Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAtJUR 5. FEBRÚAR 1989 Wall Street Journal er útbreiddasta blað Bandaríkjanna MARGIR íslendingar standa eflaust í þeirri trú, að New York Ti- mes sé útbreiddasta blað Bandaríkjanna. í vitund flestra er það virt- ast allra bandarískra blaða og jafiivel þó víðar væri leitað enda §all- ar það um öll svið mannlífsins. Staðreyndin er hins vegar sú, að New York Times er 5. útbreiddasta blað Bandaríkjanna og seldist að meðaltali í 1.038.829 eintökum á þvi sex mánaða tímabili sem lauk 30. september sl. Fast á hæla þess kemur Washington Post, sem á undanförnum árum hefúr oft verið „fyrst með stórfréttimar" og hlotið frægð fyrir markvissa og öragga rannsóknarblaðamennsku. Daglegt upplag þess er nú tæplega 770 þúsund eintök að meðaltali. Utbreiddast allra bandarískra blaða er The Wall Street Jour- nal, en dagleg meðaldreifíng þess á tímabilinu frá 1. apríl til 30. sept. á þessu ári nam 1.917.137 eintök- um. í öðru sæti er USA Today með 1.656.467 eintaka meðalflölda. í 3. sæti fer (New York) Daily News með 1.281.706 eintaka meðalijölda og í 4. sæti er Los Angeles Times sem dreift var í 1.116.334 eintökum að meðaltali á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september. Hluti upplagsins seldur í „heildsölu" Þessar upplagstölur, sem eru staðfestar af „Upplagseftirlitinu", ná til allra seldra eintaka blaðanna. Taka þarf með í reikninginn að hluti upplagsins er seldur „í heildsölu" (blue-chip sale) til stórra hótel- hringa og fleiri aðila. Til dæmis um umfang þessarar „heildsölu" er að á áðurnefndu tímabili náði hún til um 318 þúsund eintaka af USA Today daglega, þannig að lausasala blaðsins á fullu verði ásamt sölu til áskrifenda nam 1.228.734 eintökum á dag að með- altali. Þessi „heildsala" hafði aukist um 55.700 blöð frá sama tímabili í fyrra eða rétt um 21%, nokkru meira en lausasalan og salan til áskrifenda. Ég hef ekki séð tölur um „heild- söluna“ hjá Wall Street Joumal, en ætla má að hún sé af svipaðri stærð- Tíu útbreiddustu blöðin Hér fer svo að lokum skrá yfir 10 útbreiddustu blöð Bandaríkjanna eins og Audit Bureau of Ciroulation, eða Upplagseftirlitið, gekk frá honum. Meðaluppl. Breyting Meðahippl. Breyting l.apríltil frá 1987 um helgar fráí 30. sept. fyrra 1. TheWallStreetJoumal 1.917.137 -3,8% 2. USAToday 1.656.467 +4,4% 3. (NewYork)Daily News 1.281.706 -0,3% 1.568.862 -2,9% 4. LosAngelesTimes 1.116.334 +0,3% 1.394.910 +0,7% 5. TheNewYorkTimes 1.038.829 +1,6% 1.601.085 +0,7% 6. The Washington Post 769.318 +1,1% 1.112.349 +1,4% 7. Chicago Tribune 715.618 -6,5% 1.098.127 -1,7% 8. Newsday 680.926 +6,2% 706.440 +3,6% 9. The Detroit News 677.385 -1,4% 828.166 -1,1% 10. Detroit Free Press 629.065 | -3,1% 710.112 -3,1% argráðu, því hótelgestir vilja geta fylgst með öllum hreyfíngum á fjár- málamörkuðunum og það þykir sjálfsögð þjónusta hjá betri hótelum að bjóða gestum upp á slíkar upp- lýsingar ásamt einu fréttablaði og er þá USA Today vinsælla til lestr- ar en borgarblöðin. USA Today hefur einnig sérstöðu varðandi dreifíngu, því það er sent um gervi- hnött til ákveðinna staða þar sem það er prentað og dreift. Upplag stóru blaðanna rokkar nokkuð til milli ára. Þegar litið er á lista yfir 50 útbreiddustu blöðin kemur í ljós að söluaukning hefur orðið hjá 30 þeirra, en upplagið dregist saman hjá 18 blöðum. Ef litið er á tíu útbreiddustu blöð- in varð söluaukning hjá fímm þeirra, USA Today 4,4%, Los Ang- eles Times 0,3%, The New York Times 1,6%, The Washington Post 1,1% og Newsday 6,2%. Samdráttur varð hjá fimm þeirra, 3,8% hjá The Wall Street Joumal, 0,3% hjá Daily News, 6,5% hjá Chicago Tribune, 1,4% hjá The Detroit News og 3,1% hjá Detroit Free Press. Langmestur samdráttur varð hjá New York Post, eða 20,3%. Megin- ástæða þess er talin breyttur útg- áfutími og efnisval. Blaðið var áður síðdegisblað sem lagði aðaláherslu á að þjóna íbúum stórborgarinnar, en er nú árdegisblað sem stefnir að