Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR ÍtMMtóltíUR 5. FEBRÚAR 1989 C 9 að gera, engu verði breytt úr því sem komið er. Það er þó aldeilis ekki svo. Vitneskjan um orsakir á j'firleitt að gera fólki auðveldara um vik að lagfæra ágalla sína. Það gleymist einatt að maðurinn er tal- inn skynsamasta vera jarðarinnar og jafnframt sú sem mestri aðlögun getur tekið. Slái menn striki yfír afsakanir og rejmi í raun og veru að breyta sjálfum sér er það í flest- um tilvikum hægt. Vís kostar það oft átak, langvarandi átak, en mögulegt er það engu að síður. Afsökunin um „slæmt“ uppeldi er miklu oftar notuð til þess að fá leyfi til að vera eins og maður er, fá að halda göllum sínum óáreittur. Eðli- legasta svar við slíku væri að segja: „Ef þú sérð þetta svo vel, hvers vegna brejrtirðu því ekki?“ Allur skilningur felur í sér kröfu. Og við- komandi verður að standa and- spænis þversögninni í sínum eigin orðum. Það þarf varla að eyða fleiri orð- um að því sem svo augljóst er. Hvaða tilgangi ættu siðareglur og siðaboðskapur (t.a.m. kristindóms- ins) að þjóna ef maðurinn væri alls ófær um að breyta sjálfum sér. Hitt er svo einnig oft satt að í mörgum tilvikum þarf að aðstoða einstaklinga til að fínna orsakir gerða sinna og leiða þá að rótum þeirra. Slíkt gerist ekki alltaf mót- stöðulaust. Sumir þurfa einnig á stoð annarra að halda til að styrkja vilja sinn og ýta undir framkvæmd- ir. Þeim þarf að hjálpa til að öðlast trú á getu sína og til að öðlast það úthald og sigurvissu sem þarf til að brejrta rótgrónum tilfínninga- venjum. En þó að svo sé breytir það litlu um sannleiksgildi hlns framanskráða. Kyrrsetufólk hefur ekkert með landbúnaðaraf- urðir að gera,“segir Sigurður Hjartarson, spænsku- og sögukennari. „Draumur minn er sá að afla peninganna hér og eyða þeim í Sevilla. Mér hefur hvergi liðið bet- ur. Aldrei hef ég unnið eins vel og drukkið eins mikið! Ég skilaði mínum átta, níu vinnutímum á dag en hafði samt nægan tíma til alls: að vera sætur við elskuna mína og bamið, skoða borgina og spila og spjalla við vinina á hverfiskránni sem margir hveijir voru miklir lífskúnstnerar og heimspekingar.“ Ástæðan? „Spánverjar em svo yndislegt fólk, lausir við vinnustress, enginn víkingamórall þar. Það er tómt rugl að þetta fólk sé latt. Það vinnur aðeins á hægara tempói og hollara, enda var ég sjálfur mun úthalds- betri þar en hér, þrátt fyrir lysti- semdimar — eða kannski einmitt vegna þeirra.“ Tequila og ölvaður ananas Einn kaflinn í bók Sigurðar og Jónu, Undir Mexí- kómána, fjallar um þijá þjóðardrykki Mexíkana, pulque, tequila og mezcal, sem allir byggjast á ræktun jurtarinnar agava sem er skyld kaktusum. Tequila er sá eini þeirra sem hef- ur fengist í verslunum ÁTVR (undanfarið að vísu bandarískt, en ekki mexíkanskt, sem er miður). Við Sigurð- ur voram staðráðin í að erta bragðlaukana fyrir matinn með þessum ágæta drykk fyrst hann var á vínlista hússins. Þá var okkur tjáð að tequila hefði ekki fengist hjá ÁTVR um nokkra hríð, og reyndar ekki eina teg- undin sem þar vantar í hillur. Mexíkanar drekka tequila gjamán úr staupum og hafa með límónu, salt og chile pequín (cayenne pipar). Vel fer á að blanda pipamum og saltinu sam- an, skera límónuna í báta og dýfa þeím í kryddblönduna. Síðan skal bíta í límónuna, kreista upp í sig safann og súpa síðan á staupinu. Áhrifín era einstök ... Við hæfí að EI Sombrero og fleiri staðir gæfu gestum sínum kost á að neyta tequ- ila á þennan uppranalega hátt, og/eða í gervi Ölvaðs ananass, Pina borracha, hvers uppskrift er að finna í Undir Mexíkómána: Tveir bollar þroskaður ananas, skorinn í smáa bita; 2 bollar tequ- ila. Setjið hvort tveggja í lokaða könnu eða skál og kælið í sólar- hring. Síið og drekkið sem líkjör. En sannast sagna: hér ér því miður enginn staður enn sem kom- ið er sem hefur á boðstólum gott úrval spænskra og/eða suður- amerískra rétta. Enginn skámáni frá Spáni í Reykjavík, þaðan af síður Mexíkómáni. ekki rakið til sakar hans, en það er öfugt við það sem venjulega gild- ir í bótamálum, þar sem tjónþolinn verður að sanna sök tjónvaldsins. Bentu menn á að þrátt fyrir að sakarlíkindareglan