Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 43. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Selveiðideilan í Noregi: Stjórnin sökuð um ritskoðunartilburði Ósló. Frá Rune Timberlid, fróttaritara Morgunblaðsins og NTB. HIN umdeilda sjónvarpsmynd um selveiðar Norðmanna hefur nú valdið því að norska stjórnin hefur bannað allar kópaveiðar. Þetta var samþykkt í snatri er Ijóst var að sýna átti hluta úr myndinni í bandarísku fréttasjónvarpsstöðinni CNN siðastliðið sunnudagskvöld. Norska sjónvarpið tók saman frétt um selveiðideiluna handa banda- rísku stöðinni en það hefur valdið miklum deilum að lögmaður ríkis- stjórnarinnar skyldi fara fram á að sjá fréttina áður en hún var send vestur á bóginn. Tor Strand sjónvarpsstjóri leyfði Bjern Haug lögmanni að sjá fréttina þar sem m.a. var viðtal við Thor- vald Stoltenberg utanríkisráðherra. Fréttamenn sjónvarpsins eru æfa- reiðir og segja að um tilraun til rit- skoðunar hafi verið að ræða. Stolt- enberg segir það af og frá; ríkis- stjórnin hafi aðeins viljað vita hvað sagt var í fréttinni þar sem einn ráðherranna átti hlut að máli. Fréttin var í upphafi fimm mínút- Reuter Grafhýsi keisarans Verkamenn vinna við að reisa grafhýsi Hirohitós fyrrum Japanskeisara við Musashino hæðina í Tókíó. Útför keisar- ans, sem lést 7. janúar, fer fram 24. febrúar næstkom- andi. ur að lengd og voru í henni brot úr myndböndum Odds Lindbergs, fyrrum selveiðieftirlitsmanns, er hann segir sanna hrottaskap og brot norskra selveiðimanna á regl- um um veiðarnar. Lindberg taldi sig eiga höfundarétt á snældunum og meinaði því fréttamönnunum að nota þær. í staðinn voru sýndir hlut- ar úr kanadískri áróðursmynd gegn selveiðum við Nýfundnaland. Myndbrotin, sem sýnd voru í frétt norska sjónvarpsins, voru ekki nærri því jafn blóðug og það sem hrelldi áhorfendur mest í sjónvarps- mynd sem Svíinn Bo Lundin vann upp úr snældum Lindbergs og kanadísku myndinni. Það er mynd Lundins sem valdið hefur mestri hneykslan í Svíþjóð og Bretlandi. Ekkert var um hringingar frá reið- um Bandaríkjamönnum til norska sendiráðsins í Washington eftir út- sendingu CNN& sunnudagskvöldið. Sjá einnig bls. 20: „Umdeildustu atriðin . . .“ Reuter Fyrsti fandur Kohls og Thatchersfrá 1986 MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, áttu í gær viðræður í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi og var þetta fyrsti fyndur þeirra frá því árið 1986. Ónefndir vestur-þýskir emb- ættismenn sögðu að leiðtogamir hefðu rætt þau áform Atlantshafs- bandalagsins að endumýja skamm- drægar kjamorkueldflaugar af Lanee-gerð sem flestar eru stað- settar í Vestur-Þýskalandi en vest- ur-þýskir ráðamenn telja unnt að fresta ákvörðuninni um tvö til þrjú ár. Breskir og vestur-þýskir emb- ættismenn kváðust búast við því að breski forsætisráðherrann myndi ítreka afstöðu sína og skýra Kohl kanslara frá því að þess væri vgpnst að lokaniðurstaða fengist í málinu á fundi leiðtoga Atlants- hafsbandalagsins, sem fram fer í Brussel í maí. Myndin var tekin við upphaf viðræðnanna en Kohl gaf breska forsætisráðherranum forláta leikhúskíki. Heimsókn Thatchers lýkur í dag, þriðjudag, með sameiginlegum blaðamanna- fundi leiðtoganna. Evrópubandalagið og morðhótanir Khomeinis: Sendiráðsmenn EB-ríkja kallaðii’ heim frá Teheran Strassborg’. Daily Telegraph. VALDAMIKIL nefnd ungverska þingsins heimsækir nú í vikunni þing Evrópubandalagsins (EB) i Strassborg og hefúr þetta gefið orðrómi um mögulega aðildarumsókn Ungveija að EB byr undir báða vængi. Breskur fúlltrúi á EB-þinginu segist telja að Sovét- menn muni leyfa Ungveijum að sækja um aðild að EB fýrir árs- lok. Nýlega híifa ungverskir ráðamenn hins vegar rætt um