Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1989 H AGFRÆÐI/^/'hverju haldast vextimir svona háirf Hiögóða sem ég vil eftir Ólaf ísleifsson ALLIR ÞEKKJA umskiptin sem orðið hafa á Qármagnsmarkaði á örfáum árum. Eigendur spari- Qár eiga völ á Qölbreyttum kost- um til að ávaxta fjármuni og verja þá fyrir verðrýrnun krón- unnar. Á hina hliðina brenna háir vextir á fólki og fyrirtækj- um sem skulda. Hagsmunir sparifjáreigenda og skuldara vegast á að þessu leyti. Hins veg- ar eiga þessir aðilar sameigin- legra hagsmuna að gæta en það er að fj árm á 1 av i ð s ki ptu m sé smíðuð traust umgjörð því að greið viðskipti byggjast öðru fremur á stöðugleika. Fjármagnskostnaður hefur verið hár hér á landi á undangengn- um misserum rétt eins og í ná- grannalöndunum. Af hálfu ríkis- stjómarinnar hefur verið lögð meg- ináhersla á að vextir lækki. í stefnuyfirlýsingu hennar er boðuð 3% lækkun raun- vaxta. Fyrirheitið um lækkun vaxta hefur þráfaldlega verið ítrekað af einstökum ráð- herrum. Þrátt fyrir lækkun nafnvaxta hafa raunvextir óverðtryggðra útl- ána í bönkum og sparisjóðum ekki lækkað á síðustu mánuðum svo sem kunnugt er. Vextir á verðtryggðum fjárskuldbindingum hafa naumast lækkað að marki frá því þeir lækk- uðu yfirleitt um V2-l% í tengslum við samkomulag sem gert var við fjármálastofnanir i ágústmánuði. Samkomulagið fól m.a. í sér að bankar, sparisjóðir og verðbréfafyr- irtæki ábyrgðust sölu á spariskír- teinum ríkissjóðs að tiltekinni §ár- hæð. Voru með samkomulaginu teknir upp nýir hættir og raunar mörkuð tímamót i samskiptum ríkissjóðs og íjármálastofnana. Samkomulagið var hins vegar ekki endumýjað um áramót vegna þess að aðilar treystu sér ekki til að tryggja sölu á spariskírtéinum á þeim kjörum sem ríkissjóður býður. Komið hefur á daginn að kaupendur finnast ekki að bréfum á ríkisstjóm- arvöxtum. Fram hefur komið að innan ríkis- stjórnarinnar ríkir ágreiningur um stefnuna í vaxtamálum. Samkvæmt þessu liggur framtíðarstefna ríkis- stjómarinnar í þessum efnum ekki fyrir. Verk hennar til þessa tala þó sínu máli. Vextir lækka ekki nema fyrir því séu sköpuð efnahagslag skilyrði. Viðskiptum á tjármagnsmarkaði þarf að búa umhverfi sem einkenn- ist af stöðugleika. í þessu efni gild- ir vitaskuld sama lögmál hér á landi og alls staðar annars staðar. Til að raunvextir lækki verður ennfremur að gera annað af tvennu eða hvort tveggja: að auka framboð lánsflár og að draga úr eftirspum eftir láns- fé. Til að lækka nafnvexti verður m.a. að halda aftur af verðlags- hækkunum. Hyggjum að aðgerðum ríkisstjómarinnar í þessu Ijósi. Ríkisstjómin ætlar opinberum aðilum stóran hlut á verðbréfa- markaði. Ríkissjóður sækir fast í spariféð. Ríflega helmingi ráðstöf- unarfjár lífeyrissjóðanna skal varið til kaupa á skuldabréfum húsbygg- ingasjóðs ríkisins. Nú bætist við svokallaður atvinnutryggingarsjóð- ur sem býst til mikilla umsvifa á íjármagnsmarkaði. Vaxandi láns- fjáreftirspum opinberra aðila stuðl- ar ekki að lækkun vaxta. Ætlast er til að atvinnufyrirtækj- um sé lánað fyrir tapinu sem er á rekstri margra þeirra um þessar mundir. Þau sækja inn á lánamark- aðinn ýmist beint eða fyrir milli- göngu atvinnutryggingasjóðs. Ekki lækka vextir við aukna sókn í láns- fé til