væri erfíðari í framkvæmd, leiddi hún í flestum tilfellum til sömu niðurstöðu og hlutlæg bótaregla. Lagatæknileg sjónarmið hrökkva þó skammt þeg- ar réttlætið er annars vegar. Því hafa menn viljað réttlæta svo ríka ábyrgð eiganda bifreiðarinnar með því að vísa til þeirrar hættu sem af bifreiðum stafar. Það er einfald- lega staðreynd að af notkun bifreiða stafar ákveðin hætta eins og dæm- in sýna. Hefur verið talið rétt að þeir sem Iqosa að nota slík hættu- leg tæki bæti það tjón sem af því óhjákvæmilega leiðir. í því sam- bandi er rétt að benda á að stundum getur ákeyrsla sem lætur lítið yfir sér í fýrstu haft mjög afdrifaríkar afleiðingar. Þannig getur árekstur reiðhjóls og vörabifreiðar haft skelfílegar afleiðingar í för með sér enda þótt hann sé ekki harður. Það hefur því þótt réttlætismál að eig- andi vörabifreiðarinnar beri þá áhættu frekar en hjólreiðamaðurinn sem tiltölulega lítil hætta stafar af. Ástæða þessa er að bifreiðaeig- endur bera svokallaða hlutlæga ábyrgð á Ijóni því sem hljótast kann af notkun bifreiðarinnar. Um þetta er fjallað í 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þar segir m.a. í 1. mgr. að sá sem ábyrgð ber á skráningar- skyldu vélknúnu ökutæki (þ.e. skráður eigandi) skal bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki raírið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni öku- manns. Samkvæmt þessu getur eig- andi bifreiðarinnar orðið bótaskyld- ur vegna tjóns sem er að rekja til notkunar bifreiðarinnar þrátt fyrir að bifreiðin sé í fullkomnu lagi og LÖGFRÆDI/Er hœgt cib hera áhyrgó áþví sem mabur á ekki sök áf Bótaskylda án sakar Stöku sinnum kvarta bifreiðaeig- endur yfir því að þeim fínnist réttur sinn lítill þegar þeir verða fyrir því að aka á fólk, skepnur eða muni, aðra en bifreiðar. Hefur mönnum þótt súrt í broti að vera ábyrgir fyrir tjóni þrátt fyrir að akst- ur þeirra sé óað- finnanlegur. Að vísu eru það yfir- eftir Dqvíó Þór leitt tryggingafé- Björgvinsson lögin sem verða fyrir fjárútlátum, en það breytir engu um ábyrgð eig- anda bifreiðarinnar. Hafa margir átt í erfíðleikum með að samræma það réttlætistilfinningu sinni að vera ábyrgir fyrir því sem er ekki þeim að kenna í þess orðs fyllstu merkingu. akstur óaðfinnanlegur. Hér er þó rétt að draga svolítið í land, þar sem í 3. mgr. sömu lagagreinar segir að bætur til tjónþola megi lækka eða fella alveg niður ef hann hefur orðið meðvaldur að tjóninu af ásetn- ingi eða stórfelldu gáleysi. í 91. gr. sömu laga er bifreiðareiganda jafn- framt gert skylt að kaupa ábyrgðar- tryggingu fyrir bifreið sína. Er þeirri tryggingu ætlað að tryggja eiganda bifreiðarinnar gagnvart þeim kröfum sem aðrir kunna að eignast á hendur honum vegna þess tjóns sem af notkun bifreiðarinnar hlýst, þ.e.a.s. tryggingin er til að bæta það tjón sem aðrir verða fyrir af völdum bifreiðarinnar, en ekki það tjón sem bifreiðareigandinn verður fyrir sjálfur. Hlutlæga bótareglan í 88. gr. umferðarlaga er ein af undantekn- ingunum frá þeirri meginreglu að því aðeins beri menn ábyrgð á tjóni að það sé að rekja til sakar þeirra, þ.e. þeir hafí valdið því af ásetningi eða gáleysi. Slíkar reglur er einnig að fínna í loftferðalögum, fjölbýlis- húsalögum og víðar. Rökin fyrir lagareglu sem er jafn óvægin í garð bifreiðareigandans og framan- greind lagaregla kann að virðast era margs konar. í fyrsta lagi búa þama að baki lagatæknileg sjónar- mið. Slík bótaregla er til þess fallin að einfalda til muna meðferð mála vegna tjóns af völdum bifreiða. Þessi rök verður einkum að skoða í ljósi þess að áður fyrr gilti í slíkum málum svokölluð sakarlíkindaregla. Samkvæmt þeirri reglu varð bifreið- areigandinn að sanna að tjónið yrði í»eir eru úr hlýju vatteruðu, vatnsfráhrindandi efni. Þrælsterkir og þægilegir. Stærdir frá S — XL. Litir: dökkblátt og grátt. S 1ÍERO AÐEINS ÚtsölustaOlr: Járn og Skip Kefíavík Verslun Einars Þorgilssonar Hafnarfírði Axel Sveinbjörnsson Akranes/ Kaupfélögin um land allt Kr. 4.990 Byko Utilíf Ellingsen Verslunin Vinnan Byggingavöruverslun Sambandsins SAMFESTINGAR TIL ÚTIVERU - VIÐ VINNU EÐA LEIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.