt ég að þetta væri mun meira bindandi en það er. Ég fékk áfall þegar ég frétti að hún væri á Ieið- inni, fannst framtíðin vera í rúst, en ákvað þó að takast ábyrgðina á herðar. Það er hægt að gera alla hluti þótt maður eigi börn, maður fer kannski aðrar leiðir að markmiðunum, en maður nær þeim.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.