Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 Erfiðlega gengur að ákveða fískverð Seljendur vilja 12% hækkun, kaupendur segjast ekki aflögufeerir ERFIÐLEGA gengur i yfirnefhd Verðlagsráðs sj&varútvegsins að ákveða nýtt fiskverð. Lágmarksverð á fiski hœkkaði síðast um 4,9% í júnibyijun 1988. Fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna sætta sig ekki við minni hækkun lágmarksverðs en 12%, en fulltrúar kaupenda eru ekki tilbúnir til að ganga lengra en til 8,5% hækkunar og segjast í raun »11« ekki geta hækkað fiskverð. 8,5% bera þvi i milli og líklega ganga seljendur úr ráðinu, nái þeir ekki sinu fram. Á sama hátt má búast við sömu viðbrögðum kaupenda, verði hækkunin 12%. Frjálst fiskverð um tima er af sumum tnlin eina leiðin til að höggva á hnút- inn. Mál þetta var rætt á rfldssfjórnarfundi í gær, en endanleg niður- staða um hugsanleg afekipti stjómvalda kom þar ekki fram. Seljendur telja að með 12% hækk- un, sé í raun ekki verið að hækka verð, heldur staðfesta gildandi með- alverð á fiski um landið. Meðalverð á þorski á síðasta ári er samkvæmt lágmarksverðinu um 33 krónur á kíló, en Þjóðhagsstofnun segir með- alverðið í raun hafa verið 36,37, sem er um 10% hærra en lágmarksverðið. Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ, er fulltrúi sjómanna í yfir- nefndinni. Hann bendir á, að Þjóð- hagsstofnun telji almennt fiskverð á landinu hafa hækkað um 25% á síðasta ári. Sé frá því dregin 4,9% hækkunin í júni og 5% til að jafna út áhrif hækkana frá árinu áður, verði útkoman nálægt 12%. Þetta þýði aftur í raun að þar sem markað- ir og yfirborganir eru í gangi, sé hækkunin um 25% en 4,9% annars staðar. Verði gildandi verð ekki stað- fest í yfímefndinni, aukizt munurinn á milli lágmarksverðsins og markaðs- verðsins stöðugt og sé það óviðun- andi fyrir sjómenn. „Núverandi fyrir- komulag við verðlagninguna virðist vera tímaskekkja. Verði annar hvor aðilinn knésettur með aðstoð ríkis- valdsins og oddamanns, eru mestar líkur á þvf að hann gangi úr ráðinu. Ég get heldur ekki tekið ábyrgð á viðbrögðum sjómanna, verði ákveðin óveruleg hækkun á fiskverði," sagði Guðjón. „Hlutverk yfimefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins er að ákveða fiskverð meðal annars með hliðsjón af markaðsaðstæðum og afkomu fiskvinnslunnar," segir Bjami Lúðvíksson, framkvæmdasjóri hjá SH og annar fulltrúi kaupenda í nefndinni. „Miðað við hvoru tveggja er ekkert svigrúm til hækkana, hvað þá 12%. Allir vita að útgerðin er rekin með tapi, en vinnslan hefur ekkert svigrúm til að bæta henni það upp. Eigi það að vera mögulegt þarf að verða stórkostleg breyting á af- komu fiskvinnslunnar, en okkur er VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 25. FEBRÚAR YFIRUT f GÆR: Búist er við stormi á Breiðafirði, Vestfjörðum, noðvesturmiðum, norðausturmiðum, vesturdjúpi, norðurdjúpi og suðvesturdjúpi. Um 500 km austur af Austfjörðum er 965 mb lægð sem þokast norður og síðar norðvestur en 975 mb lægð um 300 km suðvestur af Reykjanesi þokast suðaustur og grynnist. Kalt verður áfram. SPÁ: Hvass noröan um norðan- og vestanvert landið en heldur hægari suðaustanlands. Léttskýjað sunnanlands en snjókoma norð- anlands og austan. Frost 3—7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Hvöss norðanátt um allt land. Él um noröanvert landið en úrkomulaust og viða bjart syrða. Frost 5—10 stig. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað A Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * •j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Raykjavflc hhl 44 +7 veður snjóél skýjað Bargen vantar Helslnkl 2 snjókoma Kaupmannah. 6 Mttskýjað Narssarssuaq 428 haiðsklrt Nuuk 418 léttskýjað Osló 4 téttskýjað Stokkhólmur 3 skýjað Þórshðfn 2 slydda Algarve 17 skúr Amsterdam 7 skýjað Barcelona 12 skýjað Beriln 6 þokumóða Chlcago 418 léttskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 6 rignlng Qlasgow 8 skýjað Hamborg 6 skýjað Las Palmas 18 skýjað London 6 rignlng Los Angeles 18 skýjað Lúxemborg 3 alskýjað Madrid 2 rigning Malaga 12 rignlng Mallorca 14 akýjað Montreal vantar Naw York 4« alskýjað Oriando 41 halðsklrt Parls 8 skýjað Róm vantar San Dlego 14 alskýjað Vln 14 skýjað Washlngton 44 alskýjað Wlnnlpag 44 snjókoma Morgunblaðið/JúlíuB Yfirnefiid Verðlagsráðs sj ávarútvegsins að störfrim: Frá vinstri Sveinn Finnsson, firamkvæmdastjóri ráðsins, fulltrúar kaupenda, Bjarni Lúðvíksson, framkvæmdastjóri hja SH og Magnús Gunnars- son, framkvæmdastjóri