Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989 C 19 búa unga menn undir herþjónustu. Þeir verða að vera hraustir, greind- ari en almennt gerist og framtaks- samir. Reynsla af flugi og fallhlífar- stökki er talin kostur. Þeir mega ekki flytjast úr landi og ijölmiðlar mega ekki minnast á þá. Margir liðsmenn Spetsnaz verða sjálfir að kanna þau óvinasvæði, sem þeim er kennt að laumast til og hreiðra um sig á áður en til átaka kemur. Þeir eru vel að sér í tungu- málum og koma oft til Vestur- Evrópu og Bandaríkjanna dulbúnir sem skemmtiferðamenn, vörubíl- stjórar eða áætlunarflugmenn. Valdarán í Prag Mikilvægi Spetsnaz kom gleggst í ljós þegar Rússar réðust inn í Tékkóslóvakíu. Skömmu fyrir mið- nætti 20. ágúst 1968 fékk sovézk flutningaflugvél að „nauðlenda“ á flugvellinum í Prag. Út úr henni stukku menn úr Spetsnaz, sem lögðu undir sig flugvöllinn með hjálp félaga, sem höfðu komið með banal Skömmu síðar lézt yfirmaður árásarsveitar Spetsnaz, Viktor Pap- utin hershöfðingi. Hann mun ann- aðhvort hafa svipt sig lífi eða verið líflátinn. Árásir úr launsátri Spetsnaz kom lítið við sögu stríðsins í Afganistan fyrr en 1981. Fyrir tveimur árum voru þar 4.000 liðsmenn og bækistöðvar þeirra voru í Jelalbad og Lashar Ga. Langflestir hermenn Spetsnaz hafa barizt í Afganistan og eru því reyndari en vestrænir víkingaher- menn. Árásir á skæruliða úr launsátri og skipulagning slíkra árása hafa verið helztu verkefni Spetsnaz í stríðinu, en morð á leiðtogum skæruliða hafa einnig verið mikil- væg verkefni. Þyrlur hafa verið notaðar til að senda liðsauka fljótt á vettvang og gera skyndiárásir. Sú aðferð hefur gefið góða raun. Áherzla hefur einnig verið lögð á samhæfðar aðgerðir með þátttöku flóttamanna í Pakistan síðan 1984. Á árinu 1985 voru 99 flóttamenn drepnir í þessum árásum, þar á meðal sex kunnir skæruliðaforingj- ar. KGB-sveitir Áhrif Spetsnaz virðast hafa vald- ið því að KGB hafí komið á fót nýjum leynisveitum, sem gegni svipuðu hlutverki. Áður en stríðið í Afganistan hófst hafði Spetsnaz tekið við helztu verkefnum Deildar 5 innan KGB, sem hafði verið lögð niður, þ.e. morðum og skemmdar- verkum. Síðan virðist KGB hafa séð ofsjónum yfir auknu mikilvægi Spetsnaz og viljað skáka keppinaut- unum í GRU með nýjum leynisveit- um. Nú hefur Deild 8 innan KGB á að skipa sérsveitum, sem sjá aðal- lega um morð á stjómmálamönnúm og herforingjum. Það þótti bera vott um áhrif Spetsnaz að Míkhaíl M. Zaitsev hershöfðingi var skipaður yfírmað- ur aðgerðanna í Afganistan 1985. æfíngasvæðinu verið stranglega bannaður, jafnvel sövézkum her- mönnum. Sams konar þjálfunarstöð er í Kirovograd skammt frá Kænu- garði og í öllum öðrum löndum V arsjárbandalagsins. Kafbátar við Svíþjóð Rússar hafa líka komið á fót sveitum, sem eru sérþjálfaðar í að- gerðum á sjó og neðansjávar. Lítið er vitað um þessar Speísnaz-flota- sveitir, en helztu markmið þeirra eru að vinna skemmdarverk á flota- mannvirkjum: laumast inn í hafnir og flotastöðvar, koma fyrir tundur- duflum, eyðileggja skip og mann- virki