Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 38
38 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989 ÆSKUMYNDIN... ER AF SIGURLAUGU BJARNADÓTTUR KENNARA MikiU sjóhundur Sigurlaug- Bjarnadóttir kennari og fyrrverandi alþingismaður er landsþekkt. Hún hefúr lagt gjörva hönd á mörg þjóðþrifa- mál. Flestir vita að konan er að vestan en hvað meir? Sigurlaug Bjamadóttir er fædd 4. júlí árið 1926 í Vigur í Ögur- hreppi í Norður-ísaQarðarsýslu. Dóttir hjónanna Bjarna Sigurðsson- ar og Bjargar Björnsdóttur. Sigur= laug er yngst í hópi sex systkina, elstur er Sigurður Bjamason fyrr- um alþingismaður og sendiherra, fæddur árið 1915, síðan Bjöm, Baldur, Þorbjörg, Þórunn og að lok- um Sigurlaug. Fyrstu ævimánuðina þótti Sigurlaug ekki lífvænlegt bam, hún fékk kíghósta og síðar lungnabólgu og krampa og var ekki hugað líf. Meira að segja fréttist andlát hennar norður í land. Hvítvoðungurinn komst þó til heilsu og má segja að Sigurlaugu hafi varla orðið misdægurt síðan. " Vigur er eyja á ísaflarðardjúpi og því nokkuð einangruð; systkinin léku sér því mikið saman og sam- heldni fjölskyldunnar var mikil. Systir Sigurlaugar, Þómnn, er rétt tæpu ári eldri og var nánasti leik- félagi hennar bemskuárin. Hún sagði samkomulag þeirra systra hafa alla tíð verið mjög gott. Á sínum bemsku- og æskuámm var Sigurlaug kölluð „Lulla“ af vinum og skyldmennum. Einn heimildarmaður sagði F Morgunblaðinu: „Gríðarlega hress og duglegur krakki, ötul og fylgin - sér. Hún hafði gaman af því að tuskast, hefði gjaman viljað vera strákur.“ Þess má einnig geta að til era öraggar heimildir fyrir því að hún vildi verða flugmaður. í Vigur kölluðu mörg störf að og þó Sigurlaug hafi gengið til allra verka hallast heimildarmenn að því að útiverkin og sjómennskan hafi legið best fyrir Sigurlaugu. Hún sótti fast að fá að fylgja föður sínum í ferðum. Bömin í Vigur fóra mikið á sjó, „Lulla var mikil sjóhundur." Sigurlaug fór einnig mikið á hand- færi, hún var nokkuð fiskin. Þórarinn Þórarinsson kennari, sem ólst upp í Vigur, sagði Morgun- blaðinu að áralag Sigurlaugar hefði verið með eindæmum rösklegt. Hann er fjóram áram yngri en Sig- urlaug og féll það oft í hlut hennar og Þórannar systur hennar að gæta smásveinsins. Einu sinni féll Þórar- inn í sjóinn. Áður en bamið hafði tíma til átta sig og fara að skæla, sögðu þær systur: „Mikið ansi er strákurinn seigur, grætur ekki.“ — Sem að líkum lætur var ekki grátið eftir þessa viðurkenningu. Á þessum áram áttu bömin í Vigur ekki þess kost að sækja reglulegan bamaskóla. Það varð að treysta á farkennara en mestalla tilsögn fengu bömin frá foreldram og eldri systkinum. Heimilið í Vigur var menningar- heimili þar sem listrænir hæfileikar náðu að þroskast. Bjami bóndi spil- aði á orgel og á heimilinu var mik- ið sungið, Sigurlaug var músíkölsk í betra lagi. í Vigur var gott til bóka en auk þess bárast flest blöð og málgögn ólíkra stjómmálaskoðana inn á heimilið. Fiestar stjórnmálastefnur voru vegnar og metnar. — En heim- ilið í Vigur var eins og það heitir „gott, traust sjálfstæðisheimili“. Sem fyrr sagði las Sigurlaug fyr- ir skóla heima í Vigur. