Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 27
27 flAíiHfm .rr írunAafiAnTTA.T «icrA.iawuí)HOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1989 Afinæli: Súlli á Saltabergi ........... ■ og það eru mikil hlunnindi að eiga að frambærileg fjðll, feta bjargið i andrúmi sem er engu líkt, andrúmi og stemmningu bjargveiðimanna. Frændi minn, Súlli á Saltabergi, bjargveiðimaður í Bjarnarey, er sjö- tugur í dag. Þessi gamalreyndi graddi sem á sér tvo drauma sem renna þó saman í eitt, Bíu og Bjarnarey. Hlöðver Johnsen heitir hann fullu nafni, en það er aðallega fyrir opinbera kerfið. Súlli er sér- stæður persónuleiki, fjölfróður og náttúrunnar bam í öllum hæðum bjargsins. Kostirnir em svo margir sem búa í honum að ókostirnir hverfa eins og dögg fyrir sólu þeg- ar á reynir og eftir stendur skemmtilegur félagi og drengur góður. Hjá Vestmanneyingum al- mennt skiptist árið í fyrir og eftir þjóðhátíð og fyrir og eftir jól. Hjá Súlla miðast árið við lundaveiðitím- ann og síðan verður hann að bíða næsta lundatíma með ótrúlegri óþreyju sem aldrei eldist af í hjarta þessa skapmikla en lipra fjalla- manns. Það em ekki mörg ár síðan kempan kleif Eldey eins og ungling- ur færi bjargið, en í Bjarnarey er staðurinn hans. Þar þekkir hann hvern lófastóran flöt, þar getur hann verið sú eilífðarvera sem hann er að upplagi, fundið sér farveg og jafnvægi í unaðsreit sem aldrei föln- ar. Með lýsisflösku við rúmstokk- inn, lunda við snös og suðaustan gjólu. Þá er lífið fullkomnað þótt það hafi aldrei skemmt að hafa ein- hverskonar annað gler með lýsis- flöskunni. Súlli lauk matreiðslunámi á sínum tíma, stundaði bankastörf um árabil, sjómennsku lengi og það var ekki nóg með að hann kynni íslensk nöfn á öllum kvikindum og plöntum sem komu í veiðarfærin. Hann kunni einnig latnesku nöfnin. Hann hefur seinni árin unnið í Fes- inu í Eyjum, Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar, skrifað for- vitnilega bók um lífið í Eyjum og nú síðustu árin hefur hann verið húsvörður í skóla í Eyjum og hefur farið vel á því fyrir sérlega bamgóð- an manninn og fræðara af Guðs náð. Þá hefur hann um árabil kennt börnum og unglingum í Eyjum bjargsig á hveiju vori inni í Spröngu í Skiphellum og það er orðinn all stór hópurinn af strákum og stelp- um sem Súlli hefur leitt fyrstu spor- in í bjargið, kennt að halda á háf og veiða, síga í bjargið með létt- leika og reisn og síðast en ekki síst að njóta náttúrunnar í botn með öllum þeim undmm sem hún hefur upp á að bjóða. Það vita þeir sem þekkja þennan ágæta félaga að það er kapp veiðimannsins sem rekur hann áfram. Hann hefur ekki alltaf farið hefðbundnar leiðir í hvers- dagslífinu og stundum skekkt hina viðurkenndu mynd hins vammlausa, en það hefur alla tíð fylgt honum líf og fjör, titringur sem er innifal- inn í lífi þess sem lifir í takt við náttúruna. Fjölskyldan hefur alltaf verið honum mjög mikils virði og hann er stoltur af sínu fólki, en á sinn hátt hefur hann alltaf verið einfari, eins og hvalirnir sem vaða úthöfin þvers og krus með tign og mark- vísi. Samt er hann ekki síður mikil félagsvera þegar hann vill við hafa, alveg eins og lundinn sem er fugla félagslyndastur. Súlli er mikill grúskari og lætur sér fátt óviðkom- andi. Hann tók þátt í uppbyggingu Listasalurinn Ný- höfii stofiiar klúbb Listasalurinn Nýhöfn hefur nú stofnað klúbb og gefst félögum hans kostur á fyrirlestrum um listir, ársfagnaði, boðum á for- sýningar og skipulagðri, stuttri menningarferð til að skoða söfh og sýningar erlendis í fylgd sér- fróðs fararstjóra. Á vorönn verða haldnir sex fyrir- lestrar með litskyggnum um íslenska myndlist. Ætlunin er að þeir verði haldnir í Nýhöfn, Hafnar- stræti 18, kl. 20.30-22.30. Fyrsti fyrirlesturinn, sem Bjöm Th. Björnsson heldur og nefnir „Leys- ingar“ verður 13. febrúar. Björn fjallar um forgöngumennina í íslenskri list á 19. og öndverðri 20. öld. Björn heldur annan fyrirlestur, „Undir heiðríkjunni" þann 27. febr- úar og ijallar þá um fyrstu kynslóð- ina í myndlist okkar á þessari öld. Þann 13. mars talar Hrafnhildur Schram um aldamótakonur í íslenskri myndlist, 28. mars flallar Aðalsteinn Ingólfsson um millistríðs- og Septembermálarana, 10. apríl flytur Halldór B. Runólfs- son fyrirlestur sem hann nefnir „Hvað er nýlist" og Halldór heldur annan fyrirlestur 24. apríl um hrær- ingar í íslenskri samtímalist. Af annarri starfsemi kiúbbsins má nefna, að ákveðin hefur verið fimm daga ferð til Parísar 8.