því að ná einnig til allra útborga New York. — AST/Denver Drew Robertson Furðufréttir á sunnudögum UM 600.000 manns kaupa breska sunnudagsblaðið Sunday Sport, sem er einkum frægt fyrir undarlegar fréttir. Þær virðast falla lesendum vel í geð og fá blöð í Bretlandi geta státað af eins mikilli velgengni á síðari áram. Ritstjóri Sunday Sport, Drew Robertson, er 29 ára gamall og starfaði áður á blaðinu Sun. Hann tók við blaðinu eftir mis- heppnað samstarf þess við blaðið Star. Velgengni Sunday Sport hófst fyrir alvöru þegar blaðið fór að birta fréttir með fyrirsögnum eins og „Læknir geymdi konu sína í frysti- kistu í fjögur ár“, „Barn furðuvem geymt í sultiikmkku" og „Vemr utan úr geimnum breyttu syni okk- ar í ólífu.“ Frétt i blaðinu um jólin með yfírskriftinni „Sprengjuflugvél úr neimsstyijöldinni fínnst á tungl- inu“ vakti mikla athygli og skömmu áður hafði það birt viðtal við konu, sem kvaðst hafa sofið hjá geimvem. Blaðið hefur fyrir satt að Elvis Presley sé enn á lífi og við hesta- heilsu. Sömu sögu sé að segja um Marilyn Monroe, sem sé orðin barn- fóstra og hafí það gott. Blaðið hef- ur einnig birt uggvænlegar fregnir um að ýmsum hafi orðið það á að gleypa örlitla „fljúgandi furðu- hluti", þar sem þeir áttuðu sig ekki á því að þeir leyndust sem meinleys- islegar asperín-töflur. Frétt í blað- inu þess efnis að kona nokkur hefði alið ellilífeyrisþega varð víðfræg. Robertson ritstjóri segir að marg- ar fréttir blaðsins um fljúgandi furðuhluti séu komnar frá lesendum þess. Hann kveðst ekki trúa þessum fréttum í blindni, en segir að þær séu vinsælt lesefni og veki hlátur á sunnudögum. En sjálf forstöðukona félags brezkra áhugamanna um fljúgandi furðuhluti hefur hætt allri samvinnu við blaðið, þar sem hún telur það birta afbakaðar fréttir. Blaðamenn Sunday Sport em 14 talsins. Þrír íþróttamenn blaðs- ins munu hafa sagt upp þegar blað- ið skýrði frá því að Elvis Presley sækti að staðaldri leiki í amerískum fótbolta, en Robertson hefur borið þessa frétt til baka. Núverandi íþróttaritstjóri er enginn annar en knattspyrnukappinn Bobby Moore. Útgáfa miðvikudagsblaðs, Wed- nesday Sport, er þegar hafín og heija á útgáfu á föstudagsblaði í marz. Ef allt gengur að óskum verð- ur síðan hafín útgáfa á dagblaði. Þess verður því væntanlega skammt að bíða að Bretar geti skemmt sér við að lesa furðufréttir alla daga vikunnar, en ekki aðeins á sunnudögum. Hneykslis- blað boðið til sölu LÁTINN er í Lantana, skammt frá Palm Beach á Florida, Gene- roso Pope, stofiiandi æsifrétta- blaðsins National Enquirer, sem nýlega birti forsíðufrétt með fyr- irsögninni „Geimverur bjóða jörðina til sölu fyrir þrjár tril- Ijónir dollara!“. Heimildarmað- urinn var: „dr. Tom Meerbeach, hollenskur sljöraufræðingur." Nú hefur National Enquirer, sem Pope stofnaði 1952, einn- ig verið boðið til sölu, þó ekki af geimvemm svo vitað sé. Ástæðan er fráfall brautryðjandans. Blaðið selst í 4,3 milljónum eintaka í viku hverri, en stutt er síðan upplagið var sex milljónir og það hefur því átt við nókkurt andstreymi að stríða. Þó er það talið 250-400 milljóna dollara virði. Fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch mun hafa „stolið“ lesend- um frá National Enquirer með vikublaði sínu Star. Hann og um 30 aðrir hafa sýnt áhuga á að kaupa National Enquirer. Blaðið hefur tapað nokkmm meiðyrðamálum á þessum áratug og orðið að greiða gamanleikkon- unni Carol Bumett 800,000 dollara, Frank Sinatra 22 milljónir og söng- konunni Cher 5 milljónir dollara fyrir slúðurfréttir, sem reyndust ekki hafa við rök að styðjast. Nýlega birtist mynd af Elizabeth Taylor á forsíðu og í meðfylgjandi frétt sagði að hennar væri gætt allan sólarhringinn til að koma í veg fyrir að hún fremdi sjálfsmorð. Inni í blaðinu var greint frá „draugatölvu", sem sendi undarleg skilaboð. Einnig var birt mynd af kanínu á brimbretti við strönd Florida og sérfræðingur í „fljúgandi furðuhlutum“ greindi frá því að álf- arnir