og slíta í sundur eða hlera sæsímastrengi á hafsbotni. Helzta æfíngasvæði þeirra virðist hafa ver- ið undan ströndum Svíþjóðar og Noregs, þar sem fræg kafbátaleit hefur staðið yfír síðan sovézkur „Whisky“-kafbátur strandaði við sænsku flotastöðina í Karlskrona í október 1981. Sænski flotinn telur sig oft hafa ITÉKKÓSLÓVAKIA 19681 Rússnesk sendistöð nálægt Prag . . . skemmdir í myndveri sjónvarpsins. annarri flugvél til Prag fyrr um daginn dulbúnir sem skemmtiferða- menn. Flugvélin virtist föst í leðju á flugvellinum og var notuð til að leiðbeina öðrum sovézkum Ant- onov-flutningaflugvélum, sem lentu hver af annarri á flugvellinum um nóttina með hermenn og farartæki. Á sama tíma streymdi sovézkt her- lið yfír landamærin. Enn einn flokkur Spetsnaz- manna í Prag náði íjarskiptakerfí heraflans, aðalstöðvum lögreglunn- ar, stöðvum útvarps og sjónvarps og öðrum fjölmiðlum á sitt vald. Þeir höfðu hreiðrað um sig í Prag síðustu dagana fyrir innrásina og nutu aðstoðar KGB, sovézka sendi- ráðsins, leynilegra erindreka og útsendara í stjórninni og öryggis- þjónustunni. Þegar flokkur manna úr Spetsnaz undir forystu landráða- mannsins Jósefs Rypls ofursta handtók Alexander Dubcek og aðra ráðherra á fundi í skrifstofu hans voru úrslitin ráðin. Landið varð stjórnlaust og allir möguleikar til að veita viðnám urðu að engu. Rússar lærðu mikið af þessari reynslu og færðu sér þekkingu sína í nyt þegar þeir réðust inn í Afgan- istan 11 árum síðar. Víkingaher- menn Spetsnaz klæddir búningum afganskra hermanna komu til Kab- úl með tveimur Antonov-flugvélum annan dag jóla 1979 og höfðu með- ferðis vörubíla og jeppa merkta afg- anska hernum. Þegar þeir höfðu náð flugvellin- um og sáu flota sovézkra flutninga- flugvéla nálgast sóttu þeir til Dar- ulaman-hallar Hafízullah Amins forseta ásamt KGB-mönnum og afgönskum erindrekum. Höllin var tekin eftir harða viðureign og Amin var myrtur þar sem hann fannst á bamum. Leppurinn Babrak Karmal tók við af honum og bað Rússa að binda enda á ólgu í landinu. Spetsnaz handtók síðan alla þá sem gátu reynzt stjórn Karmals hættu- legir og líflét þá sem neituðu að styðja hann. Rússum hafa oft orðið á mistök og það sannaðist í Darulaman-höll 1979. Yfírmaður árásarinnar, KGB-ofurstinn Bajerenov, gaf skip- un um að allir, sem reyndu að fara úr höllinni, skyldu skotnir. Síðan fór hann sjálfur út til að ná í liðs- auka og menn hans skutu hann til AFGANISTAN 1979 Víðtœkir loftfiutningar . . . leyniaðgerðir gegn skæraliðum. annarra deilda og stofnana. Gangur stríðsins breyttist tals- vert þegar Spetsnaz greip til þess ráðs að standa fyrir sameiginlegum árásum ásamt vopnuðum afgönsk- um borgarasveitum. Liðsmenn þessara sveita vora velþjálfaðir, klæddir eins og skæraliðar eða venjulegir borgarar og þaulkunnug- ir staðháttum. Þeir smygluðu sér í raðir skæraliða, skipulögðu árásir á þá úr launsátri og stóðu fyrir svokölluðum „svörtum aðgerðum", brenndu t.d. moskur og þorp, og skelltu skuldinni á skæraliða. Annað herbragð Spetsnaz hafði einnig áhrif. Kerfi