Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1989 4 Útgerðarfélag Akureyringa: Flakaskurð- arvélin gef- ur góða raun Útgerðarfélag Akureyringa hefur ákveðið að taka nýja tölvu- stýrða flakaskurðarvél í sína þjón- ustu, en vélin hefur nú í rúmt hálft ár verið í prufukeyrslu hjá fyrirtækinu. Með þessari nýju tækni verður hefðbundin flaka- skurður fiskverkunarfólks úr sög- unni en hingað til hefúr mann- skapurinn séð um hann að lokinni ormahreinsun. Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri ÚA, sagði að vélin skæri flökin af mun meiri nákvæmni en manns- höndin þannig að út kæmi betri nýt- ing. Ekkert annað frystihús hérlend- is hefur slíka vél til umráða. Hún er öll tölvustýrð, tekur í fyrstunni mynd af hverju flaki fyrir sig til að reikna út hvemig skera megi það þannig að sem mestri nýtingu sé náð. Síðan tekur við hárfín vatns- buna, sem er aðeins 0,4 millimetrar að sverleika, sem sér um skurðinn sjálfan. Baldvin Björnsson byggingastjóri ásamt hjónunum Lyssí Sigþórs- dóttur og Þorsteini Svanlaugssyni. , KYNNING AAKUREYRI! BM býður til kynningar og sýningar á Hótel KEA,Akureyri, 14. og 15. febrúar 1989 KYNNINGIN er báða dagana kl. 10,00 -11.30 ‘_ Kynntar verða ýmsar nýjungar og það sem er efst á baugi hjá IBM t.d. ný þjón- usta sem höfðar sérstaklega til lands- byggðarinnar. Væntanlegir þátttakendur á kynningarnar eru beðnir að skrá sig hjá Bókvali Akur- eyri, sími: 26100. SÝNINGIN ER OPIN: Þriðjudag 14.02. kl 10.00-19.00 Miðvikudag 15.02. kl. 10.00-16.00 TIL SÝNIS VERÐUR M.A.: jft- Nýja AS/400 fjölnotendatölvan sem fengið hefur frábærar viðtökur bæði hérlendis og erlendis. Margar gerðir PS/2 einmenningstölva með nýjungum s.s. OS/2 og DOS 4.0 stýrikerfum, nettengingum, geisla- diskum og skanna. Nýjasta System 36 tölvan. L: Nýir búðarkassar sem auka verulega hagkvæmni í verslunarrekstri. Einnig fjölbreyttur hugbúnaður og verk- efni fyrir ýmsar tölvugerðir. Hérgefstgotttækifæritilaðkynnastaf eigin raun hvað hægter að gera með réttri tölvuvæðingu. FYRST OG FREMST SKAFTAHLÍÐ 24 105 RÉYKJAVÍK SÍMI 697700 fWgr&imMaftífo Góðandagirm! Flutt inn í íyrstu íbúðina við Víðilund: ^ Alltof dýrt húsnæði < fyrir aldrað fólk — segja fyrstu íbúarnir FYRSTA raðhúsaíbúðin við Víðilund var afhent um síðustu helgi hjónunum Lyssi Sigþórsdóttur og Þorsteini Svanlaugssyni, en við Víðilundinn er verið að byggja íbúðir fyrir aldraða með þjónustu- kjama, sem bærinn hyggst eiga og reka. Um er að ræða tvær blokk- ir með yfir 30 íbúðum hvor auk þess sem þama rísa þrettán rað- húsaíbúðir. Félag aldraðra á Akureyri stendur fyrir íbúðabyggingun- um í samvinnu við bæjaryfirvöld. Meiningin er að einstaklingar eldri en 60 ára kaupi og eigi íbúðimar. Bærinn ætlar hinsvegar alfarið að standa að byggingu þjónustukjarnans og rekstri hans. Sex mánuðir eru liðnir frá því næði allt of dýrt ef öldruðu fólki bygging fyrsta raðhússins hófst og verður flutt inn í hin raðhúsin á næstu mánuðum. Þessi fyrsta rað- húsalengja er byggð úr steyptum einingum frá Möl og sandi. Þor- steinn sagði í samtali við Morgun- blaðið að húsið væri 117 fermetrar að flatarmáli auk 30 fermetra bílskúrs. „Ég