Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1989 Jón Sigurðsson ráðherra um verðlagsfrumvarpið; Styrkir stöðu neytand- ans á markaðinum Sýndarmennskan einber, sagði Egill Jónsson, Sjálfstæðisflokki Jón Signrðsson viðskiptaráð- herra mælti í gær í efri deild Alþingis fyrir stjórnarfrumvarpi til breytinga á lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Helztu efiiisatriði frumvarpsins eru þrjú: Varamenn skulu skipaðir í Verðlagsráð með sama hætti og aðalmenn. Hver sá sem vanrækir að láta Verðlags- stofriun í té umbeðnar, nauðsyn- legar upplýsingar skal sæta viður- lögum. Verðlagning á orku frá orkuvinnslufyrirtækjum og dreifiveitum skal falla undir ákvæði laga þessara á tímabililinu frá 1. marz 1989 til 1. september 1989. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, sagði frumvarp þetta hluta af ráðgerðum efnahagsaðgerðum ríkisstjómarinnar. Tilgangurinn væri ekki sízt að styrkja stöðu neyt- enda á markaðinum. Ráðherrann sagði verðlagsaðhald, sem að væri stefnt, því aðeins bera árangur að það væri tímabundið. Verðbólga hafi aldrei risið hærra hér á landi en í áralangri verðstöðvun. Ráðherra sagði að orkuvinnsla hér á landi hefði einokunaraðstöðu. Þessvegna væri mikilvægt, við ríkjandi aðstæður, að hún sætti ströngu verðlagsaðhaldi. Egill Jónsson (S/Al) sagði frum- varp þetta þunnt í roði. Eina efnisat- riðið, sem vigt hefði, væri verðlags- aðhald að orkufyrirtækjum. Alkunna væri að sumar hitaveitur og raf- veitur, sem væm i eigu sveitarfé- laga, byggju að útgjöldum langt Egill Jónsson umfram tekjur. Sama máli gegndi um Rafmagnsveitur ríkisins. Raf- magn væri raunar greitt niður til húshitunar og frystiiðnaðar. Egill sagði að fmmvarpið væri, þegar grannt er gáð, sýndar- mennska. Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk) sagði eðlilegt að orkuvinnslufyrir- tæki sættu verðlagsaðhaldi. Annað í fmmvarpinu væri veigalítið, nánast smáatriði. Eiður Guðnason (A/Vl) sagði það rétt að hitaveitur byggju við erfiðleika. Þannig hafi dráttur á af- greiðslu lánsQárlaga valdið sumum þeirra áföllum. Hann lét að því liggja að viðkomandi þingnefnd gæti af- greitt þetta mál á skömmum tíma. Sólveig Pétursdóttir (S/Rvk) sagði að einkageirinn hafi staðið við sitt í verðstöðvuninni, sem senn lyki. Jón Sigurðsson Öðm máli gegndi um ríkisstjómina sjálfa. Hún hafi hækkað skatta á fólk og fyrirtæki um milljarði, m.a. verðþyngjandi skatta. Hún hafi og heimilað opinbemm stofnunum hækkun á útseldri þjónustu. Einka- geirinn væri því verr undir áfram- haldandi verðlagsaðhald búinn en ríkisreksturinn. Hún spurði ráðherra hvaða fyrirtæki hann hafí átt við, þegar hann fjallaði um „einokunar- og markaðsráðandi fyrirtæki“. Jón Sigurðsson ráðherra sagði það rétt að oft ríkti ekki samræmi milli verðákvarðana hjá því opinbera og í einkarekstri. Þessvegna m.a. væri orkuvinnslan sett undir verð- lagsaðhald nú. Sem dæmi um „ein- okunar- og markaðsráðandi fyrir- tæki“ nefndi hann Flugleiðir, Eim- skip og steypistöðvar, en þar réðu örfá fyrirtæki ferð. Tónleikar í Listasafiii Sigurjóns TÓNLEIKAR á vegum Lista- safhs Sigurjóns Ólafssonar verða haldnir sunnudaginn 12. febrúar klukkan 15.00 í sal safiisins á Laugamesi. Þar munu þau Guðný Guð- mundsdóttir og Gunnar Kvaran flytja samleiksverk fyrir fiðlu og selló. A efnisskrá em eftirtalin verk: Duet eftir Josef Haydn, Dúó fyrir fiðlu og selló eftir Jón Nord- al, Passacaglia