rammgerðra virkja var komið á fót meðfram mikilvægum flutningaleiðum. Ef með þurfti var liðsauki sendur með þyrlum til útvirkjanna og skyndiár- ásir gerðar frá þeim á flutningalest- ir skæraliða. Birgðaflutningar til skæraliða frá Pakistan og íran urðu fyrir skakkaföllum. Árið 1984 lá net rússneskra út- virkja frá Faisalbad hjá sovézku landamæranum til Nuristan í suðri. Þótt Rússar næðu ekki nærliggj- andi svæðum urðu birgðaflutningar skæraliða um Panjir-dal svo vara- samir að þeir drógust saman um 75 af hundraði á tveimur áram. Jafnframt mun Spetsnaz hafa þjálfað þá starfsmenn afgönsku leynilögreglunnar, Khad, sem hafa staðið fyrir sprengjuárásum og morðum í Peshawar og í búðum Hann aðhylltist margar af hug- myndum Spetsnaz og hafði sýnt það í verki þegar hann stjórnaði sovézka herliðinu í Austur-Þýzka- landi. Sovézki heraflinn í Evrópu mun hafa tileinkað sér reynslu Spetsnaz í Afganistan og Rússar munu trúlega skýra vinveittum þjóðum í þriðja heiminum frá reynslu sinni. Aðalmiðstöð þjálfunar Spets- naz-sveita Rússa í Evrópu er í Fiirstenberg, mitt á einu stærsta bannsvæði Austur-Þýzkalands og um 110 km frá vestur-þýzku landa- mæranum. Myndir úr bandarískum könnunarhnöttum sýndu að bygg- ing þessarar leynistöðvar hófst skömmu eftir að stýriflaugum og Pershing-eldflaugum var komið fyr- ir í Vestur-Evrópu. Á örfáum vikum vora þar smíðaðar eftirlíkingar af NATO-eldflaugum og bílum til að flytja þær og sovézkir hermenn vora æfðir í að ráðast á slík skot- mörk. Þrátt fyrir samkomulag NATO og Varsjárbandalagsins um gagn- kvæmt eftirlit hefur aðgangur að orðið varan við sovézka dvergkaf- báta og sá norski sömuleiðis, en árásir á þá hafa engan árangur borið þrátt fyrir bættar aðferðir til að fylgjast með kafbátum. Stroku- menn frá austantjaldslöndum og aðrir heimildarmenn hafa ekki get- að staðfest fréttir um Spetsnaz- starfsemi á þessum slóðum. Þó virðist rökrétt að ætla að dómi Adams að Rússar stundi að staðaldri æfíngar í árásum neðan- sjávar á Eystrasalti. í stríðsáætlun- um Rússa er lögð mikil áherzla á að tryggja Noreg í upphafí átaka, svo að þeir nái yfirráðum yfír norð- urvæng NATO. Mikilvægur liður í slíkum aðgerðum væri að torvelda að liðsauki yrði sendur á vettvang með því að eyðileggja hafnir. Æfíngar Rússa við Svíþjóð eru torskildari að sögn Adams, þar sem landið er hlutlaust. Ef til vill geri Rússar ráð fyrir að Svíar mundu láta af hlutleysisstefnu sinni og ganga í NATO, ef þeir réðust á Noreg. Sovézka sjóhemum gæti stafað mikil hætta frá góðum NATO-flota, einkum kafbátum hans, sem mundu reyna að bijótast gegnum raufína milli Grænlands, [slands og Bretlands til að ná yfir- ráðum í Norðursjó og á Atlantshafi. Japanar telja sig einnig hafa orð- ið vara við sovézka dvergkafbáta. [ september 1984 sáust þess merki að þeir höfðu verið tæpa 5 km frá strönd Hokkaido á tveimur af þrem- ur sundum, Soya og Tsugara, sem sovézk herskip í Vladivostok verða að sigla um til að komast út á Kyrrahaf. Einnig hafa borizt fréttir um ferðir dvergkafbáta undan strönd Alaska. Adams