Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 43
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1989 fatím FOLK ■ VEÐURBLÍÐA og hlýindi í Suður Noregi hafa valdið skíða- fólki miklum vandræðum. Verst hafa þeir orðið úti, sem reka hina ýmsu skíðastaði víðs vegar um landshlutann. Talið er að þjónustu- greinin hafi þegar tapað um 800 milljónum íslenskra króna vegna snjóleysisins og ljóst að margir ná ekki að rétta úr kútnum. ■ GARY Brazil framheiji hjá Preston hefur verið seldur fyrir 200.000 pund til Newcastle. Hinai leiðina fór hins vegar Ian Bogie — hluti samningsins var að hann fór frá Newcastle til Preston. ■ LÍKUR eru á að Don Howe segi af sér sem aðstoðarsljóri Wimbledon vegna þess hve rudda- lega leikmenn liðsins leika. Howe, j sem er einnig aðstoðarmaður! Bobby Robson með enska landslið- í ið, er þekktur fýrir rólyndi vand-; virkni í starfi, og kann ekki að meta hegðan leikmanna Wimble- don að sögn. ■ WATFORD borgaði í gær 125.000 pund fyrir miðvallarleik- manninn Lee Richardson frá Hali- fax. ■ LIVERPOOL mætir Hull í bikarkeppninni á útivelli og hafa forráðamenn félagsins ákveðið aði sjónvarpa leiknum heim til Li- verpool þar sem hann verður sýnd- j ur á stórum skermum. Leikurinni verður ekki sýndur á heimavelli Liverpool, heldur á leikvangi 4. deildarliðsins Tranmere Rovers. ■ OXFORD, sem leikur í 2. deild, hefur keypt framheijann John Dumin fyrir 250.000 pund. frá Liverpool. Hann er 2á ára og hefur verið þrjú ár á Anfield, en hefur aldrei komist í liðið. Hann var í láni þjá WBA undanfarnar vikur og skoraði þijú mörk í fimm leikjum fyrir félagið. ■ IAN Greaves hefur verið rek-j inn út starfi framkvæmdastjóra; Mansfield eftir sex ára starf. ■ TERRY Yorath fékk í gær grænt ljós til að taka við stjóminni hjá Bradford City og stjórnar lið- inu í dag gegn Plymouth. Yorath, sem er einnig landsliðsþjálfari Wales, átti eftir fimm mánuði af samningi sínum við Swansea, þeg- ar hann hætti til að taka við Brad- ford.Swansea reyndi að koma í veg fyrir að Yorath tæki við nýja starf- inu og fékk sínu framgengt í viku en ekki lengur. Félagið ætlar samt að halda áfram og reyna að fá 250.000 pund frá Bradford. ■ SPORTING Lissabon rak Pedro Rocha, þjálfara, í gær og var hann aðeins sex mánuði við stjómina, en liðinu hefur gengið illa og er 10 stigum á eftir Benfíca, sem er í 1. sæti 1. deildar í Portúg- al. Vitor Damas, fyrram landsliðs- markvörður Portúgal, verður með liðið þar til nýr þjálfari verður ráð- inn. Morgunblaöiö/Bjarni Gunnar Beinteinsson lék vel með Pressuliðinu í gær. Hér er hann kominn framhjá Guðmundi Guðmundssyni og býr sig undir að senda boltann í íslenska markið. „Er með besta lið landsins“ - sagði Bogdan Kowalczyk, þjálfari landsliðsins, eftiröruggan sigurá Pressuliðinu ÍSLENSKA landsliðið sigraði Pressuliðið í gær 38:20. Þetta var síðasti leikur liðsins hér á landi fyrir B-keppnina í Frakk- landi. Þess má geta að síðasti pressuleikur var fyrir sex árum og var síðasti leikur liðsins fyr- ir B-keppnina í Hollandi. Þeim leik lauk með jafntefli, 25:25. Landsliðið náði þá 7. sæti í B-keppninni. Leikurinn í gær var ekki ýkja merkilegur. Til þess vom yfir- burðir landsliðsins of miklir. Það tók landsliðið aðeins tíu mínútur að ^^■■■1 gera út um leikinn LogiB. og eftir það var Eiðsson slakað á. Landsliðið sknfar lék engu að síður vel á köflum og það sem kannski skiptir meira máli var að leikgleðin sat í fyrirrúmi. Vel út- færð hraðaupphlaup, íjölbreyttur sóknarleikur og ágæt vöm á köflum var það góða í leik liðsins. Það slæma var svolítið kæraleysi og klúður í góðum færam. Þeir leikmenn sem minnst hafa leikið með liðinu, Guðmundur Hrafnkelsson og Birgir Sigurðsson léku báðir vel. Þorgils Ottar og Kristján Arason vora mjög sprækir og Þorgils mjög öraggur á línunni. Flestir leikmenn liðsins komust vel frá leiknum enda mótspyman ekki mikil. Gunnar Beinteinsson og Skúli Gunnsteinsson vora bestu menn pressuliðsins. Þá varði Leifur Dag- finnsson mjög vel í síðari hálfleik. Eins og gefur að skilja er ekki mikið að marka þennan leik. ís- lenska landsliðið á að sigra í leikjum sem þessum og undir þeim kröfum stóð liðið. Það styttist hinsvegar í alvörana; B-keppnina í Frakklandi og þá er að duga eða drepast. „Leffur betri en Hrafn?