Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1989 Minning: Louise M. Ólafs- dóttir organisti Fædd 12. desember 1891 Dáin28.janúarl989 Þetta á aðeins að vera minning- arbrot, minningar eins og ég man hana, og mun alltaf muna hana. Lúlla, eins og hún var ævinlega kölluð af vinum og vandamönnum, hefði ekki viljað háfleyg og hátíðleg ¦* eftirmæli. Louísa M. Olafsdóttir fæddist 12. desember árið 1891 að Sandfelli í Öræfum, dóttir hjónanna séra Ólafs Magnússonar síðar prests að Arnarbæli í Ölfusi og Lydíu Angelíu Lúðvíksdóttur Knudsen. Louísa var organisti við Kotstrandarsókn og síðar Hvera- gerðissókn í 63 ár. Hún starfaði mikið að tónlistarmálum, einkum kirkjusöng og var sæmd Hinni íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að tónlistarmálum árið 1974. Louísa giftist aldrei og varð ekki barna auðið. Hún var barngóð, tal- aði enga tæpitungu við börnin, ræddi við þau eins og fullorðið fólk, hafði góða stjórn á þeim, enda báru þau mikla virðingu fyrir henni. Þannig var það einnig með mín börn, sem dvöldust oft í návist hennar. Lúlla var mikill dýravinur og dýrin hændust fljótt og vel að henni. Heima í Haukafelli, en það var nafn hússins áður en númerin á Heiðmörk á Hveragerði komu, var oft glatt á.hjalla, þegar kirkju- kórinn kom til æfingar, sem var nokkuð oft, þá var hlegið dátt. Lúlla var með spaugsyrði á lofti, á milli þess sem kórinn tók sér smá hlé. Oft tók hún bassana sér, og tenórana sér, ef einhver fór út af laginu, sagði hún snöggt: „Hvað er þetta maður, ertu laglaus eða búinn að missa röddina?" Síðan eft- ir aðra stutta æfingu á laginu bætti hún við: „Þetta er ágætt, þú gætir orðið góður óperusöngvari," og þá var hlegið dátt. Oftast sat ég í her- berginu mínu og hlustaði. Eitt sinn var settur upp konsert, gekk eitt- hvað erfiðlega að æfa bassann, var æft bæði á daginn og kvöldin nokkra daga í viku. Ég komst ekki hjá því að heyra æfingarnar enda hafði ég gaman af, því þetta síaðist svo í huga minn að það eina sem ég kann er bassinn í þessu lagi sem mig minnir að heiti Alfakóngurinn. Þegar ég hafði orð á þessu við Lúllu svaraði hún: „Þú getur kom- ist í kórinn þegar þú verður eldri, og sungið bassann." Eg tek það fram að konsertinn tókst með glæsi- brag. Lúlla lagði hart að sér með þolin- mæði og dugnaði og kórinn var samstilltur og ríkti góður andi með- al kórfélaga og organista. Eina sögu sagði Lúlla mér sem gerðist á þeim tíma sem lítið fjármagn var til. Allt var unnið í sjálfboðavinnu, kórfélagar keyptu sjálfír kaffi og kaffibolla, bökuðu og annað sem á þurfti að halda við kóræfingar, en _ .þá voru æfíngar í elsta barnaskóla Hveragerðis sem var gamalt hús, og seinna gert upp að hluta fyrir smíðakennslu, handavinnukennslu og skátastarf. Lúlla beitti sér fyrir því að fá að halda æfingar í húsinu en það var frekar lítið og hálf óvist- legt. Það sem hún sagði mér gerð- ist löngu áður en hún flutti í Hauka- fell. Lúlla vissi að kaffikönnu vant- aði fyrir kirkjukórinn og ákvað hún að kaupa hana sjálf. Hún fór inn í verslun í þorpinu og sá þar uppi í hillu fallega bláa kaffikönnu sem hún sá að mundi ekki vera í ódýr- ~ ari kantinum. Spurði afgreiðslu- manninn: „Hvað kostar þessi for- láta kaffíkanna?" „Ja, hún kostar nú ekki neitt." Lúlía gekk út með könnuna. Afgreiðslumaðurinn starði undrandi á eftir henni og varð orðlaus. Seinna lét Lúlla skrautrita skjal með þakklæti fyrir góða gjöf til kirkjukórsíns og færði versluninni. Hún var aldrei rukkuð um