Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1989 Patreksfi örður: Viðgerð á þaki Odda Patreksfírði. VIÐGERÐ á saltfiskgeymslu Odda hf. á Patreksfirði hófst í gær, en þak geymslunnar féll að hluta í fyrradag, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Janus Traustason starfsmaður í saltfiskverkun- inni var inni í húsinu þegar þakið féll en sakaði ekki. Strax eftir óhappið var byrjað að vinna við húsið. í gær var lokið við að hreinsa til og byijað á viðgerð. Smíða þarf alveg nýtt þak á þennan hluta hússins. Ekki verður umtalsverð röskun á starfsemi fyrirtækisins. í gær var enn ekki ljóst hvað kosta mun að gera við skemmdimar. Jónas Þakið fallið af saltfiskgeymslu Odda hf. Morgunblaðið/Jónas Sigurðsson Janus Traustason slapp naum- lega þegar þakið féll. Unnið við að hreinsa til inni í rústunum. Áfengiskaup: Réttur hand- hafa forseta- valds afiiuminn RÍKISSTJÓRNIN hefúr samþykkt nýjar reglur um áfengiskaup opin- berra aðila á kostnaðarverði. Hef- ur réttur handhafa forsetavalds til slíkra áfengiskaupa verið af- numinn. Reglurnar eru svohljóðandi: „Þeir íslenskir aðilar, búsettir hér á landi, sem heimild hafa til að kaupa áfengi, öl og tóbak, hjá Áfengis og tóbaks- verslun ríkissins á sérstöku verði (diplomataverði) eru þessir: embætti forseta íslands, Alþingi, ráðuneyti. Heimild þessi er háð því að vörur þær sem keyptar eru eigi að nota til risnu á vegum þessarar aðila og kaupin séu færð í bókhald hjá, og greitt af þeim. Áfengis og tóbaks- verslun ríkisins og forstjóri hennar hafa og heimild til kaupa á vörum verslunarinnar á þessu sérstaka verði. Sala á vörum verslunarinnar til Fríhafnarinanr í Keflavík, og til skipa og flugvéla í millilandaferðum, fer eftir venjulegum viðskiptahátt- um.“ VEÐUR / DAG kl. 12.00: * v (Byggt Heimild: Veöurstofa islands á veöurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 11. FEBRÚAR YFIRLIT f GÆR: Um 500 km suðaustur af Hvarfi er vaxandi 957 mb laegð, sem hreyfist norðaustur. Dálítið hlýnar í kvöld en aftur kólnar í nótt og á morgun. SPÁ: Suðvestanátt, víða hvassviðri eða stormur með éljum um ailt vestanvert landið en bjart veður austantil. Frost 0-4°. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Vestlæg vindátt og kalt. Éljagangur um vestanvert landið, en annars þurrt. Léttskýjað á Austurlandi. TÁKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: Vindörín sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað 'Cgk Hálfskýjað Ú§k Skýjað Alskýjað / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 1Q Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V El = Þoka — Þokumóða ’, ’ SúW OO Mistur —J* Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik htti +0i +1 veður skýjað snjóél Bergen 7 skýjað Helsinki +0.6 skýjað Kaupmannah. 3 þokumóða Narssarssuaq +15 hálfskýjað Nuuk +14 léttskýjað Osló 4 súld Stokkhólmur 2 þokumóða Þórshöfn 5 skýjað Algarve 13 rigning Amsterdam 12 mistur Barcelona 14 skýjað Berlín 5 mistur Chicago +12 heiðskírt Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 2 þokumóða Glasgow 7 skýjað Hamborg 2 þokumóða Las Palmas 21 léttskýjað London B rigning Los Angeles 11 skýjað Lúxemborg 0 þoka Madríd 9 skýjað Malaga 12 rigning Mallorca 14 hálfskýjað Montreal +10 snjókoma New York +7 alskýjað Orlando 7 léttskýjað París 10 heiðskírt Róm 14 þokumóða San Díego 13 súld Vín 5 skýjað Washington +6 skýjað Winnipeg +8 alskýjað Fundur Samtaka fískvinnslustöðva: „Viljum geta rekið fyrirtækin með svo- lítilli sjálfsvirðingu“ „OKKAR ósk er að geta rekið þessi fyrirtæki með svolítilli sjálfsvirð- ingu. Að geta hringt í viðskiptaaðila okkar og pantað vöru