Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR áÚNMjíÖÁÖUR 5. FEBRÚAR 1989 að hann sneri sér að öðrum störfum m.a. fór hann á vertíðir á Tálkna- firði. Einar átti þó afturkvæmt í sín fyrri störf er hann setti upp skósmíðavinnustofu í Hafnarfirði fyrir um það bil tveimur árum. NÚ er hann burt kallaður frá þessum nýja vinnustað sínum langt fyrir aldur fram því 4. desember sl. varð Einar sextugur. Innan minnar nánustu fjölskyldu reýndist Einar vel, mágar mínir Lárus og Halldór urðu lærisveinar hans í skósmíði og kom það þeim vel sem voru hálf ráðvilltir ungling- ar eftir að hafa misst móður sína unga að aldri, veit ég að báðir minn- ast Einars með þakklæti í huga. Sem áður greindi var sambandið milli mín og Einars minna hin síðari ár en meðan allt lék í lyndi milli Einars og Erlu áttum við oft sam- fundi auk þess að all oft kom ég við hjá honum á skóverkstæðinu. Skiptumst við oft á skoðunum og þó að við ættum ekki samleið í pólitík, sem eflaust má rekja til uppeldisáhrifa, þá komumst við allt- af að sömu niðurstöðu, við vorum alltaf sammála um að hjálpa skyldi þeim, sem sannarlega þurftu þess með en ekki þeim, sem gætu hjálp- að sér sjálfír. Þessi skoðun var eflaust einnig fyrir sakir uppeldis- áhrifa. Einar var nefnilega kominn af dugnaðarfólki, sem ekki þekkti ann- að en að vinna hörðum höndum til að vera sjálfbjarga. Foreldrar Einars voru Sigríður Sigurðardóttir frá Bakka í Bjamar- fírði og Guðmundur Jónsson frá Skeljavík í Hrófbergshreppi og eru þau bæði látin. Einar átti tvíbura- systur, Laufeyju, og eru þau nú bæði látin með um það bil árs milli- bili en eftir lifa systkini hans Þórar- inn, Fjóla og Friðrik Arthúr. Að leiðarlokum er nú harmur kveðinn að bömum Einars og bamabörnum jafnt fósturbömum sem hinum og viljum við hjónin votta þeim öllum okkar dýpstu sam- úð. Góður drengur er á brott genginn en minningin lifír, blessuð sé hans minning. Þórir H. Óskarsson Elsku afi okkar er dáinn, hann var fósturafi okkar, en reyndist okkur systrunum mjög vel, við höf- um ekki átta afa í móðurætt annan en Einar Leó sem ekkert mátti hafa fyrir, en gerði allt til að gera aðra ánægða. Afí var skósmiður og var með verkstæði í Hafnarfírði. Hann gerði alltaf við skóna hjá allri fjölskyldunni og aldrei tók hann neitt fyrir nema ánægjuna. Við eig- um eftir að sakna sárt sunnudags- heimsóknanna og páskaeggjanna. Megi Guð blessa hann. Erla Dröfh Ragnheiður Mjöll Elsku stjúpfaðir minn lést að morgni 26. janúar á Landakoti eft- ir stutta legu. Hann fæddist 4. des. 1928 á Holmavík. Einar var skó- smiður að mennt og vann við þá iðn af og til, til dauðadags. Einar gift- ist móður minni Margréti Erlu Ein- arsdóttur sem átti þijú ung böm, og gekk þeim í föðurstað. Hann reyndist okkur stjúpbömunum, Ein- ari, mér og Ambjörgu besti faðir. Síðar eignuðust þau tvær dætur, Laufey Dís fædda 26. apríl 1958 og Erlu Björk fædda 4. júlí 1963. Leiðir móður minnar og stjúpa skildu, og var hann sjálfum sér nógur eftir það. Hann var ekki fyr- ir veraldleg gæði, en hann hugsaði alltaf um aðra, gaf það síðasta sem hann átti, en aldrei mátti neitt fyr- ir honum hafa. Hann var mikill skíðamaður