Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989 35 Minning: Sigurbjörn Jónsson frá Ingwmarstöðum Fæddur 7. október 1902 Dáinn 14. febrúar 1989 Sigurbjörn Jónsson frá Ingunn- arstöðum lézt í Reykjavík eftir þunga og stranga legu. Langri veg- ferð er lokið. Mörg síðustu ár átti hann við vanheilsu að stríða og dvaldi við og við á Vífílsstöðum vegna öndunarerfíðleika. Lengst af var hann þó heima í skjóli dóttur sinnar, Helgu, og naut sérstakrar umönnunar hennar. Það var honum mikils virði og dró úr einsemd ell- innar, sem oft er hlutskipti gamals fólks. Sjónin var að mestu farin og mun honum hafa verið það þung- bært sem öðrum að geta ekki stytt sér stundir við lestur bóka og blaða. Þannig verður fátt til gleði þeim sem heyja glímuna vonlausu við elli og allir tapa. En þrátt fyrir það var Sigurbjörn viðræðugóður og skemmtilegur maður, leiftraði af kímni og var stálminnugur. Er hann hitti bræður sína, sem of sjaldan var, sökktu þeir sér niður í minning- ar og hlógu af hjartans lyst að kátlegum atvikum sem hent hafði fyrr á lífsleiðinni, og leiddi Sigur- bjöm gjama frásagnimar glettinn og gamansamur. Oftast var þá efn- ið bundið æskustöðvum þeirra, Geiradalnum og samferðafólki. Aldrei heyrði ég hann leggja illt til nokkurs manns heldur var það gleði og hlýja sem yljaði minningamar. Þannig mun minningin um hann sjálfan vera í hugum þeirra sem kynntust honum. Sigurbjöm Jónsson fæddist á Gróustöðum í Geiradal og var kom- inn af góðu og gegnu bændafólki um Barðastrandar-, Dala- og Strandasýslu. Hann hefur dregið saman ættarskrá sína, sem ég hef undir höndum, og nær hún um þijár aldir aftur. Foreldrar hans vom Jón Torfí Magnússon bóndi á Gróustöð- um f. 13.9. 1864, d. 28.5. 1910 og kona hans Guðbjörg Sigríður Bjamadóttir f. 3.12. 1864, d. 12.7. 1955. Móður sína hafði Sigurbjöm hjá sér þar til hún lézt í hárri elli. Ekki átti hann greiða leið til mennta fremur en aðrir unglingar þeirra tíma en var þó einn vetur á Núpi og má með sanni segja, að það skólasetur hafi lyft Grettistaki und- ir stjóm sr. Sigtryggs Guðlaugsson- ar og síðar. Margt ungt fólk Vest- fjarðakjálkans sótti sína fyrstu og oft einu menntun þangað og nýttist vel. Svo lá leiðin á Búnaðarskólann á Hvanneyri og þar var Sigurbjörn í tvo vetur. Þar með hafði hann lagt gmnninn að lífsstarfí sínu. Sig- urbjöm kvæntist Halldóm Bjama- dóttur frá Garpsdal árið 1927, mestu myndar- og ágætis konu, og hófu þau sama ár búskap á Ingunn- arstöðum sem leiguliðar Júlíusar Bjömssonar í Garpsdal. Fljótlega eignuðust þau jörðina. Bágt eiga þeir sem nú renna fram hjá íslenzkum stórbýlum með að ímynda sér hvernig var að hefja búskap við fmmstæð skilyrði eftir margra alda kyrrstöðu. Ræktun var nánast engin og húsakynni léleg. Hulda Hallgríms- dóttir - Minning Fædd 28. september 1919 Dáin 15. desember 1988 Hulda Hallgrímsdóttir fæddist 28. september 1919 á Skálanesi í Seyðisfírði og vom foreldrar hennar María Guðmundsdóttir og Hall- grímur Hallgrímsson. Maríu og Hallgrími varð níu bama auðið og em fimm þeirra á lífi. Ung að aldri flutti Hulda til Vest- mannaeyja og gerðist vinnukona í Höfn eins og algengt var með ung- ar stúlkur í þá daga. Hulda var tvígift. Fyrri manni sínum Gústaf Adólf Runólfssyni giftist hún árið 1944 en þau höfðu aðeins verið gift