-12. mars. Þar verða skoðuð söfn og sýningar, meðal annars sýning á verkum franska málarans Paul Gauguin í Grand Palais. Klúbbfé- lögum er gert að skrá sig í ferðina og staðfesta för fyrir 15. mars. Þá verður klúbbfélögum boðið á for- sýningar kvöldið fyrir opnun sýn- inga milli kl. 18 og 19. Skráning félaga í klúbb Nýhafn- ar fer fram í Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Framkvæmdastjóri klúbbsins er Hrafnhildur Schram, listfræðing- ur. Gallerí Borg? Uppboð á sunnudag ÁTJÁNDA málverkauppboð Gallerí Borgar, sem haldið er í samráði við Listmuna- uppboð Sigurðar Benedikts- sonar hf. verður haldið á Hótel Borg, sunnudaginn 12. febrúar klukkan hálf fimm. Um sjötíu verk verða boðin upp. I fréttatilkynningu frá Gall- erí Borg segir að boðnar verði upp myndir Gunnlaugs Sche- vings, Ásgríms Jónssonar, Kjarvals, Jóns Engilberts, Ey- jólfs J. Eyfells, Sverris Haralds- sonar, Gunnlaugs Blöndal, Bar- böru Árnason, Sveins Þórarins- sonar og Jóns Þorleifssonar. Af núlifandi listamönnum eru nefndir Kristján Davíðsson, Eiríkur Smith, Bragi Ásgeirs- son, Hringur Jóhannesson, Hörður Ágústsson, Elías B. Halldórsson, Hafsteinn Aust- mann, Gísli Sigurðsson, Pétur Friðrik og Gunnar Öm. hraunhitaveitunnar í Vestmanna- eyjum og lagði sitt af mörkum í brúklegum hugmyndum sem skópu raunverulegan árangur, hann hefur löngum lagt stund á ræktunarstarf á Heimaey og þannig hafa sporin hans legið í ótal verkefni sem sjald- gæft er að ætla einum manni. Lífssvið hans hefur þannig verið vítt, ekki alltaf í röð og reglu, en einlægt og frumlegt í senn, enda vinur vina sinna og það er gagn- kvæmt. í sjálfu sér er Súlli eins og ein af úteyjunum, horfir aldrei und- an vindi þótt á móti blási, en notar gjarnan vindinn eins og fyllinn við bergið í vestgjólunni, sveigir og beygir eins og hugurinn girnist í vangaveltum um gildi tilverunnar. Hann segir gjaman sögur, syngur og svo er hann listakokkur, en umfram allt vill hann njóta þess að lifa með henni Bíu sinni og Bjarnar- ey. Þar liggur hans leið. Þegar hann fer á Trabbanum sínum til Reykjavíkur skilur hann bílinn eftir fyrir ofan Ártúnsbrekkuna, tekur ekki meiri áhættu. En í bjarginu fetar hann einstigið eins og hann sé hluti af bjarginu. Það má svo margt skemmtilegt um hann segja. Hvort sem það er klukkan 5 að morgni í Bjamarey þegar hann hefur tekið morgunsprænið allt of nálægt kofanum eins og venjulega, ræsir mannskapinn með kaffi og með því og segir með blákaldri al- vöm í augum að það sé allt hvítt af fugli og suðaustan kæla eins og best verði á kosið. Oe iafnvel bótt þetta sé ekki svona þá finnst honum það. Að ekki sé nú minnst á glam- pann í augunum þegar hann situr norður á nefi við spilið og bíður eftir þremur kílóum af skyri nálg- así brún, þremur „kílóum í gleri“. Megir þú, gamli vin, eiga giftu- ríkar stundir í öllum spomm þínum, hvort sem er á jafnsléttu eða í bjarg- inu að maður tali nú ekki um spor- in með henni Bíu því þau hafa nú dugað best. Megið þið eiga skemmtilegan og glerfínan dag heima á Saltabergi með vinum og vandamönnum í afmælisfagnaði og fyrir hönd veiðifélaga úr hópi bjarg- veiðimanna fáið þið allan okkar óskaeld á einu bretti. Árni Johnsen Ósölnveröið lækkarwn helmingtíl viðbötar <J CHARLES JOURDAN BqxíI te RODIER j\jiuascutum Lampert LONDON KS'. Klaus Steilmunn Selection NORBERT CROMBIE NEL Kl by Karl Lagcrfeld Est 1805 SONIA RYKSEL MRIS Slðasti dagur — allt á að seljast Vörur úr þrotabúi Gullfoss. Opið í dag frá kl. 10.00 — 14.00 ttsOlumarkaður Skólavörðustíg 12 (gengið inn frá Bergstaðastræti)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.