Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989 HVERVANN? 3.473.897 kr. Vinningsröðin 18. febrúar: 22X - 221 - XX1 - 221 12 réttir = 2.428.236 kr. Enginn var með 12 rétta - og er því tvöfaldur pottur núna! 11 réttir = 1.045.661 kr. 13 voru með 11 rétta-og fær hver í sinn hlut kr. 80.435-. Tilhamingju! -ekkibaraheppni #2 HÁRLOS Þessir hringdu . Lélegt sjónvarpstæki Heiðar Bjarnason: Mig langar til að kvarta yfir ITT-sjónvarpstæki frá Gelli. Þeir segja þetta góð tæki, en ég er búinn að fara tvisvar með sex ára gamalt ITT sjónvarp í dýra við- gerð. Umboðið er ekki einu sinni tilbúið til að koma til móts við mann og selja varahluti á kostnað- arverði. Einu svörin eru þau að ég hafi bara verið óheppinn og að þetta sé mitt mál. Spakmæli KSG vildi koma á framfæri tveimur spakmælum: Sannleikanum verður ekki að- eins misboðið með lygi heldur er einnig hægt að saurga hann með þögninni. Andbyrinn krefst djarfari sigl- ingar. Gefins kisa Tíu mánaða gömul læða, sem vantar gott, áreiðanlegt heimili, fæst gefins. Upplýsingar í síma 75692. Kvenskór Grár kvenskór tapaðist að kvöldi 7. febrúar. Gæti hafa gerst á móts við Hverfisgötu 46-48 eða á bflaplaninu við Fellsmúla 11-15. Finnandi viðsamlegast hringi í síma 34625. Orðsending til presta Jóhann Þórólfsson langar til að koma á framfæri spumingu til presta: Getur það verið að Faðir vorið sé rétt, þar sem segir: „Leið oss ekki í freistni...“ Jesús leiðir engan mann á jörðinni í freistni og ég trúi því ekki að þetta geti verið rétt. Pelshúfa Brún pelshúfa tapaðist föstu- daginn 3. febrúar, annaðhvort við Sparisjóð vélstjóra við Borgartún eða við Verslunarmiðstöðina í Glæsibæ. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 12712 e. kl. 17. Lundaskóli Foreldri í hverfinu: Við undrumst það að Lunda- skóli skuli nú ekki fjalla um mál eins og forgangsverkefni í íslensk- um skólamálum á vegum mennta- málaráðunejdisins og hverfis- skólamálin, þar sem þessi mál hafa verið rædd mjög að undanf- ömu í Síðu- og Glerárskólahverfi hér í bænum. Þar sem skólastjóm virðist áhugalítil eins og sést á framangreindu, og því ekki neins frá henni að vænta, vil ég hvetja foreldrafélag skólans að taka þessi mál til umræðu og athugun- ar. FLASA IPERMANENT Lilja Bragadóttir: „Ég var orðin verulega áhyggjufull út af hárlosinu. Ég hafði reynt ýmis efni án árangurs, þartil ég byrjaði að nota MANEX hárvökvann. Hann kom í veg fyrir hárlosið og betrumbætti hárið." Jóhannes S. Jóhannesson: „Ég hafði í gegnum árin reynt allt til að losna við flösuna en ekkert dugði. Ég hélt ég yrði bara að sætta mig við þetta. En nú veit ég betur. MANEX vökvinn virkilega virkar." Arnhildur Magnúsdóttir: „Hár mitt hefur verið ómeð- færilegt og tekið illa perman- enti. MANEX vökvinn gjör- breytti hári mínu. Nú get ég haft permanent-krullurnar án þess að þurfa að vesenast í því með krullujárni o.fl.