Alþýðublaðið - 22.10.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.10.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Aígreidisla blaðsias er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10 árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Askriftargjald ein Is. r-« á mánuði. Auglýsingaverð kr. i,>jo em. eindálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Til sorglegrar minninpar. Það er ekki íangt sfðan fréttist um að fjórar manneskjur hefðu druknað rétt upp í landssteinun- um, eða svo nálægt landi að tvö líkin rak strax á land. Eigi vita menn gerla hvernig þessi sorglegi atburður skeði, en af kunnugum er álitið að misvindi hafi hvolft bátnum, og það svona nærri landi, sem fyr var getið. Má víst telja að fólk þetta hefði alt bjargast, ef það hefði kunnað dálítið til sunds. Sund ætti að vera skyldunáms- grein í öllum skólum á landinu, og liggja að því mörg rök, en nóg að nefna það eitt, að það mundi verða til þess að bjarga mörgum mannslífura á hverju ári. Ef til vill hefir fólk þetta, er druknaði um daginn vestra, eng an kost átt á því að læra að synda. En þessu geta ungir menn og ungar síúlkur hér í Reykjavík ekki barið við. Kenslan er ökeypis fyrir alla sem stunda nám við opinbera skóla hér í borginni og ennfremur fyrir alla sjómenn, en aðrir eiga kost á að læra þessa göfugu íþrótt fyrir mjög væga borgun. Kenslan fer fram í laugunum (sundkennari Fáll Erlingsson) all- an þennnn mánuð og nœsta mán- uð líka. Þeir sem ennþá hafa ekki látið verða af því að þeir byrjuðu sundnám, þó þeir oft hafi hugsað sér að byrja á því, ættu xtú ekki að draga það Iengur, en fara strax á morgun inn í iaugar, og sama ættu hinir að gera sem einusinni voru byrjaðir en hættu áður en þeir voru fullnuma. Fyrir unga menn — að minsta kosti þá sem eiga eins góða að- stöðu og þeir sem eiga heima í Reykjavíkurborg — er það meiri skömm í raun og veru ao kunna ekki að synda, en að hafa geitur. Geiturnar koma fyrir vanhirðu annara (á börnum eða ungiingum) en það er þér sjálfóm að kenna, góðurinn minn, ef þú druknar hérna við bryggjurnar einhvern blíðviðrisdaginn af því þú komst því ekki í verk að iæra að synda, meðan tími var til. Ungir menn og fljóðl Látið hinn sorglega atburð er varð um daginn á Vesturlandi ykkur að varnaði verða. Dragið ekki leng- ur að Iæra að synda! Kolaverkfallið. Auðyaldið yglir sig. Khöfn 21. okt, Símað er frá London, að álitið sé að kolaverkfallið hafi komið á óhentugasta tíma fyrir iðnaðinn. Atvinnuleysið vex hröðum fetum. Járnbrautarþjónar og flutninga- menn hafa ennþá ekki tekið af- stöðu til samúðarverkfalls. Sylri Pankhurst [kvenfrelsiskonunni miklu og bol- sivíkanum] hefir verið varpað í fangelsi fyrir landráðagreinar. [Sennilega greinar sem hvetja til byltingar]. Erlend mynt. Khöfn 21. okt. Sænskar krónur (ioo) kr. 141,00 Norskar krónur (100) —• 98,00 Dollar (1) — 7,19 Pund sterling (1) — 24 75 Þýzk mörk (100) — 10,40 Frá Orikklandi. Khöfn 21. okt. Símað frá Aþenu, að tvísýna sé altaf á lífi konungs. Um Éjjii 09 yegina. Ifyeikja ber á hjóireiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kL 5x/a. í kvöld. Bíóin, Nýja bíó sýnir „Ðóttir guðanna“ (síðari hlutann). Gamla bíó sýnir „Mr. Grex írá Monte Carlo". Yeðrið í morgun. Stöð Loftvog m. m. Vindur Loft Hitastig Átt Magn Vm. 7480 ASA 5 2 7.6 Rv. 7481 SA 4 3 98 tsf. 7513 logn 0 1 S.o Ak 7511 logn 0 3 2,5 Gst 7523 SA 4 3 6,0 Sf 7543 logn 0 S 47 Þ F 7579 NA I 4 8.6 Stm 7492 A 2 3 9.0 Rh. 7531 SSA 3 3 66 Loftvægislægð fyrir suðvestan land, loftvog stöðug, hæg suðaust- læg átt. Útlít fyrir sömu vindstöðu fyrst um sinn. Skipaferðir. „Suðurland" fór í gær til Borgarness. „Geysir" fór til Spínar síðdeg- is í gær með saltfisk. Es. „Fense" kom með kol tii Landsverzlunarinnar. Togararnir: „Ethel“ fór í gær til Englands; „Skallagrímur" kom í morgun af veiðum og „Maí“ fór á veiðar. Hr. Jón Collin kjötœatsmað- ur hafði umsjón með kjöttunnum þeim, sem fluttar voru með e.s^ Kóru uú siðast frá Sláturfél. Suð- urlands, og tók hann upp þanö lofsverða hreinlætissið, að láta þvo kjöttunnurnar jafnóðum og þær voru látnar í lest skipsins. Það er virðingarvert þegar ein- hver hreinlætisráðstöfun er gerð við vöruflutning á hafnatbakkan- um, og sjáífsagt að geta þess hr. J. Collin og öðrum til sóma, sem það gera. Það gæti kannske líka orðið til þess að hafnarnefndin fyndi ástæðu til að láta hafa meira eft- irlit með hreinlæti þeirra vara, sern fluttar eru á landi. Abraham. Prófessorsstaðan í íslenzkri sagnfræði við Háskóla íslands er auglýst laus.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.