mögu- leikann á þvi að landið gangi i Fríverslunarbandalag Evrópu (EFTA) sem ísland er aðili að. Brussel, London, Beirút. Reuter. Utanríkisráðherrar Evrópu- I sendiherra sina frá íran til I leiðtoga írana, til múhameðs- bandalagsrikja ákváðu á fúndi að mótmæla ítrekuðu ákalli trúarmanna um að þeim beri sínum i Brussel í gær kalla heim | Ajatollahs Khomeinis, andlegs | heilög skylda til að myrða Sal- man Rushdie, höfúnd bókarinn- ar Söngvar Satans. Þá tilkynnti utanríkisráðherra Bretlands, Geoffrey Howe, að Bretar hefðu ákveðið áð kalla heim alla fimm sendiráðsstarfsmenn sína í Te- heran. Howe vildi ekki svara því hvort Bretar hyggðust slíta stjórnmálasambandi við írani. Sækja Ungveijar um aðild að Fríverslimarbandalaginu? Vestur-þýski utanríkisráðherr- ann, Hans-Dietrich Genscher, hef- ur sagt að Ungveijar verði að gera víðtækari umbætur í stjómmálum og efnahagsmálum áður en hægt verði að ræða um aðild landsins að EB. Tamas Beck, sem fer með utanríkisverslun í ungversku stjóminni, segir að mögulegt sé að Ungveijar gangi fyrst í EFTA til að „þjálfa sig“ áður en þeir gangi í EB. Miklos Nemeth, for- sætisráðherra Ungveijalands, hef- ur sagt að aðild að EFTA myndi ekki rekast á utanríkisstefnu landsins en engin ákvörðun hafi verið tekin í þessum efnum. Fulltrúar Sovétstjórnarinnar hafa enn ekki tjáð sig um þessar bollaleggingar en ónafngreindir heimildarmenn segja að stjórnin í Búdapest muni ekki flana að neinu heldur ráðfæra sig við Kremlveija og meta efnahagslega kosti og ókosti EFTA-aðildar áður en raun- hæfar viðræður heflist. Er formaður ungversku nefnd- arinnar sem heimsækir EB, dr. Matyas Szuros, var spurður álits á hugmyndunum um aðild Ung- vetja að EB sagði hann. „Því get ég ekki svarað. Ég veit ekki hve- nær sá dagur rennur upp að þetta komi til álita." Athyglisvert er ta- lið að hann skyldi ekki vísa hug- myndinni alveg á bug. Austurríkismenn eiga aðild að EFTA. Samskipti Ungveija og Austurríkismanna hafa aukist gífurlega síðan takmörkunum á ferðafrelsi Ungveija var aflétt á síðasta ári. Aðgerðir Breta ganga mun lengra en samþykkt utanríkisráð- herra Evrópubandalagsríkja í Brussel í gær kveður á um. Howe sagði að reynt hefði verið að koma á eðlilegu stjómmálasambandi við írani en nú sæu Bretar ekki lengur ástæðu til að viðhalda því eins og málin hefðu þróast upp á síðkas- tið. Hann sagði að hótanir írana í garð Salmans Rushdie „ógnuðu eðlilegum samskiptum ríkja á milli og yrði ekki við þær unað“. Akvörðun utanríkisráðherranna þýðir að þau aðildarríki sem ekki hafa sendiherrá í Teheran munu kalla heim valdamesta stjórnar- erindreka sinn í landinu. Bretar kalla heim sendiráðsritara sinn í Teheran, Nicholas Browne. Ráðherramir sögðu að áhugi þeirra fyrir bættum samskiptum við írani væri þó enn til staðar. „En ef íranir eru sama sinnis verða þeir að lýsa því yfir að þeir virði alþjóðlegar skuldbindingar og jafn- framt láta af ofbeldi eða hótunum um að beita ofbeldi," sagði í yfir- lýsingu þeirra. Erkibiskupinn af Kantaraborg, Robert Runcie, sem er trúarleiðtogi 70 milljóna manna víðs vegar um heim sem eru í ensku biskupakirkj- unni, sagði að það væri öllum ljóst að útgáfa bókar Rushdie hefði verið mikil móðgun við múhameðs- trúarmenn. „En hversu mikil sem gremja manna er fordæmi ég með öllu áskoranir um manndráp,“ sagði erkibiskupinn. Runcie hvatti 1,5 milljónir múhameðstrúar- manna í Bretlandi til að „sýna still- ingu og varast að bijóta lög“. Herskáir Líbanir, hliðhollir ír- ansstjórn, sögðu í gær að þeir tækju heils hugar undir áskorun Ajatollahs Khomeinis um að myrða beri Salman Rushdie. Sjá ennfremur: „Khomeini hvetur á ný . . bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.