könnuna, en skjalið var inn- rammað og hékk í búðinni næstu árin. Lúlla kom á heimili foreldra minna þegar ég var tíu ára gömul, móðir mín vann úti allan daginn og faðir minn einnig bæði á daginn og fram eftir kvöldi. Lúlla sá um heimilið ásamt móður minni. Og ég tala ekki um að líta eftir óþekktar- anga eins og mér. Móðir mín og faðir minn bjuggu fyrst í Ölfusi skammt frá Arnarbæli, síðan í Gljúfraholti. Með foreldrum mínum og Lúllu tókst góð vinátta. Ég var það ung þá að ég minnist þess ekki hvenær ég sá hana fyrst. Lúlla var á heimili okkar í Hveragerði þegar við fluttum þangað. Hún bjó þar í um 23 ár, á mínum barns- og ungl- ingsárum má segja að hún hafi alið mig upp ásamt foreldrum mínum. Lúlla var alltaf fljót að svara fyrir sig. Orðheppin með hressum og fyndnum setningum, hún lét allt fjúka hvort sem mér líkaði vel eða illa og skammaði mig ef þess gerð- ist þörf. Það hef ég eflaust átt skil- ið, en eftir stutta stund hressti Lúlla mig ætíð við með gaman- semi, spaugilegum frásögnum frá sínu eigin lífi í gegnum árin og einn- ig fræðandi frásögnum úr bókum, en Lúlla var víðlesin og fróð um gamla tímann. Sumt af þessum fróðleik hafði hún frá föður sínum og móður, égsat sem bergnumin og gleymdi stað og stund, svo skemmtilega sagði hún frá. Eina skemmtilega frásögn langar mig að nefna, þegar konungur Dan- merkur kom í opinbera heimsókn til íslands árið 1907. Þá hefur hún verið 16 ára. Óskaði konungur eftir að heimsækja íslenskan sveitabæ. Arnarbæli varð fyrir valinu hjá séra Ólafi föður Lúllu, konungur kom með mikið fylgdarlið, slegið var upp tjöldum sem fylgdarliðið gisti í.« Konungur svaf í stofu. Mikil for- vitni greip þá Lúllu sem var aðeins sextán ára yngismær, hún vildi fá að vita hvort kóngar svæfu eins og aðrir menn. Lúlla læddist að glugganum þegar kóngur var sofn- aður^og varð fyrir miklum von- brigðum. Hann hraut hátt og mik- ið. Daginn eftir kom það í hlut Lúllu að hræra skyr fyrir kónginn, hann hafði beðið um það daginn áður að bragða á þessum íslenska mat. Lúlla sagði oft við mig þegar skyr var á borchim: „Þetta er best hrærða skyr á íslandi, enda er ég konunglegur skyrhrærari." Ég átti það til að henda dótinu mínu og fötum og öðru slíku um allt hús, en ég komst ekki upp með það, Lúlla mín kom, og hélt smá fyrirlestur um hvernig ætti að ganga um og sagði, þessi hlutur á að vera hér og þessi þarna, allt í rðð og reglu og á sínum vissa stað, sagði sú hressa kona, enda var hún með afbrigðum snyrtileg og hrein- leg. Þetta tókst að lokum þó það hafí tekið sinn tíma. í dag bý ég enn að þessu uppeldi. Eh af svo mörgu er að taka sem ég lærði af Lúllu minni. Eitt er mér minnisstætt, þegar ég var í barna- skóla, þá var kenndur hraðlestur og sá sem var fljótastur með spjald- ið þótti bestur í lestri, það var lesið í belg og biðu án þess að taka tillit til punkta og komma, þá varð Lúllu að orði: „Þetta er algjör misþyrming á íslensku máli, þjóðin verður ef þessu heldur áfram óskiljandi í málfari, í útvarpi yrði erfitt að skilja orð af viti." Þá fór hún að kenna mér hvernig ætti að lesa, með réttum áherslum, skýrt og greinilega, hún lét mig lesa dag eftir dag upp úr dagblóðum, skóla- bókum og ýmsum fræði-, skemmti- og frásögubókum, gafst ekki upp fyrr en hún var sæmilega ánægð með útkomuna. Einn sonur minn er fæddur 12. desember eins og Louísa og var ákveðið að seinna nafn hans yrði Lúðvík. Annar sonur minn dvaldi hjá foreldrum mínum í nokkur ár og tók hún miklu ástfóstri við