Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1989 M W\Jaba. leiS Uqgur h l járnbrajn fca rstöáu . arinrvkr-■ ■ b(kb\r meb 5yfcrL." Skattleggjum sparifé Til Velvakanda. Ég var að horfa á þáttinn um skattamál í sjónvarpinu í kvöld, 24. janúar. Þar var margt sagt um þann vanda sem útflutnings- atvinnuvegir þjóðarinnar eiga við að stríða. En það er alltaf sama sagan, að ef einhver á að fá leiðrétt- ingu á sínum kjörum, þá telur ann- ar að sin launakjör skerðist við breytinguna. Þannig að eitt rekur sig á annars hom. Mér er efst í huga að rétta þurfti við fjárhag allrar íslensku þjóðarinnar. Ég set hér tvö atriði sem koma í huga minn og ég tel að gætu lagað þetta eitthvað. í fyrsta lagi að lækka gengið til að bæta hag þeirra fyrirtækja sem flytja út íslenskar vörur. Efnalitlu láglaunafólki yrði með hliðarráð- stöfunum bætt að einhveiju leyti upp sú hækkun sem yrði á lífsnauð- synjum. Kaup og öll laun mætti ekki hækka fyrr en fjárhagurinn batnaði. í öðm lagi ætti að skattleggja vexti af sparifé. En ég tek það skýrt fram, að allar smærri inni- stæður, sem gamalt fólk og börn hafa sparað saman, væm undan- þegnar þessari skattlagningu. Gamall bóndi Hér er kótilettan. Það er rétt sem þú segir: Engu líkara en ég haíí sett borð- klútinn á pönnuna. HÖGNI HREKKVÍSI A rauðu ljósi Til Velvakanda. Loksins fengum við ríkisstjórn þar sem hver silkihúfan er upp af annarri. Steingrímur er minn maður og alltaf efstur í Skáísnum. En ekki er ég sáttur við það, að fá bara eina mynd af mínum manni, þó heilsíðumynd sé, þegar Þjóðvilj- inn er með fjórar af Steingrími hin- um í sama blaðinu, sem er þó allra geðugasti piltur og líklega minnst loft í honum þó Þingeyingur sé. Nú les ég í Tímanum mínum boðskap Steingríms forsætis: Verð- stöðvun áfram í einhverri mynd. Þetta í einhverri mynd sýnir bara hvað Steingrímur er sniðugur, nú þegar flest er að hækka í verði. Auðvitað ræður Steingrímur ekki við það að ríkisstofnanir hækki fyrst af ölium, það eru einhveijir aðrir, Ólafur hárprúði hækkar skattana, póstmeistari vill hækka og útvarpsstjóri vill hækka RÚV-ið, og svo framvegis. Ekki getur hann Steingrímur gert að því. Jæja, svo eru menn að hneyksl- ast á þessum reisupeningum ráð- herranna. Það hefði verið laglegt ef Jón Baldvin hefði ekki farið til Vínar með ræðuna sína eða þá á Natóvinafundi eða Steingrímur til Parísar? Og aldeilis er ég með Steingrími og Halldóri í hvalnum: Kaupið má ekki hækka þó allt ann- að hækki. Það er okkar mottó. Mörgum gengur illa að skilja þetta með öll gjaldþrotin í góðærinu síðasta. Og allir eru að tapa til lands og sjávar og vilja bara hætta svo- leiðis puði og snúa sér sem mest að tölvum, innflutningi og þess- háttar, t.d. ferðamannaiðnaði, hvar sem skal nú flokka þann iðnað í Iðnsögunni. Svo er kvikmyndaiðn- aðurinn álitleg búgrein ef menn fá nóg af peningum frá ríkinu eða Kananum. Þá er ánamaðkurinn ný búgrein sem ekki er að fúlsa við þegar feitustu maðkarnir leggja sig á 30 kall, eins og ég las í blaði. Hrosshár er hægt að tæja í lista- verk. Hinsvegar hafa hrossabrestir ekki náð þeim vinsældum sem þeir eiga skilið að fá. Á fótboltaleikjum gildir að áhorf- endur hrópi sem hæst til að hvetja sitt lið. En stanslaust gól er þreyt- andi og þá er bílflautan góð til síns brúks. Én menn hafa ekki upp- Víkverji skrifar Nýjustu ótíðindin fyrir reykingamenn berast frá al-. þjóðlegri ráðstefnu um krabbamein og fleiri skæða sjúkdóma sem efnt var til í Feneyjum fyrir skemmstu. Þar upplýsti Everett Koop, sem eft- ir öllum sólarmerkjum að dæma er einskonar landlæknir þeirra Banda- ríkjamanna, að þarna vestra látist árlega ekki færri en 2.500 börn úr sjúkdómum sem beinlínis megi rekja til reykinga foreldranna. Eins og menn vita kannski, birtist aðvör- un Koops um skaðsemi reyktóbaks á hveijum einasta sígarettupakka sem seldur er í Bandaríkjunum. Hann fullyrti í erindi sínu að jafn- vel þótt aðeins annað foreldrið reykti hlytu bömin að gjalda þess heilsufarslega, en lungnabólgu kvað hann algengasta banamein þeirra barna sem daginn út og dag- inn inn mættu lifa í kófínu sem foreldramir dældu út í andrúmsloft- ið. „Þetta getur með öðmm orðum ekki einfaldara verið,“ vom lokaorð læknisins um þetta efni. „Sé þér annt um líf og heilsu barnsins þíns, þá reykirðu ekki.