í 6 ár er Gústaf féll frá. Hann dmkknaði þegar mb. Helga fórst við Faxasker árið 1950. Eignuðust þau fjórar dætur en þær em Hrefna en hana missti Hulda 1972, Linda sem er gift Áma Pálssyni og eiga þau 3 börn, Friðrikka gift Sæbimi Jónssyni og eiga þau 3 böm, María gift Bjarna Siguijónssyni og eiga þau 4 böm. Árið 1958 giftist Hulda eftirlif- andi manni sínum Þórarni Jónssyni frá Siglufirði og eignuðust þau þijú böm. Elst þeirra er Sigríður fædd 1958 og á hún 2 böm, næst er Sig- rún fædd 1959 og á hún 2 böm og yngstur er Gústaf Adólf fæddu- ir 1963. Ég man fyrst eftir Huldu sem bam, þar sem ég og systur mínar vomm miklar vinkonur dætra Huldu, þeirra Siggu og Sigrúnar. Vegna þess vinskapar kom það mjög oft fyrir að ég fengi að gista nótt og nótt á heimili Huldu og alltaf þótti mér jafn gott að sofa þar. Það má eiginlega segja að ég hafí verið mikill heimagangur hjá Huldu og Tóta og mætti þar ávallt mikilli hlýju og velvild. Þessara stunda mun ég alltaf minnast með ánægjulegri tilfínningu. Þegar ég skrifa þessar línur og hugsa til þess tíma er ég frétti andlát Huldu finnst mér einhvem veginn að tími hennar hafi ekki verið kominn en enginn veit hvenær kallið stóra kemur. Mér finnst það æði hart að þessi gæða- kona, sem ekkert aumt mátti sjá, skyldi tekin frá okkur þetta snemma en svona er lífið. Hulda var alltaf jafn elskuleg sama á hveiju gekk og alltaf var hægt að reiða sig á hjálpsemi hennar. Hug- ulsemi hennar átti sér engin tak- mörk. Þegar ég eltist minnist ég margra heimsókna á heimili Huldu og Tóta sem var frábært og glað- legt. Sátum við þá oft yfir kaffi- bolla eða tókum spil og léttleikinn og hláturinn alltaf alls ráðandi. Já svona var á heimili hjá henni Huldu vinkonu minni. Síðustu ár ævi sinnar átti Hulda við veikindi að stríða en hún tók þeim með mikilli hugprýði þó svo að hún þyrfti oft að leggjast inn á sjúkrahús þeirra vegna. Alltaf sagði Hulda að hún yrði bara þar í örfáa daga. Henni fannst aldrei vera neitt að sér. Hulda er nú farin yfir móðuna miklu og er það skarð sem hún skilur eftir er vanduppfyllt og mun ég seint gleyma þeim mörgu ánægju- stundum með fjölskyldu þeirra Huldu og Tóta. Elsku Tóti og böm Huldu, þið eigið alla mina samúð. Guð geymi ykkur öll. Margrét Kristjánsdóttir Nútíma véltækni langt undan og peningar fáséðir. Þá varð allt að leggja á sjálfan sig og í bezta falli hesta sfná. En Sigurbjöm hafði fæðzt með nýrri öld, öld ungmenna- félaga og bjartsýni og varð hann snortinn af þeirri hreyfingu og tók þátt í henni. Hann hófst þegar handa um jarðabætur og reyndist ágætur ræktunarmaður. Heyrði ég oft til þess tekið hve bú hans væri gagnsamt og umgengni öll til fyrir- myndar. Öll hús byggði hann upp á Ingunnarstöðum. Þrátt fyrir annríki einyrkjans sat hjálpsemin í fyrirrúmi og vildi hann hvers manns vanda leysa. Oft minntist tengda- faðir minn þess er hann flutti að Þórisstöðum í Gufudalssveit við þröngan hag hve Sigurbjöm reynd- ist honum vel á þeim frumbýlisárum við heyskap og fleira áður en hann eignaðist sjálfur nauðsynlegustu tæki. Árið 1965 fluttust Ingunnar- staðahjónin til Reykjavíkur enda Halldóra þá orðin sjúklingur og andaðist hún á Sólvangi 1968. Það mun hafa verið þeim erfitt að flytja af æsku- og heimaslóðum en hjá því varð ekki komizt. Oft brá