telur að Rússar muni ekki einskorða sig við Svíþjóð og Noreg og athygli þeirra muni ekki síður beinast að bækistöð brezkra kjarnorkukafbáta í Holy Loch á Skotlandi, aðalstöðvum Atlants- hafsflotans í Norfolk, Virginíu, og Cherbourg, helztu höfninni sem Bandaríkjamenn mundu nota ef jeir sendu liðsauka til Evrópu. Hann kvartar yfír því að aðrar þjóð- ir en Svíar og Norðmenn virðist ekki taka þessa ógnun alvarlega. Athygli vestrænna rílqa hafi beinzt meir að því sem Spetsnaz aðhafist á landi og eftirliti með stærri kaf- bátum Rússa. Aðgerðir gegn NATO Ef styijaldarhætta skapaðist mundu Spetsnaz-sveitimar láta til skarar skríða samtímis í öllum að- ildarlöndum NATO áður en átök brytust út til að draga úr getu NATO til að hrinda öflugri sovézkri árás. Víðtækar sprengjuárásir og morðárásir yrðu gerðar, en búið yrði svo um hnútana að hópum inn- lendra hryðjuverkamanna yrði kennt um. Árásimar mundu þjóna því markmiði að grafa undan bar- áttuþreki vestrænna heija og vekja skelfingU meðal óbreyttra borgara. Útsendarar í verkalýðsfélögum, í röðum opinberra starfsmanna og í heraflanum mundu láta til skarar skríða til að valda sem mestum glundroða. Líklegt hefur verið talið að Rússar mundu beita efnavopnum eða líffræðilegum vopnum á þessu stigi. Áætlanirnar um hugsanlegar aðgerðir Spetsnaz í Vestur-Evrópu era flóknar og viðamiklar, en meg- inkapp yrði lagt á að eyðileggja kjarna- og efnaodda NATO. Reynt yrði að lama stjórn NATO með eyðingu mannvirkja og útrýmingu áhrifamanna, viðvöranarkerfi bandalagsins yrði eyðilagt, hafnir, flugvellir og járnbrautastöðvar tek- in herskildi og starfsemi iðjuvera trafluð. Þannig mætti lengi telja. Jafnframt yrðu tryggð yfírráð yfír svæðum, þar sem fallhlífarlið gæti stokkið til jarðar, stöðum á strönd- inni til að sækja inn í land og öðram hernaðarlega mikilvægum stöðum. Varsjárbandalagslöndin hafa lengi notað venjulegar flutningabif- reiðir til að njósna um mannvirki í NATO-löndum, einkum Vestur- Þýzkalandi, og koma fyrir búnaði handa Spetsnaz til að vinna skemmdarverk á þeim. Síðan bók Adams kom út hefur yfírstjórn sænska heraflans sýnt fram á í skýrslu að austur-evrópsk- ir flutningabílar hafa verið notaðir frá því 1981 til að safna upplýsing- um, sem geta ógnað öryggi Svíþjóð- ar. Bílamir hafa verið búnir rat- sjár- og myndatækjum og sumir ökumenn þeirra hafa tekið á sig langan krók til að taka myndir af herflugvöllum og fylgjast með her- æfíngum og ferðum herflutninga- bíla. Bílamir kunna einnig að hafa verið notaðir til að halda fundi með erindrekum í Svíþjóð og gera kort af fjarskiptastöðvum, vopnaverk- smiðjum og vegum, sem árásarlið þarf að þekkja. Margt bendir til þess að flutn- ingabílarnir frá Austur-Evrópu hafi einnig verið notaðir til að flytja vopn til Svíþjóðar. Þessi vopn hafa trúlega verið falin á öruggum stöð- um, þar sem hópar skemmdar- verkamanna Spetsnaz geta gripið til þeirra þegar þeim hefur verið smyglað í vörubílum til Svíþjóðar áður en til átaka kemur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.