á sínum yngri árum, og vann til verð- launa í þeirri grein. Laginn var hann í höndunum og minnist ég þess að hann bjó til jólaskó fyrir yngri systur mínar, lyklakippur og tátiljur og margt fleira. Einar var hlédrægur og rólegur og sýndi það sig best í veikindum hans. Ekkert okkar fær breytt gangi lífsins jafnvel þótt við vildum. Einar lifír í minningum okkar. Minningamar eru hlýjar og við er- um þakklát fyrir að eiga þær. Þær getur enginn af okkur tekið. Sólveig Þórðardóttir t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LOVÍSA JÓHANNA RAGNA JÓNSDÓTTIR, Hraunbrún 26, Hafnarfirði, lést 26. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Úlfar Garðar Haraldur Sigurðsson, Geir Slgurðsson, - Þórir Úlfarsson, Guðiaugur Jón Ulfarsson, Gyða Úlfarsdóttir, Jóna Sigrfður Úlfarsdóttir, Úlfar Randvar Úlfarsson, Matthildur Úlfarsdóttir Randversson, . Sœunn Magnúsdóttir, Bára Júlfusdóttir, Sigrfður Einarsdóttir, Marfa Pálsdóttir, Erlingur Kristensson, Gunnlaugur Harðarson, Berglind Þorleifsdóttir, og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HLÍF HJÁLMARSDÓTTIR, Norðurbrún 1, áður Bergstaðastrœti 30, lést f Vífilsstaðaspftala 3. febrúar sl. Árni Ögmundsson, Ögmundur Árnason, Lilja Árnadóttir, Erling Kristjánsson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ VALMUNDARDÓTTIR GUÐJOHNSEN, Rauðalœk 16, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki deildar 13-D á Landspítalan- um, fyrir góöa umönnun. Ása Ásgeirsdóttir, Snjólaug Guðjohnsen, Ásthildur Guðjohnsen, Stefán Þ. Guðjohnsen Jón Örn Bragason, Gunnar Haraldsson, og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og systir mín, PETRÍNA HALLDÓRSDÓTTIR KOHLBERG, sem lést i New York 30. janúar sl., verður jarösungin frá nýju Fossvogskapellunni þriðjudaginn 7. febrúar kl. 10.30. Katla og Peter M. Rush, Vivian og Dóri Sam Kohlberg, Hafliði Halldórsson. t Útför elsku föður okkar, EINARS LEÓS GUÐMUNDSSONAR skósmiðs, veröur gerð frá Langholtskirkju mánudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja, tengdabarna og barnabarna, Laufey Dfs Einarsdóttir, Eria Björk Einarsdóttir, Arnbjörg Þórðardóttir, Sólveig Þórðardóttir, Einar Marel Þórðarson. t Bálför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, STEFÁNS PÁLSSONAR frá Ásólfsstöðum, ÞJórsárdal, Gnúpverjahreppi, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. febrúar kl. 15.00. Unnur Bjarnadóttir, Amalfa Stefánsdóttir, Leif K. Bryde, Páll Stefánsson, Nfna Hjaltadóttir, Guðný Stefánsdóttir, Þór Karlsson, Hafsteinn Stefánsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES JÓHANNSSON frá Bæ, Melabraut 23, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkiilcju þriðjudaginn 7. febrúar kl. 15.00. Guðrún Kristjánsdóttir, Snorri R. Jóhannesson, Guðrún Hafliðadóttir, Jóhann G. Jóhannesson, Sóley Sveinsdóttir, Kristjana G. Jóhannesdóttlr, Hjalti Einarsson og barnabörn. Miiuiing: Einar Leó Guðmundsson Fæddur 4. desember 1928 Dáinn 26. janúar 1989 Það er oft skammt milli lífs og dauða. Það erum við mennirnir óþyrmi- lega látnir vita á ýmsum tímum. Það var að kvöldi hins 25. janúar sl. að við hjónin ætluðum að fara í