Sigur- bjöm sér vestur meðan heilsan lejrfði og átti þar hvarvetna vinum að mæta sem honum þótti gott að minnast. Sigurbjörn Jónsson og Halldóra Guðjónsdóttir eignuðust þijú böm. Þau eru: Bjarni starfsmaður Kjöt- iðnaðarstöðvar Sambandsins, sam- býliskona hans er Ingibjörg Ingólfs- dóttir; Helga símavörður á Landa- kotsspítala, hennar sambýlismaður er Gylfi Guðmundsson, og Jón bif- reiðastjóri kvæntur Valgeiri Einars- dóttur. Allt frá 1965 hélt Helga heimili fyrir föður sinn og vakti það aðdáun allra sem til þekktu hversu vel hún annaðist hann gamlan og sjúkan. Ég veit að hún kærir sig ekki um að þar verði höfð um mörg orð, en kærleiksríkt var það verk hennar. Samheldni var ætíð góð innan fjöl- skyldunnar og bömin virtu föður sinn og elskuðu. Starfssamri ævi er lokið. Minn- ingarathöfn fer fram í Fossvogs- kirkju í dag. Sigurbjöm verður fluttur vestur og grafinn við hlið konu sinnar í Garpsdalskirkjugarði. Sveitin hefur heimt son sinn. Halldór Stefánsson Blómmtofa Friöfinns Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. QxW Bróðir minn, t HALFDÁN ÓLSEN GUÐMUNDSSON, Fálkagötu 26, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 22. þ.m. kl. 15.00. Guðrún E. Guðmundsdóttir og fjölskylda. t Bróðir minn, mágur og frændi, BJARNI SIGURÐSSON loftskeytamaður, Austurbrún 4, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju, Hafnarfiröi, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 15.00. Elfn Sigurðardóttir, Auður T raustadóttir, Sigrún T raustadótt ir, Trausti Ó. Lárusson, Anna Kristin Traustadóttir, Óskar Lárus Traustadóttir. t Bróðir okkar og mágur, INGIMUNDUR BENEDIKTSSON, Laugavegi 27a, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 22. febrúar kl. 13.30. Arndfs Benediktsdóttir, Finnur Benediktsson, Guðrún Benediktsdóttir, Andrós Ólafsson, Ólöf Jóhannsdóttir, Þórarinn Reykdal. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS HJARTARSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á fimmtu hæð Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir frábæra umhyggju. Hjördfs Ólafsdóttir, Benedikt Ólafsson, Björg Ó. Berndsen, Ólafur H. Ólafsson, Elfn I. Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóöur og ömmu, STEINVARAR INGIBJARGAR GÍSLADÓTTUR, fbúðum aldraðra Hlff, Isafirði. Sérstakar þakkar eru færðar starfsfólki og íbúum Hlífar, ísafirði. Skarphéðinn Njálsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auösýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS JÓNSSONAR, fyrrverandi kennara, Miðgarði 9, Neskaupstað. Halldór Jóhannsson, Ingibjörg Ingvarsdóttir, Lilja Jóhannsdóttir, Tryggvi Vilmundarson, Sólveig Jóhannsdóttir, Sœvar Th. Guömundsson, barnabörn, makar og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur hlýhug og vináttu viö andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS GUÐJÓNSSONAR frá Eyjum. Guðrún Pálsdóttir, Sigrún Pálsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Sigþrúöur Pálsdóttir, Halldór Hjálmarsson, Loftur Pálsson, Guðrún Einarsdóttlr, Sigurbjörn Pálsson, Kristfn Gunnarsdóttir, Þórir Pálsson, Ósk Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Legsteinar BKARGAR GERÐIR Mmorex/Gmit Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034 222 Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.