hann. Dvaldi ég einnig í Hveragerði á árunum '72-77 með börnin Lúlla var þeim afar góð, og þeim þótti vænt um hana. Ég á Lúllu margt að þakka, í erfiðleikum mínum leiðbeindi hún mér, í gleði minni samgladdist hún mér. Er ég missti móður mína 1973 var hún mér stoð og stytta. Þegar hún klæddi sig í upphlutinn með flétturnar vafðar niður og upp sem hún gerði fram eftir öllum aldri, við hátíðleg tækifæri, fannst mér hún falleg kona, ung og kvik í hreyfíngum þó komin væri yfir áttr- ætt. Vinátta okkar rofnaði aldrei, þó leiðir okkar skildu eftir að ég flutti búferlum. Síðustu ár ævi smnar dvaldi hún á elliheimilinu Ási í Hveragerði og ætíð þegar ég átti leið um Hveragerði leit ég til hennar. Alltaf var hún jafn hress og kát og rifjuðum við þá upp hina gömlu góðu daga sem henni voru í fersku minni en ég jafnvel búin að gleyma. Síðastliðið sumar í sum- arblíðu og sól er ég kom til hennar sá ég hana í hinsta sinn. Spilaði hún á orgelið sitt fyrir mig jólasálm- inn Heims um ból. Gamansöm og glaðlynd var sú gamla kona sem var enn ung í anda. Auður Agnes Sigurðardóttir Hún hét fullu nafni Louise Magnea Ólafsdóttir, fædd 12. des- ember 1891 að Sandfelli í Öræfum. Á þeim tíma, sem Lúlla er í heiminn borin, var Iangt á milli bæja og á þeim árstíma sólargangur aðeins fáar klukkustundir á dag. Lítið veit ég, bróðursonur hennar, um fyrstu spor ungrar stúlku austur í Öræfa- sveit. á þeim tíma. En eitt tel ég víst, að fímm til sex ára gömul hafí hún orðið að halda í hönd bróð- ur síns, sem þá hóf sín fyrstu spor kringum bæinn að Sandfelli. Ein- hvern veginn heyrðist mér það á mínum bernskuárum, að húsmæður hafi haft nægan starfa með hönd- um, ekki síður en þær hafa í dag tæpri öld síðar. En þótt sólargangur -væri stuttur, þegar hún sá dagsins ljós, og sól ekki hátt á lofti, áttu eftir að verða margir og bjartir sólskinsdagar í lífí hennar. Lang^ur tími líður í ævi fólks, þegar talað er um 35—40 ár, en Lúlla er um 40 ára, þegar ég minnist hennar fyrst, og fyrir þann tíma að mig rekur minni til, hefir hún sjálfsagt oft varið mig, lítinn dreng, falli á grýttu hlaði kringum bæinn, og vaggað mér í svefn, þreyttum eftir gífurlegt dagsverk, eins og allir vita, að er mikið hjá fólki sem er að leggja undir sig heiminn á þriðja til sjötta aldursári. Síðan vex vit og þroski. Tíu til tólf ára fer ég að muna frænku mína. Ljósið skýrist; mig vantar margt að vita; ég var feiminn að spyrja, og svo skrýtið sem það nú er, þá þurfti ég ekki nema hálfa spurninguna til að fá allt svarið hjá Lúllu, þá ekki bara við því, sem fyrir lá þá stundina, heldur svör, sem voru eins og rætur trés, svörin voru svo greinargóð og skýr, að barn á sjöunda til þrett- ánda aldursári fékk mikið meira og skildi hlutina betur að útskýringum hennar loknum, en oftast gerist, þegar fólk talar við börn og ungl- inga. En tíminn leið, og ég þóttist ekki þurfa lengur á útskýringum gamall- ar konu að halda um tilgang lífsins, trú á guð eða annað, sem fólk vill segja unglingum. Ég er víst ekki einn um það. Þó er svo að þegar ég þóttist stór og mikill, var það ég, sem hafði meira og meira til hennar að sækja. Svo óx minn þroski og ég leitaði æ meir til frænku minnar. Ég var mjög spur- ull og leysti hún flest eða öll mín áhyggjuefni, þó oftast með þeim hætti, að í dag minnist ég orða hennar og framsetningar, sem er stór þáttur í lífí yngra fólks, sem hlýðir á þá eldri segja frá eigin reynslu. ' Að Arnarbæli komu margir, og varla man ég svo eftir