“ „Þessi leikur sýnir mér að ég er greinilega með besta lið landsins," sagði Bogdan Kowalczyk. „Það eina er að Leifur gæti verið betri en Hrafn. Annars er ég ánægður með liðið, það er létt yfir því og það gengur afslappað til leiks. Við höfum æft lengi án þess að fá alvöra leik. Þess vegna lékum við þennan leik og að því leyti kom hann sér vel. Ahnars fannst mér vanta meiri baráttu í pressuliðið. Næstu vikur verða erfiðar og það leikur enginn vafi á því að B- keppnin er erfið. En með réttu hug- arfari eigum við að ná settu mark- miði,“ sagði Bogdan Kowalczyk. ísland—Pressan - 38 : 20 Laugardalshöllin, vináttuleikur ( handknattleik, föstudaginn 10. febrúar 1989. Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 4:4, 4:5, 9:5, 12:6, 15:8, 16:10, 18:10, 21:11, 22:13, 28:15, 33:18, 34:19, 38:20. Island: Þorgils Óttar Mathiesen 9, Kristján Arason 6/2, Sigurður Sveinsson 6/2, Valdi- mar Grímsson 5, Guðmundur Guðmundsson 3, Birgir Sigurðsson 3, Júllus Jónasson 2, Jakob Sigurðsson 3, Héðinn Gilsson 1 og Sigurður Gunnarsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkélsson 9/1, Einar Þorvarðarson 6/1. Hrafn Margeirsson. lltan vallar: 6 mínútur. Pressan: Gunnar Beinteinsson 6, Skúli Gunnsteinsson 4, Stefán Kristjánsson 3/3, Hans Guðmundsson 2, Júlfus Gunnarsson 2, Konráð Olavsson 1, Gylfi Birgisson 1, Guðjón Ámason 1 og Jón Kristjánsson 1. Sigurður Sveinsson. Varin skot: Leifur Dagfinnsson 10, Brynjar Kvaran 5. Iltan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Einar Sveinsson. Dæmdu ágætlega. Áhorfondur: 500. SUND / STIGAMOT Ragnheidur byrjaði vel og sigraði í þremur greinum RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir, ÍA, tók þátt í þremur greinum á fyrsta stigamóti ársins af þremur, sem fram fór í Sund- höll Reykjavíkur í gærkvöldi, sigraði í öllum og er með 2.223 stig. Alls tóku 120 karlar og konur þátt og var keppt í fimm grein- um karla og kvenna. Ragnheiður sigraði í 50 m flugsundi (31.71), 100 m bringusundi (1:12.50) og 50 m baksundi (32.26). Elín Sigurðar- dóttir, SH, var önnur í tveimur greinum og þriðja í einni og er önnur stigahæst með 1.969 stig. Næst kemur Helga Sigurðardóttir, Vestra, með 1.393 stig í tveimur greinum. í karlaflokki er munurinn enn minni. Birgir Öm Birgisson, Vestra, sigraði í 100 m skriðsundi (56.65), var fj'órði í 50 m flugsundi og er með 1.331 stig. Næstur er Ársæll Bjarnason, ÍA, með 1.292 stig og Hannes Már Sigurðsson, ÍA, er þriðji með 1.217 stig. Arnþór Ragn- arsson keppti í einni grein, sigraði í 100 m bringusundi og fékk 737 stig fyrir. Mótið heppnaðist mjög vel og vora allir ánægðir með breytt fyrir- komulag. Stigamótin verða alls þrjú og árangur í fjóram bestu greinum hjá hveijum telur í lokin. RagnheiAur Runólfsdóttir byrjar vel á stigamótunum í sundi. KORFUBOLTI Jón valdi 18leikmenn Jón Sigurðsson, þjálfari drengja- landsliðsins í körfuknattleik, hefur valið 18 leikmenn til æfinga fyrir Evrópukeppnina sem fram fer í Belgíu 5. til 7. apríl. ísland er í riðli með Belgum, Hollendingum og Frökkum. Um miðjan mars fer íslenska lið- ið í æfíngaferð til Bretlands og flRa þar leika tvo leiki við Englendinga. Þeir sem valdir hafa verið til æfinga eru: Jón Arnar Ingvarsson, Arnar Grótarsson og Heiðar Guðjónsson, Haukum. Nökkvi Már Jónsson, Birgir Guðfínnsson, Hjörtur Harðarson og Kristinn Jónasson, ÍBK. Aðal- steinn Hrafnkelsson og Eggert Garðarsson, ÍR. Benedikt Sigurðsson, Hermann Hauks- son, Óskar Kristjánsson, Sigurður Jónsson og Tómas Hermannsson, KR. Berguf»íiin- riksson og Marel Guðlaugsson, UMFG og Pétur Sæmundssen, Val.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.