Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRBÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989 Reykjavík: Réðist á mann með hnífí MAÐUR um tvítugt réðist með hnífi á annan fyrir utan veitinga- húsið Abracadabra við Laugaveg um klukkan 4 aðfaranótt sunnu- dags. Sá-snerist til varnar og náði með aðstoð nærstaddra að yfirbuga árásarmanninn. Áður en það tókst hafði hann skorist á úlnliði og jakki sem maðurinn var í var skemmdur eftir hnifinn. Lögreglan tók árásarmanninn i vörslu sína og fann i vösum hans eitt gramm af hassi. Árásarmaðurinn mun hafa komið til hins og heimtað að hann gæfi sér sopa af áfengisblöndu sem hann var með. Þegar bóninni var synjað tók sá þyrsti upp vasahníf og otaði að hálsi mannsins. Sá snerist til vamar og þegar nærstaddir sáu hverju fram fór komu þeir til að- stoðar. Hnífamaðurinn var síðan yfirbugaður og kallað á lögreglu, sem tók hann í sína vörslu. RLR yfirheyrði árásarmanninn á sunnu- dag. Hann mun áður hafa komið við sögu lögreglu. SkáJkmótíð í Linares: Jóhann vann Belj- avskíj JÓHANN Hjartarson vann Alexander Beljavskíj i annari umferð á mjög sterku skák- móti, sem haldið er i Linares á Spáni. Jóhann hafði hvitt og vann i 40 leikjum. Jóhann á biðskák úr fyrstu umferð- inni við Boris Gúlkó frá Bandarikjunum, og er skákin jafnteflisleg þótt Jóhann sé með ögn Lakari stöðu. Tveir atburðir settu svip sinn á upphaf skákmótsins í Linares. Annar var sá að Viktor Kortsj- noj hætti við þátttöku, skömmu áður en mótið hófst, vegna þess krafa hans um að Sovétmaður- inn Baturanskíj viki sem aðal- dómari mótsins, var ekki tekin til greina. Baturanskíj var for- maður sovésku sendinefndarinn- ar, í „Einvígi hatursins" milli Kortsjnojs og Anatolfjs Karpovs á Filippseyjum árið 1979. Seinni viðburðurinn var sá, að Karpov tapaði fyrir Nigel Short í fyrstu umferð mótsins, en Karpov hafði þá ekki tapað í 60 kappskákum í röð. Júsupov er efstur með IV2 vinning, en Jóhann og Short koma næstir með 1 vinning og biðskák. Tveir í gæsluvarðhaldi: Handteknir með kókaín í Miðbænum Fíkniefiialögreglan handtók tvo menn um þrítugt, íslending og Breta, í miðbæ Reykjavíkur síðla fimmtudags. Mennirnir voru með kókaín í fórum sínum og á föstu- dagskvöld voru þeir báðir úr- skurðaðir í tíu daga gæsluvarð- hald. Bretinn er búsettur í Banda- ríkjunum og þar hefur Islendingur- inn einnig verið búsettur um skeið. Hvorugur þeirra hefur áður komið við sögu fíkniefnamála hérlendis. Amar Jensson lögreglufulltrúi varðist að öðru leyti frétta af um- fangi málsins og um hve mikið magn kókaíns væri að ræða. Slökkviliðið á Seyðisfirði berst við eldinn. Á innfelldu myndinni eru verið að kanna skemmdirnar, sem urðu mjög miklar. Seyðisgörður: Kirkjan mikið skemmd efltir bruna Seyðisfirði KIRKJAN hér á Seyðisfirði, sem var endurbyggð árið 1922 og er úr timbri, skemmdist mikið af völdum elds og reyks í gær. Eldur kviknaði þegar verið var að vinna með gastæki vegna viðgerða á málningu ut- an á henni. Allir innanstokks- munir, þar á meðal nýtt pípu- orgel, konsertflygill og ýmsir mjög verðmætir kirkjumunir eru ónýtir og innrétting kirkj- unnar er mikið skemmd. Auk þess eru töluverðar skemmdir utan á kirkjunni, aðallega þeim megin sem eldurinn kviknaði. Það tókst að slökkva eldinn á tveimur timum. Kirkjan og orgelið voru tryggð og eru matsmenn frá tryggingarfélag- inu búnir að skoða tjónið. Klukkan 9.15 í gærmorgun barst slökkviliðinu tilkynning um að mikill eldur væri í kirkjunni. Rúmlega tíu mínútum síðar voru slökkviliðsbfllinn og slökkviliðs- menn komnir á staðinn. Þá var svo mikill eldur og reykur inni í kirkjunni að slökkviliðsmenn kom- ust ekki inn í kirkjuna þó að þeir væru búnir reykköfunartækjum. Eldur og reykur brutust út við þakið norðan megin á kirkjunni. Þar byijuðu slökkviðliðsmenn að ráða niðurlögum eldsins. Viðgerð hefur staðið yfir að undanfömu á kirkjunni. Hún