myndi segja að þetta húsnæði væri mun dýrara en geng- ur og gerist á almennum markaði, en það er eflaust miklu fullkomnara og þægilegra. Einangrun er sér- staklega góð, ljós eru mikil og gert er ráð fyrir neyðarbjöllum, sem ekki koma að neinu gagni ennþá, en er mikið öryggisatriði fyrir gam- alt fólk. Neyðarhnappamir eiga að tengjast úr húsunum yfir í slökkvi- stöðina. Hinsvegar tel ég þetta hús- er ætlað að standa undir kaupunum auk þess sem ég tel að bærinn taki of lítinn þátt í þessu með okkur. Allt skipulág og þjónusta í kringum þetta er rándýrt. Ég þarf líklega að greiða 7,5 milljónir kr. fyrir þetta húsnæði mitt þannig að sú eign, sem ég átti fyrir, hrekkur vart til fyrir þessu. Eg átti stórt tveggja hæða hús á Akureyri sem ég seldi á 8,4 milljónir kr.,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að óvissa ríkti jafn- framt um hvort hann kæmist inn í húsnæðislánakerfið þar sem hann hefði átt stóra eign fyrir. „Hús- næðisstjóm hafði lofað okkur fram- kvæmdaláni á meðan á bygginga- tímanum stæði. Fyrst áttum við að fá Iánið í október, síðan í desember en ekkert hefur enn gerst.“ í ( MorgunDlaöiö/Kunar Pör Bjömsson Stórsveitaræfing í Tónlistarskólanum á Akureyri. Etfass í Sjallanum Einleikari og stjórnandi frá Danmörku SKAMMT ER stórra högga á milli í tónleikahaldi á Akureyri þessa dagana og verkefni tónlistarmanna næg. Um síðustu helgi hélt Kammerhljómsveit Akureyrar Gerschwin-tónleika í troðfullri Iþróttaskemmunni undir stjóm Danans Eriks Tschentschers. Og aftur er blásið til tónleika um þessa helgi. Það em djasstónleikar Stórsveitar Tónlistarskólans á Akureyri og D-sveitar sama skóla og þeir verða í Sjallanum á sunnudagskvöldið klukkan 20.30. Stórsveitin, eða Bigbandið, eins og það er jafnan kallað hér nyrðra, tók þátt í tónlistarviku í Randers í Danmörku á síðasta sumri og með- al Ieiðbeinenda og stjómenda þar var Erik Tschentscþer. Hann er þekktur tónlistarmaður og hefur árum saman spilað á fyrsta tromp- ett í djasssveit danska útvarpsins og Radioens Bigband svo og í Tívolíhljómsveitinni í Kaupmanna- höfn, að ógleymdri Eclipse-hljóm- sveit Thads sáluga Jones. Þá hefur hann farið víða um Iönd og leikið með hljómsveitum og leiðbeint þeim. Kynni hans og Stórsveitarinn- ar í sumar ollu því að hingað er hann kominn og hefur látið hendur standa fram úr ermum. Auk Gerschwin-tónleikanna með Kammerhljómsveitinni hefur hann leiðbeint Stórsveit Tónlistarskólans og D-sveitinni og búið þær undir djasstónleikana á sunnudagskvöld- ið. Á efnisskrá D-sveitarinnar er djasssvíta fyrir hljómsveit og djasssextett og Summertime úr Porgy og Bess, þar sem Erik blæs einleik. Á efnisskrá Stórsveitarinn- ar er á annan tug djasslaga. Þar má nefna Hay Bumer, On the Move, Satin Doll og eilífan fylgifisk sveit- arinnar, Splanky. Auk þess eru lög eins og Perdido og Camillion, en í þeim mun stjómandinn eiga ævin- týralegan einleik, að sögn tals- manna sveitarinnar. í Stórsveitinni em um 20 manns og í D-sveitinni um 40 svo flytjend- ur á djasstónleikunum í Sjallanum á sunnudagskvöldið klukkan hálf- níu eru um eða yfir 60 talsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.