að sofna ekki út frá söng og orgelspili eink- um að vetrarlagi. Fólk kom úr sveit- inni, af Eyrarbakka og úr Reykjavík, oft var sungið og spilað á orgel fram á nótt. Ávallt var Lúlla í stóli organistans, enda af- burða músíkölsk. Frá bernsku man ég hvað alltaf var hreint og allt pússað og fægt í kringum þessa konu. Þegar fólk nær að lifa tæpa öld fer ekki hjá því að skugga beri á tjaldið, en þeir, sem til þekkja, minnast þess varla, að þeir hafí verið margir hjá Lúllu, enda alla tíð sjálfri sér nóg um trú á guð og raunveruleikann, sótti til annarra aðeins það góða, enda sérlega lagin við að greina kjarnann frá hisminu. Hreinleiki sálar hennar var svo sterkur að vandræðalaust kunni hún að gera þetta án þess að særa nokkurn. í dag á ég fimm barnabörn. Ber- um saman, að gamni, uppeldisað- stæður þessa unga fólks og Louise frænku minnar. Ljósmæður komu til kvenna er fæddu, vatn var hitað á hlóðum — og ef guð og lukkan réðu eins og sagt var — lifði barn- ið. I dag hitum við hús með vatni, sem sótt er í iður jarðar. 12. desem- ber 1891, þegar lítil stúlka er í heiminn borin á litlu baðstofulofti, sennilega 2—4ra stafgólfa — hyer var upphitunin í slíkri baðstofu? Ég hef það fyrir satt, að tvær kýr, hafí verið undir baðstofugólfínu, og frá þeim hafi hiti komið, til að ylja fólki er uppi sat, kembdi og spann ull í föt til hlífðar heimilisfólki. Mér verður oft hugsað til fólks, sem fætt er fyrir og um aldamótin. Það man tímana tvenna. En þá hugsaði fólk með öðrum hætti, gerði meiri kröfur til sjálfs sín en annarra, þurfti á annan hátt að sækja sér sálarsamfylgd. Ég held, að fólk, sem fætt er á þessum tíma, hafi verið sér betur meðvitað um hvað það þurfti að vera sjálfu sér nógt, enda þótt þetta kunni að vera mjög svo afstætt, eftir tíma og rúmi. En nú er kveðjustund að sinni hjá frænku minni og mér. Hún sagði við mig, þegar ég sá hana síðast: „Þú kemur og ég skal taka á móti þér." Þetta vona ég, að sé rétt, því svo margt sagði hún mér um tíma og rúm, og er ég ekki fær um að rengja hennar orð, enda minnist ég þess ekki að Lúlla hafí nokkru sinni sagt mér ósatt. Ég tel mig gæfu- mann, að hafa átt slíka frændkonu, því þó hún sé nú farin yfir landa- mærin, þá er minningin eftir um góða konu, mikinn persónuleika og mikla hlýju við þá, sem hún þekkti best. Ég get ekki látið hjá líða að þakka „fólkinu mínu", eins og hún sjálf orðaði það, en það er kór Ölf- uss- og Hveragerðissókna, þá gleði, vinsemd og hlýju alla tíð, sem þetta fólk sýndi Lúllu — ekki hvað síst Helgu og Sigurði Guðmundssyni, sem alltaf voru henni sérstaklega góð og hjálpleg. Svo lengi sem ég man, voru þau ágæfu hjón boðin og búin til að aðstoða hana, þegar með þurfti. Einnig ber að þakka starfskonum Áss í Hveragerði fyrir ósérhlífni við að gera henni lífið léttara á síðustu æviárum. En þetta kunni Lúlla vel að meta. Að sinni kveð ég nú frændkonu mína Louise. Ég vænti þess að eiga endurfundi við konu fædda í torfbæ og var fyrst íslenskra kvenna til að sitja hest án söðuls. Hún mun hafa ver- ið fyrst kvenna hér á landi að sitja í hnakk. Með virðingu, Ólafur Þorvaldsson Sunnlenzk frændkona hefur kvatt okkur. Hana vantaði örlítið upp á það að verða hundrað ára — aðeins þrjú ár — og það hefði klætt hana, þótt ekki væri nema vegna dugnaðar hennar og lífsorku. Hún var ein af þessum manneskjum, sem eru með sterkt segulsvið. Slíkt mótaði persónuleik hennar. Louise Magnea Ólafsdóttir var ein af frumbyggjum Hveragerðis. Hún var búsett