heimsókn til Einars Leó á Landa- kotsspítala. Þrátt fyrir lítið samband nú síðari ár af ástæðum, sem frá verður greint hér síðar, þá var það svo sannarlega ætlun okkar að heilsa upp á Einar enda skildist okkur að hann væri allur að braggast eftir skurðaðgerð, sem á honum var gerð nokkrum dögum áður. Ástæður í fjölskyldu okkar hög- uðu því svo að við ákváðum að fresta því til næsta kvölds að heim- sækja Einar Leó. Það var svo að morgni þess 26. janúar að konan mín hringdi til mín í vinnuna og var með grátstaf- inn í kverkunum því nú var það of seint að heimsækja Einar Leó, hann hafði dáið um nóttina. Minningin lifir um góðan dreng og er ég hræddur um að viðbrigði okkar hefðu orðið mun meiri hefð- um við séð Einar all hressan, sem ég heyrði að hann hefði verið kvöld- ið áður. Kynni okkar Einars hófust er hann var að kynnast frænku konu minnar Margréti Erlu Einarsdóttur en þau gengu í hjónaband 21. mars 1959. Erla var áður gift og stóð uppi ein með þijú börn, tvíburana Sólveigu og Einar Marel og Am- björgu aðeins yngri. Þetta fólk tók Einar að sér og reyndist þeim hinn besti faðir og sá þeim vel farborða, það varð því ekki lítil breyting á högum þeirra. Þeim Erlu og Einari fæddust síðar tvær dætur, Laufey Dís fædd 26. apríl 1958 og Erla Björk fædd 4. júlí 1963 og bamaböm Einars eru orðin íjögur. Allt gekk ljómandi vel í mörg ár en svo kom að því að þau Erla og Einar skildu og veit ég að Einar átti erfítt með að sætta sig við skilnaðinn frá konu og bömum. Segja má að konungur nokkur all þekktur hafí haft sín áhrif á hvem- ig fór og sá hinn sami hafí spilað inn í það að nú tók að halla undan fæti í rekstri Einars, þar sem var skóvinnustofa og fór svo að lokum + Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVEINN MAGNÚSSON loftskeytamaður, Hrafnhólum 6, áður Víghólastíg 12, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriöjudaginn 7. febrúar kl. 13.30. Guðrún Sigurjónsdóttir, Magnína Svelnsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Guðrún R. Sveinsdóttir, Eirfkur Sigurfinnsson, Páil R. Sveinsson, Sigrfður Jakobsdóttir, Sigrún R. Sveinsdóttir, Andrés Sigurjónsson, Þurfður H. Sveinsdóttir, Sigurður Gunnarsson barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og jarðar- för eiginkonu minnar, móður okkar og dóttur, ÓLAFAR S. GUÐMUNDSDÓTTUR (LÓLÓ) nuddkonu, Fálkagötu 29. Slgurður Emil Ólafsson, Hildigunnur J. Sigurðardóttir, Ólafur Már Sigurðsson, Ólöf M. Guðmundsdóttir, Guðmundur Jóhannsson. + Við þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu í veik- indum og við andlát móðursystur okkar og systur, GUÐNÝJAR GUÐNADÓTTUR, Byggðarenda 1S. Sérstaklega viljum við þakka öllu starfsfólki hjartadeildar Landspít- alans fyrir umhyggju og góða umönnun. Hanna Helgadóttir, Guðný Helgadóttir, Kristinn Guönason. + Hjartans þakkir til þeirra, er sýndu okkur hlýhug og vináttu við fráfall og bálför elskulegs eiginmanns mins, föður, afa og bróöur okkar, EYJÓLFS ÞORGILSSONAR, Framnesvegi 57. Kristfn Gunnlaugsdóttir, Margrét Eyjólfsdóttir, Guðbjartur Þórarlnsson, Jóhanna Hrafnkelsdóttir og systur hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.