eftir Hándel- Halvorsen og Duo op. 7 eftir Zolt- án Kodály. Fundur um „Undirheima“ FJALLAÐ verður um bók Þor- leifs Friðrikssonar „Undir- heimar íslenskra stjórnmála" á fundi hjá Félagi áhugafólks um verkalýðssögu í dag. Bókin fjallar um átökin innan Alþýðuflokksins og verkalýðs- hreyfingarinnar sem náðu hám- arki á áranum 1953—1956. Fund- urinn verður haldinn á Hverfis- götu 21 í húsnæði Félags bóka- gerðarmanna kiukkan 14.00. Árshátíð Eyfírðinga- félagsins Eyfirðingafélagið í Reykjavík heldur árshátíð sina Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran. í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, laugardaginn 18. febrúar. Húsið verður opnað klukkan 19. Júlíus Sólnes flytur pistil, boð- ið er upp á skemmtiatriði og síðan er leikið fyrir dansi. Forsala að- göngumiða verður í dag kl. 15—17 í Félagsheimilinu. Skósýning í Kringlunni KYNNING á skóm frá skóverk- smiðjunni Strikinu á Akureyri stendur nú yfir í verzluninni RR-skór í Kringlunni. Kynning- in mun standa til 18. febrúar og er kölluð „íslandsdagar". í fréttatilkynningu frá RR- skóm segir að verzlunin geri mikl- ar kröfur um gæði, sem íslenzku skómir frá Strikinu uppfylli ágæt- lega. Sænsk sýning í Gallerí List SÆNSKA listakonan Elsa Rook opnar sýningu á málverkum sínum í Gallerí List í dag klukk- an 14. Þar sýnir hún 24 akrýl- verk. Listakonan hefur haldið sjálf- stæðar sýningar víða í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi og tekið þátt í mörgum samsýningum norrænna listamanna. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 19. febrúar. Opið er alla daga frá klukkan 10.30—18.00, en sunnudaga frá klukkan 14.00-18.00. Tónleikar í Tunglinu Breska rokkhljómsveitin Band of Holy Joy er stödd hér á landi um þessar mundir og heldur tónleika í skemmtistaðn- um Tunglinu á sunnudags- kvöld. Tónleikamir í Tunglinu hefjast kl. 22.00, en á undan Band of Holy Joy leikur íslenska hljóm- sveitin Risaeðlan. Myndlist í Djúpinu Þormóður Karlsson opnar myndlistarsýningu í Djúpinu, Hafiiarstræti 15, í dag. Á sýningunni em sýnd olíu- og akrílmálverk, unnin á ámnum 1985—1988. Þormóður hefur áð- ur haldið sýningu hér heima, í Danmörku og í Bandaríkjunum. Sýningin er opin frá klukkan 11.00-23.30. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Kennararnir Jean Marc, Ólafur Pálsson og Sigriður Lárusdóttir formaður skólafélagsins. Opin vika í Menntaskólanum á Egilsstöðum: Hópur athugar stofii- un Amnesty-deildar Egilsstöðum. UM 200 nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum leggja hefðbundna stundaskrá til hliðar þessa viku og snúa sér að öðru námsefni. Þessa viku er svokölluð opin vika í skólanum og þá taka nemendur upp hópstarf þar sem þeir vinna að ákveðnum málaflokkum undir leið- sögn kennara. Skyldumæting er í hópunum fyr- ir hádegi dag hvem, en eftir hádegi gefst nemendum kostur á starfi í öðrum hópum én þeir em skráðir í. Á meðan opna vikan stendur yfir er skólinn öllum opinn og gefst al- menningi kostur á að kynna sér skólastarfið og starf hópanna. Helstu hóparnir sem verða að störfum þessa viku era starfshópur um Amnesty Intemational. Mun hann kynna sérstaklega störf þess- arar hreyfingar og athuga með stofnun sérstakrar deildar Amnesty hér á Egilsstöðum. Tónlistarhópur verður starfandi og fjallar hann bæði um popptónlist og klassíska tónlist, gengst m.a. fyrir tónleikum með Bubba Moríhens í Valaslq'álf á