Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 22
Ulklfllli iiiiríX' VI f » * * í f * * * 1 í <!ii 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989 3M*YgiiiiÞIafrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjóm og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Erlendar skuldir — innlendur spamaður Samkvæmt frumvarpi til lánsfjárlaga fyrir líðandi ár, sem nú er til meðferðar í efri deild Alþingis, stefnir í 21 milljarða króna erlendar lántökur 1989. Þetta eru uggvekjandi skuldatölur. Ekki sízt vegna þess að síðastliðin þrjú ár hafa erlendar lántökur farið 50% — 130% fram úr upphaflegum áætlunum. í ljósi þeirrar reynslu gætu erlendar lántök- ur líðandi árs farið yfir 30 milljarða króna. Staða efnahags- og at- vinnumála eykur skuldalík- urnar. Útflutnings- og sam- keppnisgreinar ganga fyrir erlendu lánsfé. Og sýnt er að ríkissjóður verður rekinn með umtalsverðum halla, þrátt fyr- ir sjö milljarða nýjar skatta- álögur. I lánsfjáráætlun er og gert ráð fyrir því að ríkissjóður og aðrir opinberir aðilar taki að láni innanlands hálfan sext- ánda milljarð króna. Þar vega skuldabréfakaup Byggingar- sjóðs ríkisins og Byggingar- sjóðs verkamanna þyngst, ríflega 8,8 milljörðum króna, en um sl. áramót vóru um tíu þúsund lánsumsóknir hjá þess- um sjóðum. Enginn vafi er á því að lánsfjárhungur og láns- fjárásókn hins opinbera ýtir fremur upp vöxtum en hið gagnstæða. Fjárþörf hins opinbera, einkum ríkissjóðs, sem ekkert lát virðist á, hefur valdið og veldur sýnilega áframhaldandi spennu á innlendum lána- markaði. Sama máli gegnir um hallarekstur útflutningsat- vinnuveganna, m.a. vegna hins háa raungengis, sem eyk- ur lánsfjárþörfina í þjóðfélag- inu. Ekki bætir úr skák að stefna stjórnvalda í vaxta- og skattamálum vinnur gegn inn- lendum peningasparnaði. Dræm sala á spariskírteinum ríkissjóðs talar sínu máli þar um. Innlendur peningasparn- aður jókst hinsvegar umtals- vert um nokkurt árabil, með tilkomu verðtryggingar og já- kvæðra vaxta í stað nei- kvæðra. Sparnaður þjóðarbúsins í heild hefur hinsvegar minnkað um 40% á tíu árum, úr 24-25% í um 14% af landsframleiðslu. Miðað við landsframleiðslu á síðasta ári þýðir þetta rúmlega 26 milljarða rýrnun sparnaðar. Fjárfesting hefur á sama tíma minnkað um 30% sem hlutfall af landsframleiðslu, eða um 16 milljarða króna. Minnkandi sparnaður rekur rætur til þriggja höfuðástæðna: versn- andi afkomu atvinnufyrir- tækja, halla á ríkisbúskapnum og meiri eyðslu og minni sparnaðar^ einstaklinga og heimila. Sem fyrr segir bendir ýmis- legt til þess að sitthvað sé vanáætlað í lánsfjáráætlun líðandi árs. Þar ber fyrst að nefna Verðjöfnunarsjóð fisk- iðnaðarins, en fé frystideildar gengur til purrðar á fyrri hluta ársins og ekki er sýnt að stjórnvöld hafi aðgerðir á tak- teinum til að bæta rekstrar- stöðu sjávarútvegsins með al- mennum aðgerðum. Þá hefur ríkisstjórnin vakið athygli Byggðastofnunar á vanda smábátaútgerðar, sem metinn er á um 500 m.kr. og ekki er gert ráð fyrir í lánsfjáráætlun, sem og vanda þeirra byggðar- laga, sem stefna í atvinnuleysi vegna rekstrarstöðu sjávarút- vegsfyrirtækja. Horfur eru á því að erlendar langtímaskuldir þjóðarinnar verði um 106 milljarðar króna um næstu ármót. Þessi upp- hæð svarar til kr. 1.700.000.