“ xxx að á sem sagt ekki af reykinga- mönnum að ganga. Liggur enda við að maður vorkeni þeim á stundum. Hringurinn þrengist óð- um eins og sagt er í reyfurunum og þeim fækkar sífellt afdrepum þessa langhijáða fólks. Eins og fram hefur komið í fréttum, er nú svo komið í Bandaríkjunum að þar er meira að segja hægt að afgreiða það fólk í Steininn sem hunsar vísvitandi nýjustu reglumar um reykingar í flugvélum. Kaninn tek- ur þetta líka mun fastari tökum en til dæmis við hér heima. Sá sem hér stýrir penna í dag hefur enda upplifað það sjálfur í þrælfínu veit- ingahúsi í hjarta Washington að vera settir tveir kostir af harla brúnaþungum þjóni: að hætta ann- aðhvort á stundinni að menga and- rúmsloftið ellegar snauta þá þegar inn í kvína þar úti í-homi salarins sem ætluð var reykháfunum og öðmm vandræðagemsum. Þá er þess að geta að í New York til dæmis — þar sem líf reykingamannsins sýnist raunar óðum vera að verða hreint víti — em forstöðumenn sumra gistihúsa byijaðir að bjóða gestum sínum stybbulaus herbergi eins og þeir meinfysnu vildu sjálfsagt orða það. Sum herbergjanna em með öðmm orðum einungis föl fólki sem notar ekki reyktóbak, þótt erfítt sé að átta sig á hvað verði þá um þau aumingja hjón til dæmis þar sem annar helmingurinn er frelsaður en hinn er enn á kafí í ósómanum. götvað hrossabrestinn. í Fréttabréfí Stéttarsambands bænda segir um þetta undratól, sem var haft til að fæla hross í gamla daga: „Hefur engum dottið í hug að hrossabrest- ir kunni að vera kjörið áhald fyrir knattspyrnuunnendur?" Aldrei er skammdegið svo dimmt að ekki skíni ljósglæta í myrkrinu. Eins og þegar leikarar að sunnan komu hingað með sjónarspilið sitt: „Ég er gull og gersemi guði sjálfum líkur.“ Aðalleikararnir nokkuð svo ábúðarmiklir myndarpiltar. — Þetta byijaði með því að himinhvolfíð varð bjart af marglitum skoteldum, mörgum rauðum. Þá er garpar þessir höfðu í sal gengið undir blaktandi fánum með hamri og sigð og þrem örvum, snar- aðist annar Ieikandinn úr jakka sínum og bretti upp ermarnar. Hélt ég í einfeldni minni að mennirnir ætluðu í hnefaleik, enda ekki allt svo ástúðlegt með þeim áður en rauða ljósið kviknaði millum þeirra. Þá tók sá skeggjaði svo til orða: Ég lofa aldrei upp í ermina mína! Þá mælti sá sem skegglaus. var: Hvurnig var með Nordal og Fram- sóknaríjósið. Enda þótt leikur þeirra félaga hafí verið með miklum tilþrifum, þá fannst mér rótarinn bestur. Hallur sunnlenski Tíma-Garri sagði frá því um daginn hvemig hann hefði ver- ið að glugga í Stjórnartíðindin og gripið niður í reglugerð frá einu ráðuneytanna og hnotið þar um eftirfarandi speki: „Ef barn, sem ættleiða á, er sótt erlendis, er heim- ilt...“ Garri kveðst að vísu játa að orð- ið „erlendis" sé góð og gild íslenska en er að vonum ekki alveg sáttur við ofangreinda notkun þess. Það er annars ömurlegt hve sum- ir menntamenn okkar sem svo em kallaðir eru slakir í móðurmálinu. Þannig heyrði Víkveiji háskólapró- fessor fyrir skemmstu tala um „talsvert magn af bílum" í sjón- varpsspjalli, og í hörkumikilli skam- margrein sem birtist hér í Morgun- blaðinu um svipað leyti bar mennta- skólakennari þar uppá ónefndan landa okkar að hann væri „búinn að eyðileggja allan áhuga á að halda uppi valgrein í dönsku næstu mörg árin“. Og svo létu þeir ekki sitt eftir liggja, snillingamir sem sömdu heilsíðuauglýsinguna fyrir Flugleið- ir sem birtist hér í Mogga fyrir um það bil tveimur vikum. Þar hét það að einn af fjölmörg- um kostum þessa ágæta fyrirtækis væri „stundvíst innanlandsflug".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.