Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1989 19 Útlitsmynd af hinu nýja íþróttahúsi FH í Kaplakrika, sem Hagvirki ætlar að hefja framkvæmdir við í dag. Smíði hússins á að ljúka fyrir 1. febrúar á næsta ári. Hafnarfjörður: Tveggja vaJla íþrótta- hús rís í Kaplakrika Hagvirki byggir fyrir 133 millj.kr. á tæpu ári BÆJARRÁÐ Haf'narljarðar hef- ur samþykkt að taka tilboði Hag- virkis í smíði tveggja valla íþróttahúss í Kaplakrika og dag- heimilis. Smíði um 2700 fermetra íþróttahúss á að vera lokið 1. febrúar næsta ár og smiði 600 fermetra dagheimilis 1. sept. n.k. Guðmundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafharfirði, segir að gengið verði frá verksamn- ingum við Hagvirki fyrir mánað- armót, en Hagvirki mun heQa framkvæmdir við iþróttahúsið í dag, laugardag. Tvö tilboð bár- ust í byggingu íþróttahússins, 132,5 miljjónir frá Hagvirki í fullbúið hús án lausra tækja og 190 milljónir fra SH verktökum í Hafnarfírði. í byggingu dag- heimilisins bárust einnig tvö til- boð, 39,3 milljónir í fullbúið 600 fermetra hús frá Hagvirki og tæplega 60 milljóna tilboð frá SH verktökum. Húsið, sem verður kallað Iþrótta- hús FH í Kaplakrika, verður byggt í tengslum við mannvirki knatt- spymuvallarins. Um 700 fermetra tengibygging verður byggð við stúku vallarins og verður þar forsal- ur að íþróttasalnum og stúkunni á annarri hæð, en tækjageymsla á jarðhæð. Salurinn sjálfur verður 44 x 44 metrar að stærð með einum keppnisvelli og færanlegum sæta- röðum fyrir um 2300 manns, en með því draga sætaraðimar saman em tveir æfíngavellir í fullri stærð. Búningsaðstaða og salemi em í stúkunni sem fyrir er, en sjálfur íþróttasalurinn verður um 2000 fer- metrar að stærð. íþróttahúsið verð- ur byggt úr límtrésbogum, væntan- lega frá Flúðum, með steyptum göflum og veggjum og stöplum undir límtrén. Valdimar Harðarson og Páll Gunnlaugsson hjá Arkitekt- um s.f. Laufásvegi teiknuðu húsið, en þeir hafa áður unnið með Hag- virki, m.a. íþróttahús á Seltjarnar- nesi, að sögn Brynjars Btjánssonar, yfirmanns byggingadeildar Hag- virkis. Brynjar sagði að þegar flest- ir starfsmenn yrðu við byggingu íþróttahússins yrðu þeir um 30 tals- ins, en hann sagði mikilvægt að byija strax á verkunum, því tíminn væri naumur. son nv 3po ÍTKKH IÍÐ... Massey-Ferguson GILDAR ASTÆÐUR FYRIR KAUPUM Á NÝRRI MF-DRÁTTARVÉL...STRAX * MF STÆRSTIR í DRÁTTARVÉLUM * MF MEST SELDIR Á ÍSLANDI * MF MEÐ HÆSTA ENDURSÖLUGILDI * MF SAMNINGAR SEM STANDA * 5 ÁR TIL GREIÐSLU Á VÉLINNI - JÁ 5 ....OG ÞAÐ Á GÓÐUM KJÖRUM MASSEY FERGUSOW AR! NU ER AÐ HROKKVA EÐA STÖKKVA Hver fær milljónir 1 á laugardaginn? _ iM PS. Þú getur notaö sömu tölurnar, viku eftir viku - með því að kaupa tveggja, fimm, eða tíu vikna miða Sími 685111. Upplýsíngasímsvari 681511 SAMEINAÐA/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.