“ MflNEX HÁRSNYRTIVflRIIRNAR FÁST M.A. Á FFTIRTfll DtlM HÁRGRFIÐSLU- QG RAKARASTOFUM: MHMHM MAHEX VOKVINN Prótínbætti MANEX* hárvökvinn er unninn úr náttúrulegri jurtaupplausn, er inniheldur svokallaðar 22 aminosýrur sem í raun smjúga inn í hárslíðrió til að bæta, endurlífga og styrkja líflaust eða skemmt hár. REYKJAVIK Papilla, Laugavegi 24 S: 17144 Sólveig Leifsd., Suðurveri S: 34420 Sólveig Leifsd., Grímsbæ S: 688820 Rakarastofan Klapparstíg 29 S: 12725 Saloon Ritz, Laugavegi 66 S: 22460 Hárgreiðslustofan Ýr, Lóuhólum 2-4 S: 72653 Hárskerinn, Skulagötu 54 S: 28141 Fexa, Uröarholti 4 S:667152 Ágúst og Garöar, Suðurlandsbraut 10 S: 32166 Hárgreiöslust. Brósa, Ármúla 38 S: 31160 Hársnyrtist. Þórðar Eiríkss., Hraun-S: 671650 bæ 102c Hrafnhildur, Rofabæ 39 S:'671544 Hársport Díönu Veru, Fannafold 155 S: 675504 Hársnyrtist. Ragnars & Harðar, Vesturgötu 48 S: 24738 Effect, Bergstaöastræti 10a S: 623338 Hár-Expo, Laugavegi 33b, S: 27170 inng. frá Vatnsstíg Gresika, Rauðarárstíg 27-29 S: 22430 Perla, Vitastíg 18 S: 14760 Bardó, Ármúla 17a S: 32790 Saloon Nes, Austurströnd 1 S: 626065 Sóley, Reynimel 86 S: 18615 Manda, Hofsvallagciu 16 S: 17455 Inna, Grettisgötu 86 S: 18830 Feima, MiklcÖraut 68 S: 21375 Hár-Star, Vesturgötu 8 S: 23250 Art, Gnoöarvogi 44 S: 39990 Galtará, Hraunbergi 4 S: 72440 Hárhorniö, Hverfisgötu 117 S: 23800 Edda, Sólheimum 1 S: 36775 Hárhúsiö, Geröubergi 1 S: 73790 Hárlist, Æsufelli 6 S: 72910 Hárgreiöslust. Rögnu, Mýrarseli 1 S: 78424 Hárgreiöslust. Dandý, Eddufelli 2 S: 79262 st. Hótel Loftieiöum S: 25230 Perma, Eiöistorgi S: 611160 • Tinna, Furugeröi 3 S: 32935 Píróla, Laugavegi 59 S: 14787 GARÐABÆR, HAFNARFJÖRÐUR, KÓPAVOGUR - Papilla, Nýbýlavegi 22 S: 46422 Þema, Reykjavíkurvegi 64 S: 51938 Carmen, Miðvangi 41 S: 54250 Hár-tískan, Dalshrauni 13 S: 50507 Meyjan, Reykjavíkurvegi 62 S: 54688 Andromeda, lönbúö 4 S: 43755 Dysta. Álfhólsvegi 87 S: 42410 Gott útlit, Nýbýlavegi 14 S: 46633 SUÐURNES Klippótek. Hafnargötu 34 S: 92-13482 Þórunn Jóhannsd., Hafnargötu 47 S: 92-15656 Elegans, Hafnargötu 61 S: 92-14848 Hrund, Hólmagarði 2 S: 92-15677 Hársnyrtist. Haröar Guömundss., Hafnargötu 16 S: 92-14030 VESTURLAND Elísabet Valmundsd., Esjubraut 43 S: 93-11793 Hárhús Kötlu, Suöurgötu 85 S: 93-13320 Rakarastofa Hinriks, Vesturgötu 57 S: 93-11171 Maria Guömundsd., Aöalgötu 19 S: 93-81587 Hár-stúdíó Ingunnar, Holtabrún 1 S: 94-7374 Topphár, Aöalstræti 11 S: 94-3517 Sólrún, Sigtúni 8 S: 94-1430 AUSTURLAND Toppurinn, Strandgötu 10 S: 97-61243 Rakarastofan Hafnarbraut S: 97-81569 NORÐURLAND Hárgreiöslust., Húnabraut 13 S: 95-4588 Margrót Pótursd., Dalatúni 17 S: 95-5609 Þórunn Pálsd., Grundargeröi 6H S: 96-23947 Hársnyrting Reynis, Strandgötu 6 S: 96-24408 Ósk, Aöalgötu 1' S: 96-62522 Hlín, Aöalgötu 9 S: 96-71177 Svala Hermannsd., Ketilsbraut 