Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 42
42 MORG UNBLAÐIÐ IÞRO TI iR LAÚGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1989 Bjarnl Friöriksson. Bjarni til Parísar Bjami Friðriksson, íslands- meistari í júdó, mun taka þátt *»> í sterku móti í París um helgina. Mótið er haldið á hveiju ári og Bjami var einnig meðal þátttakenda í fyrra. Hann komst þá í 8-manna úrslit en var sérstaklega verðlaun- aður fyrir prúðmennsku og dreng- skap. Mótshaldarar buðu Júdósam- bandi íslands að senda einn kepp- anda og Bjami varð fyrir valinu. Bjami keppir í -95 kg flokki óg á ágæta möguleika í sínum flokki. KÖRFUKNATTLEIKUR Stjömuleikur í Keflavík Teitur og Jón Kr. með í öllum greinum Á MORGUN mun lið Suður- nesja mæta liði „Landsins'1 í Stjörnuleik KKÍ. Dagskráin hefst kl. 19.15 í íþróttahúsinu í Keflavík og einnig mun fara fram troðslu- og þriggja stiga keppni. Ifyrra sigraði lið Landsins í skemmtilegum leik, 81:79. Pálm- ar Sigurðsson var kjörinn maður leiksins, Teitur Örlygsson sigraði í troðslukeppninni og Hreinn Þor- kelsson hitti best í þriggja stiga keppninni. Stjörnukvöldið hefst með þriggja stiga keppni en leikurinn sjálfur hefst kl. 20.15. í hálfleik fer svo fram troðslukeppni. Tveir leikmenn í liði Suðumesja eiga nú möguleika á að vinna þref- alt. Það em þeir Teitur Örlygsson og Jón Kr. Gíslason sem leika með Suðumesjamönnum en þeir taka einnig þátt í troðslu- og þriggja stiga keppninni. Kris Fadness, þjálfari UMFN, mun stjóma liði Suðumesja en Sig- urður Hjörleifsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, verður við stjómvölinn hjá Landinu. Valur og Hreinn skipta um lið Tveir leikmenn hafa skipt um lið síðan í fyrra. Það em Valur Ingi- mundarson og Hreinn Þorkelsson sem léku með Suðumesjum í fyrra. Sjö leikmenn sem léku í fyrra em í liði Suðumesja en aðeins fjórir í liði Landsins. Liö Suðumesja Jón Kr. Gfslason...................ÍBK Sigurður Ingimundarson.............ÍBK Guðjón Skúlason.................. ÍBK ísak Tómasson.....................UMFN Teitur Örlygsson............"...UMFN Helgi Rafnsson....................UMFN Hreiðar Hreiðarsson...............UMFN Guðmundur Bragason................UMFG Jón Páll Haraldsson.............. UMFG Steinþór Helgason.................UMFG UA Landsins Pálmar Sigurðsson...............Haukum Henning Henningsson.............Haukum Guðni Guðnason......................KR Birgir Mikaelsson...................KR Guðni Guðnason......................KR Ólafur Guðmundsson..................KR Sturla Örlygsson....................ÍR Tómas Holton.......................Val Matthías Matthíasson...............Val Eyjólfur Sverrisson...............UMFT Valurlngimundarson................UMFT Tólf leikmenn taka þátt í þriggja stiga skotkeppninni. Þeir eru: Teitur Örlygsson og Friðrik Rúnarsson, UMFN. Óíafur Guðmundsson og Guðni Guðnason, KR. Jón Kr. Gíslason og Guðjón Skúlason, ÍBK. Pálmar Sigurðsson, Hauk- um. Karl Guðlaugsson, ÍR. Valur Ingimund- arson og Eyjólfur Sverrisson, UMFT. Hreinn Þorkelsson, Val og Steinþór Helga- son UMFG: Níu leikmenn munu reyna með sér í troðslukeppninni: Guðmundur Bragason og Jón Páll Haralds- son, UMFG. Birgir Mikaelsson KR. Jón Kr. Gíslason, ÍBK. Teitur Örlygsson, UMFN. Jónas Jóhannesson, Reyni. Björn Steffensen ÍR og Haraldur Leifsson, UMFT. Morgunblaðið/Einar Falur Henning Hennlngsson á hér í högg við ísak Tómasson í Stjömuleiknum í fyrra. Þeir mætast að nýju um helgina, í Keflavík. H KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Kareem Abdul-Jabbar (tv.) tekur við sæti Magic Johnson í Stjömuliði Vestur-deildarinnar. Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á laugardögum. 