miðvikudag. Kvikmyndahópurinn gengst fyrir sýningum á tveimur nýlegum bíómyndum í samvinnu við Valaskjálf. Em það myndimar, „Cry freedom" sem sýnd verður á fimmmtudag og „Síðasta freisting Krists" sem sýnd verður á sunnu- dag. Einnig munu þeir sýna 16 mm myndir sem þeir hafa fengið í gegn um franska sendiráðið. Það verður gerð skoðanakönnun á myndbandaeign á Egilsstöðum Fiskverð á uppboðsmörkuðum 10. febrúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 65,00 44,00 61,79 4,157 256.925 Ýsa 98,00 80,00 93,72 1,855 173.879 Karfi 36,00 36,00 36,00 0,667 20.422 Ufsi 25,00 25,00 25,00 0,063 1.593 Steinbítur 51,00 51,00 51,00 0,215 10.973 Steinbíturjósl.) 50,00 50,00 50,00 0,739 36.950 Lúða 220,00 220,00 220,00 0,008 14.204 Koli 50,00 50,00 50,00 0,045 2.290 Langa 15,00 15,00 15,00 0,029 440 Keila 28,00 28,00 28,00 0,507 14.204 Keila(ósL) 21,00 21,00 21,00 0,202 4.253 Hrogn 164,00 100,00 133,34 0,225 30.114 Samtals 64,27 8,617 553.803 Selt var aðallega úr Náttfara HF, Hamri SH, frá Fiskverkun Sig- urðar Ágústssonar, Nesveri, Hróa hf., Kristjáni Guðmundssyni á Rifi og Fiskverkun Valdimars Elíassonar í Hafnarfirði. Næst- komandi mánudag verður selt óákveðið magn úr ýmsum bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 62,00 62,00 62,00 7,597 470.986 Þorskur(smár) 57,00 57,00 57,00 1,353 77.121 Ýsa 95,00 56,00 82,18 1,724 141.681 Ufsi 37,00 34,00 36,72 4,384 161.001 Karfi 17,00 17,00 17,00 0,222 3.774 Steinbítur 45,00 45,00 45,00 0,078 3.510 Skarkoli 56,00 56,00 56,00 0,022 1.232 Lúða • 265,00 265,00 265,00 0,074 19.610 Samtals 56,87 15,453 878.915 Selt var úr Keili RE. í dag verður selt úr netabátum og hefst uppboðið klukkan 12.30. Næstkomandi mánudag verða meöal annars seld 10 tonn af grálúðu, 6 tonn af þorski og 1,6 tonn af steinbít úr Farsæli SH. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 70,50 50,50 65,11 36,690 2.388.855 Ýsa 92,00 85,00 86,91 1,453 126.281 Ufsi 20,50 19,00 19,41 5,500 106.750 Steinbítur 37,00 30,00 32,33 0,750 24.250 Langa 31,50 18,00 27,82 0,044 1.224 Blálanga 35,00 35,00 35,00 0,141 4.935 Lúða 275,00 275,00 275,00 0,034 9.433 Keila 21,00 20,00 20,82 0,486 10.130 Hrogn 89,00 89,00 89,00 0,020 1.780 Samtals 59,26 45,118 2.633.638 Selt var aðallega úr Skarfi GK, Eldeyjar-Hjalta og Hrungni GK. I dag verður selt úr snurvoðar- og dagróðrabátum ef á sjó gefur. og athugað hvaða myndbönd ganga best á leigunum hér. Einnig er ætlunin að kanna þátttöku á stofn- un kvikmyndaklúbbs og kenna Eg- ijsstaðabúum að fara aftur í bíó. Útvarpsstöð verður starfrækt þessa viku og sendir hún út á FM 103,2 allan sólahringinn. Mun sending hennar ná um allt Fljótsdalshérað. Verður þar flutt, auk dægurtónlist- ar, tilbúnir þættir um menningu og stjórnmál auk frétta og viðtalsþátta við bæjarbúa. Myndbandahópur mun einnig starfa og vinna efni fýrir líðandi stund og heimildir handa framtíðinni. Einnig verður unnið að veglegu skólablaði en slíkt blað hefur ekki komið út í 5 ár. Opnu vikunni lýkur svo með Þorrablóti sem sérstakur hópur sér um. Ættu þá allir að geta mætt í nýsaumuðum fötum en mikil ásókn var á saumanámskeið þessa viku og em þau margsetin. Feimnis- hópurinn, en það er hópur feiminna einstaklinga sem ætlar að nota vik- una til að vinna bug á feimninni, verður þá laus við alla feimni og getur heilshugar tekið þátt í gleð- inni. - Björn i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.