er klædd með bárujámsplötum og var verið að brenna lakkið af þeim með gastækjum þegar eldur komst á milli þilja. Það var einn maður að vinna við þetta þennan morgun og varð hann þess strax var þegar eldurinn kviknaði og fór þegar af stað og tilkynnti það. Það var töluverður vindur þannig að eldur breiddist mjög fljótt út í timburveggjum kirlrjunnar. Nú þegar er búið að ákveða að hefjast strax handa við að endur- byggja kirkjuna í upprunalegri mynd. Garðar Rúnar Olís og Texaco: Ekkert sem bannar olíu- kaup á Vesturlöndum JÓN Ögmundur Þormóðsson skrifstofustjóri viðskiptaráðu- neytisins segir að ekkert banni oliufélögunum að kaupa olíuvörur á Vesturlöndum, þar með talið markaðinum í Rotterdam. Olíufé- lögin verði þó að standa við rammasamning þann sem gerður er við Sovétríkin á hveiju ári. Rammasamningurinn nær ekki að uppfylla alla eftirspum eftir olíu- vörum hérlendis og þar sem á vantar geta félögin keypt hvar sem er að fengnu innflutnings- leyfi. OIís keypti olíufarm af olíufélaginu Texaco en fékk ekki bankaábyrgð fyrir farminum, sem er því í eigu Texaco þótt búið sé að skipa honum í land. Farmurinn er í innsigluðum tönkum og fær Olís af honum gegn staðgreiðslu á magninu sem tekið er hverju sinni eða fullnægjandi ábyrgðqm að mati Texaco. Sigurður Jóhannesson í gjaldeyris- eftirliti Seðlabankans segir að hann sjái engan mun á þessum viðskiptum og ef um væri að ræða olíu sem væri keypt úr skipi í höfn hér. í rammasamningnum sem við Sov- étríkin er kveðið á um kaup á bensíni, gasolíu og svartolíu. Olíuvörur á borð við flugvélabensín og smurolíur eru yfirleitt keyptar á Vesturlöndum. Sem dæmi um skiptinguna á milli Sovétríkjanna og Vesturlanda í olíu- kaupum má nefna að árið 1987 keyptu íslendingar 612.000 tonn af olívörum. Af þeim voru 55% eða 339.000 tonn frá Sovétríkjunum. Ef bensín, gasolía og svartolía eru tekin út nam innflutningur á þeim þetta ár 492.000 tonn. Þar af voru 69% eða 339.000 frá Sovétríkjunum. Er því ljóst að töluverður hluti af olíu- vörum sem íslendingar kaupa kemur frá Vesturlöndum. Að sögn Jóns Ögmundar er enginn grundvallarmunur á því verði sem olíufélögin greiða fyrir olíuvörur frá Vesturlöndum og Sovétrflqunum þar sem verðin í rammasamningunum taka mið af verðinu á markaðinum í Rotterdam. Viðræðuneftid ríkisins fundar með Arnarflugi og Flugleiðum „STJÓRNVÖLD hafa formlega fiu-ið fram á þessar viðræður og Flugleiðir ganga til þeirra viðræðna með opnum huga,“ sagði Einar Sigurðsson fréttafulltrúi Flugleiða um viðræður um Arnarflugsmál- ið. Sérstakir trúnaðarmenn og viðræðunefiid ríkisstjómarinnar ræddi við forráðamenn Arnarflugs i gærmorgun og í dag er fyrir- hugaður fyrsti fundur þeirra með forráðamönnum Flugleiða. Einar sagði að enn væri ekki ljóst „Það verður farið í þessar við- hvaða forsendur verði lagðar til ræður án þess að loka öðrum leið- grundvallar í þessum viðræðum. Á um,“ sagði Hörður Einarsson meðan þær væru ekki Ijósar væri stjómarformaður Amarflugs hf. of snemmt að ræða um til hvers viðræðumar muni leiða. Einar minnti á að Flugleiðir hefðu tekið þátt í viðræðum um Amarflugs- málið frá því í desember. Taldi hann að ekki væm öll sund lokuð varðandi aðrar leiðir til við- reisnar Amarflugs en vildi ekki ræða þá möguleika nánar. Hörður sagði að á fundinum með fulltrúum ríkisstjómarinnar í gær- morgun hefði verið farið yfir stöðu Arnarflugs. í viðræðunefndinni, sem sam- gönguráðherra hefur skipað, eiga sæti Halldór S. Kristjánsson skrif- stofusyóri, Þorsteinn Ólafsson efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, Þórhallur Arason skrifstofustjóri og Stefán Reynir Kristjánsson við- skiptafræðingur. Þá hafa Hjörtur Torfason hæstaréttarlögmaður og Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar- lögmaður verið skipaðir sérstakir trúnaðarmenn samgönguráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.