Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 18
 18 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989 Sovézkur hulduher sem hefur látiö œ meira að sérkveða sínum tvíþætt hlutverk: sækja langt aftur fyrir víglínu ítala og Þjóð- verja til að vinna skemmdarverk og safna upplýsingum. Annar frum- heiji brezku sérsveitanna, SAS- maðurinn J.M. („Mad Mike“) Cal- vert, sem barðist í Burma í stríðinu, bætti við þriðja hlutverkinu þegar hann kom til Malaja 1950: baráttu gegn uppreisnarmönnum. Síðan hafa komið til sögunnar fjögur önn- ur verkefni: barátta gegn hryðju- verkum, frelsun gísla, þjálfun sér- sveita vinveittra ríkja og stuðningur við þær og gæzla áhrifamanna. Skemmdarverk Frá þessu segir í bókinni Secret Armies, Hulduherir, sem James Adams, vamamálafréttaritari Sunday Times, sendi frá sér í fyrra. Bókin er m.a. athyglisverð vegna þess að þar er fjallað um Spetsnaz- sveitir sovézka heraflans, sem lítið hefur verið vitað um. Hlutverk þeirra er að laumast inn á yfirráða- svæði óvina Sovétrílq'anna áður en til átaka kemur og valda glundroða með skemmdarstarfsemi og morð- um þegar stríð hefst. Sovézku sérsveitirnar heita fullu nafni Spetsialnaja Razvedka (Sér- njósnir). Þær munu skipaðar aðeins 25.000 mönnum og heyra undir GRU, leyniþjónustu sovézka herafl- ans. Hlutverk þeirra er nánar skil- greint í sovézku herfræðiriti á þá leið að þær eigi að „grafa undan pólitískum, efnahagslegum og hemaðarlegum mætti og baráttu- krafti líklegra óvina“. Helzta mark- mið sérsveitanna sé að „afla upplýs- inga um helztu mannvirki, sem þjóna efnahagslegum og hernaðar- legum tilgangi, eyða þeim eða lama þau“. Enn fremur „að skipuleggja skemmdarverk og undirróður, standa fyrir hefndaraðgerðum gegn uppreisnarmönnum, reka áróður, koma á fót hópum uppreisnar- manna og þjálfa þá ... “ Fæstir liðsmanna Spetsnaz em sjálfboðaliðar. Flestir em vandlega valdir úr röðum hermanna fasta- hersins. Yfirmenn þeirra verða að geta borið fullt pólitískt traust til þeirra og þeir hafa flestir verið í æskulýðshreyfingunni Komsomol eða samtökunum DOSSAF, sem ■lERLENDBB hringsjA Æfing í aðgerðum handan víglínunnar: Víðtækar áætlanir um skemmdarverk. eftir Gudm. Halldórsson Á SÍÐASTA ári lauk Persa- flóastríði írana og íraka. Rússar hófii brottflutning frá Afganistan og Suður- Afríka lofaði að veita Namibíu sjálfstæði, ef Kúb- veijar hörfúðu frá Angóla. Friðarhorfúr jukust á fleiri stöðum og haft var á orði að „friður hefði brotizt út“. Enn er þó víða barizt í heim- inum og skærur og hryðju- verk hafa sett hvað mestan svip á tímabilið síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk 1945. Ótal stríð hafa geisað og sjaldan hefúr verið barizt eins heiftarlega á „frið- artímum". Fyrir þremur árum tóku 45 af 165 ríkjum heims þátt í átökum á 40 stöðum. Aðeins styrjöld írana og íraka gat talizt „venju- leg“, þ.e. hefðbundin, og „skærustríð" hafa verið í algleymingi. Stórveldin hafa þurft að vera á verði gegn þessari nýju tegund hemaðar og hafa komið á fót sérþjálfuðum sveit- um, þar sem íhlutun í slík átök krefst óvenjulegra ráða. Frægustu sérsveitir heims eru Delta Force Bandaríkjamanna, Speísnaz-sveitir Rússa og brezku víkingasveitirnar Special Air Service (SAS) og Special Boat Service (SBS), sem vom upphaflega stofnaðar í síðari heimsstyijöldinni. Auk þeirra má nefna „íhlutunar- sveitir" ýmissa annarra þjóða, eins og GIGN Frakka, GSG-9-lið Vest- ur-Þjóðveija og svokallaða Sveit 269, sem er ísraelsk og stóð fyrir kunnri árás á Entebbe í valdatíð Idi Amins Úgandaforseta. Fyrstu sérsveitirnar, sem vem- legt orð fór af eftir stríðið, vom „Malaya-skátamir“ (Malayan Scouts), sérþjálfað lið Breta sem braut mótspymu kommúnista i Malaysíu á bak aftur. Fyrirmynd þeirra vom sveitir Davids Stirlings ofursta, „föður SAS“ og þar með annarra sérsveita, í eyðimörkinni í Norður-Afríku 1941. Stirling ætlaði víkingasveitum Fallhlífarliðar að æfingu í Hvíta-Rússlandi: Laumast inn á óvinasvæði. Juczin kafbðtsforingi eftir strandið við Karlskrona (1981): Sífelld leit, enginn árangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.