að fjármagna taprekstur. Ekki örlar á neinum aðgerðum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að gefa fyrirtækjum færi á að afla eigin flár á hlutabréfamarkaði og leysa þau undan einhæfri fjármögnun með lánsfé. Aðgerðir til að örva sparnað og stuðla þannig að lækkun vaxta hafa ekki farið hátt. Hins vegar gætir umróts vegna yfirlýsinga og aðgerða sem naumast eru fallnar til að skapa traust og hvetja til spamaðar. Fjármálaráðherra end- urtekur reglulega hótanir um nýja skatta á fjármagnstekjur. Af orðum ráðherrans í haust mátti ráða að hann hygðist láta greipar sópa um vasa sparifjáreigenda svo næmi milljörðum króna. Hækkun eignar- skatts knýr upp vexti skuldabréfa annarra en spariskírteina ríkissjóðs sem bera ekki eignarskatt. Með ein- hliða breytingu á lánskjaravísitölu þvert á markmiðið um lækkun vaxta. Vaxtalækkunarstefnan hef- ur snúist upp í hávaxtastefnu. Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki. Ýmsir hafa látið í veðri vaka að það væri allra meina bót að færa ákvörðun um vexti á einn stað. En þetta tal er tilgangslaust. Miðstýrð ákvörðun um lækkun vaxta er vita- skuld haldlaus gangi hún gegn al- mennu viðhorfí um það hvaða vaxtastig geti leitt af sér jafnvægi ákvörðun í þessu efni yrði pappírs- gagn. Mál hafa skipast þannig í um- heiminum að fjármagnsmarkaðir einstakra landa em að renna saman í einn alþjóðlegan markað. Ekki er um annað að ræða fyrir íslendinga en að opna landið og taka þátt í þessari þróun eigi landið ekki að einangrast frá nágrönnum sínum og viðskiptaþjóðum í efnahagslegu tilliti. Eftir því sem íslenskur fjár- hefur sparifjáreigendum verið til- kynnt að tilhögun verðtryggingar sé háð geðþótta ráðherra frá einum mánuði til annars. Aukin óvissa á lánamarkaði kallar á hærri vexti. Með skyndilegri breytingu á láns- kjaravísitölunni hefur óvissan um lánskjör verið aukin. Býst einhver við vaxtalækkun í framhaldi af því? Aðgerðir ríkisstjómarinnar og yfírlýsingar hafa reynst ganga Stórblaðið WallStreet Journal vakti athygli á því að eftir því sem iðnríki Vesturlanda ná hvert af öðru betri tökum á ríkisbúskapnum skapast bœtt skilyrði til að vextir fari lækkandi á alþjóðlegum markaði á næstu árum. og stöðugleika. Afföll tækju við þar sem vöxtum sleppir. Svokölluð magnsmarkaður tengist hinum al- þjóðlega markaði, m.a. með auknu fijálsræði í gjaldeyrismálum, munu vextir hér á landi sjálfkrafa færast í það horf sem gerist og gengur í löndunum í kringum okkur. Nýlega vakti stórblaðið Wall Street Journal athygli á því að eftir því sem iðnríki Vesturlanda ná hvert af öðru betri tökum á ríkisbúskapnum skapast bætt skilyrði til að vextir fari lækk- andi á alþjóðlegum markaði á næstu árum. Gangi þetta eftir munu ís- lendingar njóta góðs af. RYMINGARSALA allt að 40% afsláttur I Seljum í dag og næstu daga ýmis konar heimilistæki á frábærum verðum. Til dæmis: Eldavélar, viftur, helluborð, þvottavélar, þurrkara, ryksugur, ísskápa, handklæðaofna, þurrkhillur fyrir skó, partýgrill, lampa og fleira og fleira. • Á meðan á rýmingarsölunni stendur bjóðum við 12% staðgreiðsluafslátt af öllum okkar vörum. ♦ - Látið ekki happ úr hendi sleppa Lækjargötu 22, Hafnarfirði. Sími 50022.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.