SÍF, Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar og oddamaður og seljendurair, Guðjón A. Kristjáns- son, forseti FFSI og Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍU. ekki kunnugt um neinar breytingar af því tagi. Allt, sem við vitum um, er heimild Seðlabankans til lækkunar gengis um 2,5%, en hvort hún verður nýtt, vitum við ekki. Eigi fiskverð að hækka, þarf að koma á móti hækkun á tekjum vinnslunar eða lækkun á kostnaði," sagði Bjami. „Við, fulltrúar fiskseljenda, förum fram á 12% hækkun á lágmarkas- verði Verðlagsráðsins," segir Kristj- án Ragnarsson, framkvæmdasyóri LÍÚ. Með því teljum við í raun að ekki sé verið að hækka fiskverð, heldur staðfesta það verð, sem í gangi er. Skráð verð gildir reyndar hugsanlega á einstaka stöðum og er þá óréttlátt gagnvart sjómönnum þar og gefur vinnslunni á viðkomandi stað óeðlilegt forskot í rekstrinum. Taki ráðið ekki afstöðu á þessum nótum, lít ég svo á að það sé ekki í takt við raunveruleikann og því marklaust. í raun eru það fijálsu fiskmarkaðamir, sem ráða miklu meiru um fiskverð á landinu en Verð- lagsráðið. Ákveði það litla eða enga hækkun, myndast sjálfkrafa raun- hæft verð. Til dæmis má benda á það, að KEA keypti i vikunni 50 tonna afla af Súlnafellinu til verkun- ar í Hrísey. Þrátt fyrir að ekki væri um fiskskort að ræða, voru greiddar 43 krónur fyrir kíló að meðaltali fyr- ir fisk, sem samkvæmt lágmarks- verði Verðlagsráðsins kostar 29.70 krónur hvert kíló,“ sagði Kristján. Studentaráð: Vill selja hlut sinn í Rót Stúdentaráð Háskóla íslands er að leita að kaupanda að hlutabréf- um sínum í Útvarpi Rót. Var heimild til þess samþykkt einróma á frmdi menntamálanefhdar SHÍ á föstudag. Svemn Andri sagði í samtali við Morgunblaðið £ið Stúdentaráð væri þessa stundina að þreifa fyrir sér hjá verðbréfafyrirtækjum um hvort raunhæft væri að selja hlutabréfin í Rót. „Við erum að vinna í því að fá einhveija hugsjónamenn til að kaupa þetta. Ef fyrirtækið verður gjaldþrota þá afskrifast þessar eignir okkar og reynum við þvf að koma þeim í verð áður en það er um seinan. Samkvæmt okkar heim- ildum þá skuldar Rót hálfa milljón og á engar eignir fyrir skuldum." Auk þessarar ástæðu nefndi Sveinn Andri að nánast engin hlust- un væri á þetta útvarp hvorki með- al stúdenta né annarra. Lítill áhugi virtist vera meðal stúdenta á Rót og hefði ekki verið nein þáttagerð á vegum námsmannasamtakanna í vetur. Það væri því engin ástæða til að eiga þessi hlutabréf lengur. Loks hefði stjóm hlutafélagsins sniðgengið Stúdentaráð sem hlut- hafa og ekki boðað SHÍ á hluthafa- fund þar sem ræða átti rekstur og annað þess háttar. Sagði Sveinn Andri slíkt athæfi vera í ósamræmi við lög um hlutafélög. Ingólfur Þorstemsson yfírlögregluþjónn látínn LÁTINN er í Reykjavík Ingólfur Þorstteinsson, fýrrverandi yfir- lögregluþjónn rannsóknarlög- reglunnar. Hann var 88 ára þeg- ar hann andaðist, fæddur 10. jan- úar 1901 í Eyvindartungu í Laug- ardal sonur hjónanna Þorsteins Jónssonar bónda þar og Arn- heiðar Magnúsdóttur. Ingólfur Þorsteinsson naut far- kennslu í tvo mánuði á hvetjum vetri í fjögur ár undir ferminguna. Hann vann við almenn sveitastörf og útróðra á vertíðum og sfðan sjó- mennsku aðallega á togurum og einnig bifreiðaakstur í Reykjavík, þar til hann hóf þar starf sem lög- regluþjónn 1. janúar 1930. í lög- reglunni starfaði hann til sjötugs, árið 1971, eða samtals f rúm flöru- tfu ár. Fyrst í almenna lögreglulið- inu og síðan við rannsóknir mála. Hann sótti námskeið rannsóknar- lögreglumanna á Englandi 1937 og kynnti sér einnig störf rannsóknar- lögreglumanna í Frakklandi og Þýskalandi. Var skipaður varðstjóri í rannsóknarlögreglunni 1940, yfir- varðstjóri 1947, aðstoðaiyfirlög- regluþjónn 1963 og yfirlögreglu- þjónn rannsóknarlögreglunnar 1969. Ingólfur var meðal stofnenda Lögreglufélags Reykjavíkur og Lögreglukórs Reykjavíkur og í stjómum þeirra, formaður kórsins 1961 til 1969 og var kjörinn þar heiðursfélagi 1971. Hann var í Ár- nesingafélaginu frá stofnun og Ingóifur Þorsteinsson formaður þess 1963 til 1967. Var hann sæmdur gullmerki félagsins 1971. Hinn 17. júnf 1974 var Ingólfur sæmdur riddarakrossi hinnar fslensku fálkaorðu. Ingólfur kvæntist Helgu Ingveldi Guðmundsdóttur og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust fjóra syni og eru tveir þeirra látnir, Þorsteinn sem dó á bamsaldri og Guðmundur sem andaðist 1987, en hinir em Öm Brynþór framkvæmdastjóri Iðnskólaútgáfunnar og Þorsteinn skrifstofustjóri vamarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.