og vitað að við getum staðið við að greiða hana á tilsettum tíma," sagði Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík á fúndi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær. Á fundinum kröfðust fulltrúar fískvinnslunnar skilyrða til að reka fyrirtækin án taps og deildu á stjórn- völd fyrir að gera þeim það ekki kleift. Eigið fé væri að étast upp og stöðvun blasti við, jafnvelþjóðnýting. Ráðherramir Halldór Asgrímsson, Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson, sögðu þjóð- nýtingu ekki yfirvofandi og deildu á vinnsluna meðal annars fyrir að sam- þykkja óraunhæfa kjarasamninga og fyrir skort á hagræðingu í rekstri. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði þjóðnýtingu fiskvinnslunnar að sjálfsögðu ekki yfirvofandi. Vissulega væri hún að tapa fé og því yrði að snúa við. Hann rakti gang mála undanfarin ár og leitaði skýringa á fallandi gengi sjávarútvegsins. Hann sagði að of lengi hefði verið við lýði tekjuskipt- ing, sem stöðgut gengi á hag sjávar- útvegsins. Launahækkanir hefðu verið of miklar með hliðsjón af geng- isbreytingum á sama tíma. Til að bæta stöðuna, þyrfti raungengi að lækka meira og íjarri því væri að svigrúm væri til kjarabóta, ættu fyr- irtækin að fá að byggja sig upp að nýju. Skammtímasjónarmið á flest- um sviðum þjóðlífsins hefðu um of ráðið gangi mála og því yrði að linna. Við næstu ákvörðun fiskverðs yrði að taka tillit til þess að ekkert svig- rúm væri til hækkunar þess að öllu óbreyttu, en heimild til lækkunar gengis um 2,25% gæfi lítilsháttar svigrúm. Mikil hluti fundartímans fór í deil- ur um það hveijum staðan væri að kenna og hvernig leysa mætti vand- ann. Brynjólfur Bjamason, forstjóri Granda, og Ágúst Einarsson deildu á rekstur ríkissjóðs, sem þeir sögðu afar lélegan. Venjulegum forsljómm yrði uinsvifalaust sagt upp, yrði út- koman hjá þeim jafn slök og hjá ríkis- sjóði. Jafnframt þyrfti að lækka gengi og vinna bug á verðbólgunni, en það hefði ekki tekizt. Nokkur gagnrýni kom fram á hugmyndir um stofnun sérstaks Hlutafélagasjóðs innan Byggða- stofnunar, sem ætlað væri að taka við, þar sem Atvinnutryggingasjóður útflutningsatvinnuveganna næði ekki til. Forsætisráðherra sagði að Atvinnutryggingasjóðurinn hefði þegar neitað 29 fyrirtækjum um lán og væri staða þeirra skelfileg. Við hefðum til þessa byggt á öðm en þjóðnýtingu. Hún væri ekki fyrir- huguð og gæti hlutafjársjóðurinn bjargað einhveiju af verst stöddu fyrirtækjunum, en í sumum tilfellum kæmi ekkert annað til greina en gjaldþrot. Utanríkisráðherra Jón Baldvin Hannibalsson, studdi sjónar- mið samráðherra sinnar og sagði að framundan væri hvorki svigrúm til kauphækkana né mikilla gengis- lækkana. Framsöguerindi á fundinum fluttu Haraldur Sturlaugsson, Eðvarð Júl- íusson og Ólafur Gunnarsson. Ádeila á stjómvöld vegna rekstrarskilyrða fískvinnslunnar var sammerkt erind- um þeirra svo og lýsing á stöðunni, sem þeir sögðu verri en nokkm sinni. Veröld nær samningum á Spáni FERÐAMIÐSTÖÐIN Veröld hefúr náð gistisamningum í Benidorm, þar sem Ferða- miðstöðin hafði starfað í 15 ár, og á Costa del Sol. í fréttatilkynningu frá ferða- skrifstofunni segir m.a. að hún muni halda uppi reglubundnu leiguflugi til Spánar frá pásk- um, bæði til Torremolinos og Benidorm auk almennrar ferða- þjónustu og farseðlasölu um víða veröld. Skrifstofan hefur umboð fyrir vömsýningar, sem vom sérgrein Ferðamiðstöðvar- innar, en einnig er í fréttatil- kynningu ferðaskriofstofunnar getið um þjónustu í sambandi við skólavist erlendis, ferðir á þing og ráðstefnur erlendis og ferðir skólahópa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.