- á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu í landinu. Talið er að yfir 90% þéssara skulda séu með beinni ríkisábyrgð. Inn- streymi erlends lánsfjár í efna- hagslífið hefur skapað eyðslu- getu sem ekki hefur haft inn- lenda verðmætasköpun að bákhjarli. Á sama tíma hafa útflutningsatvinnuvegirnir barizt í bökkum, sætt tapi, gengið á eignir og safnað skuldum. Draga þarf úr ríkisábyrgð- um á erlendum skuldum. Jafn- framt þarf að afnema smám saman hömlur á gjaldeyrisvið- skiptum og skapa innlendum fyrirtækjum sama aðgang að alþjóðlegum fjármagnsmörk- uðum og erlendir keppinautar njóta. Jafnhliða þarf að hlúa að hvers konar innlendum sparn- aði, ekki sízt peningasparnaði, með það að höfuðmarkmiði, að íslenzkt atvinnulíf — og ríkisbúskapur — verði ekki jafn háð erlendu lánsfé, er- lendum sparnaði, og nú er. Til þess að svo megi verða þurfa íslenzkir sparendur að búa við sömu réttindi og er- lendir. Fjölmenni við vígslu Seltj SELTJARNARNESKIRKJA var víg-ð síðastliðinn sunnudag. Á sjötta hundrað manns voru við athöfhina, en kirkjan tekur um 400 manns í sæti. Meðal gesta var Halldór Ásgrímsson, kirkju- málaráðherra. Biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson vígði kirkjuna, en ásamt biskupi ann- aðist sr. Ólafur Skúlason, vígslu- biskup, altarisþjónustu. Vígsluathöfnin hófst með inn- göngu biskupa, presta, vígsluvotta og starfsfólks kirkjunnar, en alls voru 26 prestar viðstaddir athöfn- ina. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, vígði kirkjuna, en við athöfnina annaðist sr. Ólafur Skúlason, vígslubiskup, altarisþjón- ustu ásamt biskupi. Auk biskups og sr. Solveigar Láru Guðmunds- dóttur, sóknarprests Seltjarnarnes- kirkju, önnuðust ritningarlestur þau Morgunblaðið/Árni Sœberg Mikið fjölmenni var við vígslu Seltjarnarneskirkju. Á sjötta hundrað manns var við athöfhina, en kirkjan tekur um 400 manns í sæti. Hundrað listamenn fá sjö miUjónir króna Tólf nýjum listamönnum úthlutað listamannalaunum Launin rýrna um 20% frá síðasta ári ÚTHLUTUNARNEFND lista- mannalauna hefur lokið úthlutun fyrir árið 1989. Bætast tólf nýjir listamenn í flokkinn að þessu sinni, þau Birgir Sigurðsson, Fillippía Kristjánsdóttir (Hugr- ún), Geir Kristjánsson, Guð- mundur Karl Ásbjörnsson, Guðný Guðmundsdóttir, Gylfi Gröndal, Hafsteinn Austmann, Hjörleifur Sigurðsson, Leifur Breiðfjörð, Rut Ingólfsdóttir, Steingrúnur St. Th. Sigurðsson og Þórarinn Eldjárn. Miðað við 24% verðbólgu hafa listamanna- laun rýrnað um 20% frá síðasta ári og gagnrýndu nefndarmenn það er þeir kynntu fjölmiðlum niðurstöður úthlutunarnefndar í gær. Töldu þeir nauðsynlegt að endurskoða fyrirkomulag lista- mannalauna og bentu í því sam- bandi á, að æskilegt væri, að hafa breytanlegri llokka og tryggja eftirlaunagreiðslur til aldraðra iistamanna. Einnig þyrfti nefndin meira fé til ráð- stöfunar ef vel ætti að vera. Ef á annað borð ætti að halda þess- ari úthlutun áfram þá bæri að gera það af myndarskap. Nefndin hafði 7 milljónir króna til ráðstöfunar, og hafði sú upphæð hækkað um 300 þús. krónur eða 4% frá síðasta ári. Samkvæmt fjár- lögum 1989 hafa framlög til lista hækkað milli ára um 34% að meðal- tali. Af þessu má ráða, að lista-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.