Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Eyrarbakki: Loðnufryst- ing bætir úr atvinnuleysi Eyrarbakka. MEÐ loðnufrystingnnni má segja að atvinnuleysið hafí horfið hér úr þorpinu. Loðnufrystingin hófst á fimmtu- dagskvöldið, hjá Bakkafiski hf. Unnið er á tveim átta tíma vöktum, allan sólarhringinn. Á hvorri vakt eru 16 manns, en um mánaðamótin voru 30 manns á atvinnuleysisskrá, 25 verkakonur, 1 afgreiðslukona og 4 verkamenn. Atvinnuleysis- dagar voru samtals 283 í janúar. — Óskar Eldur íSeyðis- fjarðarkirlgu Kirkjan á Seyðisfirði skemmdist töluvert í elds- voða i gærmorgun. Allir inn- anstokksmunir í kirkjunni eyðilögðust þar á meðal þessi skírnarfontur. Sjá bls. 2. Morgunblaðiö/Garðar Rúnar. * Dýrmætur sigur Islendinga íslendingar sigruðu Vestur-Þjóðveija, 23:21, í gær í B-keppninni í handknattleik í Strasbourg í Frakklandi. Sigur íslands kom nokkuð á óvart og gefur vonum liðsins, um sæti í A-keppninni, byr undir báða vængi. íslenska liðið lék mjög vel og hefur líklega sjaldan sýnt betri leik. ís- lendingar standa nú vel að vígi með 4 stig en í dag mæta þeir Svisslendingum. Á myndinni sést Héðinn Gilsson í baráttu við vestur-þýskan vamarmann í leiknum í gær. Mikil snjóflóðahætta á Siglufirði: Fólk hefur yfírgefíð hús á mesta hættusvæðinu Almannavarnaneftid 1 viðbragðsstöðu MIKIL snjóflóðahætta er nú á Siglufirði og hefur fólk rýmt hús sín sem eru á mesta hættusvæð- inu. Almannavarnanefnd bæjar- ins er í viðbragðsstöðu og var vakt á hennar vegum í nótt. Mikl- um snjó hefur kyngt niður við Siglufjörð. Sem dæmi um snjó- komuna má nefna að á tímabilinu frá kl. 9 til kl. 17 í gærdag féll þar 40 sm jafhfallinn snjór. Þráinn Sigurðsson, formaður Al- mannavamanefndar Siglufjarðar, Bygging varaflugvallar: Forsætisráðherra segir utanríkis- ráðheira geta heimilað forkönnun STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, sagði í um- ræðum á Alþingi í gær um bygg- ingu varaflugvallar og lilutdeild mannvirkjasjóðs Atlantshafs- bandalagsins í þeirri fram- kvæmd að utanríkisráðherra gæti heimilað forkönnun ef eng- ar framkvæmdir fylgdu. Spurn- ingin væri hvort mannvirkja- sjóðurinn krefðist yfírlýsingar um heimild til framkvæmda, ef niðurstöður forkönnunar reynd- ust jákvæðar. r Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, sagði að hann teldi sér heimilt að leyfa forkönn- un, enda féllu samskiptin við Atl- antshafsbandalagið undir utanrík- issráðuneytið. Raunar teldi hann sér skylt að svara málaleitan bandalagsins hvað þetta varðaði. Forræðið væri í hans höndum. "Hann sagðist álíta að gerð vara- flugvallar teldist ekki til meirihátt- ar hemaðarframkvæmda. Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra, sagði ákvæði stjórnarsáttmálans um að ekki verði ráðist í meiriháttar hemaðar- mannvirki ótvíræð. Hann færi sem samgönguráðherra með stefnu- mörkun í þessum málaflokki. Aðild hemaðarbandalaga að flugvallar- gerð væri því ekki á dagskrá með- an þessi ríkisstjórn sæti. Ef ágrein- ingur kæmi upp um verkaskiptingu ráðherra, þá skæri forsætisráð- herra úr og það teldi hann að for- sætisráðherra hefði þegar gert. Sjá frásögn af utandagskrár- umræðunum á bls. 27. Loftferðaeftirlitið um lendingu Arnarflugsþotunnar: Reglur gróflega brotnar f SKÝRSLU Loftferðaeftirlits Flugmálstjórnar um lendingu Amar- flugsvélar á Keflavíkurflugvelli föstudaginn 27. janúar sl. kemur fram, að Loftferðaeftirlitið telur ákvörðun flugstjórans um aðflug til lendingar þann dag orka tvímælis með tilliti til aðstæðna. Úttekt á eldsneytismagni sýndi að flugvélin hefði náð til Skotlands á varaflugvöll, en fram kemur að hliðarvindur á Keflavíkurflugvelli var helmingi meiri en heimilt var miðað við bremsuskilyrði. Vind- hraði var 31 hnútur en mátti vera 15. Þá liggur fyrir, að flugvélin, sem tekin var inn á herradar, var kom- in undir eðlilegan aðflugshalla í aðfluginu eða niður 1 200 feta hæð, þar sem hún átti að vera í 600 fetum. í niðurstöðu skýrslunnar segir orðrétt: „Sú ákvörðun flugstjóm- ans að gera aðflug til lendingar á Keflavíkurflugvelli, hlýtur að orka tvímælis, þegar hafðar eru í huga þær upplýsingar um veðurskilyrði, fþ.e. skyggni, skýjahæð, vindstyrk og vindstefnu svo og brautarskil- yrði, sem hann hafði áður en að- flugið hófst. Þá er ljóst að reglur Amarflugs hf. um hámarkshliðaarvind, voru gróflega brotnar í lendingu ISL- 423.“ segir að 9 fjölskyldur hafi rýmt hús sín í gærkvöldi með aðstoð lögreglu. Þetta fólk býr syðst við Suðurgöt- una, Heiðarveg og Fossveg við Hvanneyrarána. Á þessu svæði hafa snjóflóð fallið áður, síðast 13. febrú-^ ar í fyrra en þá varð ekkert tjón af völdum þess ef frá eru taldar skemmdir á bæjargirðingunni. „í þeirri átt sem nú er, norðvest- anátt, samfara þessari miklu snjó- komu skefur snjóinn í hengjur í fjall- inu fyrir ofan bæinn. Það er reynsla okkar að við þessar aðstæður er mikil hætta á snjóflóðum," segir Þráinn. Vegurinn til Siglufjarðar er nú lokaður vegna ófærðar og þess að tvö snjóflóð féllu á hann í fyrradag. Féllu þau hvort sínu megin við Strákagöngin. í dag ætlar Vega- gerðin að opna veginn. Auk vaktar Almannavarnar- nefndar em snjómoksturtæki í fullu starfi í bænum við að halda götum að hættusvæðinu opnum svo og leið- inni að sjúkrahúsinu. Sigurður Hlöðversson býr í syðsta húsinu við Suðurgötuna ásamt konu sinni og þremur sonum á aldrinum fjögurra til átján ára. Hann segir að það sé orðinn árviss viðburður að fjölskyldan flytji af heimili sínu vegna snjóflóðahættu. Hinsvegar sé hann svo heppinn að geta flutt inn á æskuheimili sitt sem er i aðeins 50 metra fjarlægð hinum meginn við götuna en þar býr fósturdóttir hans nú. „Við höfum ávallt flutt þegar snjó- flóðahætta er til að róa bæði okkur og ættingja okkar. Svo borgar sig aldrei að storka örlögunum," segir Sigurður Hlöðversson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.