Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 14
14 C MOKGtfrJBLÁBlÐ 'SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989 [ ) Stór hofmannavik eða kollvik báru vott um mikla hugará- reynslu, sögðu Norðlendingar, og eins var um hreppstjóraskallann. Sunnlendingar lögðu mikið upp úr fijálsu uppliti, Austfirðingar mátu mest létta lund og góðan þokka, og Vestfirðingar sögðu að sá sem hefði miklar augabrýr byggi yfir miklum skapstyrk. Augun eru spegill sálarinnar og segja oft meira en nokkur orð, sögðu menn úr öllum landsfjórð- ungum, og bættu svo við: Bláeygur blíðlyndur, gráeygur geðillur, mó- eygur mislyndur, dökkeygur dygð- ugur. Mikið var lagt upp úr útliti fólks gagnvart skapgerð þess, greind og framkomu. í þessari spumingaskrá var m.a. spurt um trú fólks á skap- gerðareiginleikum manna eftir út- liti, spurt um hár, tennur, neglur og fleira og ráð við ýmsum kvillum svo sem hiksta, geispa og kláða. Hér verða teknar nokkrar at- hugasemdir um útlit manna og hve- nær best væri að skera hár sitt. Vestfirðir Ef ungir menn höfðu hátt enni, dálítil kollvik, og breiðan hnakka, voru þeir álitnir gáfaður. Þeir vom fljótir að læra á bókina sem höfðu útistandandi brúnaboga og laut í ennið fyrir aftan. Miklar augabrýr sýndu mikinn skapstyrk, en væru þær loðnar þótti maðurinn skugga- legur. Löng tunga benti til skáld- skapargáfu. Hár átti að klippa með vaxandi tungli, helst þriggja nátta. Ekki mátti hár tveggja manna fara sam- an í klippingunni og ekki máttu menn greiða sér með sömu greiðu því þá yrðu þeir ósáttir. Norðurland Sumir karlar og konur höfðu leiftur eða glampa í augum og voru það kallaðir „Freyjukettir". Var það merki þess að vera fljótur til ásta en ekki við eina fjölina felldur. Hrukkur milli augna voru kallaðar skáldahrukkur. Manneslq'a með hátt og stórt nef var mjög mælsk. Höfðingjalegt útlit kallaðist það, þegar menn höfðu breitt enni, léttan svip og há kollvik. Geðríkir menn voru opinmynntir og munnstórir. Auka mátti hárvöxt með því að þvo hárið upp úr kúahlandi. Var þá hlandið tekið úr kúnni þegar hún lagði það frá sér og brennd úr því stækjan með glóandi steini. Böm mátti ekki klippa fyrr en ársgömul, annars yrðu þau skammlíf. Austurland Spékoppar í kinnum og glampi í augum voru merki um létta lund og létt skap. Oft var talað um gáfu- legt andlit, en þá höfðu menn breitt enni, stór kollvik og fylgdi þeim einhver birta og léttleiki, ásamt athygli og stillingu. Þeir sem buðu af sér góðan þokka voru alls staðar velkomnir, en skuggalegir menn ekki, því þeir horfðu sjaldan á við- mælandann. Sjálfsagt var að klippa eða stýfa neðan af hári með nýju tungli. Ekki mátti hár af tveimur mönnum blandast saman því þá lentu þeir í ófríði og gat illt af hlotist. Suðurland Breiður og vel lagaður hnakki þótti bera vott um manndóm, en mjór og kúlulaga um auðnuleysi. Hrukkur milli augna bar sá er var mjög skyldurækinn, og sterk og breið haka bar vott um viljafestu. Náeygður maður var nískur, sér- staklega væri manngreyið smá- eygður líka. Smá augu sem lágu djúpt bentu til meinfýsi og ófijáls- legt upplit til þjófsnáttúru. Væru eymasneplar fastir við vangana bar það vott um tregar gáfur. Höku- skarð var skáldaskarð. Sá sem hafði þykkar varir var hneigður fyrir heimsins lystisemdir. Alltaf átti að nema neðan af hári með vaxandi tungli, þá var betri von um endurvöxt. Hárinu var alltaf kastað á eld. Ef það logaði vel var langlífi framundan, en ef það sviðnaði án boga var sá feigur sem hárið hafði. ntadurinn Þœttir úr þjóðtrú v m. 1 >» Yfirlitnt* votfir, Tlkla íaZS v*n?hvað ■mÁðÚraðauSÁí^ , , or „erir frarnkomu en maður get ^ hversdags\egvr Qg út frá eh.thvað af þjóðt^1111’or^ kunnf11’ það fylgdi(jUrbaril B*ndur°v0l a?.narri £-°ns ar>dlitin voru ‘ka Ve^Urw”U s u r , e,ns Og var slétt , landinu .°r m andliti (n" ffS' gett talaði wð þá; en VJ*u frítf ^ ^Ui%us\ leitt°áaðaSmátinn írÍT’ andi fðju U()vnrnið,,r/ ?tir- VESTFIRSK KONA: Auguogtunga „Sagt var að augun væru spegill sálarinn- ar.'Var átt við að í þeim mætti lesa hvað innibyrðis byggi, svo sem gleði, sorg, ást hatur, góðvild, kvíði, hreinskilm, undirferli og fleira. Svo höfðu sumir gáfuleg aup, aðrir ekki. Augnlitur sagði ekki til um það heldur blik og breytileiki þeirra. Og síst má gleyma langri tungu sem var óbrigðult merki þess að viðkomandi yrði skáld. Helst þurfti tungan að vera það long að hún næði upp á nefbroddinn, þá brást ekki skáldskapargáfan. En sumum foreldr- um var um og ó er þau urðu þess vís að bam þeirra hafði þessi einkenni, ein eða fleiri, minnug þess að það fylgdi ekki ávallt gifta því að vera skáld, og ekki var staka þó vel væri kveðin“ látin í askana. Það var því margri móður sársaukablandin gleði er hún heyrði son sinn túlka hugsanir sínar í rím og stuðla.“ SUNNLENSKUR MAÐUR: Frjálst upplit „Slétt og bústið andlit þótti merki rólyndis og jafnlyndis, en hitt merki stórlyndis að vera holdskarpur, einnig mikl- ar brýr, hátt nef og há kinn- bein. Þá þótti það hreinlyndis- merki að vera upplitsdjarfur, en þeir sem Iitu ekki upp á aðra, voru fremur undirhyggj- menn eða bjuggu yfir ýmsu, voru ekki aílir þar sem þeir voru séðir. Þannig sagði mér gamaii maður sem ég þekkti fyrrum frá augnaráði og upp- liti Þuríðar formanns. Augun voru lítil, grá, hvöss og sting- andi. Ekki var hún uppiits- djörf, en gaut augum á þann sem hún talaði við. Virðist þetta mjög í samræmi við skapiyndi hennar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.