í ævintýrunum hefðu verið verar frá öðmm hnöttum. Blað sem selst Skítkast, málefni ogfíölmiðlar Persónuníð, skítkast og ómálefnalegar upp- hrópanir hafa lengi verið einkenni_ á íslenskum stjómmálum. Á tímum sjálf- stæðisstjómmálanna gilti það um margar sjálfstæðis- hetjumar okkar, að stóryrðin vora ekki spömð. Ekki var heldur einungis deilt um málefni, heldur reynt að koma höggi á andstæðinga með því að gera lítið úr per- sónu þeirra; þeir höfðu margir hveijir ekki bará á röngu að standa, heldur mátti um þá segja: „Em þar flestir aumingjar, en illgjam- ir þeir sem betur mega“, ef marka má samtímaheimildir. Fyrri hluti þessarar aldar markaðist líka af sömu pólitísku hefð; Hriflu-Jónas var kannski einn helsti meistari hins pólitíska rógs, en andstæðingar hans vön- duðu honum heldur ekki kveðjumar; hann var ekki bara öfgamaður í þeirra munni, heldur eiturlyija- sjúklingur og þess utan geð- veikur. Síðustu áratugina hefur þetta ástand skánað mikið. Að visu hefur það áfram verið einkenni á íslenskum stjómmálum að mikið hefur farið fyrir gaspri og upp- hrópunum, almennu kjaftæði í stað málefnalegrar um- ræðu. En hin persónulega rætni hefur mikið minnkað þegar á heildina er litið, þó hún hafí ekki horfíð. Að þessu leytinu hefur stjóm- málaumræða nálgast siðaðra manna hætti. Á úndanfömum mánuðum hefur mér sýnst að grimmdin væri að aukast í íslenskum stjórnmálum. Satt best að segja hefur stóryrðagaspur og persónulegt skítkast verið með ólíkindum. Dæmin em ijölmörg, en ég vil nefna eitt hið lítilfyörlegasta, sem þó er tímanna tákn; við stjóm- arslitin í haust gengu sumir fyrrverandi samstarfsmenn Þorsteins Pálssonar óþarf- lega nærri æm hans — og væntanlega em það hefndar- ráðstafanir af hálfu fyrrver- andi forsætisráðherra að hætta að kalla andstæðinga sína réttum nöfnum; um tíma í vetur a.m.k. talaði hann í greinum um Jón Hannibals- son og Ólaf Grímsson. Raun- ar virðist þetta samræmd aðgerð ýmissa sjálfstæðis- manna, þó enginn hafí slegið út embættismanninn Sverri Hermannsson, sem kallar fjármálaráðherrann bara Ó. Grímsson! Þetta gamla trikk — afbrigði af þeirri kúnst að niðurlægja andstæðinginn með því að vita ekki hvað hann heitir — er raunar held- ur saklaust og frekar hall- ærislegt. Önnur dæmi em verri. En íslensk stjómmál þurfa fremur á öðm að halda en auknu persónulegu skítkasti. Hinn gamli löstur íslenskra sijórnmála — að ijalla lítið um málefni — blómstrar nefnilega líka þessa dagana. Ríkisstjómin ákveður nýja lánskjaravísi- tölu og virðist ekki telja sig þurfa að rökstyðja þá ákvörðun með vitlegum hætti. Forsætisráðherrann virðist hafa skipt um skoðun á öllum gmndvallaratriðum efnahagsmála án þess að þurfa að rökstyðja það sér- staklega. Sumir stjórnarand- stæðingar segja stjómina stefna að allsheijar þjóðnýt- ingu og því þjóðskipulagi sem Sovétmenn em að flýja frá þessa dagana! Bera fjölmiðlar einhveija ábyrgð á þessu, eða geta þeir með einhveijum hætti bætt úr? Kannski hafa ijöl- miðlar átt einhvem þátt í að auka ' tilhneigingu stjóm- málamanna til einfaldana og persónuníðs. Það fer vel í fyrirsögnum. En þarna er þó varla við íjölmiðla að sakast; þeir hljóta að birta ummæli ráðamanna. Stjórnmála- menn bera þama fyrst og síðast ábyrgð sjálfir. Hitt er annað, að fjölmiðl- ar geta krafið stjórnmála- menn svara um málefni. Þeir geta heimtað svör frá ráð- herrum um stefnumál. Þeir geta krafist skýringa á stefnubreytingum. Þeir geta skammað stjómarandstöðu fyrir að heimta lága skatta en mikil útgjöld — og það síðasta hefur reyndar Morg- unblaðið gert. ■ íslensku fjölmiðlana skortir hins vegar yfírleitt þá burði sem parf til að veita stjórnmálamönnum nauð- synlegt málefnalegt aðhald. Til þess þurfa blaða- og' fréttamenn nefnilega að vera sérhæfðir og upplýstir, en á þetta hefur skort í þessu landi. Það sakaði hins vegar ekki að fjölmiðlarnir reyndu að sinna þessu hlutverki bet- ur. Ólafur Þ. Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.