21 S: 96-41881 SUÐURLAND Olga Ingólfsd., Bogaslóö 15 S: 97-81830 Ragnar Guömundss., Vestmannabraut 31 S: 98-12035 Dr. Anna Edström, lífefnafræðingur og sérfræðingur í hári, býður al- menningi ókeypis ráðgjöf beint frá læknastofu sinni í London í gegnum umboðsaðila sinn hérlendis. Heildsölubirgðir: amorosia 'JMBOOS- OG HEILDVERSLUN Sími 91-680630. Góður harmónikku- þáttur Kæri Velvakandi. Mig langar að vekja athygli á frábærum þætti á laugardagskvöld- um á rás 2 í Ríkisútvarpinu, sem Hermann Ragnar Stefánsson sér um með harmónikkuunnendum. Þetta er eins og í gamla daga, dans- að á laugardagskvöldum. En þátt- urinn mætti vera lengri. Ég held að það séu svo margir sem hafa ekki athugað hvað þetta er skemmtilegur og líflegur þáttur. Sér í lagi fyrir okkur sem unnum gömlum dönsum og harmónikku- tónlist. Kveðja, Sigríður Gunnarsdóttir Rofnar út- sendingar óþolandi Kærí Velvakandi. Sú nýbreytni hjá Ríkisútvarpinu sjónvarpi að rjúfa útsendingar á bíómyndum og öðru sjónvarpsefni er gjörsamlega óþolandi. Það ætti ekki að vera erfitt að bæta þessum auka skjáauglýsingum fyrir milli dagskráratriða, í venjulegum aug- lýsingatímum. Hvað fréttimar varðar fáum við að sjá nóg af stríði, pólitík, morðum og slysforum í aðalfréttatímanum ef við kærum okkur um. Þar fyrir utan em svo fréttir tuttugu sinnum á dag í álíka mörgum útvarpsstöðv- um og heill hellingur af allskyns dagblöðum og tímaritum. í lýðræð- isríki því sem við búum í lít ég á þetta sem mannréttindabrot að neyða þessum fréttatíma upp á áhorfendur. Það væri strax skömm- inni skárra að sýna þessar fréttir í dagskrárlok. Þá yrði þó hægt að slökkva á þeim eða horfa á eitthvað annað. Jón Páll Vilhelmsson Skjót viðbrögð Kæri Velvakandi. Ég vil gjaman koma á framfæri dýpsta þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu mig á laugardagskvöldið 4. febrúar, þegar jeppinn minn valt á Reykjanesbrautinni, rétt hjá vega- mótunum í Voga. Þótt ég viti að- eins nafn á Kristni Ásgrímssyni af þeim mörgu sem strax komu mér til hjálpar, gleymi ég þessu óhappi ekki í langan tíma vegna góðvildar þessa fólks og skjótra viðbragða. Áður en við höfðum tíma til að átta okkur fyllilega á því sem gerst hafði var einhver við bflrúðuna mín meg- in til að athuga hvort nokkur væri slasaður. Án fums og með sam- stilltu átaki gengu menn á jeppann og veltu honum yfír á hjólin aftur, skiptu um dekk fyrir mig þar sem dekk hafði farið af einni felgunni þegar hann valt á hliðina og hjálp- uðu okkur að komast af stað aftur. Það er vissulega góð tilfinning að vita, að þrátt fyrir vankunnáttu mína í íslensku, hjálpa allir þegar óhapp verður. Eg bið ykkur aftur að koma kærum þökkum mínum til allra þeirra sem aðstoðuðu okkur f þessu óhappi. Yðar einlæg, Karólína Fricke, sjóliðsforingi í varnarliðinu. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.