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á.Akureyri en veralegan hluta af því námi las hún einnig heima. Heimildarmönnum sem þekktu Sig- urlaugu bæði í Vigur og annars staðar ber saman um að hún hafi verið góður námsmaður, létt í fasi en þó ábyrg og alltaf gott til henn- ar að leita. ÚR MYNDASAFNINV ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Stuttpils, sólböð og sund Sumarið 1967 vora um dagblöðum að í hvert pilsin farin að stytt- sinn sem sést til sólar era ast, líkt og verið hefur ljósmyndarar sendir í að undanförnu. Á einni sundlaugarnar til að myndanna úr safni Ólafs mynda þar sumar- og K. Magnússonar að þessu fAyDgBPf ■ sólskinsstemmninguna. sinni má sjá unga blóma- Ekki var bragðið út af rós á götu í Reykjavík llHlÍHHjlH vananum með þetta sumarið 1967 og hinar sumarið 1967 eins og sjá myndimar era teknar sama sumar má og þarfnast myndirnir að öðra í Sundlaug Vesturbæjar. leyti ekki skýringa. Það hefur lengi tíðkast hjá íslensk- STARFIÐ GUNNAR GUÐMUNDSSONL YKLASMIÐUR lyklasmiður Engumá skeika ALLTAF eru menn að týna lykl- unum sínum og lenda þá oft í miklum vandræðum, en Gunnar Guðmundsson lyklasmiður hjá versluninni Byggt og búið er fljótur að kippa því í lag. Hundrað tegundir ó getur oft verið erfitt að fá nýjan lykil að gömlu kommóð- unni sinni, þótt lyklasmiðurinn hafi yfír hundrað tegundir af framefn- um sem hann notar í afsteypur. Gunnar er með tvær vélar og seg- ist geta smíðað um 40 lykla á klukkustund, en efnið sem hann notar kemur frá Ítalíu. ÞETTA SÖGDU ÞAU ÞÁ... Gegn íþrótta- skyldu „Við vitum, að íþróttaiðkanir geta eflt líkams- og sálarþroska ungra manna, sem til þeirra hafa þol og vilja. Jafnvíst er, að sálarþroskinn eykst ekki, þótt menn séu hraktir til að hlaupa og stökkva í leikfimisöl- um, leiðir og gramir í huga. Við efumst einnig um, að há- skólastúdentum um og yfir tvítugt sé hollt að sækja erfiðar líkamsæfingar....“ „...verður að telja mjög vafa- samt að, líkamsrækt stúdenta geti talizt til starfa háskólans. Efling andans er göfugt verk- efni og nægilegt..." Ólafur Haukur Ólafsson og Þór Vil- hjálmsson í málgagni Vöku í nóvember 1951. BÓKIN PLATAN Á NÁTTBORÐINU Á FÓNINUM MYNDIN í TÆKINU A Eg hef verið að lesa Ilminn eftir Siisskind.“ — Hvernig finnst þér sú bók? „Þessi bók er stórkostlega vel skrifuð. Höfundurinn er ákaflega vel ritfær.“ A Eg var að hlusta á frábæra plötu, „Fugl dagsins", sem mér finnst of lítið spiluð. Lögin era eftir Val- geir Guðjónsson og textar eftir Jó- hannes úr Kötlum. Ég hlusta líka mikið á sígilda tónlist og hef sinfón- íurnar hátt stillt þegar ég tek til! Hildur Her- móðsdóttir bókmennta- fræðingur. Örlygur Hálfdánar- son bókaút- gefandi. Hvaða mynd? Tin men. Um hvað er hún? Um menn sem era að selja álklæðningu í Bandaríkjunum. Já það er óhætt að segja að mér fannst hún nokkuð góð.“ — Hvemig myndir velur þú helst? „Einna helst vel ég gaman- myndir.“ Þorvaldur Karl Helga- son sóknar- prestur í Njarðvíkum 4 * Eg byrjaði á nýrri bók í gær sem mér var gefin fýrir jólin. Hún heitir Her Mother’s Daughter eftir Marilyn French og er víst talin ansi góð. En svo er ég enn að lesa Hús- ið með blindu glersvölunum eftir Herbjorg Wassmo, og einnig nokkr- ar unglingabækur sem komu út um jólin. * Eg hef mikið dálæti á íslenskum lögum og var síðast að hlusta á nýju plötuna með Fóstbræðram. Einnig hlusta ég mikið á Kristin Sigmundsson óperusöngvara. * Eg leigi aldrei myndbönd, mér finnst alveg nóg að horfa á það sem er í sjónvarpinu. En ég bý í körfuboltabæ og tek því vitanlega upp alla leiki sem fram fara í þeirri íþrótt. 4 d 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.