6. LEIKVIKA - 11. FEBRÚAR 1989 111 I! 11 Leikur 1 Coventry - Newcastle Leikur 2 Millwall - Arsenal Leikur 3 Norwich - Derby Leikur 4 Nott.For - Q.P.R. Leikur 5 Sheff.Wed. - Man.Utd. Leikur 6 Southampton - Everton Leikur 7 Tottenham - Charlton Leikur 8 Wimbledon - Aston Villa Leikur 9 C.Palace - Blackburn Leikur 10 Man.City - Ipswich Leikur 11 Oxford - Portsmouth Leikur 12 Watford - Leeds Símsvari hjá getraunum eftir kl. 1' laugardögum er 91-84590 og -84 r:15á 464. Þrefaldur pottur Gangi 1. vinningur út að þessu sinni, verður SPRENGIVIKA í 7. leikviku. Magic Johnson meiddur Leikurekki meðíStjörnuleiknum. Jabbarvalinn íhans stað MAGIC Johnson mun ekki leika íStjörnuleik NBA-deildinnar- innar í Houston í Texas á morg- un. Johnson togaði í læri í fyrra- kvöld er Lakers tapaði fyrir Phoenix og missir af þremur næstu leikjum Lakers. David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar ákvað því að velja Kareem Abdul-Jabbar í hans stað þrátt fyrir að Jabbar leiki aðra stöðu en Magic. Eg er mjög svekktur yfir þessu, sérstaklega vegna þess að ég kem til með að missa af þýðinga- miklum leikjum með Lakers. Það er mjög leiðinlegt því okkur hefur gengið vel að undanförnu," sagði Johnson. Það eru áhorfendur sem velja byijunarliðið í Stjörnuleiknum en þjálfarar velja hina sjö leikmenn liðanna. Jabbar var ekki valinn en hann hefur leikið alls 17 sinnum með Stjörnuliðinu. Hann fékk þó óvænt tækifæri er Magic meiddist og mun því leika með Stjörnuliðinu á síðasta keppnistímabili sínu í NBA-deildinni. Vestur-deild: (Fyrstu fimm í hvorum hóp skipa byijunarlið- ið — talan aftan við nöfn leikmanna merkir hve oft þeir hafa tekið þátt í Stjömuleik NBA deildarinnar) Dale Ellis, Seattle.................1 Akeem Olajuwon, Houston.................5 Karl Malone, Utah.......................2 Alex English, Denver....................8 John Stockton, Utah.....................2 James Worthy, Lakers.................. 4 Tom Chambers, Phoenix...................1 Clyde Drexler, Portland.................3 Kevin Duckworth, Portland...............1 Mark Eaton, Utah ...................... 1 Chris Mullin, Golden State............ 1 Kareem Abdul-Jabbar, Lakers............18 Austur-deild: Michael Jordan, Chicago.................5 Isiah Thomas, Detroit...................8 Moses Malone, Atlanta..................11 Dominique Wilkins, Atlanta..............4 Charles Barkley, Philadelphia...........3 Terry Cummings, Milwaukee.............. 2 Brad Daugherty, Cleveland...............2 Patrick Ewing, New York..............:..3 Mark Jackson, New York..................1 Kevin McHale, Boston....................5 Larry Nance, Cleveland..................2 Mark Price, Cleveland...................1 íném FOLK ■ BRIAN Clough fram- kvæmdastjóri Nottingham Forest var í gær dæmdur til að greiða 5.000 punda sekt fyrir að ráðast ■■■■ að áhorfendum sem FráBob þustu inn á völlinn Hennessy á dögunum eftir leik lEnglandi hjá Forest. Auk sektarinnar var Clo- ugh gert að halda sig íjarri vara- mannabekk liðsins það sem eftir er keppnistímabilsins. Hann verður því að fylgjast með leikjum félags- ins ofan úr stúku til vors. ■ PETER Reid, sem fór frá Everton til QPR í vikunni leikur sinn fyrsta leik fyrir QPR á morgun gegn Nottingham Forest á útivelli. ■ MARTIN Clark, tvítugur varnarmaður hjá Clyde í Skotl- andi, var í gær seldur til Notting- ham Forest fyrir 80.000 pund. íþróttir helgarinnar Knattspyma Islandsmótið í innanhússknattspyrnu, 1. deild karla, fer fram í Laugardalshöll á morgun, sunnudag. Keppni hefst kl. 09.00 og verður keppt í fjórum riðlum. Úrslita- keppnin hefst kl. 18:00 og úrslitaleikurinn verður væntanlega kl. 20.50. Körfuknattleikur Þrír leikir verða í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í dag. UMFT og KR leika á Sauðárkróki kl. 14.00. ÍR og UBK leika í Seljaskóla og UMFN og Haukar f Njarðvík og hefjast báðir leikirnir kl. 16.00. Stjörnuleikur í körfuknattleik verður í Keflavík á sunnudagskvöld og hefst dagskráin kl. 19.15. Skíði Bikarmót SKl í alpagreinum fullorðinna verður á Isafirði um helgina og á Akur- eyri verður bikarmót unglinga 15 - 16 ára. Á Egilsstöðum verður Skógargangan sem er liður í íslandsgöngunni. Blak Tveir leikir verða í 1. deild karla í blaki í dag. ÍS og Þróttur Nes. leika í Hagaskóla og HK og KA í Digranesi. Báðir leikirnir hefjast kl. 14.00. í 1. deild kvenna verða tveir leikir. ÍS og Þróttur Nes. leika í Hagaskóla kl. 15:15 og á sama tfma leika HK og KA f Digranesi. Golf Púttmót verður í Kringlunni á morgun, sunnudag, og hefst mótið kl. 11.00. Æfingar innanhúss hjá golfklúbbnum Keili hefjast í íþróttahúsinu við Strandgötu á ifíorgun, sunnudag, frá kl. 11.00 til 13.30. Fijálsíþróttir Meistaramót íslands í fijáis-íþróttum innanhúss fyrir 15 til 22 ára, sem fram átti að fara um helgina, hefur verið frestað til 18. og 19. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.