þar á sjötta áratug — hafði verið kirkjuorganisti í Kot- strandarsókn lenguren dæmi eru til annars staðar á íslandi — alls 63 ár. Hún var dóttir Ólafs Magnús- sonar prests í Arnarbæli í Olfusi og konu hans Lydíu Angelíku Knudsens, dóttur Ludviks Arné bókhaldara í Reykjavík. Síra Ólafur faðir Louise varð háaldraður og gegndi prestþjónustu um sextíu ár, lengst af í Ölfusinu og var löngum kenndur við Arnarbæli. Hann var af Þorvaldsætt, sem er upprunnin undan Eyjafjöllum og því sunnlenzk í hefðum gegnum kynslóðir. Móðir þess, er þetta skrifar, og Louise, voru þéttings mikið skyldar gegnum þá ætt, og ennfremur voru þær báðar að langfeðgatali af Húlter- ætt, sem kemur hingað til lands erlendis frá. Árin 1976 og '77 og '78 í Hvera- gerði — einkum fyrri hluta þessa tímabils, þegar búið var í Hlíðar- haga undir Hamrinum, var iðulega litið inn til Louise til að minnast við hana vegna móður minnar Halldóru Ólafsdóttur. Þær frænk- urnar bjuggu eitt sinn í Húsinu — Nielsenshúsinu á Eyrarbakka, þá rétt um tvítugt báðar. Þær urðu samferða á lífsleiðinni á tveim fyrstu áratugum aldarinnar. Sumir sögðu, að þær hefðu verið um sumt líkar, til að mynda að lund og ýmsu öðru. Hins vegar átti fyrir Louise að liggja í lífinu svið, sem var um flest ólíkt lífsleið frænku hennar. Þær voru báðar sjálfstæðar og ákveðnar. Louise giftist aldrei og þræddi því allt aðrar slóðir en frænka hennar Halldóra, sem gift- ist manni að norðan og settist að í gerólíku umhverfí og gerólíku andrúmslofti en hún hafði alizt upp við og verið mótuð af. Louise úr Arnarbæli var trygg sínu sunn- lenzka umhverfí — báðar höfðu frænkurnar lagt stund á músík og báðar höfðu þær verið orgelleikarar í kirkjum feðra sinna frá barnsaldri. Louise — Lúlla eins og hún var kölluð — vann fyrir sér hörðum höndum, til að mynda á stríðsárun- um, þegar herinn var hér. Þá hafði hún ofan af fyrir sér (og jafnvel öðrum) með því að taka að sér stór- þvott fyrir hermennina — jafnvel „heilu herdeildirnar" eins og ein- hver sagði. Hún var því alls ópjött- uð þrátt fyrir fyrirmennsku hennar og vissan yfirstéttarstíl. Og hún var traust — og öllum góð, sem hún batt vinfengi við á sama hátt og hún — eins og fyrr segir — batt tryggð við sitt sunnlenzka um- hverfi. Hún þjónaði jafnt og þétt köllun sinni, tónlist og hesta- mennsku (hún og systur hennar voru annálaðar hestamanneskjur). Fyrir bragðið var Louise alltaf snar- lifandi, en eitthvað svo innilega óháð mönnum og málefnum. Árið 1969 — tunglskotsárið — var ég eitt sinn í heimsókn hjá Árnýju Filippusdóttur, þeirri frægu skólastýru Húsmæðraskólans í Hveragerði, og sambýlismanni hannar Herberti Jónssyni, sem Jón- as frá Hriflu kallaði „borgarstjór- ann í Hveragerði" (hann var frá Akureyri og rammaði inn fyrir mig fyrstu málverkasýningar mínar). Arný sagði við gestinn: „Þú verður að heilsa.upp á hana Lúllu frænku þína — hún er svo stórkostleg." Og Herbert leiðsagði til hennar. Þegar við fyrstu kynni fannst þetta mikla segulsvið sem áður er getið — og þessi snarpleiki, er fylgdi henni alla tíð — og hún hafði haukfrán falleg augu, sem gáfu — já, þvílík augu! Þessi gefandi orka var alltaf með henni — meira að segja í sumar er leið, þegar hún Ieit inn á sýningu til manns í Eden í fylgd með góðri vinkonu sinni úr Hveragerði. Hún hélt alveg stílnum. Það kviknaði líf, hvar sem hún fór. Louise átti þrjú systkini, Katrínu Elísabetu og Vigdísi, sem báðar dóu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.